Eintak

Útgáva

Eintak - 03.02.1994, Síða 18

Eintak - 03.02.1994, Síða 18
Sá maður sem veit ekki eftir hvaða lagi hann dansaði íyrst við eiginkonuna er í vondum málum. Ef upp um hann kemst gæti það kostað hann skilnað í bíómynd. Og Irfið í teiknimynd. Eins og fyrsta ástin er heilög, þannig er líka heilagt sérhvert atvik sem maður gerir í fyrsta sinn með ástinni sinni. Jafnvel fyrsta rifrildið. Emm ung pör rifjuðu upp nokkur af þessum heilögu augnablikum fyrir lesendur. Elma Lísa og Stefán Hvar þau sáust fyrst „Ég hafoi oft séð hann. En ég fór fyrst að gefa honum auga á Sólon íslandus." „Ég sá Elmu fyrst í partýi hjá Maríu vinkonu." Hvernig þau kynntust fyrst „í göngutur um miðbæinn eftir lokun á Sólon. Það var ró- iegt sunnudagskvöld." að háma í sig Cheerios eða eitthvað þvíumlíkt. Eftir tölu- verðan æsing litum við á hvort annað og fórum að hlæja.“ i aðskilnaðurinn Elma fór til Portúgals í þrjár vikur. Það var ágætt í tvo daga en svo fór það að versna. Við höfðum mikið samband bæði bréflega og í gegnum síma. Símareikningurinn var þokka- legur þann mánuðinn." Það sem þau heyrðu fyrst frá öðrum um hvortannað „Ég heyrði að hann spilaði með hljómsveitinni íslenskir tónar. Sú hljómsveit heyrir nú sögunni til.“ „Ég er ekki með það alveg á hreinu. Það hefur öruggiega verið eitthvað um hversu sæt og skemmtileg hún er.“ Vyrsta stefnumótið „Við fórum í bíó. Nánar til- tekið í Regnbogann og sáum ömurlega mynd sem heitir Can- dyman.“ íyrsti kossinn: „Hann kom fyrir utan hegn- ingarhúsið á Skólavörðustíg." Sváfu fyrst saman „Það var heima hjá Dóra, vini okkar. Við rændum rúminu hans en hann svaf í svefnpoka á gólfinu. Annars er þetta nú frekar tvíræð spurning." tyrsti morgunmaturinn saman „Það var kaffi og ristað brauð heima hjá Stebba og það var hann sem útbjó morgun- verðinn." Vyrsta rifrildið „Við misstum af hvort öðru niður í bæ eftir ball. Hún var lyklalaus og fór í fýlu af því ég fór á undan henni heim.“ „Ég var ekki með lykil svo ég hringdi á bjöllunni. Ég kom inn í brjáluðu skapi en þá var hann Vyrsta gjöfin „Ég gaf honum peysu sem ég keypti á flóamarkaði Katta- vinafélagsins. Hún kostaði hundrað kall en það er hugur- inn sem skiptir máli.“ „Ég keypti bakpoka handa Elmu áður en hún fór til Portúgals." fyrsta fylleríið saman „Kvöldið sem við skrifuðum undir leigusamninginn heima á Grundarstíg fórum við á kampavínsfyllerí. Fórum svo á Sólon og enduðum heima hjá vini okkar." Vyrsti þvotturinn „Mig minnir að ég hafi séð um þann þvott enda er ég eini maðurinn á heimilinu sem kann almennilega á þessa flóknu þvottavél sem við erum með. Ég þvoði nærföt af okkur.“ fyrsta sameiginlega fjárfestingin „Það var rauð kaítikanna og fleira dót í eldhúsið á Grundar- stignum." <§ FIMMTUDAGMB 3. FEBRÚAR. 1Q94 -f;

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.