Eintak

Eksemplar

Eintak - 03.02.1994, Side 22

Eintak - 03.02.1994, Side 22
Diddú er þjóðareign. Litla fröken Gudmundsen í Brekkukotsannál, englaröddin í Spilverkinu, prímadonnan í Óperunni. Hún hefurfundið sérleið að þjóðarhjartanu. Er þjóðargersemi. Sigurður Pálsson skáld hitti Diddú og spjallaði við hana um Jessye Norman, feitar þjónustustúlkur, nauðsyn þess að vera glaður, Wagner og börnin tólf sem enn eru bara tvö. .. .eitthvað svipað því að standa allt í einu frammi fyrir Jesú“ Við Hagatorg í Reykjavík standa þó nokkur hús en hæst ber Nes- kirkju, Háskólabíó og Hótel Sögu. Ég mælti mér mót við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur á Skrúði, veitinga- stofunni á jarðhæð Hótel Sögu. Ég kem þegar æfingin fyrir Vínartón- leikana verður búin. Þá labba ég yf- ir á Sögu. Það er viss stíll yfir húsum með hringdyr. Sérstaklega hótelum. Hringdyr skapa þægileg skil milli hversdagsömurleika og glæsileika. Milli stíls og stílsleysu. Milli hljóð- jukks og tónlistar. Það er enginn viðskiptavinur á Skrúði þegar ég geng í salinn. Innan við barinn stendur vingjarnlegur þjónn. Kvenkyns. Grænn marmari á gólfum. Fyrir miðjum sal er eldstæði. Skorsteinn yfir og reyk- leiðsla úr gljáandi málmi. í loítinu innar í salnum loftljós eins og stjömuhiminn. Það heyrist kliður í seytlandi vatni. Hvítur flygill stend- ur úti í horni. Úti fyrir er janúarrökkur og fjúk. Bílljós sópa hringferil á Hagatorgi. - Þegar ég var að læra í London fór ég einu sinni á tónleika með henni. Það var svo stórfenglegt að ég grét. Á eftir fór ég á bak við. Ég skil ekkert í því hvernig mér var hleypt alla leið inn í búningsklef- ann hennar en þannigvar bað nú. Eg þakkáði nenni fyrir. Hún klökknaði svo við grétum þarna saman. Diddú og Jessye. Eg náði henni sirka í mitti! Það var eins og henni þætti vænt um að fá einlægar þakk- ir. Stjörnurnar eru oft svo einar. Einangraðar. Enginn kemst að þeim af öryggisástæðum. Það er svo mikið af geggjuðu fólki. Sjáðu Lennon. Auk þess er alltaf verið að vernda þær fyrir ágengum blaðam- önnum og aðdáendum. Ég skildi ekki eftir á af hverju mér var hleypt inn til hennar. En á leiðinni inn hugsaði ég ekki um það. Hugsaði ekki um neitt annað en að ég yrði að hitta hana. Hún er guðdómleg í orðsins fyllstu merkingu. Maður - Já, reyndar. Ég byrjaði víst ansi snemma að syngja. Það voru mikil hljóð skilst mér! Ég var uppnefnd Carmen í bernsku. Svo er fjölskyld- an öll syngjandi. Foreldrar mínir eru bæði söngvarar af guðs náð og við erum sjö systkinin, öll mikið fyrir söng. Þetta virðist liggja mikið í fjölskyldum og ættum. Það segir tónlistarsagan manni að minnsta kosti. Þú heyrir líka hvað raddir eru arfgengar þó fólkið virðist ekkert líkt að öðru leyti. Það er skrýtið líffæri, röddin. Raddböndin. Ég fékk að sjá radd- böndin mín út í Svíþjóð. Það var verið að skanna þau. Það sem mér fannst furðulegast var liturinn. Þau eru hvít! Það var skrýtið að horfa á þessi örlitlu hvítu líffæri sem gefa lífinu gildi. Tónlist og söngur er meira en skemmtun og afþreying, söngur er mannbætandi, upplífg- andi, lífsnauðsynlegur. Diddú brosir eftir þessa ræðu og ég sannfærist endanlega um að söngur hljóti einmitt að vera mannbætandi. Eg veit að ég get oætt mig. Páð er aðalmarkmiðið. Það er vissulega ansi vont að það skuli ekki vera neins konar atvinnuör- yggi hér á landi. Það er enginn fa- stráðinn við Öperuna. Ég er sko alls ekki að tala um æviráðningu. Þó ekki væri nema um eins, tveggja ára skeið í senn fyrir nokkra söngvara myndi það breyta talsverðu. Eg er svo lánsöm að hafa fyrirvinnu. Ég get leyft mér að vera söngkona. Það má ekki gleyma því hvað þetta er allt saman brothætt. Maður má ekki rugla því saman að vera jákvæður og minnast aldrei á það sem betur mætti fara. Þetta er ekki nöldur sem ég er að segja. Þetta er barátta fyrir lífsnauðsyn. Að læra að syngja er margra ára nám. Auðvitað er þetta stöðug þjálfun. Það eru heldur ekkert nýjar fréttir að það sé mjög krefjandi að vera söngvari. Þetta byggist á þjálfún og aðhaidi. Það er líka nauðsynlegt að vera í jafnvægi, vera Krossinn á Neskirkju er upplýstur og virðist svífa uppi í himninum en kirkjan sjálf rennur saman við myrkrið. Ég sest í sófa við flygilinn og sný baki í gluggana. Reynslan hefúr kennt mér að með því móti hefur umhverfið á Skrúði smám saman þau áhrif að maður gleymir því hvar maður er staddur: á íslandi. Það er einstaklega þægileg tilfinn- ing. Vatnskliður og tempruð tónlist í eyrum. Hvítur flygill og gullin eldstó. Brosmild þjónustustúlka kemur með espresso-kaffi. Og þarna birtist Diddú, enn þá brosmildari en þjónustustúlkan. Hún geislar. Ekki eins og tungl í fyllingu heldur eúis og sól. Diddú, nýkomin frá Vínarborg hinum megin við torgið, Vínárborg í Há- skólabíói. - Hann er snillingur hann Peter Guth segir hún. - Það áttu bara að vera tónleikar á fimmtudaginn en það verða þrennir Vínartónleikar þetta skiptið og kyrfilega uppselt á þá alla. Ekki eitt Iaust sæti. Diddú er ekki fyrr búin að panta einn capuccino en ómurinn af söng Jessye Norman heyrist í loftinu. stendur þarna frammi fyrir mikilli konu. Miklu magni af konu ef svo má seaia. Hún er stór á sál og lík- ama. Eg veit ekki hvernig ég á að . skýra bétta útj^ ég hugsa að það se itthvað svipað I va< að standa allt í emu frammi fyrir Jesú. - Já, hún er guðdómleg. Minnugur þess að Diddú byrjaði í leiklistarskóla hér á árum áður spyr ég hana hvort hún hafi ætlað sér inn á leiklistarbrautina. - Ég var að spekúlera í því í svo- lítinn tíma en ég sannfærðist brátt um að ég yrði aldrei eins góð og ég vildi verða. Auk þess hefði ég viljað verða skapgerðarleikkona, það eru hlutir sem ég finn innra með mér. Eg huqsa að ég ., hefði rrekar verið latin leika glaðværar þjonustusfúlkur. Ann- ars var þetta kannski bara liður í mótþróaskeiðinu að læra leiklist. Afneita því sem var alltaf vitað og augljóst, að ég myndi syngja. Var það augljóst alveg frá fyrstu tíð? - Þú hefúr sungið talsvert er- lendis undanfarið með góðum ár- angri. Langar þig ekki til að leita meira fyrir þér í útlöndum? - Bæði og. Þetta hefúr reyndar gengið alveg ágætlega þar sem ég hef sungið erlendis. I Svíþjóð, Bret- landi og víðar. En ég er ekki á leið út í bili til langdvalar. Mér líður vel hér. Mér finnst gott að syngja hér. Ég veit hvað ég get gert til þess að gleðja fólk. Hins vegar er afar ánægjulegt og raunar alveg bráðnauðsynlegt að syngja öðru hvoru erlendis, fyrir fólk sem ekk- ert veit um mig og hefúr aldrei heyrt í mér og finna sams konar svörun og hér, jafnvel sterkari. Það er sérlega góð staðfesting á því að maður sé á réttri leið. En fyrir mér er það ekkert takmark í sjálfu sér að fara út. Ekki aðaltakmark að minnsta kosti. Aðaltakmarkið er að viða að sér reynslu og verða ein- faldlega betri söngkona á allan hátt. Það þjónar þessu aðaltakmarki að fara og syngja erlendis, öðru hverju að minnsta kosti. En maður hefur bæði mjög gott af samkeppni og finna örvun hjá áheyrendum. Það er spennandi. glaður til bess að geta miðlad. Umhverfi manns og fjölskylda verður líka að vera í jafnvægi. Án þess að ég sé að kvarta er sumt á vissan hátt erfiðara fyrir söngkonu en karlmann. Móður- samviskan er svolítið öðru vísi; við höldum það að minnsta kosti, kon- urnar. Til dæmis í sambandi við verkefni erlendis. Karlmenn eru hreyfanlegri. Allt þetta samanlagt veldur því að ég er ekki búin að eiga tólf börn eins og ég lofaði. Hvað ertu komin áleiðis með það prógramm? - Ég á Sölku og Völku. Þær heita reyndar Salóme og Valdís og komu í heiminn sama daginn fyrir átta ár- um. Þær eru stórkostlegar. Hvernig líður þér eftir tónleika? - Ég er eiginlega varla í sam- bandi. Ég tæmi mig svo gjörsam- lega á allan hátt, tilfinningalega, andlega og líkamlega. Ég vil helst vera ein á eftir. Fara ein út í horn að ná mér. En þá er það einmitt sem allir vilja hitta mann og fjörið er auðvitað mest þegar spennan hefur verið mest, eftir frumsýningar og svoleiðis. I söng afnjupar maður sig alveg rosalega. Engin tækni eða blekking- ar duga. Maður gefur sig al- gjörlega. Fer í einhvers konar ást- and. Eg er ekki að hugsa um ák- veðnar nótur heldur stemmning- una á bak við þær. Maður verður að lita tónana með tilfinningunum. Þegar ég hugsa um tónlist skynja ég hana oft í litum. Mér finnst afar eðlilegt að tala um liti og blæbrigði í litum í sambandi við tónlist. Ég málaði mikið og teiknaði þegar ég var yngri. Flestir fá einhvers konar martraðir eða óþægilega drauma þar sem þeir eru einir uppi á sviði og kunna ekki textann, vita kannski ekki af hverju þeir eru staddir þarna. Hefurðu aldrei gengið í gegnum þessa martröð í raunveru- leikanum, misst röddina eða dottið út á einn eða annan hátt? - Jú, jú. Ég er búin að ganga í gegnum þessa martröð. Ég var að syngja í Rígólettó í Svíþjóð. Það virtist allt vera í himnalagi með röddina í upphituninni. Svo fljót- lega eftir að ég byrjaði að syngja fer eitthvað að lokast og ýfast upp í röddinni. Það sem verra var að þetta ágerðist og virtist alveg vera fast á raddböndunum. Þarna hagaði svo til að það var varamann- eskja á staðnum og hún var sett inn á fyrir mig í fyrsta hléi. Þetta reynd- ist vera einhver smávírus og það lagaðist fljótega aftur. Hér heima eru engir varamenn ogbað hefði ekki verið neitt hægt að gera annað en senda áhorfendur heim! Þetta var ansi mikil lífsreynsla og ég er fegin að vera búin að ganga í gegn- um þetta. Úr martröð yfir í alsælu. Hvar líður þér best, hvar ertu í mestu samræmi við umhverfið? - Á Ítalíu! Ekki nokkur vafi. Ég bjó i Veróna í dálítinn tíma. Lærði í Englandi og svo þar. Italía er eini staður fyrir utan Island sem veldur mér sterkri heimþrá. Ég reyni að fara árlega til Italíu og Veróna sérstaklega. Nú til dæmis er liðið rúmt ár og ég er illa haldin af heim- þrá til Veróna. Arena di Veróna! Guð minn almáttugur. Þar er gam- an. Stærsta upplifún sem ég hef orðið fyrir var að sjá Kristján Jó- hannsson syngja þar í Turandot. Ætli hafi ekki verið 20 þúsund manns þarna. FðgfOðár- læfin voru eins og þykkur veggur af ösKrunu Þa var ?aman. Eg grét gleði. Kristján er í miklu dálæti hjá þeim þarna? - Já, mjög miklu. Hvað finnst þér þú hafa gert best í söng? - Eg gæti nefnt Lucia di Lamm- ermoor. Það var dramatískt hlut- verk sem mér þótti mjög skemmti- legt að fást við og hentaði minni rödd afar vel.“ Klassísk spurning. Áttu þér draumahlutverk? - Þau mál þróast nú alltaf og breytast. En það er eitt drauma- hlutverk á hverju stigi málsins, ef svo má segja. Núna er það Víóletta í La Traviata. Eini gallinn er að ég er aðeins of hraustleg fyrir þessa berklaveiku stúlku. En ég stefni reyndar ekki að því að ávinna mér hæfilega berklaveikt útlit. Svi gæti ég minnst á Brottnámið úr kvennabúrinu. Constanze. Handelóperur heilla mig líka. Þær eru því miður sjaldan fluttar. Sem minnir mig á að það þrengir mikið valið við Islensku óperuna að óperuhefðin er ekki nógu sterk hér. Það er til dæmis í gangi núna þessi glæsilega uppfærsla á Evgení Óneg- ín og frammistaða söngvaranna með miklum ágætum. Þetta er mjög sterk sýning. Óperan verður að geta keyrt svona sýningu með miklu trukki. Ég kem aftur að því hvað þessi mál eru rosalega brothætt enn þá hér á landi. Það verða allir að halda vöku sinni, aðstandendur og áhorfendur ekki síst. Það dugir ekkert íslenskt úthaldsleysi. - Nei, alveg örugglega ekki. Varðandi tíma og lengd þá er tíma- lengd á tónleikum og óperum mjög afstætt fyrirbæri. Sýning sem er ekki sterk virkar löng þó hún sé til- tölulega stutt í mínútum og öfúgt. Ég fann þetta til dæmis núna fyrir jólin í Berlín. Ég sá Die Walkure eft- ir Wagner. Daniel Barenboim stjórnaði. Þarna fann ég þetta mjög vel með tímalengdina. I mínútum talið er þetta langt en upplifunin var alltaf jafn sterk. Tónlistin og allt saman hélt manni allan tímann al- gjörlega hugföngnum, bergnumd- um. Manni leiðist aldrei ao hlusta á Wagner. Það er bara ekki hægt. Og nú er komið að því að Niflungahringur Wagners verður fluttur hér á landi. Það verður í vor á Listahátíð. Þetta verða valdir kaflar úr öllum fjórum óperunum í Hringnum. Þetta verður svona aðeins mjórri hring- ur! Þetta verður mjög góð kynning á Wagner og Niflungahringnum. Ég verð með í þessu og hlakka mikið til. Það verður rosalegt fjör“, segir Diddú og hlær. Þessi hlátur miðlar þeim lífs- krafti og gleði sem býr í þessari ágætu söngkonu. Smitandi hlátur. Við tökum allt í einu eftir því að meðan við höfum talað saman hef- ur komið fólk í salinn. Kvöldmatur nálgast. Menn líta ósjálffátt upp þegar Diddú hlær, og brosa. Janúar ríkir einn úti fyrir. Bílljós- in sópa hring á Hagatorgi og upp- lýstan krossinn á Neskirkju ber við stjörnulausan himin. Enda eru stjörnurnar inni í húsunum við torgið. Inni í Háskólabíói eða Hótel Sögu. Að minnsta kosti ein stjarna. Diddú.© Sigurður Pálsson er skáld, kvikmyndaframleiðandi, leikskáld, þýðandi og einn af þáttastjómendum þriðjudasgs- umrceðu framkvæmdastjóra Sjónvarps. 22 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.