Eintak - 03.02.1994, Síða 28
Guðmundur skáld Frið-
JÓNSSON FRÁ SANDI
Hann hafði áhyggjur afýmsu og
skrifaði um þær greinaflokk sem
hann kallaði Áhyggjuefni. Þar
segir meðal annars: „Of mikill
hluti kvenna vorra verzlar með
sæmd sína eins og duggara-
sokka. [.] Önnur hver stúlka í
landinu lætur útlendinginn fleka
sig, þegarþví erað skipta, og
þarf til þess meðal-durg og ann-
an verri lýð, en alls ekki betri
menn. “
Guðmundur Hannesson
Hann skrifaði í heilbrigðisskýrslur
sínar: „Það mun óhætt að full-
yrða, að ýmsar kvensniftir hér í
Reykjavík og í Hafnarfirði gera
saurlifnað að atvinnuvegi, en því
miður vantar lög, er heimili lög-
reglustjórum og læknum að líta
eftir pútum þessum og þvinga
þær til að ganga eftir lækningu I
sjúkrahúsi, efþærfá
samræðissjúkdóma. “
JÓNAS FRÁ HRIFLU
Hann vildi sporna við útbreiðslu
kynsjúkdóma með því að banna
konum aðgang að bryggjum
bæjarins frá klukkan átta að
kveldi og fram til klukkan átta
morguninn eftir. Hann sagði
heimsóknir kvennanna niður á
bryggju lýti á menningu bæjarins.
þjóðrækið lauslæti, ef svo má segja!
Þetta virðist að minnsta kosti vera
rauður þráður í skrifum ýmissa
pistlahöfunda framan af öldinni og
hinn nafnlausi siðgæðisvörður Eld-
ingar þekkti vel þessa veiku taug í
löndum sínum; hann geymdi áh-
rifamestu bombuna sína því þar til
síðast. Þar bendir hann á að útlend-
ir sjómenn ,láta einstaklega vel yfir
viðtökunum, sem þeir fá hjá sumu
íslensku kvenfólki, ekki síst hér í
Reykjavík.“ Undan þessari yf-
irlætislausu athugasemd sveið sárt.
Tæpum áratug síðar kvaddi sér
hljóðs í Reykjavíkurblöðunum nýr
28
postuli góðra siða og hafði sá gert
sér útlendingadekur íslenskra
kvenmanna að sérstöku eftirlætis-
rannsóknarefni. Höfundurinn kall-
aði sig Óþveginn og mátti segja með
sanni að kvenþjóðin hafi nú fengið
það óþvegið; raunar vekur eftirtekt
hversu mikinn fróðleik Óþveginn
hefur viðað að sér um efnið, en
hann mun fyrstur manna hafa
rannsakað lagskiptingu siðspilling-
arinnar í Reykjavík eftir stéttum, og
birti niðurstöðurnar í greininni
Daðurí Isafold árið 1910. Þar kemur
meðal annars eftirfarandi í ljós;
Kvenfólkið mœnir vonar- og löng-
unaraugum til útlendra manna, er
hingað koma, og undirgefnin stend-
ur ,uppmdluð“ á andlitum þeirra.
Og líti þeir í náð sinni til þeirra, og
taki þcer á göngu með sér um bœinn
eða út úr honum, er gleði- og scelu-
svipurinn uppljómaður.
Annars kemur töluverður
stéttarmunur þar fram, sem víða
annars staðar. „Offisérar spássera“
með „heldri" konum og ungfrúm,
sem svo eru kallaðar, „dátarnir"
með alþýðustéttar-ungfrúm, og
sjómenn gera sér að góðu griðkon-
ur / en þó munu margar stúlkur al-
þýðustéttarinnar vera fullt svo
siðgóðar sem þær, er hærra eru
settar í mannfélaginu. Að vísu mun
stéttarígurinn ekki alltaf koma til
greina, því stundum kváðu „dátar"
og sjómenn hafa fengið „heldri-
mannadætur" á skemtigöngu með
sér, enda ber nú ekki mikið á því
seint á kvöldin, og góð skemtun
þykir jafnan að „fara um borð“, eða
sigla um höfnina í góðu veðri.
Sumar frúr bæjarins kváðu jafn-
vel vera svo hugulsamar að útvega
griðkonum sínum og vinkonum
útlenda menn til að dansa við þá.
En sjaldan er gott oflaunað nema
með illu sé, og kemur það hér oft í
ljós, ekki síður en annars staðar, því
lítt valin orð kvað íslenska kven-
fólkið fá að baki sér hjá þeim út-
lendingum, er hafa komist í kynni
við það, og ekki munu þeir, margir
hverjir, bera þeim ofgóða söguna
um siðgæði þeirra.
Af stafkörlum og
SLORMONNUM
Ekki verður séð að umsögn
Óþvegins um íslenska kvenþjóð né
fræðilegar útlistanir hans á
stéttskiptingu siðspillingarinnar í
bænum hafi vakið veruleg viðbrögð
landsmanna. Þeir voru enda vanari
bragðmeiri lýsingum og að fastar
væri að kveðið frá því að
Guðmundur skáld Friðjónsson á
Sandi lét bombur falla í íslenska
þjóðlífið með nokkrum blaðagrein-
um árið 1907. Greinaflokkurinn
birtist í ísafold og nefndist Áhyggju-
efni. Þar tíundaði Guðmundur á
Sandi nokkur efni sem valdið gátu
íslensku skáldi heilabrotum og
jafnvel nokkrum óróa á þessum
fyrsta áratugi aldarinnar. 1 annarri
grein flokksins sagði hann meðal
annars:
Nú tíðkast þau breiðu spjótin, að
íslenska stúlkan og konan liggurfall-
infyrir útlendingum, efhann kemur
við hana meðflötum lófa.
Til dæmis er þessi saga:
Síðastliðið vor kom stúlka með
strandferðaskipi frá Rvík til foreldra
sinna, vcen og vel geftn, hafði farið
suður til menta.
Hún samrekti skipstjóranum á
leiðinni og virtist ganga ófeimin að
því verki. / Skipstjórinn er
kvongaður maður, og er það kunn-
ugt. Svo var hann hróðugur yftr
veiðinni, enda var þessi drátturinn
líklega sá 18. talsins.
Kvenmenn, sem hafa á sérgott orð
heima fyrir, rasa oft svona á skips-
fjölinni dönsku og norsku.
Sama sagan er sögð úr héruðum,
þar sem hálfdanskir prattgarar
standa á stiklunum; og þá kveður
eigi minna að misendinu í veiðiver-
unum, þar sem útlendingar ráða lög-
um og lofum. [.]
Þannig er þjóðin stödd:
Eorkólfar þjóðmálanna taka ofan
höfuð sitt í konungs garði.
Of mikill hluti kvenna vorra verzl-
ar með sœmd sína eins og duggara-
sökka. þj 'öririhr hver stúlka í land-
inu lcetur útlendinginn fleka sig, þeg-
ar því er að skipta, og þarf til þess
meðal-durg og annan verri lýð, en
alls ekki betri menn.
Borgirnar okkar eru svona
auðunnar, að stafkarlar taka þær
umsvifalaust, stafkarlar og slor-
menn.
Vér þurfum að bœta landvarnir
okkar íþessum efnum. [.]
Þetta var dálagleg gusa!
Eins og nærri má geta þótti kven-
þjóðinni íslensku illt að sitja undir
staðhæfingu skáldsins um að önnur
hver þeirra léti útlenska slormenn
fleka sig, og líklega hefur margur
sómakær húsráðandinn í bænum
rennt augum til dóttur, eiginkonu
og móður með efann í svipnum.
Enginn virtist gefa þeim áhyggj-
um Guðmundar Friðjónssonar
gaum að illa væri búið að þingeysk-
um skáldum né ábendingu hans að
of margir afburðamenn þjóðarinn-
ar hefðu fallið frá án þess að geta af
sér afsprengi, frá Jóni biskupi Ví-
dalín til Gests skálds Pálssonar
með viðkomu í Jóni forseta og
fleirum; enginn gerði sér heldur
rellu út af athugasemdum greinar-
höfundar um að íslenskir valds-
menn sópuðu gólfin í kóngsgarði
með skegginu né að skólar landsins
útskrifuðu tóma munaðarseggi.
Hins vegar sáu allir staðhæfingar
Guðmundar um útlendingadekur
íslenskra kvenna. Og allir höfðu
skoðun á málinu, eins og vonlegt
var. I kjölfarið upphófst mikil rit-
senna, raunar beggja vegna Atlants-
hafsins, því blöð Islendinga í Vest-
urheimi létu málið mjög til sín
taka. Langflestir andmæltu Guð-
mundi á Sandi, enda erfitt að
kyngja því að önnur hver íslensk
kona lægi marflöt fýrir útlending-
um; raunar dró skáldið nokkuð úr í
stuttri grein í Breiðabliki sem gefið
var út vestanhafs, með að leggja á-
herslu á viðhengið „þegar því er að
skipta"; að önnur hver kona léti
útlendinga fleka sig ef því væri að
skipta, en lítið þótti það bæta úr
skák.
PORTKONUR í,
ISLENSKUM BUNINGI
Vont var lauslætið; augnagot-
urnar, spássitúrarnir, og sérstaklega
að gera „hitt“ utan ektaskapar í
skjóli líkhússins í Hólavallagarði.
Enn verra var þó útlendingadekrið.
Þær stúlkur sem gerðu sig sekar um
annað hvort, og einkum þær sem
höfðu hvort tveggja á samviskunni,
áttu víst ekki sjö dagana sæla; þeim
var mætt með ískaldri fýrirlitningu
allra sómakærra bæjarbúa.
Afbrot stúlkna sem sáust gefa sig
á tal við útlenda dáta eða sjómenn á
opinberum stöðum, jafnvel þeirra
sem höfðu orðið uppvísar að því að
®I|<S
»' kíí
2S
j
03
O
ðtlendlncmdckur Reykiavikur-/
krtnfdlkslm kom frsm
tþrötUTtUlnum I (■Tktðidl.
I lltlu tart. Nokkru ASur
kntlllelknum Imuk hðfðu all
Jj
"J
mennlrnlr cencu *t tf M
Inu I kdnlndsklefknn, oc I
þar 4 Bncltndlnck llktx«
varu etnhver n^stkrlec
eerk. Hlnsvecsr etlttu >
lensku knsttspyrnumðm
Breska knattspyrnuliðið Islington Corinthians
Fréttarítari Morgurtblaðsirts skrifaði um komu þess liðs: „Nokkru áður ert krtattleikrtum lauk höfðu allmarg-
ar urtgar stúlkur safnazt saman þar sem knattspyrnumennirnir gengu út af leiksvæðinu í búningsklefana,
og horfðu þær á Englendinga líkt og þeir væru einhvers konar nýstárleg furðuverk. Hins vegar veittu þær
íslensku knattspyrnumönnunum sáralitla athygli. “
ganga einn og einn „rúnt“ með
útlendingum og kannski rúmlega
það voru þó hreint barnaglingur á
móts við stærstu og ljótustu synd-
ina: Það flaug fjaðralaust um bæinn
að til væru þær stúlkur í Reykjavík
sem hefðu í skurðpunkti lauslæti,
útlendingadaður og, svo sem til að
bíta höfuðið af skömminni, tækju
gjald fyrir allt saman! Sem sé mell-
ur!
Auðvitað þekktu allir harðnaðir
Islendingar þess háttar stúlkur af
afspurn utan úr hinum stóra heimi,
og sumir höfðu meira að segja gerst
svo frægir að „spila alkort" við hof-
róðurnar í Hólmsinsgötu í Kaup-
mannahöfn. Eiríkur á Brúnum
lýsir melluhverfi borgarinnar í Lít-
illi ferðasögu sinni með hjartanlegri
hrifningu hins íslenska sveita-
manns, á sama hátt og hann segir
frá járnbrautalestunum og Thor-
valdsenssafninu.
Það hafði meira að segja kvisast
að á þeim holdlegu breiðstrætum
væru íslenskar stúlkur falboðnar
þeim sem hafa vildu. Til dæmis
skrifaði Ingibjörg Ólafsson, sem
meðal annars var þekkt fýrir störf
sín við að leiða danskar stúlkur á
refilstigum inn á réttar brautir og
baráttu ytra gegn „hvítu mansali“,
árið 1912, að sér sárnaði ævinlega að
Hótel Ísland
/ fyrra stríði afvegaleiddi bifreiðastjórí nokkur, ungar stúlkur og tældi
1bær til saurlífis. Vettvangur þessarar starfsemi var Hótel ísland. Fyrir
dómi lýsti vitni aðförunum þannig: „ Vitnið N. N. hefir borið það, að
ákærði hafi kveld eitt í fyrra [þ.e. 1918] hitt vitnið fyrir utan Hótel
ísland og farið þess á leit við hana að hún svæfi um nóttina inni á
hotellinu hjá svertingja einum og sagt að hún sky/di fá 15 kr. fyrir; hafi
' hún fyrst verið treg til þess, en látið tilleiðast; hafi hún síðan komið
niður á'hotellið um kvöldið kl. 11, eins og þeim ákærða hafi talast tjl,
' og hitt þar fyrir •/ hérbergfákætða 'og erlendan mann, svartarl og ■
ófríðan, matsvein af skipi."
sjá íslenskar stúlkur sem hefðu
neyðst til að sjá sér farborða með
vændi á götum Kaupmannahafnar
spígspora um illræmd melluhverfi
á íslenskum búningi; „og lýsir það
grátlegu tilfinningaleysi fýrir heiðri
hinnar íslenzku þjóðar“.
Ingibjörg gat þess að íslenska
kvenþjóðin væri orðin þekkt á
sjúkrastofnunum í Kaupmanna-
höfn, því þangað kæmi árlega hóp-
ur íslenskra stúlkna til að ala börn í
kyrrþey, ávexti af ósiðsömu lífi
heima á íslandi. ískyggilegt ráða-
brugg feðranna til að losna undan
hneykslinu gekk hins vegar stund-
um svo langt að þeir víluðu ekki
fyrir sér að búa svo um hnúta að
stúlkurnar kæmust ekki heim aftur
vegna peningaleysis. Þannig
lukkaðist vel stæðum, íslenskum
saurlífisseggjum að losna á einu
bretti við smán sína, móður og
barn, og gátu snúið sér að næsta
fórnarlambi. Stúlkukindurnar sem
svona var ástatt fyrir áttu hins vegar
ekki um marga kosti að velja. Sum-
ar gripu ýmist til þess óynd-
isúrræðis að svipta sig lífi eða selja
sig á götum Kaupmannahafnar fyr-
ir daglegu brauði sínu.
Eins dapurleg og þessi saga Ingi-
bjargar voru tíðindin heiman að
síst léttbærari. Þar virtust sakleysis-
blæjurnar falla hver af annarri og
við blöstu nokkrar stúlkur sem af
einhverjum orsökum höfðu leiðst
út á þessar brautir. Höfðu ýmsir
orðið þess áskynja um aldamótin
að Reykjavík var orðin slík heims-
borg að þar mátti jafnvel kaupa sér
blíðu kvenna eins og tíðkaðist úti í
löndum. Á þessu hafði til dæmis
Guðmundur Hannesson læknir í
Reykjavík vakið athygli þegar árið
1901. Hann var í hópi þeirra sem
höfðu þungar áhyggjur af örri
útbreiðslu kynsjúkdóma í bænum
og víðar á landinu, og skrifaði í
framhaldi af því í heilbrigðisskýrsl-
ur árið 1901:
Það mun óhœtt að fullyrða, að
ýmsar kvensniftir hér í Rcykjavík og í
Hafnarfirði gera saurlifnað að at-
vinnuvegi, en því miður vantar lög,
er heimili lögreglustjórum og
læknum að líta eftir pútum þessum
og þvinga þær til að ganga eftir
lœkningu í sjúkrahúsi, ef þœr fá
samræðissjúkdóma.
Hér horfir læknirinn greinilega
suður í löndin þar sem menningin
var komin á svo hátt stig að vændið
var undir opinberu eftirliti, og því
hægt að stemma stigu við ýmsum
hvimleiðum fylgifiskum þessara
viðskipta. En engu slíku var til að
dreifa hér heima; fram að þessu og
lengi eftirleiðis höfðu yfirvöld og
raunar aðrir landsmenn lokað aug-
unum og talið sér trú um að slíkur
óhroði gæti áldrei þrifist á íslandi.
Stúlkur með
OORГ ASER
Þeim sem á annað borð veltu
slíkum málum fyrir sér varð stund-
um hugsað til þess að skömm
stúlkna sem byðu ást sína til sölu á
þennan hátt væri að vísu mikil; hún
væri þó smámál á rnóts við þá sví-
virðu sem þeir fremdu er önnuðust
milligöngu slíkra viðskipta, dólg-
anna sem ævinlega hefðu mest upp
úr krafsinu án þess að arða félli á
mannorðið. Árið 1919 leit loks út
fýrir að einn slíkur ætlaði að fá
makleg málagjöld er hann var
kærður fyrir að hafa afvegaleitt og
ginnt stúlkur til saurlífis, eins og
það hét á réttarmáli.
Það er hægt að skýra frá því strax
að hinn ákærði var sýknaður, raun-
ar í tvígang, í undirrétti 4. júlí 1919
og í yfirrétti 1. desember sama ár.
Ákærði var bifreiðarstjóri og hafði
einkum af því lifibrauð að flytja
fólk og farangur til og frá skipum
sem komu í Reykjavíkurhöfn. Þá
mátti heita sannað með vitnisburði
þriggja stúlkna í réttinum að hann
drýgði tekjur sínar með því að
útvega karlmönnum íslenskar
stúlkur fyrir borgun. En með því að
ekki tókst að sýna fram á að
viðkomandi hefði beinlínis átt sök
á að stúlkurnar leiddust út á þessa
braut hafði rétturinn ekki áhuga á
manninum og var honum sleppt.
Stúlkurnar sem í hlut áttu voru
allar þekktar fyrir að leggja lag sitt
við karlmenn, einkum útlenda sjó-
menn, fyrir borgun. Fyrir vikið
lentu þær í sérstakri „kategoríu"
hegningarlaganna og satt best að
segja hafði réttvísin talsvert litla
þolinmæði gagnvart kvenfólki af
því tagi. Hegningarlögin voru frá
1869, en í þá daga víluðu menn ekki
fyrir sér að hafa refsingar misþung-
ar, til dæmis í nauðgunarmálum,
eftir því hvort í hlut átti stúlka sem
hafði „óorð“ á sér eða ekki; sök
manns sem nauðgaði stúlku með
„óorð“ á sér var álitin minni en ella.
Þegar kom að vændi (sem hét í lög-
bókinni „saurlífi") hafði lagabók-
stafurinn ekki annað að segja en að
portkonur skyldu settar á bak við
lás og slá, en ekki var minnst einu
orði á þann sem kom slíkum við-
skiptum á. Þess vegna var það að
bifreiðarstjórinn og melludólgur-
inn sem sleit gólfum réttarins í
Reykjavík árið 1919 vappaði hvít-
þveginn út úr réttarsalnum, og allt
féll í fyrra farið.
SVARTUR MATSVEINN
KEMUR TIL ISLANDS
■Það er þó óhætt að staldra ögn
lengur við málið með því að við yf-
irheyrslur kom sitthvað fram sem
varpar ljósi á Reykjavíkurvændið á
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994