Eintak - 03.02.1994, Side 39
Myndirðu
láta selja
hring í
gegnum
geiwört-
unaá þér?
Bára Kemp hár-
greiðslumeistari:
„Nei, það myndi
ég ekki láta gera.
Mér finnst það al-
veg hræðilegt til-
hugsunar."
Unnur Steins-
son þula:
„Nei, mér finnst
það ósmekklegt.
Hringir eiga bara
að vera á fingrun-
um.“
Birgir
Andrésson
myndlistarmaður:
„Ég hef nú aldrei
hugleitt það en ég
held ég myndi
sleppa því.“
Eyþór Arnalds
tónlistarmaður:
„Það er ekki á
dagskránni, en ég
held það sé ekkert
verra en að setja
hring í eyrun."
Davíð Scheving
Thorsteinsson
framkvæmdastjóri:
„Nei, mér finnst
það ekki henta
mér á neinn hátt.
Ég myndi ekki
einu sinni fá mér hring í eyrað hvað
þá í nefið! Mér fyndist ég eins og
mannýgt naut.“
Eins og lesendur rekur eflaust minni
til, gaf á að líta viðtal í síðasta EIN-
TAKI þar sem fólk sagði frá reynslu
sinni af götun. Þar birtust meðal
annars myndir af fólki með hringa í
geirvörtum, augabrún, nefl og kyn-
fcerum. í framhaldi af því spurði
EINTAK fáeina, valinkunna íslend-
inga hvort þeir gœtu hugsað sér að
vera með hring ígeirvörtunni, en það
ku víst hafa góð áhrif á ástarleiki, ef
marka má viðtölin við hringafólkið í
síðustu viku.
Hand-
fræsari
Tæki vikunnar aö þessu sinni
er breskur handfræsari meö
demantsoddi, sem er ómiss-
andi hjálpartæki hins listræna
og haga manns eins og sjá
má á myndinni aö ofan.
Fræsarinn hefur þó hagnýtara
gildi, því meö honum fylgja
tvö skapalón, sem koma í
góöar þarfir viö merkingar á
tækjum og öörum eigum,
sem þjófapakk ágirnist helst,
því fræsarinn vinnur jafnt á
málmi, gleri og plasti.
Handfræsarinn, sem er af
geröinni Minicraft, fæst í
versluninni Brynju aö
Laugavegi 29 og kostar 2.850
krónur með straumbreyti og
ööru tilheyrandi.
O Fœðing í háloftunum O Myndlyklum Stöðvar 2 má breyta
amshafandi kona var á leið
til landsins með flugi frá
Amsterdam í vikunni. Kon-
an hélt að tvær vikur væru enn í
fæðinguna, en þar sem hún var
stödd uppi í háloftunum fékk hún
skyndilega hríðir. En lukkan var
með henni, því það var ekki nóg
með að Ijósmóðir væri fyrir tilviljun
stödd í vélinni, heldur líka prófess-
or í fæðingum og kvenlækningum.
Þetta endaði með farsælli aðgerð
á jörðu niðri og fór því allt vel að
lokum...
ígur hefur löngum verið á
milli framhaldsskólanna í
Reykjavík og nú eru sumir
nemenda Fjölbrautaskólans í
Breiðholti ekki par ánægðir. Leik-
stjórinn sem þangað var ráðinn til
að setja upp The Hobbit tók nefni-
lega líka að sér að leikstýra söng-
leiknum Jesus Christ Superstar
sem Verslunarskóli íslands sýnir á
Hótel íslandi. Það vissu æði fáir úr
leikfélagi Fjölbrautunga, fyrr en
tveir leikarar úr Jesú súperstjörnu
sögðu frá sýningunni í viðtalsþætti
fyrir skömmu og bar þá nafn leik-
stjórans á góma...
Stöð 2 gengur illa að girða
fyrir að myndlyklum sé
þreytt þannig að handhafar
þeirra komist hjá því að greiða
áskriftina. Nýlega tapaði íslenska
útvarpsfélagið máli sem það
höfðaði á hendur manni sem
breytti fjölda myndlykla af gömlu
gerðinni. Þar sem fólk keypti
myndlyklana hafði það rétt á að
þreyta þeim að vild. Ein helsta
ástæða þess að íslenska
útvarpsfélagið ákvað að eiga nýju
myndlyklana og leigja þá út til
áskrifenda var einmitt sú að koma
í veg fyrir að þetta væri hægt. En
nú er sami maður víst kominn á
fulla ferð að breyta nýju lyklunum
fyrir þá sem þess óska og ekki er
ósennilegt að hann komist upp
með það. í leigusamningnum er
ákvæði um að ef handhafi mynd-
lykils í eigu íslenska útvarpsfé-
lagsins skemmi hann eða týni
honum, skuli viðkomandi greiða
14 þúsund krónur í skaðabætur.
Eftir það teljast lyklamir ekki leng-
ur eign íslenska útvarpsfélagsins.
Óvenju margir hafa víst borgað
skaðabæturnar á þessum for-
sendum frá því farið var að taka
nýju myndlyklana í gagnið. Margir
þeirra munu hafa endað á verk-
stæði mannsins þar sem hann
hefur breytt þeim. Hann lætur ekki
þar við sitja heldur breytir hann
jafnframt myndlyklum sem afrugla
gervihnattastöðvar...
Hér gefur á að líta Madsíóne, flokk ungra manna sem hittast alltaf síðustu helgina íjanúar og gera eitthvað skemmti-
legt saman. Flokkinn fylla þeir Eiður Snorri, Einar Snorri (sem sést ekki á myndinni), Naldó, Róbert, Beysi, Daði, Jói,
Brinni og Raggi. í ár héldu Madsíóne-menn á Borgina og leigðu sér herbergi. Um kvöldið snæddu þeir Ijúffengan
málsverð og héldu svo teiti í svítunni. Að því loknu var farið út að skemmta sér. í Madsíóne hafa allir sérsmíðaðan
hring sér á fingri til að tengja sig betur saman. Nafn hópsins er þannig til komið að eitt kvöld þegar piltarnir voru
saman úti að skemmta sér bauð Áskell Másson þeim upp á glas. Þeim flaug þá þessi „ítalska þýðing“ á föðurnafni
hans í hug. Madsíóne hefur verið við lýði í fjögur ár og verður til meðan hópurinn getur enn lyft glösum.
Flugur
í posti
íslendingar er'u greini-
lega enn helteknir af
keðjubréfadellunni sem
reið húsum allharka-
lega fyrir jólin i formi
Akureyrarkeðjunnar og
annarrar þýskrar ættar
sem margir höfðu tals-
verða peninga út úr. Nú
hefur verið stofnuð
nýrri og öllu óvenjulegri
keðja sem kallast
Flugnafár. Illa haldnir
veiðimenn sem geta
ekki beðið eftir vorinu
komu flugnafárinu af
stað. Keðjan gengur út
á að senda efsta manni
á nafnalista eina flugu
og senda siðan þremur
veiðifélögum
keðjubréfið. Ef keðjan
slitnar ekki er þátttak-
endum lofað 243 flug-
um inn um bréfalúguna.
Flugurnar sleppa, að
minnsta kosti á meðan
bréfberarnir stinga sig
ekki á önglunum, en
hvað nú ef golfarar eða
áhugamenn um segl-
bretti taka upp á því að
stofna keðju?
ÉQ VEIT PAÐ EKKI
EFTIR HALLGRlM HELGASON
Vörður gegn virðisauka
Síðastliðið haust kom út á vegum
Rithöfundasambands íslands ljóð-
asafnið Vörður. Það samanstendur
af ljóðum eftir um það bil sjötíu
yrkjandi félagsmenn í sambandinu
og var gefið út til að mótmæla
virðisaukaskattinum sem lagður
var á bókaútgáfu þann fyrsta júlí
síðastliðinn. Safnið heitir Vörður
eftir einu ljóðanna eftir Njörð P.
Njarðvík. I stuttu máli segir þar frá
vörðum sem „Enn ganga...yfir
heiðina / þótt leiðin sé fáförul / og
ekki margir / sem telja sig þurfa
leiðsagnar / þangað sem förinni er
heitið.“ Þessar vörður „...kæra sig
kollóttar / þótt úr þeim hrynji /
steinn og steinn / því erindið er
brýnt: / að varða leið.“ og „Það er
ekki þeirra að ákveða ( hverjir fylgja
þeim / en þeir sem vilja leiðsögn /
eiga að vita hvar þær er að finna.“
í ljósi ljóðtilefnis eiga vörðurnar
vafalítið að tákna hin íslensku skáld
og ljóð þeirra. Þau halda áfram að
yrkja þó fáir fylgi þeim, þó engin
lesi ljóðin, þó bækurnar séu skatt-
lagðar. Skáldin standa sig á verðin-
um. Saman þokast þau „...upp úr
dalbotnunum / feta sig meðfram
gilskorningunum / stika svo fram
klifið / stefna rakleitt inn í þoku-
bakkann“. Á meðan þjóðin æðir
áfram í stressbílnum sínum um
bæinn og austur fyrir fjall standa
skáldin stóísk úr alfaraleið og
standa vörð um þjóðlega arfleið,
standa með náttúrunni, hinum ei-
lífu og „góðu“ gildum. Þau varða
leiðina sem liggur frá spilltu og „-
vondu“ borgarlífinu útí hina heil-
ögu náttúru.
I þessu ljóði heldur skáldið á
táknrænan hátt uppi minnis-vörðu
um vanda íslenskrar samtíma-
ljóðlistar. Skáldin hafa dagað uppi,
tröll sem urðu að steinum í sterku
ljósi nútímans og standa eins og
einskis nýtar vörður upp um fjöll
og firnindi. Og ekki einu sinni
skemmtilega beinakerlingarvísu
þar að finna í sauðalegg.
Eins og sést á flestum ljóðum í
Ljóðasafni RSÍ er náttúran yrkisefni
númer eitt á íslandi í dag. Hún er
uppspretta helmings ljóðabóka sem
hér eru gefnar út. Fínast þykir að
yrkja beinlínis ljóð um litla fallega
uppsprettulind með mosató á la
Snorri Hjartar. Þegar skáldið les
upp ljóðið verður það svo of-
urmjúkt á svipinn, eins og dýja-
mosi í framan og út úr litlum vel
meinandi munni þess seytlar
ljóðalind. Og allt með ljóðrænu uf-
siloni. Ljóðaíynd.
Hvenær ætla skáldin að koma í
bæinn? Kannski Rithöfundasam-
bandið ætti að senda leitarflokka
eftir skáldunum, áður en þau ffjósa
í hel uppi á heiði. Ekki kunna þau
lengur að halda á sér hita með því
að kveða rímur. Eina von þeirra er
að prósagutlið leki niður af þeim
ofan í finnsku Nokia stígvélin, en
það er skammgóður vermir eins og
allir vita. En til hægðarauka fyrir
gagnrýnendur eru skáldin farin að
yrkja þannig að ljóðin má auðveld-
íega setja upp í prósalínur, þau
breytast ekkert við það. Þetta sparar
pláss í dagblöðunum eins og ég
sannreyni hér að ofan.
I ljóði sínu vill Njörður P.
Njarðvík að skáldin standi áfram
sína vakt upp á fáförnum heiðum
og væli þar í holtaþokunni eins og
útburðir, bornir út úr menning-
unni, borgarmenningunni, þar sem
þjóðin býr við sitt myndband og
microwave. Fólkið hlustar á sína
örbylgju en út úr skáldunum kem-
ur bara gamla gufan.
I passívri afstöðu vörðunnar er
einnig fólgin lítillát afstaða Organ-
istans og fleiri þjóðsagnapersóna úr
bókum Laxness. Ég veit ekki af
hverju þessi innflutti og ákaflega
óíslenski búddismi er svona lífseig-
ur í huga þjóðarinnar sem aldrei
hefur praktíserað hann, nema á
pappír. Samkvæmt honum á
maður (milli þess sem maður
vörðurnar vafalítið
að tákna hin íslensku
skáld og Ijóð þeirra.
Þau halda áfram að
yrkja þófáirfylgi
þeim, þó engin lesi
Ijóðin, þó bœkumar
séu skattlagðar.
stendur uppi á heiði „að varða
leið“) bara að sitja heima og laga te,
lesa Lao Tse og leggja bókina ffá
sér annað slagið til að „nema tif
klukkunnar". Brosa svo blítt þegar
hún slær. „Hana, þar fór blessaður
tíminn."
Þar fór tíminn, þar fór nútíminn,
án þess að nokkur yrti á hann, án
þess að nokkurt skáld yrkti um
hann. Erfiðasta verkefni hvers
skálds er að horfast í augu við eigin
tíma og finna honum sitt form.
Enginn vandi er að feta í mosavax-
inn fótspor feðranna og elta þá upp
á úr sér gengnar heiðar þar sem fyr-
ir löngu er búið að spræna kvæði
utan í hverja hæð og hvern hól. Og
það á hraustlega íslenska vísu en
ekki með þessu tebollatuði sem ís-
lensk ljóðlist er orðin.
En skáldin velja samt þá fót-
umtroðnu leið. Þau eru jafn til-
gerðarleg og maður sem býr á Sel-
fossi en vinnur í Reykjavík og kem-
ur ríðandi yfir heiðina á hverjum
morgni, gömlu reiðgötuna, ffam-
hjá útvörðum íslenskrar menning-
ar sem standa á miðri Hellis-
heiðinni, úr alfaraleið, í sinni
mótmælastöðu gegn virðisauka-
skattinum.
Vita þeir ekki að það er búið að
malbika?
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994
39