Eintak

Tölublað

Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 3

Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 © Vilhjálmur Svan skrifar um stóra fíkniefna- málið © Skatt- rannsóknarstjóri sjónvarpar trún- aðarmálum © Allir með Sam- vinnuferðum- Landsýn Sú saga hefur heyrst að Vil- HJÁLMUR SVAN, einn sakborninganna átján í stóra fíkniefna- málinu, sitji aldeilis ekki auðum höndum þessa dagana. Hann mun vera að skrifa sögu málsins eins og hann upplifði það og mun þar ýmis- legt vera á annan veg en lögreglunni tókst að komast að. Eins og gef- ur að skilja eru aðrir sak- borningar í málinu langt í frá ánægðir með þetta framtak Svans og vona í lengstu lög að skrif hans komi aldrei fyrir sjónir al- mennings... Ollum starfsmönn- um Landspítal- ans hafa borist þau skilaboð að þeir eigi að skipta við Samvinnu- ferðir-Landsýn ætli þeir að halda utan í náms- ferðir. Menn hafa velt því fyrir sér hvort einhver tenging sé á milli þeirrar ákvörðunar og því að í stjórn ferðaskrifstofunn- ar situr Karl Steinar Gudnason, forstjóri Tryggingastofnunar og flokksbróðir Guðmund- AR ÁRNA STEFÁNS- SONAR heilbrigðisráð- herra... Ifréttum Stöðvar 2 fyr- ir skömmu var fjallað um skattrannsókn sem fram fer á vegum embættis skattrann- sóknarstjóra. Rætt var við Skúla Eggert ÞóRÐARSON og sýndar myndir sem teknar voru á skrifstofum embættis- ins. Glöggur sjónvarps- áhorfandi „frysti“ nokkra ramma í fréttinni og með því móti gat hann lesið drjúgan hluta af skýrslu um skattsvindl fyrirtækis hér í borg sem voru um- talsverð. Tökumaðurinn beindi myndavélinni nokkrum sinnum að tölvuskjá sem starfs- maður var að vinna við og þannig fékkst nokkuð heildstæð mynd af út- tekt skattrannsóknar- stjóra á viðkomandi fyr- irtæki. Þótt myndatöku- maðurinn og sá sem vann fréttina hafi borið þessar trúnaðarupplýs- ingar á torg hlýtur ábyrgðin á trúnaðar- brestinum að liggja hjá embættinu. Þeir sem eru í rannsókn eiga ekki að þurfa að eiga það á hættu að henni sé sjón- varpað inn í stofur landsmanna... TáGevalia Gevaliakaffi er nú í nýjum umbúðum úr endurunnum pappír. .VALIA -Það er kaffið!

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.