Eintak

Tölublað

Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 18
PERSÓNULEIKINN ruddaskapur, óöryggi, málgefni, leiðindi, hvolps- háttur, hroki, heimska, fúllyndi, frekja, ágengni Smekkur kynjanna Skítugt hár OLVUN AULAGANGUR Starandi augu Svitalykt Púkalegheit Óburstaðar tennur Of stór tunga Of fín föt Sjabbí KARLREMBA Stuttir fætur Hvítir sokkar 20% 40% 60% 80% 100% höfðu tekið undir sig kynslóða- stökk í rúminu. Tökum dæmi: Karl sagðist hafa sofið hjá fimmtugri konu þegar hann var átján ára og kona sagðist hafa verið nítján þegar hún svaf hjá 44 ára gömlum manni. Karl sagðist hafa verið 35 ára þegar hann svaf hjá sextán ára stúlku og kona sagðist hafa verið 34 ára þeg- ar hún svaf hjá átján ára gömlum manni. Ýktari voru dæmin ekki. En langt flestir höfðu einhver dæmi um 10 til 15 ára aldursmun, oftast upp fyrir sig eins og áð- SÓÐASKAPUR ur saSði' Jafn mikilvægt Kynin gáfu svipuð svör þegar þau voru spurð um hversu mikiu máli kynlíf skipti í lífi þeirra. Með fáum undantekningum svöruðu allir að það skipti sig miklu máli. Einstaka sagði öllu máli og fáir sögðu litlu og aðeins einn karl svaraði að það skipti sig engu máli. Og afstaða kynjanna til hlut- verks kynlífs í samböndum var svipuð þegar fólk var beðið að setja mikilvægi þess á pró- Heimdellingslegt sentuskalann frá o og upp í Útlit 100. Meðaltal karlanna var 64,2 prósent og kvennana 67,3 prósent. Þarna voru líka fá svör utan hinna venjulegu 50 til 80 prósenta. Einstaka sagði að kynlíf skipti öllu máli í sambandi, 100 prósent, og sá sem komst lægst taldi að kynlífið vægi ekki nema 5 „ , , prósent í sambandi. Renglulegur líkami Litlir kallar ÓGIRNILEGUR MAÐUR Að áliti 50 kvenna sem tóku þátt í könnuninni. hörmulega í rúminu. Þessar ein- kunnir gáfu sitthvor þrjú prósent karlanna. Engin kona hafði svo lítið álit á sjálfri sér. Konurnar völdu fleiri að segjast í meðallagi meðal- elskhuga eða um þriðjungur á móti fjórðungi karlanna. Nokkur dæmi um kynslóðastökk í rúminu Næst var fólkið spurt um mesta aldursmun milli sín og þeirra sem það hafði sofið hjá. Svörin voru svo misjöfn að það er til einskis að reikna út eitthvert meðaliag. Nokkrir, bæði karlar og konur, sögðust aldrei hafa sofið hjá öðrum en jafnöldrum. En Iang flestir höfðu eitthvað teygt sig upp eða niður aldurstigann og þá fieiri upp, ef til vill vegna frekar lágs meðal- aldurs þátttakenda. Og sumir Hvað karlar gera vitlaust í rúminu Meðal þess sem konur sem tóku þátt í könnun eintaks voru inntar um var hvað þeim þætti helst ábótavant hjá félögum sín- um í bólinu. Og þrátt fyrir að ein- staka kona í sambúð skjallaði manninn og segði ekkert að hon- um að finna er af nógu að taka af því sem karlmenn gera vitlaust í rúminu — eða því sem þeir eru vitlausir að gera ekki. Það var fernt sem konurnar nefndu oftast. í fyrsta lagi fannst þeim karlar sínir ekki nógu hugmyndarikir í bólinu, hugmyndir þeirra um kyn- líf vera fábreytilegar og lítið leggj- ast fyrir ímyndunarafl þeirra þeg- ar í rúmið væri komið. j öðru lagi kvörtuðu þær undan úthaldsleysi karlanna sem annað hvort stafaði af eigingirni, tillits- leysi eða þvi að þeir fengu ein- faldlega of fljótt úr honum og koðnuðu niður. Sumar konumar í sambúð kvörtuðu undan hreinu og kláru áhugaleysi, án þess að tilgreina hvort það áhugaleysi beindist gegn sér eða kynlífi yfir- höfuð. í þriðja lagi sögðu konurnar að karlamir kynnu ekki á líkama kon- unnar og gætu til dæmis ekki fundið sníp á kvenmannsskrokki þótt líf þeirra lægi við. Aðrar kvörtuðu undan því að ef karlinn fyndi rétta staðinn þá annað hvort kreisti hann of fast eða léti eins og hann væri að strjúka vængbrotinn þrastarunga með vöðvabólgu. í fjórða lagi fannst konunum að karlarnir gleymdu öllu gamni í rúminu. Þeir mættu þangað eins og á kappleik þar setn minnsta ábyrgðaleysi gæti kostað þá sig- urinn. Þeir yrðu jafnvel púaðir niður. Eða skipt útaf. Af líkum ástæðum var kvartað undan að karlar neituðu alfarið að tala um kynlíf við rekkjunautinn, líkast til af ótta við að vera rekinn heim fyrir að hafa ekki lært heima. Af öðrum umkvörtunarefnum má nefna ólykt, hrotur og aðra fylgifiska sem karlinn drægi með sér í rúmið, jafnvel sokkana sína. Ein kvartaði undan fúllyndi á morgnana, önnur yfir skort á spennu, sú þriðja yfir einkenni- legu fáskipti sem heltæki karla eftir að þeir fengju fullnægingu og einhleyp kona sagði karla ekki nota getnaðarvarnir sem skyldi.O Ólík ástundun En svör kynjanna voru ólík þeg- ar kom að spurningunni um fjölda bólfélaga um ævina. Reyndar svöruðu nokkrir af báðum kynj- um að þeir hefðu aðeins haft einn félaga og bæði einhleypir og þeir sem voru í sambandi. En sam- kvæmt svörunum hafa karlar átt mun fleiri bólfélaga en konurnar. Sá sem sagðist hafa komist yfir flesta félaga sagðist hafa samrekkt með eitthvað rúmlega 200. Sú kona sem hafði mesta reynslu á þessu sviði nefndi 45. Karlarnir virtust skiptast nokkuð í fjögur hólf. Annars vegar þeir sem höfðu haft einn félaga eða fáeina - færri en tíu. Síðan þeir sem nefndu 15 til 20, þá þeir sem höfðu sofið hjá 40 til 60 féiögum og loks þeir sem nefndu hundrað eða fleiri. Á milli allra ’þessara hópa voru göt, ein- hverra hluta vegna. Kannski er það smáu úrtaki um að kenna. Ef til vill hegða karlarnir sér bara svona; þeg- ar þeir hafa sofið hjá tíu taka þeir sprett og komast strax upp í fimm- tán, og eftir 20 bólfélaga vita þeir ekki fyrr en þeir eru orðnir 40 og síðan koll afkolli. Hjá konunum var algengasta svarið að þær hefðu sofið hjá fimm og upp í tólf. Tiltölulega fáar konur nefndu fleiri en tuttugu og fimm. Þær voru rétt aðeins fleiri en karl- arnir sem sögðust hafa sofið hjá fleirum en hundrað. Þetta eru efri þröskuldarnir hjá sitt hvoru kyninu. Hvað skýrir þennan mismun milli kynjanna er ómögulegt um að segja. Vissulega eru konur á íslandi örlítið fleiri en karlar en það á eink- um við um elstu árgangana og getur því vart verið skýringin hér. Hægt er að henda tveimur kenningum á loft. Annars vegar að karlarnir sofí mest hver hjá öðr- um og láti konurnar í friði. Eða að þegar þeir telja sig vera að sænga hjá einhverri konu verður hún þess ekki vör eða telji eitthvað allt annað á seyði. Og þegar fólkið var spurt um hversu mörgum það hefði sofið hjá innan sömu viku voru svörin á svipaða lund. Á meðan þó nokkrir karlar nefndu þrjá eða fjóra bólfé- laga sömu vikuna gaf aðeins ein kona upp þetta skor. Á meðan al- gengast var að konurnar segðust aldrei hafa sofið hjá fleirum en ein- um sömu vikuna voru aðeins um fimmtungur karlanna sem höfðu sömu sögu að segja. Einn karl sagðist hafa komist yfir eitthvað fleiri en tíu í sömu vik- unni. Sá var samkynhneigður og á öðrum stað innan könnunarinnar Þaö þart ekki aö spyrja viökomandi áöur en reynt er að fá hann til lags viö sig löka sjálísfróun Hvað skiptir kynlíf miklumálí f sambandí? 15,1 árs 15,6 ára Kynlffiö hófst Nofa hjálpartæki Kynlff skiptir rriig miklu máli sem er likt... i án þess að viia nafn viðkomanm Telja kynlíf sift ekki næg : séi Not3 klámeíni 2,8 árs 1,5 ára Hvaö hefuröu sofið hjá mörgum í sömu viku? kom fram að hann hafði stundað kynlíf sitt af mun meiri elju en nokkur hinna. Og þar sem hans reynsla var mikilvirkari en allra annarra er honum sleppt út við út- reikninga á flestum meðaltölum í þessari grein. Hann komst til dæm- is nálægt því að hafa átt jafn marga bólfélaga og allar konurnar til sam- ans. Ríða fyrst, spyrja svo Eitt af því sem er ákaflega ólíkt með kynjunum er sú kurteisi að spyrja fólk að nafni áður en maður sefur hjá því. Hvorki meira né minna en 67 prósent karlanna sögðust einhvern tímann hafa sofið hjá einhverjum sem þeir vissu ekki hvað hétu. Áðeins 6 prósent kvenn- anna höfðu lent í slíku. Annað hvort hafa karlarnir ekki spurt eins og konurnar eða einfaldlega ekki heyrt. Nema þau hafi ekki verið komin lengra í kynningunni þegar leiknum var hvort eð var lokið. Og karlarnir voru einnig stór- karlalegri þegar spurt var út í fram- hjáhald. Tveir þriðju hlutar þeirra sögðust hafa haldið framhjá á með- PERSONULEIKINN smartness, ögrandi framkoma, greind, sjálfsöiyggi, ímyndunarafl, eftirtektarsemi, kurteisi, óvæntar uppákomur, yfirvegun, fas, vissir taktar, ákveoni AUGUN RODDIN Hávaxinn Góður rakspíri Herðarnar Maginn GOÐUR VOXTUR Grannar mjaðmir Langir leggir Peningar RASSINN Göngulagið GIHNILEGUR MAÐUR Að áliti 50 kvenna sem tóku þátt í könnuninni. an aðeins fimmtungur kvennanna höfðu haldið framhjá. Nær allir einhleypir karlar sem á annað borð höfðu verið-í sambandi höfðu hald- ið framhjá. Og er þar ef til vill kom- in skýringin á því hvers vegna þeir eru einhleypir. Og skýringar karlanna eru skilj- anlega fjölbreytilegri. Konurnar báru næstum aílar fyrir sig að hafa verið undir áhrifum þegar þær héldu framhjá. Sumar sögðust hins vegar ekki hafa staðist einhvern sem þær hittu. Karlarnir gáfu hins vegar alls kyns ástæður. Þeir sem eru í sambúð voru reyndar nokkuð samstíga konunum en hinir ein- hleypu höfðu fleiri skýringar: Þeir voru að leita eftir spennu, voru þreyttir á makanum, gerðu það til að ljúka sambandi sínu, til að lífga upp á það eða hefna fyrir framhjá- hald makans. Algengasta skýring þeirra var þó sú sama og hjá kon- unum. Þeir voru undir áhrifum og hittu einhvern sem þeir gátu ekki staðist. Konan hefur manninn undir Ef marka má gamlar og góðar bækur var svokölluð trúboðsstell- ing algengasta samfarastelling á Vesturlöndum langt fram eftir þessari öld. Þótt þær bækur segi ekki satt, frekar en aðrar gamlar og góðar bækur, þá skulum við láta sem svo sé. Og komast að því að Karlar tryggðu Magnúsi sigur Á sama hátt og þátttakendur í könnuninni voru látnir velja á milli þeirra Bjarkar Guðmundsdóttur og Ólafar Rúnar Skúladóttur voru þeir beðnir að velja sér sem bólfélaga, annað hvort Magnús Scheving, þolfimimeistara, eða Stefán Jón Hafstein, útvarpsmann. Aftur voru bæði kynin beðin um svör. Karl- arnir gátu litið svo á að um afar- kosti væri að ræða. í stuttu máli þá vildu fleiri sofa hjá Magnúsi. 61 prósent þeirra sem svöruðu völdu hann fram yfir Stefán Jón. Meðal kvennanna skildu þeir hins vegar jafnir, fengu jafn mörg atkvæði. Magnús sótti ívið meira fylgi til kvenna í sam- búð. Tæplega tvær af hverjum I, þremur kusu sér Magnús. Þessu var akkúrat öfugt farið meðal ein- hleypra kvenna, en tvær af hverj- um þremur þeirra vildu fremur sænga með Stefáni Jóni en Magn- úsi. Magnús burstaði hins vegar karlaflokkinn. 95 prósent karla í sambúð vildu frekar sofa hjá Magnúsi en Stefáni og 62 prósent einhleypra karla voru sama sinnis. Þetta mikla kariafylgi tryggði Magnúsi sigurinn í samanlögðu. O 18 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.