Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 25
Start, Hungangstunglið, Góðkunningjar lög-
reglunnar, Sköllótt mús, Hljómsveit Bjartmars
Guðlaugssonar, Hljómsveit Magnúsar Kjart-
anssonar, Marmelaði, Alvaran, er ekki í
hljómsveit núna. Hvað varð um hann? Krist-
ján hefur verið viöloðandi poppbransann í
gegnum árin auk þess sem hann bakaði píts-
ur um tíma. Hann kennir nú á rafgítar við Tón-
listarskóla Akureyrar.
TAPPI
TIKARRASS
„Tappi tíkarrass átti í upphafi að
vera mjög þróuð hljómsveit en hún
hefði aldrei heitið Tappi tíkarrass og
aldrei orðið jafnskemmtileg," segir
Eyþór Arnalds. „En Björk hélt til
Frakklands og var
þar í 3 mánuði og
á meðan ákváðum
við hinir að gera
flipphljómsveit
þar sem við gerð-
um allt sem okkur
langaði til. Við duttum niður á nafn-
ið þegar pabbi Jakobs sagði: „Þetta
smellur eins og tappi í tíkarrass hjá
ykkur.“
Við deildum æfmgahúsnæði með
Þey í Sigtúni 3 og það var yfirleitt
misst af síðasta strætó. Við sömdum
eitt lag á æfingu. Eitt sinn kom Einar
Örn í heimsókn til okkar og vildi tala
við okkur þó við viidum halda áfram
að semja lög. Þá sagði Einar: „Það er
ekki mikið mál að semja lög. Hér
hefurðu eitt: EADGH.“ Við byrjuð-
um að leika okkur með þessa hljóma
og úr varð lag. Þannig gerðum við
gull úr engu.
Það var bjartara yfir Tappanum
en öðrum pönkhljómsveitum og
það ríkti mikil gfeði sem við gleym-
um aldrei.“
Nafn: Eyþór Amalds söngur Aldur: 29 ára
Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskaparstaða:
Sambúð Hljómsveitarferill: Lúðrasveit Ár-
bæjar- og Breiðholts, Tappi tíkarrass, Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar, Todmobile og
Bong Menntun: Stúdent, próf frá tónsmíða-
deild Tónlistarskóla Reykjavíkur og burtfarar-
próf í selló Hvað varð um hann? Starfarsem
tónlistarmaður og hefur nýlega stofnað dúett-
inn Bong ásamt unnustu sinni, Móeiði Júní-
usdóttur.
Nafn: Eyjólfur Jóhannsson gitar Aldur: 30
Nafn: Björk Guðmundsdóttir söngur Aldur:
29 ára Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskapar-
staða: Eitt barn Hljómsveitarferill: Exodus,
Tappi tíkarrass, Kukl og Sykurmolamir.
Menntun: Grunnskólapróf og nám í þver-
flautuleik. Hvað varð af henni? Björk er orð-
in heimsfræg söngkona og gerir út frá Lund-
únum. Hún hefur unnið til fjölmargra viður-
kenninga fyrir sólóplötu sína Debut.
Nafn:Jakob Magnússon bassi Aldur: 29 ára
Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskaparstaða:
Sambúð Hljómsveitarferill: Jamm 80, Tappi
tíkarrass, Rikshaw, Das Kapital, Grafík, MX
21, Síðan skein sól og Pláhnetan. Menntun:
Grunnskólapróf og 4. stig við Tónlistarskóla
FÍH Hvað er orðið af honum?: Jakob hefur
starfað í tónlistinni streitulaust en milli þess
hefur hann velt gaskútum í ísaga og starfað
sem afgreiðslumaður í Japis. Hann er ný-
genginn til liðs við Pláhnetuna en auk þess er
hann í stúdíóvinnu og hefur meðal annars
spilað með Herði Torfa. Síðustu 5-6 ár bara
verið i tónlistinni.
Nafn: Oddur F. Sigurbjömsson trommur Ald-
ur: 29 ára Atvinna: sölumaður og tónlistar-
maður Hjúskaparstaða: Sambúð og tvö böm
Hljómsveitarferill: Exodus (með Þorvaldi
Bjarna, Skúla Sverrisyni, Björk og Geira
Sæm), Jamm 80, Háspenna- Lífshætta,
Tappi tíkarrass, Pax Vobis, Foringjarnir,
Skytturnar, Sjöund og Nátthrafnar
Menntun: Rafvirki Hvað varð um hann?
Oddur nam í rafvirkjun og hefur verið að spila
fyrir utan tveggja ára pásu áður en hann varð
einn af Foringjunum. Síðan hefur hann verið í
hljómsveitum sem gert hafa út á böllin.
jánsson. Það varð mikil tónlistar-
sprengja og allir tóku sig mjög alvar-
lega. Þetta var líka mjög frjór tími og
Vonbrigði samdi helling af efni og
mun betra en gefið var út. Við störf-
uðum frá i98o-’85 og gengum í
gegnum pönkið, nýbylgjuna og
rokkið,“ segir Þórarinn Kristjánsson
trommari.
„Það er bara eðlileg þróun að ég sé
nú í danshljómsveitinni Bubbleflies.
Það gengur enginn heilvitamaður í
leðurjakka alsettum merkjum í dag.
Þetta var bara ákveðið „attitude"
sem á ekki við núna.“
Nafn: Jóhann Vilhjálmsson söngur Aldur: 30
ára Atvinna: Ræstitæknir Hjúskaparstaða:
Sambúð Hljómsveitarferill: Vonbrigði,
Leikhús fáránleikans og fleira. Leikur nú í
bandi sem heitir Sultur. Menntun: Prentiðn-
aðamám. Hvað varð um hann: Jóhann hef-
ur unnið ýmis verkamannastörf meðal annars
í Plastprenti. Hann er enn að stússast í tón-
listinni og syngur með hljómsveitinni Sultur.
Nafn: Gunnar Ellertsson bassi Aldur: 28 ára
Atvinna: Atvinnulaus Hjúskaparstaöa:
Sambúð Hljómsveitarferill: Vonbrigði,
Bleiku bastarnir og bílskúrshljómsveitir.
Menntun: Grunnskólapróf Hvað varð um
hann? Gunnar hefur fengist við almenna
verkamannavinnu en er atvinnulaus í augna-
blikinu. Hann spilar með nafnlausu bílskúrs-
bandi.
VONBRIGÐI
Vonbrigði var eitt þéttasta bandið
í Rokk í Reykjavík og er ein af eftir-
minnilegustu hljómsveitum þess
tíma. Lagið Reykjavík Ó Reykjavík
sem þeir tóku í myndinni er það lag
sem stendur upp úr í minningunni
um pönkbylting- W&UKHHtKM
Þórarinn Krist-
Nafn: Þórarinn Kristjánsson trommur Aldur:
26 ára Atvinna: Tónlistarmaður og garðyrkju-
maður Hjúskaparstaða: Sambúð og eitt bam
Hljómsveitarferill: Vonbrigði, Risaeðlan,
Júpíters og Bubbleflies Menntun: Stúdent,
eitt og hálft ár í rússnesku. Hvað varð um
hann? Þórarinn er ennþá í fremstu röð ís-
lenskra trommuleikara og ber húðimar hjá
Bubbleflies.
Nafn: Ámi Kristjánsson gitar Aldur: 29 ára
Atvinna: Rafvirkjanemi Hjúskaparstaða:
Sambúð Hljómsveitarferill: Vonbrigði,
Rut+ og Silfurtónar Menntun: Stúdentspróf
Hvað varð um hann? Ámi er að nema raf-
virkjun og á von á sinu fyrsta bami. Hann leik-
ur með hljómsveitinni Silfurtónum sem hljótt
hefur verið um að undanfömu.
kallast diabolus in musica en það er
minnkuð fimmund eða stór ferund.
Mín tónlist byggir nær eingöngu á
að nota þetta tónbil og þannig tekst
mér bæði að skapa falleg og grimm-
úðleg áhrif. Þegar ég tala um djöful-
inn þá á ég kannski meira við dýrið í
manninum en ég trúi að með því að
vekja það upp komumst við í betri
kontakt við frumeðli okkar.“
ÞEYR
„Þeyr gerði tilraunir með ýmis há-
tíðni- og lágtíðnihljóð til að hafa
áhrif á undirmeðvitund fólks,“ segir
Guðlaugur Óttarsson.
„Við notuðum
saman mannskap- —
inn og að fá dul- w'”
vitundina til að
taka meiri þátt í
upplifuninni. tSIBBI J
Þetta hafði einnig mikil áhrif á okkur
sjálfa og maður komst í hálfgerða
vímu af þessu.
Þetta eru gömul vísindi frá því
snemma á þessari öld en þá voru
rússnesk tónskáld eins og Scriabin
að gera tiiraunir með þessi hljóð.
Fólk fór oft í trans á tónleikunum
hjá Þey og mér er sérstaklega minn-
istætt í seinasta skipti sem við spil-
uðum á Hótel Borg en þá gengu
reyndar flestir af göflunum. Það fór
allt í háaloft og staðnum var rústað.
Við mótuðum ákveðin skilaboð
inn í tónlistina með ekkói og reverb.
Við notuðum reverb-tæki þannig að
veggirnir þöndust út og skruppu
saman á ákveðinni tíðni. A þann hátt
gátum við komið til skila upplýsing-
um, sem tímamótun bæði í tónlist
og töluðu máli. Maður heyrir þetta
ekki beint sem hljóð heldur virka
veggirnir eins og hátalarar þannig að
herbergið teygist sundur og saman,
líkt og raddbönd, og herbergið sé að
tala til áheyrandans. Inn í þennan
flutning voru fléttaðar predikanir í
anda Edward Alexander Crow-
leys og ýmis trúarleg og djöfúlleg
skilaboð. Skrattarnir voru aldrei
íjarri þegar Þeyr var að spila því tón-
listin vakti upp illa anda og púka.
Það hefur verið mitt aðalsmerki að
gera þetta þegar ég er að spila. Djöf-
ullinn er off hluti af rokkinu og
sumri klassískri tónlist eins og t.d.
eftir tónskáld á borð við Scriabin og
Tjækovskí. Þetta eru mjög ómstríð-
ir hljómar og svokallaðir tónskrattar
eru mikið notaðir. Það eru tónbil
sem voru bönnuð af kirkjunni og
Nafn: Hilmarðrn Agnarsson bassi Aldur: 33
ára Menntun: Tónlistarkennari Atvinna:
Organisti Hjúskaparstétt: Giftur, tvö böm
Hljómsveitarferill: Fellibylurinn Þórarinn,
Rauð vik, Þeyr Hvað varð um hann? Hilmar
lærði organfræði í Þýskalandi í nokkur ár og
hætti í djöflamúsikinni og starfar nú sem org-
anisti í Skálholti.
Nafn: Magnús Guðmundsson söngur Aldur:
33 ára Menntun: Nam tónlistarkennslu en
lauk ekki burtfararprófi Atvinna: Fram-
kvæmdastjóri Hjúskaparstétt: Sambúð, tvö
börn Hljómsveitarferill: Fellibylurinn Þórar-
inn, Rauð vik, Þeyr, Með nöktum. Hvað varð
um hann? Magnús er hættur að bítla en rak
hljóðverið Mjöt um árabil. Hann hefur snúið
sér að bókaútgáfu og er með Klettaútgáfuna.
Nafn: Þorsteinn Magnússon gitar Aldur: 38
ára Menntun: Landspróf Atvinna: Gítarleik-
ari Hjúskaparstétt: Giftur, eitt barn Hljóm-
sveitarferill: Arkímedas, Litli Matjurtagarður-
inn, Eik, Geimsteinn, Þeyr, MX 21, The New
Ðelta Akhri, Upplyfting, Hljómsveit Rúnars
Þórs, Draumasveitin, Síðan skein sól, Fánar.
Hvað varð um hann? Þorsteinn hefur haldið
tryggð við bransann og leikur nú með Fánum.
Hann er einnig mikið í stúdíóvinnu og hefur
spilað á 150 plötum á ferlinum.
Nafn: Guðlaugur Óttarsson gitar Aldur: 39
ára Menntun: 6 ár í raunvísindum í Háskól-
anum Atvinna: Ráðgjafi, hugbúnaðarsmiður
og tónlistarmaður Hjúskaparstétt: Giftur,
þrjú börn Hljómsveitarferill: Steinblóm, Lót-
us, Galdrakarlar, Ljósin i bænum, Þeyr Killing
Joke, Current 93, Psychic TV, Kukl, Hættuleg
hljómsveit með Megasi, Tvö project með
Bubba, INRI, Með Björk á „singlum" í kjölfar
Debut. Hvað varð um hann? Auk tónlistar-
innar hefur Guðlaugur verið ráðgjafi og hug-
búnaðarsmiður fyrir ýmis tölvu- og verkfræði-
fyrirtæki á undanfömum árum. Hann kennir
einnig stærðfræði og eðlisfræði.
Nafn: Sigtryggur Baldursson trommur Aldur:
31 árs Menntun: Stúdentspróf Atvinna:
Tónlistarmaður Hjúskaparstétt: Giftur og á
eitt bam Hljómsveitarferill: Hattimas, Þeyr,
Kukl, Sykurmolarnir, Djasshljómsveit Kon-
ráðs B, Bogomil Font og milljónamæringamir,
Bogomil Font og öreigamir. Hvað varð um
hann? Sigtryggur starfaði um tíma sem lesari
hjá Miðlun og gæslumaður á geðsjúkrahús-
um. Auk þess hefur hann verið virkur í tónlist-
arlífinu meðal annars sem alteregoið Bogam-
il Font eins og kunnugt er.
ára Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskapar-
staða: Sambúð Hljómsveitarferill: Tappi tí-
karrass, Dá, The Vunderfoolz og Sssól.
Menntun: Grunnskólapróf Hvað varð um
hann?Eyjólfur hefur selt hljóðfæri og sjón-
vörp en síðan hann gekk í SSSól hefur hann
eingöngu fengist við tónlist.
ÞURSA-
FLOKKURINN
Þursaflokkurinn var þjóðlegt
rokkband stofnað upp úr Stuð-
mönnum með Egil Ólafsson í broddi
fylkingar. „Þursaflokkurinn starfaði
á árunum i978-’83. Framan af vor-
um við á þjóðlegum nótum en svo
urðu lögin heimatilbúin,“ segir
Þórður Arnason. „Þursaflokkurinn
hélt aðeins tónleika en spilaði aldrei
á böllum. Þetta var skemmtilegur fé-
lagsskapur og valinn maður í hverju
rúmi.
Hljómsveitin leystist upp þegar
við fórum allir að spila með Stuð-
mönnum. Það var ekki hægt að gera
út tvær hljómsveitir. Annars hefúr
Þursaflokkurinn aldrei verið lagður
niður formlega.
Þursaflokkurinn vann hljóðið í
Rokk í Reykjavík í stúdíóinu sínu,
Sýrlandi, og átti þannig þátt í að búa
myndina til.
Þótt við lékum ekki pönktónlist
eða annað í likingu við það sem hin-
ar hljómsveitirnar í myndinni léku,
áttum við þó alveg erindi í hana því
við vorum auðvitað hluti af rokkinu
í Reykjavík.“
Nafn: Egill Ólafsson hljómborð og söngur
Aldur: 41 árs Atvinna: Tónlistarmaður og
leikari Hjúskaparstaða: Giftur og á þrjú börn
Hljómsveitarferill: Spilverk þjóðanna, Stuð-
menn, Þursaflokkurinn og Tamlasveitin.
Menntun:Stúdent, tónlistamám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og námskeið í tónlist og
leiklist á Norðurlöndum. Hvað varð um
hann? Egill syngur með Tamlasveitinni um
þessar mundir. Hann hefur sungið inn á tvær
sólóplötur og hefur einnig verið áberandi í
leikhúslífinu. í vetur gerði Egill til dæmis tón-
listina við Evu Lunu sem sýnt hefur verið við
góða aðsókn í Borgarleikhúsinu. Jafnframt
hefur Egill tekið að sér kvikmyndaleik s.s.
eins og í víkingamyndum Hrafns Gunnlaugs-
sonar og í Karlakórnum Heklu eftir Guðnýju
Halldórsdóttur.
Nafn:Þórður Árnason gítar Aldur: 42 ára At-
vinna: Tónlistarkennari Hjúskaparstaða: í
sambúð, eitt bam Hljómsveitarferill: Scre-
am, Rifsberja, Þursaflokkurinn og Stuð-
menn. Menntun: Sjálfmenntaður Hvað het-
ur orðið um hann? Þórður hélt áfram að fást
við tónlist síðan Rokk í Reykjavík var tekin og
nú starfar hann við tónlistarkennslu við Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla
FHl’. Hann hefur alltaf langað að vera mjólkur-
fræðingur á Bolungarvík.
Nafn: Tómas Tómasson bassi Aldur: 40 ára
Atvinna:Tónlistarmaður Hjúskaparstaða:
Sambúð Hljómsveitarferill: Meðal annars
Rifsberja, Gaddavír, Change, Þursaflokkur-
inn og Stuðmenn. Menntun: Gagnfræðingur
Hvað varð um hann? Tómas hefur spilað á
ótalmörgum plötum og auk þess starfað sem
upptökustjóri.
Nafn:Júlíus Agnarsson hljóðmaður Aldur: 41
árs Atvinna: Hljóðmaður Hjúskaparstaða:
Sambúð og þrjú börn Hljómsveitarferill:
Hljómsveitin Andrew, hljóðmaður Þursa-
flokksins Menntun: Stúdent Hvað varð um
hann? Júlíus tekur að sér hljóðvinnslu fyrir
hina og þessa.
Nafn:Ásgeir Óskarsson trommur Aldur: 40
ára Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskapar-
staða: Giftur og á þrjú böm Hljómsveitarfer-
ill: Arfi, Scream, Mods, Trix, Rifsberja, lce-
cross, Pelikan, Paradís, Eik, Haukar, Póker,
Þursaflokkurinn, Stuðmenn, Hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar, Hljómsveit Gunn-
ars Þórðarsonar, Sunnan 3, leikið með Meg-
asi og Bubba, KK-bandið, Vinir Dóra og
Tamlasveitin. Menntun: Gagnfræðapróf
Hvað varð um hann? Ásgeir hefur spilað á
fjölda hljómplatna og leikur nú með Tamla-
sveitinni og sér um trommuleikinn í þætti
HemmaGunn.
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
25