Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 17
Hversu oft og hversu mikið, hversu gott og hversu fjölbreytt, hversu
margir og hversu gamlir, hversu skrýtið og hversu fábreytt? Hvað er
gott og hvað er vont, hvað er æsandi og hvað er bannað, hvað má
og hvað má ekki? Einhvern veginn á þennan hátt reyndu 100 Is-
lendingar sem EINTAK rétti spurningaeyðublað að greina frá kynlífi
sínu. Niðurstöðurnar eru hér.
Það sem fólki finnst gott
- og ekki alveg eins gott
20%
40%
60%
80%
Munnmok
Mök á opinberum stöðum
Binda eða vera bundinn
Endaþarmsmök
Kynlif með þremur
Framhjáhald
Sofa hjá besta vini maka
Nota klamefni
Nota hjalpartæki
S/M kynlíf
Hopreið
QlNTAK 01994
Þeir sem svöruðu spurningum
EINTAKS um kynlíf sitt voru flestir
ungir og enn að og allir höfðu þeg-
ar byrjað þótt í misjöfnum mæli
væri. Og lang lang flestum fannst
það gott, skipta miklu máli og ætl-
uðu helst ekki að hætta. En þó
fannst einstökum það ekkert sér-
stakt á sama hátt og sumum fannst
það skipta öllu máli, svo miklu máii
að þeir óttuðust helst að komast
ekki yfir það í þessu lífi — óttuðust
að áhugaleysi, getuleysi eða óffam-
færni félaganna stæði í veginum.
En þótt margt hafi verið ólíkt
með kynlífi þessa fólks, bæði af-
stöðu þeirra til þess og afrekaskrá,
þá var margt sameiginlegt. Eitt af
því var að fæstir höfðu staðið á
gægjum né fannst mikið til þeirrar
íþróttar koma. En það er einmitt
það sem við ætlum að gera. Við
ætlum að gægjast á kynlíf þessa
fólks.
Ekki lifa allir
spennandi kynlífi
Það skal tekið strax fram að ef
þetta fólk hefur rétta sýn á eigið
kynlíf þá kann það ekki að vera svo
ýkja spennandi að liggja á gægjum.
Aðeins 53 prósent karla í sambúð
gaf kynlífi sínu einkunnirnar
skemmtilegt eða spennandi og að-
eins 37 prósent einhleypra karla.
Hlutfallið hjá konunum var svipað.
53 prósent kvenna í sambúð býr við
skemmtilegt eða spennandi kynlíf
en aðeins 28 prósent einhleypra
kvenna.
Flestir hinna lifa við eitthvað sem
þeir kalla venjulegt kynlíf. Aðrir eru
ver settir. 21 prósent karla í sambúð
finnst þeir ekki fá nægjanlegt kynlíf
út úr lífinu og 29 prósent ein-
hleypra karla. Því til viðbótar sagði
5 prósent hinna einhleypu að ekk-
ert kynlíf væri til staðar í lífi sínu. Á
móti sagði sama hlutfall karla í
sambúð að þeir lifðu við of mikið
kynlíf — svo af því má sjá að kynlíf-
ið getur verið, eins og svo margt
annað, ýmist í ökkla eða eyra. Inn-
an við tíu prósent karla, bæði með-
al sambands-manna og einhleypra,
gáfu kynlífi sínu síðan einkunnina;
afbrigðilegt.
Það voru helst einhleypu kon-
urnar sem sögðust ekki fá nægju
sína af kynlífi og var það tæpur
þriðjungur. Aðeins tæp tíu prósent
giftra kvenna kvörtuðu undan því
sama, svo eitthvað hafa karlar og
konur í samböndum misjafnar
skoðanir á því hvað er nægjanlegt
kynlíf og hvað ekki. EINTAKI tókst
ekki að finna neina konu í sam-
bandi sem fannst kynlíf sitt hreint
og beint leiðinlegt. Þannig svöruðu
hins vegar tæp tíu prósent hinna
einhleypu, en enginn karl. Án þess
að ætlunin sé að fara út í einhverja
sjúkdómsgreiningu hér, kann það
einmitt að vera ástæðan fýrir leið-
indum kvennanna, að hafa engan
karl að njóta þeirra með sér.
Karlar betri elskhugar
En ef einhverjum þykir súrt að
kyngja því að kynlíf þessa fólks er
ekki meira spennandi en raun ber
vitni skal sá huggaður með því að
svo þarf alls ekki að vera. Það telur
sig nefnilega flest góða elskhuga og
sumir jafnvel ffábæra.
Ef eigin einkunnum þessa fólks
skal trúað hefúr guð komið því
þannig fyrir að karlmenn eru al-
mennt betri elskhugar en konur.
Þannig sagðist fjórðungur þeirra
vera hreint ffábærir elskhugar á
meðan rétt rúm tíu prósent kvenn-
anna gáfú sjálfúm sér þá einkunn.
En þar sem ívið hærra hlutfall
kvenna sagðist vera góðir elskhugar
þá er munurinn á milli kynjanna
minni þegar borið er saman þeir
sem eru annað hvort góðir eða ffá-
bærir. Karlarnir hafa þó enn vinn-
inginn með tæp 70 prósent á móti
rúmum 60 hjá konum.
Kannski er það vegna mikillar
bólfimi annarra kynbræðra sinna
að það er algengara meðal karla en
kvenna að telja sig slaka eða jafnvel
Fleiri vilja Björk
en Ólöfu Rún
Ein af þeim þrautum sem lagðar
voru fyrir þátttakendur í könnun-
inni var að velja hvorri þeir vildu
heldur sofa hjá, Ólöfu Rún Skúla-
dóttur, fréttakonu, eða Björk Guð-
mundsdóttur, söngkonu. Bæði
kynin þurftu að svara. Konumar
gátu litið svo á að um afarkosti
væri að ræða.
í stuttu máli kusu fleiri að hafa
Björk með sér í bólið. Af báðum
kynjum sögðust 76 prósent vilja
Björk en 24 prósent Ólöfu Rún.
Ólöf Rún fékk skárri útkomu með-
al karlanna. Af þeim sögðust 36
prósent taka hana fram yfir Björk.
Og bakland Ólafar em karlamir í
sambúð því 43 prósent þeirra
sögðust frekar vilja sænga með
Ólöfu en Björk en aðeins 28 pró-
sent einhleypra.
Af þessu má sjá að Björk var
vinsælli meðal einhleypra karia en
þeirra sem vom í sambúð. Og það
sama var uppi á teningnum hjá
konunum. Af einhleypum konum
sögðust 95 prósent kjósa sér
Björk fremur en Ólöfu Rún á með-
an 82 prósent kvenna í sambúð
voru þeirrar skoðunar. ©
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
17