Eintak

Tölublað

Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 36

Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 36
Tja, ég veit það ekki. Þeir hafa tekið fleiri Lödur til baka en allur fiski- skipaflotinn. Það er dálítið mikið að rússarnir hafi komið með jafn mikinn fisk og ellefu togarar. © Unnusta Árnafékk verðlaun hjá Bergman, vini Hrafns © R-listinn leitar inn í Heimdall eftir aðstoð Iú telja fróðir menn sig loks hafa fundið fullnægj- andi skýringu á skyndi- legri vináttu þeirra Hrafns Gunnlaugssonar kvikmynda- leikstjóra og Árna Þórarins- sonar fyrrverandi Mannlífsrit- stjóra, en þetta ólíklega sam- band hefur orðið glöggustu mönnum tilefni til bollalegginga undanfarið. Skýringin sem nú hefur verið fundin er sem sagt þessi: Árni á sænska kærustu að nafni Jannike Álund sem er ritstjóri Chaplin, áhrifamesta kvikmyndatíma- ritsins í Svíþjóð. Því er vissara fyrir Hrafn að vera vinurÁrna. Þess má geta að Jannike fékk nýlega verð- laun frá sjálfum Ingmar Bergman fyrir ritstjórnar- störf sín ... w næstu viku á að koma út blað R-listans þar sem stefnumál hans verða kynnt og líklega frambjóðendurnir og fjöl- skyldur þeirra einnig — að ógleymdum öllum þeim sem geta hugsað sér að styðja listann. Þetta væri í sjálfu sér ekki fréttnæmt nema fyrir það að Egill Helgason hefur verið ráðinn til að sjá um útgáfuna. Egill er nefnilega félagi í Heim- dalli, á sæti í menninganefnd fé- lagsins og var landsfundarfull- trúi á síðasta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Egill mun hins vegar ekki hafa látið sjá sig í Höllinni... v. Rannsóknarlögreglan Kannar meintan fjárdrátt forstöðumanns leikskóla Hætti á leikskólanum og fór í veitingabransann Borgarendurskoðandi hefur far- ið fram á rannsókn á fjárreiðum leikskólans Klettaborgar að Dyr- hömrum 28 í Grafarvogi en grunur leikur á að fyrrum forstöðumaður leikskólans Sigfús Aðalsteins- son hafi dregið að sér hundruði þúsunda króna af dagvistunar- gjöldum á síðastliðnu ári. Eftir að forstöðumaðurinn lagði fram bók- t g h e f þ a ð f y r i r s a 11 ... Nú er þessi nýi formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna búinn að gefa út yfirlýsingu um að Alþýðuflokkurinn og Jón Bald- vin séu ekki nógu góðir sam- starfsmenn i rikisstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Það er tvennt sem formaðurinn finnur að. Al- þýðuflokkurinn er búinn að skipa of marga Alþýðuflokksmenn í op- inberar stöður og nýja húsaleigu- frumvarpið hennar Jóhönnu er handónýtt. i sjálfu sér eru allir sammála um þetta tvennt, sjálf- stæðismenn jafnt sem aðrir menn. Samt er dálítið erfitt að sjá hvað betra tæki við hjá sjálfstæð- ismönnum þótt þeir skiptu um samstarfsflokk. Halldór Ásgríms- son er reyndar byrjaður að tala um að nauðsynlegt sé að skera niður í rikiskerfinu en það hefur Jón Baldvin svo sem gert árum saman. Og Halldór er orðinn næstum meiri Evrópusinni en Jón og því liklega jafnlangt frá Sjálf- stæðisflokknum og hann. Og framsókn hefur lika sinar Jó- hönnur: Pála Péturssyni og þeirra lika. En þar er líklega munurinn á þessum tveimur flokkum. Land- búnaðar- og dreifbýlissjónarmið framsóknar eiga mun greiðari leið ofan i kok sjálfstæðismanna en félagshyggjugælur Jóhönnu. Það er hins vegar einkennilegt að heyra þessi sannindi koma úr munni formanns SUS sem eitt sinn var samband ungs fólks sem reyndi að halda Sjálfstæðis- flokknum frá framsóknarmennsk- unni sem vofiryfir honum. Lalli Jones AU STU RSTRÆTI ÞÓRÐARHÖFÐA 1 SIM117371 SÍMI 676177 Verð kr. 39,90 mínútan haldsgögn fyrir árið 1993 kom í ljós að mikil óreiða var í fjárreiðum Klettaborgar og umtalsverðar upp- hæðir vantaði upp á að ársreikn- ingur leikskólans stemmdi. Sá hátt- ur er hafður á að foreldrar barna sem eru á leikskólum í borginni greiða forstöðumönnum þeirra dagvistunargjöldin en allur gangur er á því hversu marga klukkutíma á dag börnin dvelja á leikskólunum. Dagvistun í átta stundir á dag kost- ar 8.600 krónur á mánuði og pláss er fyrir 104 börn á Klettaborg þann- ig að ljóst er að velta leikskólans er hátt í eina milljón króna á mánuði. Verið er að rannsaka umfang fjár- dráttar Sigfúsar hjá Rannsóknar- lögreglu Ríkisins en formleg kæra hefur ekki verið send til sakadóms. eintak hafði samband við Jón G. Tómasson borgarritara út af málinu. „Það er erfitt að segja hversu háa upphæð er hér um að ræða,“ segir hann. „ Sigfús sagði okkur til að út- skýra þann mismun sem kom fram í bókhaldinu að ekki hefði verið um fjárdrátt að ræða að öllu leyti. Hann viðurkenndi hins vegar að vissulega hefði hann tekið ófrjálsri hendi hluta þeirrar upphæðar sem vantaði en útskýrði annað sem óreiðu í bókhaldinu. Upphæðin sem um ræðir er upp á einhver hundruð þúsunda en ég mundi heldur ekki vilja greina nákvæm- lega frá henni þótt hún væri mér kunn. Sigfúsi var gefin kostur á því að segja starfi sínu lausu sem hann og gerði.“ Hversu latigt aftur nœr þessi fjár- dráttur? „Ég held að rannsóknin beinist aðalega að rekstrinum síðastliðið Innflutningur á fiski til íslands margfaldaðist milli áranna 1992 og 1993. Aðallega er um Rússaþorsk og rækju að ræða en samtals nam verðmæti innflutts fisks í fyrra tæp- lega 1.400 milljónum króna eða svipaðri upphæð og aflaverðmæti hjá ellefu meðaltogurum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni voru flutt inn tæp 6.600 tonn af sjófrystum þorski að verðmæti rúmlega 600 milljónir króna. Megnið af þessum þorski, eða 6.100 tonn, kom af rússneskum skipum. Rúmlega 4.400 tonn af rækju voru flutt inn að verðmæti rúmlega 350 milljónir króna og var ríflega helm- ingur þess magns af rússneskum skipum. Þá var fluttur inn beitu- smokkur fyrir um 270 milljónir króna en magnið af smokkfiskin- um nam tæplega 4.400 tonnum. Af öðrum fisktegundum sem ár. Hvað varð til þess að þið veittuð þessu athygli? „Það var við athugun á bókun- um og samanburði á bókhaldi sem þetta kom í ljós. Sigfús kom mjög hreint fram í rannsókninni og reyndi að hjálpa til við að upplýsa málið eins og hann mögulega gat og er búinn að samþykkja að end- urgreiða peningana.“ Þið œtlið samt að halda áfram með málið? „Við höldum ekkert áfram með málið. Það er starfsregla hjá okkur að tilkynna svona atvik til Rann- sóknarlögreglu Ríkisins en það er fluttar voru til landsins í minna magni má nefna rúmlega þúsund tonn af ferskum þorski fyrir um 75 milljónir króna (öll verð eru CIF), tæp 1.400 tonn af sjófrystri ýsu fýrir rúmlega 70 milljónir króna og sölt- uð grásleppuhrogn fýrir ríflega 23 milljónir króna. Meðaltogari á Islandi hefur nú kvóta sem jafngildir rúmlega 1.500 þorskígildistonnum á ári. Aflaverð- mæti þessa afla nemur nú um 125 milljónum króna ef miðað er við algengt verð á þorski á fiskmörkuð- um. Því er ljóst að innflutningur á fiski til landsins á síðasta ári nam aflaverðmæti ellefu meðaltogara. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu stefnir í að innflutningur á fiski í ár verði ekki minni en í fyrra, heldur að hann aukist aðeins ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði ársins. Frá áramótum hefur Fiski- hennar að ákvarða hvað verður síð- an gert úr því. Okkur finnst hins vegar það vera skylda okkar sem opinbers aðila að þagga ekki mál niður heldur koma þeim í rann- sókn hjá viðeigandi aðila.“ En hefur ekkert staðið til að breyta því að forstöðumenn leikskóla inn- heimti dagvistunargjöld þeirra sem sækja stofnanirnar? „Það hefur verið í athugun hjá Dagvist barna að taka upp annað kerfi á því. Það hefur ýmislegt kom- ið upp sem mælir á móti því að breytt verði um innheimtuaðila. Það er mikið um að foreldrar semji um að fá að skipta greiðslum og stofa upplýsingar um að flutt hafi verið inn sem svarar 4.600 tonnum af Rússaþorski, 460 tonnum af ýsu og um 550 tonnum af úthafskarfa. Ef skoðaðar eru tölur yfir inn- flutning á fiski á árinu 1992 kemur í ljós að innflutningurinn hefur margfaldast á milli áranna hvað þorskinn varðar. Þannig voru flutt inn tæplega 1.200 tonn af sjófryst- um þorski 1992 og nam verðmæti hans tæplega 127 milljónum króna. Af rækju voru flutt inn 3.500 tonn og nam verðmæti þess innflutnings um 274 milljónum króna. Af öðr- um tegundum var aðeins um óverulegt magn að ræða ef frá er talinn beitusmokkur, en innflutn- ingur á honum nam 222 milljónum króna. Meðal þeirra fyrirtækja sem keypt hafa mikið af Rússaþorski er Fiskiðjan Skagfirðingur á Sauðár- borga kannski ekki fýrsta dag hvers mánaðar og annað slíkt. Við höfum litið til foreldra varðandi þetta at- riði og þess vegna ekki gert neinar breytingar.“ Vorn fleiri börn í vistun á Kletta- borg en til stóð? „Nei, en það voru fleiri börn á leikskólanum en gefið var upp í bókhaldinu." Sigfús Aðalsteinsson keypti skemmtistaðinn Bóhem fyrir nokkrum mánuðum en þegar EIN- TAK leitaði til hans vildi hann ekk- ert tjá sig um ástæður þess að hann hætti sem forstöðumaður Kletta- borgar. © króki. Einar Svansson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar segir í samtali við EINTAK að þeir hafi keypt um 500 tonn á síðasta ári en stefni að þreföldu því magni í ár eða 14-1500 tonnum. „Við notum þennan fisk til að fylla upp í eyður hjá okkur og til að mæta kvóta- skerðingunni í þorski,“ segir Einar. „Þannig getum við haldið vakta- kerfinu hjá okkur gangandi og skapað okkar fólki atvinnu.“ Einar segir að stjórnvöld eigi að styðja betur við bakið á þeim fýrir- tækjum sem kaupa þennan fisk en raunar hefur afstaða stjórnvalda farið batnandi að undanförnu. „Viðhorf stjórnvalda í fýrstu voru ekki beysin svo vægt sé til orða tek- ið, en þau sjá nú hvert hagræði er fólgið í því fyrir fiskvinnslufyrir- tæki að geta haft aðgang að þessum fiski,“ segir Einar.. 0 1fandað vikublað á aðeins 195 kn Leikskólinn Klettaborg Forstöðumaðurinn stakk undan dagvistunargjöldum. Innflutningur á fiski margfaldast milli áranna 1992 og 1993 Innfluttur fiskur í fyrra á við afla úr 11 togurum Fréttir Myndlistaheimur- inn upp í loft út af ráðningu skóla- stjóra Myndlista- og handíðaskólans Byggingarnefnd hirðir ekki um að innheimta dagsektir 6 Þjóðhagsstofnun segir at- vinnuleysið verða fimmfalt minna en „atvinnumennirnir" telja 9 Ríkið neitar að skila ólöglega innheimtum gjöldum 14 Stungið út úr hlöðunni i Ásatrúar- söfnuðinum Loftskip yfir Þing- völlum 17. júní? Viðtðl 8 Páll Ólafsson: „Við höfum ekki tapað á heimavelli í vetur" Greinar 16 Þekktir íslendingar segja frá því hver er fyrir- mynd þeirra í lífinu 21 Tískukvillar síðustu ára 24 Er eitthvað merki- legt við aldamótin? Fólk 4 Ríkissjónvarpið ætlaði að sýna Exorcist en hætti við á elleftu stundu 9 Vitlaus Friðrik Þór á stuðningslista Ingi- bjargar 26 Elvis hylltur í keppni á Tveimur vinum 26 Ættarjarðarljóð endurvakin 2? Stefnumót við Venus 28 Tónlistarveisla á Listahátíð Jákvæður íslenskur fatnaður 30 Nælur fyrir karlmenn 30 Bukowski-líkvakan kvikmynduð 3-' Hafsteinn Einarsson formað- ur Tae-Kwon Do deildar ÍR Krítík Vesturbæjarlaugin Eurovisíon **** Konungur hæðanna ** Sleeping Seconds £ William S. Burroughs *** Ráðhildur Ingadóttir „Óendalegur flötur" „Það cr nefnilcga einliver inn- gróinn hrokablœryfir kísilgrón- um gamaldags sturtunum í Vesturbiejarlaugimti scm sveitavargurinn gctur scm hœg- ast brennt sig á efhann kann ekki á eldforn blöndunartcek- in “ Pálí Ásgeir Ásgeirssori í dórni sínum urn Vesturbæjarlauc na

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.