Eintak

Tölublað

Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 32

Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 32
Finnski Haphazard-hópurinn heldur sýn- ingu I Hlaðvarpanum. Það eru þær Jóhanna Bruun. Maikki Harjanne og Eppu Nuotio sem skipa flokkinn og leika þær sér með kven- ímyndina og hvunndagshetjuna Haphazard. Hún hefur verið kölluð enfant terrible. Alda Siguröardóttir sýnir [ Portinu verk úr tvinna, stáli, bókbandslími og plexigleri. Sýn- ingin stendurtil 15. maí. Verk Þóreyjar Magnúsdóttur hanga uppi í Gallerí Sævars Karls að Bankastræti 9. Æja, eins og hún er kölluö, sýnir skúlptúra unna í leir, járn, stein, rekavið og gips sem málaðir eru með jarlitum. Æja málar meðal annars Ijótleika í andlitum þess fólks sem hún rekst á. Þetta er sölusýning. Farandsýning stendur yfir í kjallara Norræna hussins þar sem sýndar eru teikningar eftir börn á Norðurlöndum. Henni lýkur á sunnu- daginn. Sýning á smáhillum og borðum eftir Gunnar Magnússon innanhúshönnuð í Gallerí Greip. Húsgögnin eru til sölu. Tryggvi Ólafsson opnar sýningu í Listasafni ASÍ á laugardaginn. Helga Rún Pálsdóttirog Bergdís Guðna- dóttir opna sýningu á fatahönnun sinni í Port- inu í Hafnarfirði á laugardaginn. Þetta er sölu- sýning og fara fram sérstakar sýningar i umsjón Helenu Jónsdóttur dansara kl. 16.00 laugar- dag og sunnudag. Hulda Hákon sýnir málverk og skúlptúra á Kjarvalsstöðum. Ólafur Gíslason heldur sömuleiðis sýningu að Kjarvalsstöðum og er yf- irskrift hennar „Vernissage". Seölabankinn er hér með hvattur til að kaupa óþvegnu rauðvíns- glösin hans Ólafs. Svo hanga verk Kjarvals sjáifs að sjálfsögðu uppi líka. Listasafn Háskóla íslands er með sýningu á nýjum verkum í eigu safnsins á öllum hæðum f Odda. Jóhann Sigmarsson stendur fyrir sýningunni „Drög að veggfóðri" á Mokka. Anton Einarsson sýnir málverk á Veitinga- staðnum að Laugavegi 22. Nokkuð glúrinn bara. Lýsingar Barböru Árnason við Passíusálma Hallgríms Péturssonar hanga uppi í Listasafni íslands. Býsna góðar hugmyndir færrar lista- konu. Yfirlitssýningin á verkum Jóns Gunnars Árnasonar stendur líka yfir í Listasafninu. Guðbergur Bergsson kallar Jón Gunnar galdra- dreng og segir sýninguna einstæða. Sýningarn- ar í Listasafninu standa til mánudags. Þórdís Zoega húsgagnahönnuður sýnir stóla f Stöðlakoti. Þar á meðal eru stólarnir Stelkur og Tjaldur sem koma á markað innan skamms. Þetta er síðasta sýningarhelgi. B í Ó I N BIOBORGIN Full á móti Grumpy Old Men ★* Bessi og Árni þeirra Ameríkana, JackLemmon og Walther Matthau, í tiltölulega saklausu og góðlátlegu gríni sem gengur ekki mjög nærri hláturtaugunum. En það má stund- um brosa. Óttalaus Fearless *** Mynd um efni sem fáir leikstjórar komast lífs frá, sjálfan dauðann. Weir tekst þó að búa til sterka mynd og sleppur næstum óskaddaður. Rosie Perez leikur frábærlega. Hús andanna The House of the Spirits *★** Frábærleikur. Myndin verður aldrei leiðinleg þrátt fyrirþriggja tima setu. FYRIR PIPRAÐA Það er eina vonda við að pipra er að fólk hálfvorkennir manni eins og maður sé að missa af öllum heimsins gæðum. Leiðin til að pipra og kom- ast upp með það án þess að fólk líti á mann sem annars flokks er að fara á skrifstofur Félags- máiastofnunar Kópavogs og fá lánaða spóluna með frygðarst- unum húsmóðurinnar í blokk- inni, fjölfalda hana og spila hana síðan reglulega í svefn- herberginu. Það ætti þurka vorkunarglampann úr augum nágrannanna. Þeir djarfari geta síðan spilað spóluna frá stof- unni, eldhúsinu eða neðan úr geymslunni og helst oft á dag. Þá mun vorkunin í augum ná- grannanna víkja fyrir öfund. allt, en ég tek aldrei yfir Abba. Þegar ég var ungur var Eurovision einn af hápunktum ársins. Þetta var viðburður sem keppti við jólin og barnafmælin, mín. Eurovísjón var itt! Abba voru jú þaðan; það voru Slade sem prumpuðu á kynninn; það var í Eurovsion sem tsraelar sungu „Hóra! Hóra!“ við fögnuð kúk og piss kynslóðarinnar. En með aldrinum hefur þessi há- punktur einhvern veginn orðið óljósari í minningunni eftir því sem styttra er orðið síðan viðkomandi keppni átti sér stað. Á tímabili var juró hallærislegri en HLH og Brim- kló. tslenskir skallapopparar tínd- ust í keppnina einn af öðrum, hrós- uðu hári fram yfxr keppendur ann- arra landa, kannski litlu öðru, og loks kom Sígga íslendingar eru allt í einu orðnir júrófíklar á ný. t dag dirfist ekkert fyrirtæki svo mik- ið sem að láta sig dreyma um að halda árshátíð á Eurovision-kvöldi. Þessi tónlistarmessa sjónvarpsins hefur lengi verið helgiathöfn á mínu heimili. Ef það er ekki poppið sem er dýrkað er það floppið. I ár var svindlað með atkvæði, það var svindlað með útsetningar og það var vélað þar til allt var orðið hélað. En samt var engin leið að sofna yfir keppninni í ár. Aldrei þessu vant var kippa af fínum lögum og þau sem voru stolin voru í það minnsta úr skemmtilegum áttum (saman- ber hinn dvergvaxna Ted Nugent Rúmeníumanna). Kjólaatriði Rússa var tvímælalaust besta sýning síðan Hljómar komu út úr líkkist- unum á Hótel íslandi um árið. Ef eitthvað er að marka aðra fjölmiðla um sögusagnir af skriflegum samn- ingum urn stigagjöf, ætti að fjölga þeim, og neyða okkur og aðra Evr- ópumenn til að sína enn meiri lit. © LANDID Sá gamli ruglar afviti WlLLIAM S. BöRROUGHS Vaudeville voices ★★★ Hr. Burroughs er orðinn gamli karlinn í bókmenntunum, tónlist- inni, kvikmyndaheiminum og guð veit hverju. Hann skrifar spólgraða unglinga í kaf, hann var síðastur til að taka upp plötu með Kurt Coba- in, hann stal senunni frá krúttlega hjartaskurðlækninum Matt Dill- on. Áttræður maðurinn afkastar meiru á dag en meðal skiptinema- samtök láta sig dreyma um á heilu ári. Vaudeville voices er samtíning- ur af upptökum sem Burroughs gerði með Brion Gysin og lan Sommerville um miðjan sjöunda áratuginn. Á þessum árum voru þessir plógar hins óplægða að velta sér upp úr óumflýjanlegu hruni tungunnar eins og við þekkjum hana. Þeir byrjuðu á þvi að klippa sundur og saman blaðagreinar og bókmenntaverk. Þeir neituðu að hugsa rökrétt og héldu því fram að bæði ástin og orðið væru vírus (veira). Þetta varð auðvitað til þess að þeir fóru að klippa saman upp- tökur af orðum og raða saman samhengislaust. Undirmeðvitund- in skyldi koma fram hverju sem gegndi og gerði það svo sem kannski, án þess að nokkur tæki eftir henni. Niðurstaðan lét altént ekki á sér standa. Setningar þær sem þekja þennan geisladisk eru óskiljanlegar, annað hvort orð er út í hött. Að leita að söguþræði er eins og að bíða eftir annari Abba í júró. Maður setur Vaudeville voices ekki á fóninn til að undirbúa næstu Englandsferð. Þaðan af síður sér til skemmtunar. Ef ekki væri fyrir se- fjandi rödd Burroughs ætti þessi diskur skilið beina leið í heilunar- sessjón hjá bókmenntafríkum gær- dagsins (fínt nafn á lagi vel að merkja). En röddin hans Vilhjálms, hún er svo heillandi að hún fer langt út fýrir alla skilningsþörf. Hún er brim. 0 Spírandi lágmark ... ogvelþað! Sleeping seconds Destroyed © Indianapolis í Bandaríkjum Norður Ameríku gaf okkur John BlÚHÖLLIN Hetjan hann pabbi My Father the Hero ★*★ Huggulegasta gamanmynd með ágætum leik Depardieu. Fingralangur faðir Father Hood ★ Leiðin- leg mynd um leiðinlegan pabba og enn leiðinlegri börn. Pelikanaskjalið The Pelican Brief ** Þrátt fyrir ágætt efni kemst þessi mynd aldrei á flug. Bókin er betri. I það minnsta fyrirþá sem hafa þokkalegt ímyndunarafl. Leikur hlæjandi láns The Joy Luck Club *★* Indæl mynd um kínverskar konur. Himinn og jörð Heaven and Earth ** Síð- asti hlutinn af trílógíu Oiivers Stone um Víetnam. Hér reynir hann að segja mikla sögu en næraldrei tökum á henni. Sister Act 2 * Nunnurnar hafa skipt út af fyrir krakka á glapstigum. Söngurinn er enn poppaður gospel. Sagan enn þunn og Whoopi enn með of fáar línur. Rokna Túli *** Pað er komið íslenskt tal við þessa mynd sem hefur fengist nokkuð lengi á vídeóleigunum. Börnin mæla með henni. Beethoven 2 * Annarþáttur með fleiri hundum en færri og þynnri bröndurum. HÁSKÓLABIÓ Backbeat ★*★ Pað bjargar myndinni að það er skilið við sögu Bitlanna á þröskuldi frægarinnar og við dyrnar heima hjá Rin- gó. Það erþví lítið afseinni tíma væmni Bítlanna en meira afsexi, dópi, rokki og róli. Stjarna myndarinnar er lan Hart - - kannski ekki furða þar sem hann leikur stjörnu Bítlanna, Lennon. Nakinn Naked ★** Hin ágætasta skoð- unarferð um lægstur lendur Englands, neðan mittis og hungurmarka. Robocop 3 * Vondurendirá annars góðri sériu um mann- vélmennið i lögg- unni sem segir reyndar upp i þessari mynd og slæst í lið með þeim sem ekki einu sinni löggan nennir að vernda. Leitin að Bobby Fischer Searching for Bob- by Fischer ** Vandvirknislega gerð mynd um dreng sem á erfitt með að standa undirþeim miklu kröfum sem gerðar eru til hans. Eins konar ást The Thing Called Love ** Glöð mynd um ungt fólk í Ameríku, létt yfirbragð og fallegir leikarar. Litli Búdda Litle Buddha *★ Práttfyrir glæsilegan búning vantar einhvern neista i þessa tilraun Bertoluccis til að búa til mikla epíska sögu. Blár Blue *★ Kieslowski-myndirnar verða þynnrí og þynnri eftir því sem þær verða fleiri og fleiri. Listi Schindlers Schindler's List **** Verðskulduð Úskarsverðlaunamynd Spiel- bergs. Allir skila sínu besta og úr verður heljarínnar mynd. Meira að segja Polanski braut odd af oflæti sínu og fór á ameríska mynd (en hann er nú reyndar gyðingur og missti mömmu sína í helförinni). í nafni föðurins In the Name of the Father **** Mögnuð mynd um réttarmorð i Englandi. Umdeild fyrir tilfærslur á smá- um atriðum sögunnar en ísköld og sönn engu að siður. Beethoven 2 ★ Meira gelten hlátur. LAUGARÁSBÍÓ Ögrun Sirens ** Innihaldslaus og snubb- ótt saga sem hefði mátt klára fyrir hlé. Pótt sumarkonurnarséu full-jussulegar geta karlar skemmt séryfir að horfa prestfrúna. Og konurnará Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar. Tombstone * Myndin erlengi ígang en svo loks þegar þeir byrja að skjóta þá verður hún eins og veríð sé að sýna úr fimm vestrum i einu. 8 sekúndur 8 Seconds * Amerisk goðsögn sem fær hjörtun i miðvesturrikjunum til að tifa. Hefur minni áhrif i Laugarásnum. REGNBOGINN Trylltar nætur Les Nuits Fauves *★* Hrá mynd sem fjallar ef til vill frekar um ást- sýki en alnæmi. Ung leikkona, Romane Bohringer stelur senunni í sjálfsævisögu- legu hlutverki leikstjórans. IP5 ** Falleg mynd en ekki mjög góð. Verður minnst fyrir að vera síðasta mynd- in sem Yves Montand lék í. Og hann þarf ekki að skammast sín fyrir að hafa dáið frá þessum leik. Píanó *** Óskarsverðlaunaður leikur i aðal- og aukahlutverkum. Pykk og góð saga. Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate *** Ástir undir mexikóskum mána. Lævís leikur Malice * Sérdeilis bjánaleg mynd. Ætlarað gabba áhorfandann með þvíað byggja upp söguþráð en henda honum svo skyndilega og taka upp nýjan. Áhorfandinn lætur ekki gabbast, heldur móðgast. Cougar Mellencamp og Axl Rose. Hvort sem það er mæli- kvarði á Sleeping seconds eða ekki er þetta lélegasta plata sem undirrit- aður hefur heyrt. Verstu tónleikar Sogbletta færu betur í vasa þótt þeir væru teknir upp á segulband á stærð við stóra sviðið í Þjóðleikhús- inu. Það var þjóðfélagslega spes að stinga sikrisnælu í kinnina fyrir fimmtán árum en að stinga henni ryðgaðri í rassinn á sér í dag er fremur kjánalegt. Athugið! Þessi plata ógnar heilbrigði móður og barns! © Bíó JÚLÍUS KEMP Kreppan Konungur hæðanna Sambíöin ★★ Loksins er hún komin, nýjasta kvikmynd Steven Soderberg: King of the Hill. Myndin var frum- sýnd í aðalkeppninni á kvikmynda- hátíðinni í Cannes síðastliðið sum- ar en er nú fyrst að fara í dreifingu víðsvegar um heiminn. Myndin spannar stutt en erfitt tímabil í lífi fjögurra manna íjölskyldu árið 1933 í suðurríkjum Bandaríkjanna þegar kreppan stóð sem hæst. Aðalper- sóna myndarinnar er tólf ára gam- all drengur sem lifir sína döpru daga á hótelherbergi í St. Louis. Þessi mynd er ekki skemmtileg þótt hún gefi raunsanna mynd af lífi fólks á þessum tíma, sérstaklega unga drengsins sem gerir sitt besta til þess að komast heill í gegnum þetta tímabil lífs síns þótt aðrir láti bugast. Þetta er þriðja mynd Soder- bergs, en áður hefur hann gert verðlaunamyndina Sex, Lies and Videotape og Kafka sem fékk aldrei mikla dreifingu. Best hefur Soder- berg tekist upp þegar hann fjallar urn vandamál sinnar eigin kynslóð- ar í nútímanum og ég á bágt með að skilja hvers vegna hann er að gera dýrar myndir sem byggja á sögum lengst aftan úr fortíð um tímabil sem hann hefur enga til- fmningu fyrir. King of the Hill er ekki léleg mynd, en það er eitthvað sem vantar upp á til þess að mynd- in verði virkilega áhrifarík. © STJÖRNUBfÓ Fíladelfía Philadelphia ***★ Frábærlega leikin. Pað hafa allir gott afað sjá þessa mynd og ekki kæmi á óvart þótt hún yrði notuð sem kennsluefni í alnæmisvörnum þar til annað betra býðst. Dreggjar dagsins Remains of the Day **** Magnað verk. Morðgáta á Manhattan Manhattan Murder Mystery *★* Allen er fyndinn iþessari mynd. Hún er ekki ein af hans bestu en sannar að það er skemmtilegra að eyða tímanum undirAllen-mynd en undirann- ars konar myndum. SÖGUBÍÓ Konungur hæðarinnar King of the Hill *★ Þetta er ekki léleg mynd, en það er eitt- hvað sem vantar upp á til þess að myndin verði virkilega áhrifarik. Líf þessa drengs This Boýs Life *** Mynd um það hvernig búa á til grönsj- kynslóðina, þó ekki eintóma Cobaina. Frá- bærleikur hjá Ellen Barkin, líka stráknum og meira að segja hjá Robert de Niro. 32 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.