Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 26
HWAH
Fimmtudagur
P O P P
Hunang er hljómsveit frá Akureyri sem er kom-
in í bæinn og spilar á Gauki á Stöng í kvöld.
Bubbi Morthens túrar um landið og berst
gegn atvinnuleysi. Hann er á Sjallanum á Akur-
eyri íkvöld.
Hljómsveit Jarþrúðar er eingöngu skipuð
konum. Þær eru á Tveimur vinum.
Wool treður upp á Hressó t kvöld ásamt
Cranium og Tjalz Gissur. Tónleikarnir hefjast
klukkan 21.30 og það kostar 300 kr inn.
Grunaðir um tónlist frá Keflavík eru með tón-
leika á Café Royale.
BAKGRUNNSTÓNLIST
Kjartan Valdemarsson, Matthías Hem-
stock og Þórður Högnason leika djass fyrir
gesti efri hæðar Fógetans. Niðri skemmtir
trúbadorinn Hermann Arason
Haffi og Rúnar eru dúett sem spilar íslenska
og erlenda slagara í bland á Café Amsterdam í
kvöld.
L E I K H Ú S
Gauragangur kl. 20.00 f Þjóðleikhúsinu.
Steinunn Ólfná og Ingvar E. Sigurðsson í aðal-
hlutverkum. Mjög vinsælt leikrit eftirsam-
nefndri sögu Ólafs Hauks.
Hedda og Brúðuheimilið sýnd í Hjáleigunni
af Leikfélagi Kópavogs kl. 20.00. Hjáleigan er
ný sýningaraðstaða í Félagsheimili Kópavogs.
Leikfélagið er með þeim öflugri á landinu.
Hafnsögur sýndar af Hugleik f Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu kl. 20.30. Sama húsnæöi og
Hræðileg hamingjam sýnd í. Hafnsögur
samanstanda af þrettán stuttverkum, örsögum,
einþáttungum, örleikritum, gamanþáttum og
óperum. Hafnsögur er afbragðsýning um ástir
og örlög fólks og er engum manni óviðkom-
andi.
Sumargestir eftir Gorkí í Nemendaleikhúsinu
kl. 20.00. Frábær sýning um fólk sem leiðist og
langar að láta verða af einhverju sem það ætlar
aldrei hreint að koma i verk. Sýningin á því fullt
erindl við nútímafólk.
Gleðigjafar á Stóra sviði Borgarleikhússins kl.
20.00. Guðrún Ásmunds er eiturfín í hlutverki
hjúkrunarkonunnar.
UPPÁKOMUR
Bukowski-kvöld á Bóhem kl. 21.00. Þar verður
skáldsins minnst meö Ijóðalestri og söng. Með-
al þeirra semkoma fram eru skáldin Valgarður
Bragason, Ágústa Didda Einar Kárason
Þegar Ögmundur Jónasson
er farinn að kvarta undan
því hver er ráðinn frétta-
stjóri á StÖð 2 eða hjá DV
er ekki hægt að draga aðra
ályktun en að forráða-
mönnum þessar fjölmiðla
hafi tekist vel upp við
mannaráðningarnar. Ef
Ögmundur fengi að ráða
kæmist enginn maður eða
kona nærri míkrafóni á ís-
landi nema hann sjálfur
eða einhver sem er álfka
samansúrraður af inniveru
í ríkiskerfinu. Þaðan sér
Ögmundur heiminn og það
telur hann eina rétta sjón-
arhólinn. Það fólk sem hef-
ur aðra reynslu, aðrar
skoöanir, aðra sýn er
hættulegt f augum Ög-
mundar. Og ekki aðeins
hættulegt heldur undirför-
ullt og illa meinandi. Það
er þvf heilbrigðisvottur í
þjóðfélaginu þegar Ög-
mundur kvartar. Þegar
hann loks orgar og veinar
verður ef til vill hægt að
Allt útlit fyrir að
sigurvegarinn frá
því í fyrra geti ekki
keppt í ár vegna
bakmeiðsla
Hin árlega Elvis Presley karók-
íkeppni er á Tveimur vinum um
helgina með búningum og öllu til-
heyrandi. Undanrásir, upphitun og
skráning verður föstudagskvöld en
laugardagskvöldið er stóra kvöldið
því þá verða sjálf úrslitin.
í sömu keppninni í fyrra sigraði
Héðinn Valdemarsson af Suður-
nesjunum með sérstökum glæsi-
brag. Að sögn þeirra sem þekkja vel
til hefur Héðinn eflst mikið í Elvis-
töktum siðan í fyrra. Hann er bú-
inn að stækka búningasafnið og ný-
verið komst hann yfir svokallaða
Hawaii-gerð af Presleygalla. Hann
er líka búinn að safna myndarleg-
um börtum og hvaðeina. Þau
slæmu tíðindi bárust hins vegar í
vikunni að Héðinn væri meiddur í
baki og er útlit fyrir að hann geti
ekki tekið þátt í keppninni í ár, að
minnsta kosti ekki beitt sér sem
skyldi í hinni ffægu Elvismjaðma-
sveiflu.
Það er Elvisklúbburinn á Islandi
sem stendur fyrir keppninni ásamt
veitingastaðnum Tveimur vinum.
Klúbburinn er frekar nýr af nálinni,
var stofnaður á Hard Rock Café
fýrir um það bil ári síðan. Formað-
ur félagsskaparins heitir Sveinn
Guðfinnsson og segir hann að
starfsemi klúbbsins sé enn í þróun
og komi mikið til með að velta á
áhuga félagsmanna.
„Markmið Idúbbsins er að efla
spilun á Elvis og útbreiða tónlist
hans. Við komum líka saman til að
hlusta á kónginn og berum saman
bækur okkar. Skráðir félagar eru
um eitt hundrað og áttatíu og sífellt
er að bætast í hópinn. Maður er
alltaf að hitta fólk sem heldur upp á
Elvis. Ég hitti til dæmis einn um
síðustu helgi sem átti allar plötur
með honum og hafði farið í píla-
grímsferð til Gracelands. Elvis hafði
verið áhugamál hans lengi en hann
vissi ekki af klúbbnum fyrr en ég
kynnti hann fýrir honum.“
Þann 8. janúar 1995 á Elvis sextíu
ára afmæli. f tilefni þess ætla aðdá-
endur hans að fagna sameiginlega
og að sjálfsögðu verða aðalhátíðar-
höldin við Graceland og í nágrenn-
inu. Þetta verður engin smáveisla
og ráðgert er að gleðin standi í
nokkra daga. Ef nægilega stór hóp-
ur næst saman ætlar Presleyklúbb-
urinn að skipuleggja ferð og sam-
fagna með öðrum Elvisaðdáend-
um.
En skyldu Presleyklúbbfélagar
njóta einhverra fríðinda umfram
aðra?
„Já, við fáum afslátt á pizzum frá
Pizza Elvis og hjá Skífunni. Það er
til dæmis tilboð í gangi þessa dag-
ana á fimm diska Elvissafni þar sem
myndabók fýlgir.“ ©
„Þjóðhátíðarblaðið Island er óð-
ur til menningarinnar á 50 ára af-
mæli lýðveldisins og afmælisgjöf til
fjallkonunnar. Aðaltilgangurinn
með útgáfu þess er að vekja ungt
fólk til umhugsunar á þessum
tímamótum. Eins og einhver hafði
orð á við okkur er ekki að finna
neitt kynlíf í blaðinu, aðeins menn-
ingu,“ segir Pétur Blöndal rit-
stjóri íslands sem kemur út um
helgina.
Asamt Pétri unnu þau Mel-
korka Stefánsdóttir og Börkur
Gunnarsson að útgáfunni.
Hvað rak ykkur til að fara út í
þessa vinnu?
„Mér fannst skorta að menning-
unni væru gerð sérstök skil á lýð-
veldisafmælinu. Sömuleiðis hefur
mér þótt vanta skilgreiningu á ís-
lensku þjóðareðli. íslendingar hafa
aldrei reynt að skýra það. Þar af
leiðandi fengum við þá Robert
Jack, Sigurður A. Magnússon
og Gunnar G. Schram til að svara
því hvað gerir okkur að Islending-
um. Jafnframt vildum við vekja
upp ættjarðarkvæðin," segir Pétur.
Yrkirfólk enn œttjarðarljóð?
„Þau hafa verið utanveltu í skáld-
skap að undanförnu og ekki þótt
passa inn í heildarsvip þeirra bóka
sem skáld hafa verið að gefa út. En
sum drifu fram ættjarðarkvæði sem
þau höfðu einhvern tíma samið og
Einar Snorri
ljósmyndari
Jr
Ofnaemið
mitt
skátasöngvar
og Chanel-dragtir
Það vantar fleiri menn eins og Ög-
mund Jánasson sem eru tilbúnir að
ganga fram og afhjúpa hæga og seig-
fljótandi byltingu kapitalistanna á ís-
landi. Eftir að gegnir menn höfðu eytt
fyrirhluta aldarinnar til að halda
gróðapungunum frá viðkvæmustu
svæðum þjóðfélagsins — menntun,
kirkju, fjölmiðlum og útgerð (að
mestu — heiðruð sé minning bæjarút-
gerðanna) — hefur hvert vígið fallið á
fætur öðru á undanförnum árum. Nú
vilja menn frjálsari kirkju, frjálsari
menntun, frjálsari sölu á lífsbjörginni
og frjálsari fjölmiðlun. Og hvert leiðir
það? Við sitjum uppi með helvítis kapitalistana í hverri stöðu.
Ögmundur hefur rétt fyrir sér þegar hann spyr hvaða frelsi það
sé ef kapitalistar eru farnir að segja okkur fréttir.
og hljómsveitin INRI. Kári Schram hyggst
iilma kvöldið svo þetta gæti allt saman endað í
sjónvarpsþætti.
Smokkakvöld er í A-sal Hótel Sögu (kvöld.
Kynntir verða RFSU smokkar og sænskur gesta-
fyrirlesari mun halda erindi um gæðaeftirlit við
framleiðslu smokka og segja frá þeim kostum
sem góður smokkur þarf að vera búinn. Uppá-
koman hefst klukkan 20.30 og í hléi verða born-
ar fram veitingar.
F U N P I R
Gæði sem tæki í markaðssókn er námskeið
sem haldið verður kl. 16.00 í Tæknigarði. Birna
Einarsdóttir viðskiptafræðingur og Magnús
Pálsson framkvæmdastjóri.
Andri Árnason hefur umsjón með námskeiðinu
Nauðasamningar og greiðslustöðvun sem
fram fer í Endurmenntunarstofnun kl. 16.00.
Kynning á tölvunetinu „Internet" ferfram f
Tæknigarði kl. 16.00. Anna Clyde dósent er
leiðbeinandi.
Fjailað verður um nýja löggjöf um hluta-
félög (Tæknigarði kl. 16.00. Stefán MárStef-
ánsson prófessor og Jón Ögmundur Þormóðs-
son lögfræðingur leiðbeina.
Halldóra Arnar listfræðingur flytur fyrirlestur á
Kjarvalsstöðum kl. 20.15. Nefnist hann Minn-
ing um ítölsku borgina. Efni hans er menn-
ingarsaga Ítalíu eftir seinni heimstyrjöld.
BÍÓFRUMSÝNINGAR
Sambíóin frumsýna stórgrínmyndina Ace
Ventura í kvöld. Þessi mynd sló óvænt í gegn í
Bandaríkjunum og sat samfellt í einn mánuð í
efsta sæti yfir aðsóknarmestu myndir landsins.
Aðalsöguhetja myndarinnar er einkaspæjarinn
Ace Ventura og fjallar myndin um örvæntingar-
fulla leit hans að týndum höfrungi.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARP 18.15 Táknmálsfréttir
18.25Töfraglugginn 18.55 Fréttaskeyti 19.00
Viðburðaríkið Heldur vidburðalítil upptaln-
ing á því sem er að gerast um helgina á
sviðilista og menningar. 19.15 Dagsljós
20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 fþróttahorn-
ið 21.00 Hjónaleysin Fjölþjóðlegur mynda-
flokkursem gerist á Langbarðalandi á 17.
öld. 22.40 Gengið að kjörboröi /þessum
þætti verður fjallað um helstu mál er
varða Hveragerðiog Selfoss. Djöfullinn
kemur okkur hinum það við? Svona um-
ræður eiga heima í félagsheimilum en
ekki sjónvarpi. 23.00 Ellefufréttir Eina tæki-
færi fréttastofunnar til að skúbba fréttum.
STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Með afa
19.19 19.19 20.15 Eiríkur Eróþreytandi við
að þjarma að þeim sem honum tekst að
draga innístúdíóið til sín. 20.40 Systurnar
Reed-systurnar og fjölskyldur þeirra í
sorg og gieði. 21.30 Kiri Te Kanawa Þáttur
með sópransöngkonunni frægu. 22.00
Engillinn Bright Angel Vegamynd um strák
sem hittir strokustetpu og á ferðalagi
þeirra uppgvöta þau ýmis sannieikskorn
úrlifihvors annars. 23.30 Föðurarfur
Miles from Home Richard Gere leikur ungan
mann sem blöskrar framferði banka-
manna gagnvartforeldrum sinum sem
eiga bóndabýli. í stað þess að láta býiið af
hendi brennir hann það til ösku og leggur
síðan á flótta. 01.15 Eftirförin mikla The
Great Locomotive Chase Klassíker frá 1956
um verkalýðsbaráttu á tímum þrælastriðs-
ins. 02.30 Dagskrárlok
Föstudagur
P O P P
Mæðusöngvasveit Reykjavíkur er hallæris-
legasta og væmnasta hljómsveit sem sögur fara
af. Hún er á Ásláki í Mosfellssveit f kvöld. Af til-
litssemi við Mosfellinga treður hljómsveitin upp
undir nafninu Mæðusöngvasveitin Three Ami-
gos.
Bubbi slær hvergi af á ferð sinni um landið. í
kvöld er hann í Hnífsdal.
Sniglabandið er komiö á skrið og sinnir dreií-
býlinu þessa helgina — í Gjánni á Selfossi í
kvöld.
Hunang er hljómsveit frá Akureyri sem komin
er í bæinn og spilar á Gauki á Stöng f kvöld.
Þú ert er sex manna stórsveit sem ætlar að
vera í myljandi stuði á Feita dvergnum. Sveitin
skartar bæði karlkyns og kvenkyns söngspírum.
Black Out er á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki í
kvöld.
Fánar ætla að halda uppi fjörinu á Café Royale
í Hafnarfirði.
BAKGRUNNSTÓNLIST
Siggi Björns, trúbadorinn ódrepandi, kemur
frá Köben sérstaklega til að spila fyrir gesti á
Café Amsterdam.
Léttir sprettir heitir eldhress hljómsveit sem
spilar fyrir gesti Rauða Ijónsins.
Karl Möller gælir við svörtu og hvífu nóturnar
og hlustir gesta Hótel Borgar í kvöld.
Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnarætla
að raula í Turnhúsinu.
Bjössi greifi trúbadorast á Fógetanum.
L E I K H Ú S
Hugleikur sýnir Hafnsögur í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu kl. 20.30. Hugleikur hefur sjaldan
brugðist leikhússunnendum og gerir það heldur
ekki nú.
Gaukshreiðrið á Stóra sviði Þjóðleikhússins
26
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994