Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 22
Íþróttafíkn
Sjónvarpið ber tvímælalaust
fyrst og fremst ábyrgð á þessari
fíkn sem leggst helst á getulausa
karlmenn. I stað þess að kvenþjóð-
in horfi með björtum augunt til
þess að velta sér upp úr dögginni
úti í guðsgrænni náttúrunni á
Jónsmessunótt verða þær að
kyngja því að stöddarnir þeirra
liggi og emji yfir loðnum leggjum
fótboltakappanna í sjónvarpinu
meginpartinn af sumarleyfinu.
Iþróttafíkn virðist því miður vera
ólæknandi og fársjúkir íþróttafíklar
öðlast æ meiri völd í þjóðfélaginu.
Kaupæði
Konur eru oftar fórnarlömb
þessa kvilla en karlmenn. „Sjúk-
dómseinkennin“ eru þau að
„kaupæðissjúklingurinn“ upplifir
neikvæðar tilfinningar og fer þá út
í búð að reyna að kaupa sér betri
líðan í einhverju óþarfa glingri. Ef
viðkomandi hefur síðan ekki haft
efni á því að kaupa viðkomandi
hlut fyllist hann samviskubiti og
fer þá aftur út í búð að kaupa eitt-
hvað til að losna við þá leiðindar-
tilfmningu og þannig gengur það
koll af kolli. Shoppers anonymous
eru vaxandi samtök sem hafa sagt
frasanun „Shop ‘til you drop!“
stríð á hendur.
Kvíði
Ótímabærar áhyggjur valda
kvíðahnút í maganum sem er
óneitanlega leiðinlegur djöfull að
draga. Það er eðlilegt að kvíða fyrir
því að fara í hjartaaðgerð, en það
sama er ekki hægt að segja um
kvíða fyrir því að fara fram úr
rúminu á morgnana eða að sofa á
kvöldin. Uppskriftirnar fyrir að
iosna við kvíða eru fjölmargar en
flestum dugir að líta til sambæri-
legrar tilfmningar úr fortíð sinni
og sjá þá að þeir uppskáru ekkert
af því að vera kvíðnir. Kvíði getur
líka verið vanabindandi og byggst
minnast þess að kynlíf er ekki
íþróttakeppni. Þá er vinsælt að
leigja bláar og sækja örvunina í
sjónvarpstækið.
Kynlífssýki
Fáir kvarta yfir því að vera of
aktífir kynferðislega. Almennt séð
er frekar að fólki þykir skorta'á
fjörið í þessum efnum. Engu að
síður fer „kynlífssjúklingum" fjölg-
andi en einkenni sjúkdómsins er
að flýja vandamál sín í einhvern
kynferðislegan hasar sem fólk sér
síðan eftir. I Bandaríkjunum eru
starfandi samtökin Sexoholics An-
onymous og Sex Addicts An-
onymous en liðsmenn þeirra funda
reglulega og samhæfa reynslu sína
styrk og vonir til að reyna að kom-
ast frá þessum óskunda.
Það er eðlilegt að keyra niður
Laugaveginn og horfa á stelpurnar.
Það er heldur ekkert óeðlilegt við
það að velta því fyrir sér hvernig
þær eru í rúminu. En að keyra nið-
ur Laugaveginn og horfa á stelp-
urnar um leið og maður fróar sér
bendir til þess að eitthvað sé ekki
alveg í lagi.
Lofthræðsla
og vatnshræðsla
Sem betur fer eru engir skýja-
kljúfar á Islandi þannig að alvarleg
lofthræðsla er fremur fátíð. Vatns-
hræðsla eldist yfirleitt af mönnum
en ef það gerist ekki er hægt að fara
í dáleiðslu til að sættast við ele-
mentin.
Lygi og óheiðarleiki
Lífið er leiksvið og góðir lygarar
eru smástirni sem vilja vera í aðal-
hlutverkum. Bandaríkjamaður
nokkur hefur vakið töiuverða at-
hygli fyrir að fara krossferð um
land sitt gegn lyginni sem hann tel-
ur helstu meinsemd þjóðfélagsins.
I lygi og óheiðarleika felst ákveðinn
hroki og minnimáttarkennd og ótti
við að koma til dyranna
eins og maður er klæddur.
Flest trúarbrögð og mann-
bótarkenningar eru ágætis
vettvangur til að losa sig
við þetta hegðunarvanda-
mál.
Meðvirkni
Það fylgir því að búa
með einhverjum sem
neytir áfengis eða annara
vímuefna að verða stórbil-
aður sjálfur. Fólk fer að
ljúga fyrir alkohólistann
og láta neyslu hans og
skapgerðarsveiflur stjórna
sínu lífi. Tvenn samtök
fyrir þá sem eiga við með-
virkni að stríða eru starf-
rækt hér á landi og eru
áherslurnar innan þeirra
svipaðar og byggjast á tólf
reynslusporum AA-sam-
takanna. Einnig hefur SÁÁ
verið ötult við að bjóða
upp á námskeið fyrir þá
sem eru að fríka út á húsi
þótt þeir hafi ekki drukkið
það sjálfir.
Minnisleysi
Minnisleysi hefur ákveðna kosti
en gallarnir eru sennilega fleiri.
Sem afsökun virkar minnisleysi ilk
og atvinnurekendur eru til dæmis
ekki tilbúnir til að kyngja því ef
maður gleymir að fara í vinnuna.
Það sama á við um bankastofnanii
varðandi gjalddaga og kerfið sýnir
minnislausum fádæma miskunn-
arleysi. Gamalt ráð við minnisleysi
er að binda slaufu um baugfmgur
vinstri handar en minnislausum
hættir því miður til að gleyma af
hverju þeir gerðu það. Einnig er
gott að semja rímur og binda í þæ
það sem maður vill muna. Haft er
ur af samanherptum og
óframfærnum einstakling-
um. Feimni er allt frá því
að fá nettan skrekk í mag-
an þegar stíga á í ræðustól
að því að þora ekki að yrða
á hitt kynið án þess að fá
sér t glas.
Flughræðsla
Eftir að gamla Gullfossi
var lagt er farið að fjúka í
flest skjól fyrir flughrædda.
Margir láta sér enn nægja
að koma við á barnum í
fríhöfninni og skutla í sig
nokkrum glösum áður en
dauðadómurinn ríður yfir
eða fá sér eina róandi.
Flugleiðir hafa um skeið
boðið upp á námskeið til
að sýna flughræddum
fram á að fleiri deyi í bíl-
slysum en í flugslysum og gera
þeim loftköstin léttari. Reglulega
má lesa reynslusögur þeirra sem
takast á við þennan vanda. Hinir
fara að ráðum ferðamálaráðs og
sækja landið sitt heim.
Fordómar
Það ætti að skjóta alla þessa hel-
vítis öfgamenn.
Fullnægingarleysi
Allt fram á þessa öld var litið svo
á að kynlíf væri fýrst og fremst
körlum til ánægju og menn voru
ekki að velta því neitt fyrir sér þótt
spúsur þeirra fengju ekki fullnæg-
ingu. Staðreyndin er sú að einungis
um þriðjungur kvenna fær full-
nægingu við samfarir og þegar
kynlífsvitund þeirra styrktist varð
krafan um fullnægingu háværari.
Tímaritið Bleikt og Blátt hefur riðið
feitum hesti á vettvangi þessarar
kröfu og einnig hefur kynlífsfræð-
ingur þjóðarinnar, Jóna Ingi-
björg Jónsdóttir boðið upp á
námskeið til að hjálpa konum að
ná hinu langþráða takmarki.
Fullorðin börn alkóhólista
Það er ekkert grín að vera alinn
upp í fjölskyldu þar sem annað eða
bæði foreldri neyta áfengis i óhófi.
Slíkt brenglar persónugerð og hug-
myndir barna mikið og á síðustu
árum hefur samtökum fullorðinna
barna alkohólista vaxið fiskur um
hrygg hér á landi. Mikil áhersla er
þar lögð að komast yfir skömm og
sektarkennd sem félagsmenn eiga
við að stríða og einnig að komast í
betri tengsl við jákvæðari tilfinn-
ingar sínar. Einnig er algengt að
fullorðin börn alkohólista sæki
svokölluð gestalt- námskeið sem er
meiriháttar heví þerapía.
Fyrirtíðaspenna
Þótt ótrúlegt megi virðast finnst
æ fleiri konum spennandi að fara á
túr og verða tunglsjúkar áður en
blæðingar hefjast. Aður fýrr þótti
eðlilegt að konur væru ómögulegar
þegar þær voru á túr en nú er búið
að lengja þann tíma. Fyrirtíða-
spenna er tiltölulega nýtt vandamál
á Islandi en mikið framboð er af
töflum við þessum kvilla í Banda-
ríkjunum. Ef það má orða það sem
svo er íýrirtíðaspennan ennþá í
tollinum á íslandi, en reikna má
með því að hún eigi eftir að skríða
hratt upp vandamálalistann á
næstunni.
Páll Óskar Hjálmtýsson
„When the dog barks, when the bees sting, when l’m feeling sad I simply remember
my favorite things and then I don’t feel so bad.“
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari finnur stundum
fyrir stressi þegar hann er að fara að troða upp.
„Besta lækningin við því er að draga djúpt andann og
þiása vel frá sér. Sá sem finnur ekki fyrir stressi við og
við hlýtur bara að vera dofinn. Stress er merki um
tilfinningasemi og það að maður er meðvitaður um
umhverfi sitt,“ segir hann.
En hefur hann kynnst tilgangsleysi?
„I svona ofmettuðu þjóðfélagi getur maður hæglega
smitast af þeim sjúkdómi þegar manni finnst maður vera
þúinn að gera allt sem hægt er að gera, fer út í bæ, sér
að þar er úr 60 bíómyndum að velja, 400 videó-spólum
og veit ekkert hverja á að taka. Þetta er afskaplega
óþægilegt vandamál en ég bregð gjarnan á það ráð að
hugsa eins og Julie Andrews: „When the dog þarks,
when the þees sting, when l’m feeling sad I simply rem-
ember my favorite things and then I don’t feel so bad.“
Kaupæði grípur Pál Óskar jafnframt við og við enda
segist hann ekkert kunna með peninga að fara.
„En ég elska peninga því þeir veita ákveðið frelsi," segir hann. „Kaupæði er eins og átsýki. Ég
helli mér út í að kaupa alls kyns hluti sem ég rogast síðan með heim, sé svo að ég hef ekkert með
þá að gera og fæ samviskubit. Lækningin er sú að velta hverjum hlut milli handanna á sér og pæla
í því hvort mann vanti í raun til dæmis safndisk með lögum sem maöur á á plötum út um alla íbúð.
Hafa svo í huga að græddur er geymdur eyrir.“
Á listanum yfir menningarvandamál stendur samkynhneigð, enda stunda sum trúfélög lækningar
við henni. Er hún vandamál hjá þér?
„Hvaða kjaftæði er þetta? Hvers konar sevenf/es-spurning er þetta? Það er fyrir löngu búið að
sanna að kynhneigðin þín getur ekki verið sjúkdómur. Það er bara sjúkt hvernig sumt fólk hugsar
um hana.“
Hvað með líkamlega kviila?
„Ég fékk bakverk af því að ég sat vitlaust í þílum og við skólaborðið. Ég fór bara í nudd, en fyrir
utan það er besta lækningin að stelast út á róluvöll og hanga í klifurgrindunum eins og krakkarnir
gera. Við það réttist úr öllum líkamanum," svarar Páll Óskar.
Sjónvarpssýki er menningarvandamál hjá sumum. Páll Óskar segir hana hafa verið barnasjúk-
dóm hjá sér sem hann tók út eins og mislinga.
„Ég læknaðist sjálfkrafa þegar myndþandið kom til sögunnar og hef ég notað það mikið allar
götur síðan á mjög heilbrigðan hátt,“ segir hann.
Ertu hræddur við að eldast?
„Mér finnst yndislegt að eldast. Ef ég verð meðhöndlaður vel sem gamalmenni af liðinu I kring-
um mig óttast ég ekki ellina," segir Páll Óskar. „Ég pældi mikið í dauðanum áður fyrr og komst að
þeirri niðurstöðu að fyrst ég hræddist ekki að fæðast gæti ég ekki hræðst að deyja. Hugsunin um
dauðann á krítískum augnablikum ergóð lækning við hverju sem er. Þegarég ertil dæmis hrædd-
ur við að takast á við eitthvað brjálað verkefni hugsa ég bara: „Hvað er það versta sem getur kom-
ið fyrir þig?“ Svo mála ég skrattann á vegginn og kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að það hljóti
að vera það að drepast og enn hefur það ekki gerst. Lífið hefur því bara gengið vel hingað til.“ ©
Getuleysi og
of brátt sáölat .
Ef hent er bolta inn í þvöguna á
stórum fundi á Lækjartorgi er
næsta fullvíst að hann lendir í ein-
hverjum sem á við kynlífsvanda-
mál að stríða. Staðreyndin er sú að
kynlífsvandamál eru eitthvað sem
flestir þekkja af eigin raun þótt
flestir láti líta út fyrir hið gagn-
stæða. Hjá körlum eru getuleysi og
of brátt sáðlát efst á lista og yfirleitt
er hér um sálræna kvilla að ræða
sem tengjast þeirri mýtu að það sé
þeim að kenna ef báðir aðilar sam-
einist ekki alltaf í eldheitri fullnæg-
ingu. Innflutningur á nashyrninga-
hornum er bannaður og leita því
flestir sem gefast upp á E-vítamíni
til sálfræðings eða í dáleiðslu til
Iausnar á þessum vandamálum.
Hlaupafíkn
Saklaust skokk getur auðveldlega
leitt til þess að menn hlaupi blind-
andi ofaní hyldýpi hlaupafíkninn-
ar. Hlaupafíklar eru skokkarar sem
uppgvöta það að þegar þeir eru að
springa á skokkinu tekur líkaminn
völdin og fer að dæla út í tauga-
kerfið endorfíni sem er efni ekki
ósvipað morfíni í uppbyggingu.
Því miður finna hlaupafíklar off
ekki botninn íýrr en þeir fá hjarta-
áfall. Hlaupafíklar hafa ekki enn
stofnað með sér samtök og hlaupa
því enn hring eftir hring um bæinn
á meðan venjulegt horfir undir
hófa þeirra með auknum skilningi.
Hrotur
Öðru hvoru má sjá í Mogganum
litla grein um hrotur. Þar kemur
fram að þær geta verið lífshættu-
Iegar og allt að því óyfirstíganlegar.
Fram effir öldum var talið óbrygð-
ult ráð að leggjast á magann og
sofa þannig ef maður hraut en það
virðist ekki duga okkur nútíma-
mönnum. I apótekum er hægt að
fá hrotustoppara sem er lítið tæki
sem klemmt er yfir nefið en ef
menn nenna ekki að sofa með slík-
ar græjur má alltaf smella sér í dá-
leiðslu.
Hrömunarótti
Áður fýrr eltust menn bara og
drápust án þess að vera að gera
mikið mál úr því. Með auknum
lífsgæðum og auglýsingamennsku
þykir það ekki lengur sjálfsagður
hlutur. I hræðslu við ellina felst yf-
irleitt afneitun á því að horfast í
augu við dauðann og hrukkóttar
kerlingar reyna að spartsla upp í
sprungurnar með svokölluðum
anti-aging-kremum. Líkamsrækt-
arstöðvar þrífast einnig á þessu
vandamáli.
Höfuðverkur
Magníl þykir í dag
þreytt aðferð til að
losna við höfúðverk.
Fólk er ekki lengur
„bara með hausverk"
heldur er kafað dýpra
til að leita að ástæð-
unni. Stress er algengur
orsakavaldur og höfuð-
verkjasjúklingar beina
því viðskiptum sínum í
æ ríkari mæli til nudd-
ara, svæðisnuddara og
dáleiðara.
Innilokunarkennd
Öll endum við í kist-
unni og því er vissara
að vinna bug á innilok-
unarkennd áður en svo
langt er komið. Inni-
lokunarkennd birtist
yfirleitt í tveimur
myndum: Annars vegar
þannig að menn óttast
að vera lokaðir inni í
litlu rými eins og lyftu
og hins vegar að vera
innan um mikinn
fjölda fólks eins og í
kvikmyndahúsi og
finnast það þrengja að
sér. ísland er í raun
paradís fýrir innilokun-
arsjúklinga því hér er
fámenni og bygging-
arnar frekar lágar
þannig að menn geta
hlaupið á milli hæða án
þess að það líti út fyrir
að vera óeðlilegt. Sál-
fræðingar og dáleiðarar
hjálpa fólki að losna við
innilokunarkenndina.
Guðrún Bergmann
„Ég hef alltaf verið með frekar veikan iíkama og sjúkdómar hafa
herjað á mig eins og skæruliðar en ekki verið í formi ákveðinnar
veiki."
Guðrún Bergmann hefur verið
einn helsti talsmaður nýrra hugmynda
á sviði mannræktar á undanförnum
árum, en hvað gerir hún við eigin
streitu?
„Ég reyni að takast á við hana þeg-
ar hún kemur upp í stað þess að láta
hana safnast upp eins og ég gerði
einu sinni þegar ég kunni ekki að
stjórna henni. Ég hugleiði á hverjum
morgni og stunda líkamsrækt fimm
daga vikunnar. í gegnum tíðina hef ég
verið með hópa í hugleiðslu og þróað
hana eftir eigin þörfum. Mér finnst líka
gott að taka eitthvað ákveðið verkefni
fyrir og hlusta þá á hugleiðslusnæld-
ur. Þær skila mér áfram á þroska-
brautinni en einnig er mjög gott að
stunda öndunaræfingar með hug-
leiðslunni. Hugleiðsla þarf ekki endi-
lega að taka langan tíma og oft getur
komið sér vel að staldra aðeins við í
önnum dagsins og gera nokkrar önd-
unaræfingar.
Ég hef stundað andlega rækt í
fimm ár og I rauninni er aldrei frí frá
því. Mér finnst þetta aðallega vera
spurning um að vera jákvæður og
leyfa sér að vera, kannski með því að
leika sér og gera hluti sem gjarnan er
sagt að fólk eigi ekki að gera.“
Varþað einhver ákveðinn botn sem
þú fannst fyrir sem varð hvatinn að því
að þú fórst að hugsa meira um að
rækta sjálfa þig?
„Ég hef alltaf verið með frekar veik-
an líkama og sjúkdómar hafa herjað á
mig eins og skæruliðar en ekki verið í
formi ákveðinnar veiki. Ég var ekki
sátt við að vera alltaf í þessu ástandi
og leitaði því til annarra eftir hjálp. Allt
í einu komst ég að því að það gekk
ekki lengur og axlaði ábyrgðina þess í
stað sjálf. Mér finnst þetta skemmti-
legt og gefandi og vil ekki líta á þetta
sem andlega vinnu því orðinu vinna
fylgir svo mikið ok og þreyta og kalla
það því stundum leik. I dag er ég miklu hamingjusamari en áður en ég byrj-
aði á þessu og er sáttari við sjálfa mig og umhverfið."
Hefur þú þjáðst af orkuleysi?
„Jú, það fylgir lélegu líkamlegu ástandi að vera orkulaus og þreyttur. Ég
hafði lítið líkamlegt úthald og það var kannski helst út af ýmsum líkamlegum
áföllum sem ég varð fyrir sem krakki. Ég leitaði til heimilislækna og fékk
stundum þau svör að ég væri ímyndunarveik og í dag held ég að það geti
vel hafa verið að hluta til rétt en ég fékk enga hjálp við að finna út af hverju
það stafaði. Það var erfitt.“
Þannig að þú hefur bara ákveðið að taka málin í þínar hendur?
„Ég segi það ekki. Læknisfræðilega séð hef ég leitað mikið til Hallgríms
Magnússonar eftir svörum og í mörgum tilvikum höfum við notað mig sem
tilraunadýr við að þróa hluti sem við höfum siðan verið að halda fyrirlestra
um og kenna — það er að segja sveppaóþolið.
Hvað erþað?
„Það er jafnvægisleysi sem myndast í líkamanum, oft út af notkun á lyfj-
um eins og fúkkalyfjum eða pillunni. Röng fæða getur líka verið orsökin og
þetta ástand veikir mörg líffæri í líkamanum þótt sveppaóþolið sem slikt eigi
upphaf sitt i þörmunum. Ég hef verið að berjast gegn þessu lengi og fyrst
að menn voru ekki að spá í óþol líkamans á árum áður hefur þetta oft verið
barátta lík því að ganga á veggi.“ ©
upp á ótta við það að axla ábyrgð.
Kyndeyfö
Þegar nýjabrumið er farið af
samböndum er hætt við að logn-
molla fari að ráða ríkjum í rúminu.
Til að viðhalda fjörinu er nauðsy-
legt fyrir báða aðila að vera hrein-
skiptir í samskiptum og láta óskir
sínar í Ijósi við bólfélagann. Fram-
boð á bókum um stellingafræði er
alltaf að aukast og það er einfalt
mál að koma sér upp slíku ritsafni.
Mikill bissness er einnig í sexí und-
irfatnaði og rafhjálpartækjum sem
taka við þar sem önnur hug-
kvæmni endar. Hollt ráð fyrir karl-
menn er að muna eftir að taka til-
finningarnar með sér í rúmið og
Minnimáttarkennd
ísland er fallegasta land-
ið í heimi. Hér eru einnig
fallegustu konurnar, besta
vatnið og tærasta loftið.
Við erum miðpunktur al-
heimsins og getum allt
best — miðað við fólks-
fjölda. Svo erum við ekk-
ert með minnimáttar-
kennd.
22
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994