Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 10
CINTAK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson
Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander,
Einar Örn Benediktsson, Friðrik Indriðason, Gerður Kristný,
Guðbergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson,
Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon,
Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Páll Ásgeirsson,
Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson
og Þorvaldur Þorsteinsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði.
Það er í lagi að
svína á þeim sem
gæta sín ekki
í EINTAKI í dag er greint frá úrskurði yfirskattanefndar um ólög-
lega innheimtu ríkissjóðs á tryggingagjaldi af sjálfstæðum atvinnu-
rekendum og þeirri afstöðu fjármálaráðuneytisins í kjölfar hans að
það þurfi ekki að endurgreiða oftekin gjöld til annarra en þeirra
sem kærðu gjaldtökuna áður en ný lög um hana voru sett. Það var
gert um svipað leyti og úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir. Þrátt
fyrir að ríkissjóður hafí innheimt gjöld sem ekki stóðust lög af
hundruðum ef ekki þúsundum sjálfstæðra atvinnurekenda verður
engum þeirra sem greiddu gjaldið í góðri trú um löghlýðni ríkis-
valdsins endurgreitt hið illa fengna fé.
Einhver kynni að halda að hér væri um að kenna harðsvíruðum
skattheimtumönnum ríkissjóðs en svo er ekki. Yfirskattanefnd
byggir úrskurð sinn á dómi Hæstaréttar um innheimtu á ólögleg-
um þungaskatti fyrir fáeinum árum. Rétturinn komst að þeirri nið-
urstöðu að endurgreiða bæri hinn innheimta skatt en aðeins þeim
sem höfðu haft fyrirhyggju til að greiða hann með fyrirvara. Um
aðra gilti siðferði götukrimmanna: Ef þú ert nógu vitlaus til að láta
gabba þig þá áttu það örugglega skilið.
Jón Steinar Gunnlaugsson fjallaði í bók sinni Deilt á dómarana
um þá tilhneigingu Hæstaréttar að draga taum ríkisins í dómsmál-
um. Hann þóttist geta lesið úr dómum réttarins að eftir því sem
fjárhagsleg skuldbinding ríkissjóðs væri meiri þeim mun minna
færi fyrir réttindum borgaranna til að verja sig gegn valdi ríkisins í
niðurstöðum réttarins.
í bók sinni segir Jón Steinar meðal annars:
„Það er eðli dómsmála, þar sem reynir á mannréttindavernd, að
þar eigi einstaklingar og félög við ríkisvaldið og arma þess ... Mér
finnst sú niðurstaða blasa við, að dómarar við Hæstarétt íslands
hafi mjög ríkar tilhneigingar til að draga taum ríkisins og takmarka
og þrengja vernd mannréttinda. Lögfræðileg nauðsyn hefur ekki
knúið fram slíkar niðurstöður. Mildu réttara væri að segja, að nið-
urstöðurnar hafi fengist, þrátt fyrir að hlutlausar lögfræðiaðferðir
virðist í öllum tilvikum hafa hrópað á aðrar niðurstöður.“
Jón bætir við þessa ldausu neðanmáls, ef til vill sökum þess að
hversu óvanir íslendingar eru umfjöllun um mannréttindi:
„Það er að vísu hálfundarlegt að tala um að draga taum ríkisins,
þar sem ríkið getur ekki átt aðra hagsmuni en þá, sem borgararnir
allir eiga sameiginlega. Ljóst þykir mér, að allir borgarar eigi sam-
eiginlega þá hagsmuni, að dómstólar tryggi mannréttindavernd í
landinu. Ríkið hefur þá einnig þessara hagsmuna að gæta. Það
skilst þó vonandi, þegar ég tala um að dómstólar dragi taum ríkis-
ins.“
Af þeim sex málum sem Jón Steinar rekur í bók sinni snerta tvö
skattamál. Hin snúast um rit- og tjáningarfrelsi, félagafrelsi og
eignarrétt. Sem kunnugt er hefur Hæstiréttur fengið ákúrur frá
Mannréttindadómstól Evrópu á undanförnum árum í málum sem
snerta tjáningarfrelsi, félagafrelsi og aðskilnað dóms- og fram-
kvæmdavald. Ekkert þessara mála var einstakt í sjálfu sér og þau
eiga marga bræður og systur í dómabókum undanfarinna ára.
Mannréttindadómstólinn var því ósammála Hæstarétti í grund-
vallarskilningi á ofangreindum atriðum.
Það er því spurning hvort einhver góður maður vill ekki eyða í
það fjórum til fimm árum ævi sinnar að fara með skattamál fyrir
Mannréttindadómstólinn — mál svipað tryggingagjaldinu eða
þungaskattinum. Niðurstaða frá þeim dómstól kynni að spara
skattgreiðendum umtalsverðar fjárhæðir á komandi árum og koma
stjórnvöldum í skilning um að þau komast ekki upp með að halda
illa fengnu skattfé þrátt fyrir að fyrir því liggi dómsniðurstaða að
skatturinn hafi verið ólöglegur. O
Ritstjórn og skrifstofur
Vatnsstíg 4,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
HUN SEQIR
Annarpabbi
minn er lögga
HANN SEQIR
Kynvillan bitni
eícki á börnum
Óréttlæti í samfélaginu á sér
ýmsar orsakir. Takmarkaður
möguleiki fólks til lífshamingju
getur ráðist af efnahagslegum
þáttum og einnig af takmörkun-
um í eðli okkar sjálfra. Leikreglur
samfélagsins ber að hafa þannig að
þessar hindranir séu lágmarkaðar
svo að flestir þegnar samfélagsins
geti nálgast það sem veitir þeim
lífsfyllingu innan þeirra marka að
réttur annarra sé ekki fyrir borð
borinn. Nú er eitt af vandamálum
mannlegs samfélags það að menn
rugla saman því, hvenær gengið er
á rétt þeirra sjálfra til lífshamingju
og því hvenær þeir verða fyrir
óþægindum vegna þess að ein-
hverjir lifa lífi sínu á annan hátt en
þeir telja rétt og gott. Þannig meta
menn oft og iðulega rétt sinn til að
þurfa ekki að taka á eigin fordóm-
um meira, en rétt annarra til að
leita lífshamingjunnar á eigin for-
sendurn. Siðir og venjur samfé-
lagsins eru þá notaðar til að sýna
fram á það að manns eigin lífstíll
sé sá eini rétti og allt annað sé
óeðlilegt, ónáttúrulegt eða jafnvel
ógeðslegt.
Sá hópur íslendinga sem hvað
harðast hefur orðið fyrir barðinu á
þessari hrokafullu og smáborgara-
legu afstöðu, eru hommar og
lesbíur. Það er ekki nóg með að
samkynhneigðir þurfi að búa við
fordóma einstaklinga á götum úti
og á prenti, enda erfitt að koma í
veg fyrir slíkt nema með fræðslu
og upplýsingu, heldur er þeim
stórlega mismunað í löggjöfmni.
Samkynhneigðir geta búið saman
alla ævi án þess að öðlast nema af-
ar takmarkaðan erfðarétt hvor eff-
ir annan og hvergi gefst þeim færi
á að gera milli sín sáttmála í votta
viðurvist sem tryggi þeim sama
rétt og öðrum hjónum er tryggð-
ur.
Þetta eru atriði sem margir geta
fallist á, en þegar minnst er á að
samkynhneigðir ali upp börn þá
verður fólk eldrautt í framan,
tútnar út og er ekki tilbúið að taka
neinum rökum. Jafnvel þeir sem
telja sig sæmilega fordómalausa
bera, í slíkri umræðu, það viðhorf
sitt að samkynhneigð sé félagsleg
meinsemd eða sjúkdómur, og þar
að auki líklega bráðsmitandi. Allar
kannanir leiða hins vegar í ljós að
sömu líkur eru á því, að barn sem
alið er upp í
sambandi sam-
kynhneigðra
og barn sem al-
ið er upp i
g a g n k y n -
hneigðu sam-
bandi, sé gagn-
kynhneigt. Og
svo má auðvit-
að spyrja
hverju það
breytti ef stað-
reyndin væri
önnur. Þegar
skoðaðar eru
kannanir um
það sem skiptir
meira máli í barnauppeldi þá
bendir margt til þess að samkyn-
hneigðir standi sig betur í að
skapa börnum sínum gott vega-
nesti fyrir lífið. Þegar litið er á
þann sorglega málaflokk sem er
kynferðislegt ofbeldi, þá hallar illi-
lega á svokallaða gagnkynhneigða.
Slík misnotkun á ekkert skylt við
það að hvoru kyni menn hallast
almennt.
Samkynhneigðir eru ekkert
óánægðir með það að vera sam-
kynhneigðir. Þeir eru hins vegar
óánægðir með það, að vegna þess
að tilfinningar þeirra beinast að
sama kyni, sitji þeir ekki við sama
borð og aðrir í samfélaginu. Og
hver væri svo sem ánægður með
slikt? 0
Eiga kynvill-
ingar að fá að
ættleiða börn?
Þessi spurning
er ein af þeim,
sem hefur vak-
ið hatrammar
deilur, hvar
sem hún hefur
vaknað af al-
vöru. Yfirleitt
er það þó
vegna þess að
þeir, sem svara
henni neitandi,
telja rökin gegn
því felast í því
að kynvillingar
séu verra fólk en annað, að þeir
hafi brenglað siðferðismat og að
kynvilla þeirra sé sem hver annar
smitsjúkdómur, þó hann sé tæpast
arfgengur. Á þessi rök blæs ég. Ég
hef ekki orðið var við að kynvill-
ingar séu verri eða betri en annað
fólk. Og ekki ætla ég að fara að
skipta mér að því hjá hverjum
annað fólk sefur.
En vegna þess að kynvillingar
eru bara eins og fólk er flest - að
kynferði rekkjunauta þeirra frá-
töldu — þá bærast í þeim sams
konar tilfinningar og hvatir og hjá
flestum öðrum. Þar á meðal getur
verið þráin eftir að eignast börn og
ala þau upp. Og þar stendur hníf-
urinn í kúnni, vegna þess að eðli
málsins samkvæmt, geta þeir ekki
eignast börn með elskhugum sín-
um. Þá hafa sumir þeirra viljað
ættleiða börn, en rekið sig á óyfir-
stíganlegar hindranir í þeim efn-
um, þar sem kynhneigð þeirra ein
er talin næg ástæða til þess að ætt-
leiðing kemur ekki til greina.
Auðvitað hefur kynviliingum
mislíkað þetta og telja sig vera enn
einum óréttinum beittir. Ég get
fallist á það að kynnvillingar eiga
enn töluvert í land með að njóta
sömu réttinda og aðrir borgarar
landsins og þetta kann að vera
einn anginn af því.
En ég er samt sem áður þeirrar
skoðunar að kynvillingar eigi ekki
að fá að ættleiða börn. Ástæðan er
einföld. Ættleiðing á nefnilega
ekki að taka mið af neinum hags-
munum öðrum en velferð barns-
ins og ég hef mjög ríkar efasemdir
um að börnum sé jafn vel fyrir-
komið hjá kynvillingum og öðr-
um.
Ekki svo að skilja að ég haldi að
kynvillingar yrðu verri foreldrar
en gengur og gerist. En hvort sem
okkur líkar betur eða verr þá ríkja
fordómar gagnvart kynviliingum,
sem engin löggjöf fær ráðið bót á.
Þeir kynvillingar, sem ég þekki,
eru sammála um að almennt ríki
mun meira umburðarlyndi í
þeirra garð en fýrir nokkrum ár-
um, en samt verði þeir reglulega
fyrir alls kyns aðkasti í stórum efn-
um sem smáum. Halda menn í al-
vöru að unnt sé að verja börn
slíku?
En nú eru sumir kynvillingar
fjölkunnugir og eiga börn frá fyrri
samböndum. Aðrir hafa farið þá
leið, að láta sig hafa samræði með
aðila af hinu kyninu til þess að
tímgast. Og við slíkt hef ég ekkert
að athuga. En þegar ættleiðing er
annars vegar snýst málið um að
velja bestu kjörforeldra, sem barn-
ið á kost á. Það kann að vera áfell-
isdómur yfir þjóðfélaginu, en að
öðru jöfnu verða kynvísir að telj-
ast miklu vænlegri kjörforeldrar
heldur en kynvillingar. Ættleið-
ingar eru vandasamari og við-
kvæmari en svo að þær eigi að
verða liður í annars réttmætri
mannréttindabaráttu kynvill-
inga. 0
Ættleiðingar
homma og lesbía
10
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994