Vikublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. desember 1992 3 Semja þarf upp á nýtt ef S visslendingar fella EES Á laugardag, 6. desember, fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um EES-samn inginn og er mjög tvísýnt um úrslitin. Ragnar Arnalds, formaður þingflokks AI- þýðubandalagsins, sagði á Alþingi í sl. viku að sér virtist gjörsamlega þýðingar laust að halda áfram þinglegri meðferð EES-samningsins hér á landi, yrði hann felldur í Sviss. „Ef svo fer að samningur- inn verður felldur í Sviss þá þarf ekki einungis að fella út úr EES-samningnum öll þau ákvæði sem snúa að svissn- eska ríkinu heldur þarf líka að breyta stofnunum sem samningurinn fjallar um, t.d. Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólnum. Þá verð- ur hvorki um þessa eftirlits- stofnun né EFTA-dómstólinn að ræða. Það verða einhverj- ar allt aðrar stofnanir sem koma til sögunnar og EFTA verður þá alls ekki aðili að málinu. Það verður ekki um það að ræða að EFTA tali einum rómi eins og kveðið er á um í samningnum. En ekki er nóg með þetta heldur verður líka til nýr samningur vegna þess að þama er um að ræða samning sem gerður er milli annarra aðila en upphaflega var um að ræða. Það mætti gera við- bótarsamninga ef aðeins væri verið að semja um breytingar á samningi sem aðilar hafa Ragnar Arnalds segir að EES-samningurinn verði núll og nix felli Svisslend- ingar hann á laugardaginn. gert, en hér er hreinlega um að ræða að samningurinn er gerður milli annarra aðila en upphaflega var. Þá segir það sig nokkuð sjálft að eldri samningurinn er orðinn núll og nix. Það verður að gera nýjan samning, leggja síðan fram ný frumvörp í öllum að- ildarríkjum EFTA og í öllum aðildarríkjum Evrópubanda- lagsins og á þingi Evrópu- bandalagsins og þau frum- vörp þurfa að fá alveg nýja meðferð. Það verður að gera nýjan samning, leggja síðan fram ný frumvörp í öllnm aðildar- ríkjum EFTA og í öllum að- ildqrnkjum Evrópubanda- lagsins og á þingi Evrópu- bandalagsins og þau frumvörp þurfa aðjá al- veg nýja meðferð. Með fordómana Nú verð ég að viðurkenna fyrir þjóðinni að ég klökknaði ekki frammi fyrir fátækt og eymd Banda- ríkjanna eins og frú Guðrún mun hafa gert í Chicago. Er það væntan- lega ekki eingöngu vegna þess að ég er tilfinningalaus og forhertur íhaldsmaður að norðan, heldur að einhverju leyti vegna þess að ég hef Tómas I. Olrich svarar Guðrúnu Helgadóttur. Nú verð ég að yiður- kenna fyrir þjóðinni að ég klökknaði ekki Jrammi fyrir fátœkt og eymd Bandaríkjanna eirís og fni Giiðrún nutn hafa gert í Chicago. Er það vœntan- lega ekki eingöúgu vegna þess að ég er tilfinningalaus og forhertur íhaldsmaður að norðan, heldur að einhverju leyti vegna þess að ég hef séð fátœkrah verfi Parísar, vesöld í Aþenu og eymd í Róm. Rithöfundurinn og þingmað- urinn Guðrún Helgadóttir ritar, í lok New York-dvalar, athyglis- verða lýsingu á „nýjum heimi“ í Vikublaðið 26. nóv. s.l. Yfirleitt lýsir rithöfundurinn sínum eigin hughrifum í greininni. Þó bregð- ur hún út af þeirri braut í tví- gang, „vitnar“ í undirritaðan og lýsir tilfínningum hans lítillega. Ætlar ferðafélagi minn, frú Guðrún, mér þar heldur lítil- mannlegan hlut. Er mér ætlað það hlutverk að vilja loka augunum fyrir ljótleika banda- rísks samfélags, sem grætti þingkon- una. I annan stað er ég látinn rýna sem fastast í bók á leið til Washing- ton til þess að þurfa ekki að horfa upp á það sem frú Guðrún kallar „endalausan haug af drasli, aflagðar verksmiðjur, brunarústir og bílhræ", sem er „allt í einkaeign" eins og rit- höfundurinn áttaði sig samstundis á í gegnum lestargluggann. Nú er það svo að þingmenn spjalla saman á ferðalögum án þess að um sé haldin gjörðabók. Ekki rekur mig minni til þess að hafa reynt að afsaka fátækt og umkomuleysi í Bandaríkj- unum með sérstakri tilvitnun í Sovét- ríkin. Enda skiptir það engu máli. Það fellur hins vegar vel að skilningi frú Guðrúnar á heiminum eins og hann á að vera: Höfuðvígi einka- eignar og frjálshyggju, alsett kaun- um og komið að falli, rotnar innan frá og dreiftr sínu drasli um þorp og grundir, á meðan ferðafélaginn, íhaldið að heiman, reynir á aumkun- arverðan hátt að verja ósómann. séð fátækrahverfi Parísar, vesöld í Aþenu og eymd í Róm. Jafnvel í þeirri fögru borg, sem einu sinni var kölluð höfuðborg okkar, Kaup- mannahöfn, hef ég orðið vitni að vesöld, örbirgð og afskiptaleysi, án þess að ég treysti mér til að draga miklar ályktanir um fallvaltleik þess- ara samfélaga eða um sérstaka mann- vonsku þeirra, sem líða slíkt ástand. Eg mirmist þess að hafa í lítillæti mínu og tilfmningaleysi bent frú Guðrúnu á þetta, einhvem tíma þegar lát varð á hneykslunarflaumnum. Samkvæmt greininni grét þing- maðurinn yfir hálfri milljón fátækl- inga í Chicago og þótti ljótleikinn „óbærilegur". Það var fallega gert og hugsað. Þegar þingmaðurinn kom aftur til New York, voru hvarmamir þomaðir og persónan öll hin hress- asta, sat fundi, verslaði, át og drakk, rétt eins og við Páll Pétursson. Svona er lífið. Og mannkindin er mestmegnis eins og frú Guðrún Helgadóttir, kemst við þegar hún stendur augliti til auglitis við hörmungar heimsins, annað hvort á skjánum eða í Chi- cago, en nær sér furðufljótt þegar nýja og ánægjulega hluti ber fyrir augu eða þegar slökkt er á tækinu. Eini munurinn á frú Guðrúnu og mannkindinni svona almennt er að ekki er öllum eins vel gefið að skrifa um hluttekningu sína og frú Guð- í farteskinu rúnu. Enda er til lítils að tárast í Chi- cago ef því er ekki komið á framfæri. Ég verð að viðurkenna að í lest- inni til Washington las ég stíft, það er rétt hjá frú Guðrúnu. En ástæðan var nærtækari en hún heldur. Af þeim rithöfundum tveimur, sem ég átti kost að njóta góðs af, var Romain Gary mun víðsýnni sam- ferðamaður og ekki eins klisju- kenndur ög hinn. Hann hefur líka skrifað af mikilli hluttekningu um vesöld og fátækt stórborgarinnar Parísar, en undir dulnefni. Þegar ég leit við og við upp úr ævisögu Romain Gary blasti við sléttlendi Maryland og Delaware, skógar og akrar, stundum litlaus og vanhirt út- hverfi, yfirgefin verksmiðjuhús og svo þetta hirðuleysislega og um- komulausa einskis manns land með- fram jámbrautarteinum, sem allt er svosem ekki frábrugðið því sem maður getur séð á meginlandi Evr- ópu, ef að er gáð. Það þurfti mikið skáld eða sterk gleraugu til að sjá, í þessari lestarferð, endalausan haug af drasli, brunarústir, bílhræ og af- lagðar verksmiðjur teygja sig frá New York til Washington. Enda ekki nema einn farþegi í þessari lest sem starði á ósómann „í einkaeigrí' eins og naut á nývirki. Hinir voru sam- viskulausir, lásu New York Times eða Romain Gary. Það er fróðlegt að ferðast. Það er ekki aðeins að margt beri nýstárlegt fyrir augu. Maður kynnist líka sam- ferðamönnunum, sem hver um sig er skemmtilegur á sinn hátt. Sumir burðast um heiminn með klisjumar sínar, hneykslunarræður, andköf og sjálfumgleði, aðrir taka upp úr far- teski sínu þennan ferska og heims- mannlega sveitamannastíl sem er gjaldgengur hvar sem er fyrst og fremst vegna þess að hann er mann- eskjulegur. Tómas I. Olrich

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.