Vikublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. desember 1992 VIKUBLAÐIÐ 7 HUGLEIÐING í VIKULOK Hitt er svo víst, að ef menn ætla að nœrast á skemmtun einni saman þá verður þeim fljótt biimbult - einkum ef skemmtunin á barasta að vera „létt og grœskulaus“. Það er eins og að éta Hvunndagsís og „gera sér dagamun á hverjum degi“ eins og segir i sjónvarps- auglýsingunni. Mikil eftirspum Nú er þröngt í búi hjá smáfugl- unum, kreppa og önnur leiðindi og þá er mikil eftirspurn eftir skemmtun. Ekki barasta eftir þessum venju- legu skemmtikröftum sem hamast sem mest þeir mega við að vera létt- ir og hressir og eldhressir. Helst eiga allir að vera með. Það er synd og skömm, segja nienn, að vera að þrælast á fólki með alvörumálum. Eins og hver hafi ekki sinn djöful að draga fyrir! Og sem fyrr segir: það eiga allir að vera með. Líka skáld og listamenn. Þeir voru eitt sinn í slag- togi við spámenn og heilagan anda, en nú mega þeir biðja guð að hjálpa sér ef þeir taka ekki fullan þátt í skemmtuninni. Enda segja þeir kannski í viðtölum: ég lít á það sem hlutverk mitt að skemmta fólki. Er það nú víst? Misskiljið mig ekki: auðvitað verða menn að skemmta sér. Kunna að leika sér. Láta öllum illum látum. Og hláturinn lengir lífið, það er vís- indalega sannað meira að segja. Rússneski rithöfundurinn Dostoj- evskíj sagði einu sinni að skáld- sagnahöfundar hefðu engan rétt til að vera leiðinlegir - og því blandaði hann allskonar reyfarabrellum í sögur sínar sem annars eru grimm glíma við Guð og djöful og önnur alvörumál. Dagamunur á hverjum degi? Hitt er svo víst, að ef menn ætla að nærast á skemmtun einni saman þá verður þeim fljótt bumbult - einkum ef skemmtunin á barasta að vera „létt og græskulaus". Það er eins og að éta Hvunndagsís og „gera sér dagamun á hverjum degi“ eins og segir í sjónvarpsauglýsing- unni. Það er því miður ekki hægt að gera sér dagamun á hverjum degi. Það er ekki hægt að lifa á skemmti- kröftum - fyrr en varir eru þeir, teknir inn í stórum skömmtum, orðnir allra manna hvumleiðastir. Og sú skylda að menn séu skemmti- kraftar leikur þá sjálfa grátt: þeir eru undir feiknalegri pressu manna- greyin, þeir verða helst alltaf að vera fyndnir, og brandararnir og brosið eru innan tíðar orðin þvinguð og vélræn og barasta fúl. Það er erfitt þetta líf. Það er eins og Pressarinn í Dúfnaveislunni segir: það skiptir öllu að koma með réttan skammt af vatni á réttum tíma. Eða réttan skammt af skemmtun. Með ýmsu öðru náttúrlega. Valdhafarnir og fólkið Stundum bera menn í bætifláka fyrir skemmtanafíknina með því að segja, að einræðisherrarnir og aðrir frekir valdhafar vilji ekki að fólk hlæi og skemmti sér. Lýðurinn á að liggja á bæn fyrir framan bílæti síns herra. Dást að visku Foringjans eða Leiðtogans. Þetta er mesti misskilningur. Einræðisherrarnir halda að sönnu á sér skrautsýningar með rammri al- vöru í útfærslu. En þær eru ekki síst hugsaðar sem skemmtun, karnival, dagamunur. Alltaf létu Stalín og arftakar hans hafa músík og söng og setja meira af kampavíni, gotteríi og góðum pylsum í búðimar þegar þeir héldu upp á byltingarafmælið. Til að fólkið tengdi saman skemmtun og tildragelsi og myndina af foringjan- um á bak við: allt var gott (og jafnvel skemmtilegt!) sem gjörði hann. Eða þá hann Göbbels sem var áróðursmálastjóri hjá Hitler. Hann var sannfærður um það, að skemmt- unin, afþreyingin, væri besti áróð- urinn fyrir Þriðja nkið. Hann pass- aði upp á að Hitler væri ekki alltof ✓ Eftir Ama Bergmann Ekki hlæja að mér! Hitt eiga þeir svo sameiginlegt, hvort sem þeir hafa tekið sér allt vald með ofbeldi eða verið kosnir til valda lýðræðislega: þeir þola ekki að hlegið sé að þeim sjálfum. Að þeirra markmiðum og aðferðum og stefnumiðum. (Ekki nema þá á af- skaplega græskulausan hátt sem engan meiðir - eða meiðir alla stjórnmálamenn jafnt, eins og í ára- mótaskaupi.) Dæmið af Göbbels minnir okkur á það, að saklaus skemmtun er ekki alveg eins saklaus og menn halda. Og ef við höldum áfram með það sem svo var um hláturinn sagt: vald- hafar vilja ekki skemmtun sem bit er í. Sem stingur. Sem minnir á óþægilegar staðreyndir. Sem magn- ar upp í fólki gagnrýni og efa - með dári og spéi kannski, eða þá með skynsamlegri hugsun blátt áfram. Spyrjum því ekki um það fyrst hvort menn séu skemmtilegir eða ekki. Spyrjum hvort þeir hafi eitt- hvað að segja sem um munar. Hvort þeir þori að rýna í gegnum hitt og þetta sem flestir telja sjálfsagt eða óumflýjanlegt - og gera gys að! Hvort þeir hafi einhvem snefið af dyggð sem heitir - með leyfi að segja - hugrekki. Þegnskaparhug- rekki andspænis þeim sem í háum sessi sitja. Því einmitt á þeim vettvangi má finna þá skemmtun sem endist best. Eins og dæmin sanna. Meðan af- þreyingin útbreidda er fyrr en varir orðin gömul frétt, afskaplega mikið dauð síld. Gáum að þessu. oft í útvarpinu og í fréttamyndum bíöanna. Ef hann vildi minna á „mikilleika þýsku þjóðarinnar" lét hann heldur búa til spennandi mynd urn Friðrik mikla (rétt eins og Stalín lifði góðu lífi á Pétri mikla). Göbbels lét banna sumar verstu gyðingahaturskvikmyndirnar sem búnar voru til í Þýskalandi. Hann lét hinsvegar búa til í stórum stíl léttar söng- og gamanmyndir, kannski með eins miklu af hálfberum slelp- um og honum var unnt. Meiningin var sú, að það væri best fyrir Ríkið að fólkið væri ekki að nöldra hvert í sínu horni út í allt og alla, heldur sameinaðist í Skemmtun í næsta bíósal. Göbbels vissi hvað hann söng. Einræðisherrar og aðrir valdhaf- ar, þeir hafa svo sannarlega ekkert á móti því að fólk hlæi. Einkum græskulausum hlátri sem svo heitir. KJORDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á NORÐURLANDI VESTRA Alþýðubandalagið verður að hafa forystu um áti telja kjark og þor í þjóðina og fyjkja saman stjórnarand- stöðu'innan þings og utan til þess að losa þjóðina úr viðjum hugmynda- fræði ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar. Fyrsta skrefið í þá veru er að kynna og ræða hugmyndafræðilegan umræðugrundvöll og tillögur sem formaður og þingflokkur Alþýðu- bandalagsins hafa nýlega lagt fram. Þar er um að ræða ákjósanlegan um- ræðuvettvang þeirra þjóðfélagsafla sem ekki geta lengur liðið óhæfa rík- isstjórn þeirra Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar - Viðeyjarstjórnina. Þetta eru nokkur efnisatriði úr niðurlagi stjórnmálaályktunar aðal- fundar kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi vestra, sem haldinn var á Blönduósi 2. nóvember síðastliðinn. Á fundinum voru Hin- rik Aðalsteinsson og Sigurður Hlöð- versson, báðir frá Siglufirði, og Jón Arnljótsson frá Ytra-Mælifelli í Skagafirði kosnir í stjóm kjördæmis- ráðsins til tveggja ára. Stjórnin skipt- ir sjálf með sér verkunt. Á fundi kjördæmisráðsins kom fram mikill áhugi á Vikublaðinu og varþví ámað heilla. I tengslum við kjördæmis- ráðsfundinn var haldinn almennur stjórnmálafundur þar sem Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Am- alds gerðu grein fyrir efnahags- og atvinnumálatillögum fiokksins. Kjördæmisráðið gefur út sex fréttabréf til flokksmanna á þessu ári og 5 tölublöð af NV sem dreift er inn á öll heimili í kjördæminu. I áðurnefndri ályktun er meðal annars bent á eftirfarandi: „Þegar frjálshyggjustjórn Davíðs Oddssonar settist að völdum hafði tekist með samvinnu, samstarfi og miklum fómum launamanna að kveða niður verðbólguna, sem í tvo áratugi hafði htjáð efnahagslíf okk- ar, friður var á vinnumarkaði og at- vinnuleysi í lágmarki. Fyrir aðgerðir og aðgerðaleysi nú- verandi ríkisstjórnar eru nú öll þessi atriði, sein eru forsendur friðar og farsældar í landinu, á brauðfótum svo liggur við hmni.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.