Vikublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. desember 1992
VIKUBLAÐIÐ
9
Eftir að Már Guðmundsson
hafði kynnt hugmyndir
Roberts B. Reich hélt Bjöm
Guðbrandur Jónsson fram-
sögu um stefnu nýkjörins
varaforseta Bandaríkjanna, A1
Gore, í umhverfismálum.
Gore skrifaði bók sem kom
út fyrir rúmu ári þar sem hann
kynnti sjónarmið sín. Bókin
heitir Earth in the Balance
(Jörð í tvísýnu) og hefur feng-
ið lof fyrir að fara ofan í
saumana á vandanum og fjalla
um umhverfismál af alvöru.
I bókinni staðhæfir Gore að
hagkerfið sé orðið svo stórt og
umsvifamikið að það sé farið
að rekast illilega á vistkerfið.
Á síðustu árum hafa menn átt-
að sig æ betur á því að vist-
kerfið er viðkvæmt og ef við
látum skeika að sköpuðu er
raunveruleg hætta á að jörðin
verði óbyggileg. Svo dæmi sé
tekið er hlutfall koldíoxíðs í
andrúmsloftinu aðeins pró-
sentubrot, en minnsta breyt-
ing á þessu hlutfalli gæti
breytt veðurfari þannig að ný
ísöld rynni upp.
Gore líkir iðnaðarsamfélagi
samtímans við óþroskaðan
ungling með ódauðleikatil-
finningu; alll er hægt, allt er
leyfilegt því dauðinn og al-
vara lífsins eru óralangt í
burtu. Boðskapur Gore er að
við þurfunt að þroskast og
temja okkur raunsæi og al-
vöru miðaldra einstaklinga.
Hann vill gera umhverfismál
að þungamiðju í pólitískri
að stöðva framþróun og ný-
sköpun í efnahagslífinu. Hvað
er þá til ráða? Reich svarar
spumingunni á grundvelli
greiningar hans á nútímaþjóð-
félaginu.
Þjóðbundið hagkerfi liðið
undir lok
Höfuðrit Roberts Reich er
The Work of Nations (Vinna
þjóðanna) en þar greinir hann
þróun hagkerfisins. Reich
segir ímyndina um þjóðar-
skútuna ekki eiga lengur við
því að hagkerfi þjóðanna eru
orðin svo nátengd að ekki er
lengur hægt að réttlæta þá
samlíkinguna við þjóðar-
skútu.
Hagkerfi nútímans er al-
þjóðlegt; fjármagnið er fært
úr einu landi í annað og það
sama gildir um fyrirtæki, vör-
ur og framleiðslutækni. Það
eina sem ekki er orðið alþjóð-
legt er þorri alntennings sem
kennir sig við þjóðríki og átt-
haga sína. Fyrir utan og ofan
almenning hefur orðið til til-
tölulega fámennur hópur sem
hefur tekið á sig heims-
borgaralega ásýnd og slitið
tengsl við þjóðríkið. Þessi
hópur finnur ekki til skyldu
eða ábyrgð gagnvart einstök-
um þjóðum því að starfsvett-
vangur hópsins er alþjóðlegur
og heimsborgarinn tilheyrir
engu samfélagi öðrum fremur.
Álit Reichs er að verði ekk-
ert að gert muni gjáin milli
heimsborgaranna og almenn-
ings breikka og það muni
valda spennu sem síðan gæti
haft slæmar afleiðingar í för
tneð sér.
Reich segir það rangt mat
að hægt sé að snúa við þessari
alþjóðaþróun og vill frekar
leita leiða sem draga úr fyrir-
sjáanlegum andstæðum milli
almennings og hinna fáu sem
ekki aðeins búa við miklu
betri kjör heldur líka í allt öðr-
um menningarheimi. Svar
Reichs er að „fjárfesta í
fólki“, en það var eitt slagorða
Clintons í kosningabarátt-
unni. Þar er átt við að nauð-
synlegt sé að fjárfesta í vel-
ferðarkerfinu; heilsuvemd,
menntun, samgöngum og
menningu þannig að öllum al-
menningi gefst kostur á að
taka þátt í þeirri alþjóðaþróun
sem þegar er hafin. Þetta kall-
ar Reich framsækna þjóðem-
isstefnu.
Aðeins einn heimur
umræðu vestrænna ríkja, á
líkan hátt og kommúnisminn
var á dögum kalda stríðsins.
Þá er nauðsyn að veita ríkjum
þriðja heimsins aðstoð á borð
við Marshall-aðstoðina sem
Evrópurfki fengu eftir seinni
heimsstyrjöld. Það þarf að
forða ríkjum þriðja heimsins
frá mistökum iðnvæddra
ríkja.
Stefna Gores í umhverfis-
málum er að leggja á skatt á
þá starfsemi sem mengar
jörðina og andrúmsloftið og
skattleggja jafnframt hráefni
úr náttúrunni til að styrkja
endurvinnslu.
Bjöm Guðbrandur sagði
meginboðskap Gores vera í
samræmi við helstu hugsuði
umhverfisvemdarhreyfinga
og taldi að það myndi vega
þungt í allri umræðu um um-
hverfismál að Gore gegndi
embætti varaforseta Banda-
ríkjanna.
Páll Vilhjálmsson
Kraftmikil
og skemmtíleg
Um þessar mundir eru
haldnir tónleikar víða um
land og er það uppskeran frá
því haustæfingar byrjuðu.
Fyrir skömmu hélt Lúðra-
sveit verkalýðsins sína fyrstu
tónleika á þessu misseri í Ás-
kirkju undir stjóm síns nýja
stjómanda Malcolms Hol-
loway. Malcolm lætur sig
ekki muna um að brenna í
bæinn frá Hveragerði tvisvar
í viku til æfinga og það má
með sanni segja að þær ferðir
hafi borgað sig; sveitin er vel
æfð og spilar glimrandi vel.
Lúðrasveit verkalýðsins
var stofnuð 8. mars 1953 og
heldur því upp á fertugsa-
fmæli sitt á næsta ári. Starf
lúðrasveita er nokkuð hefð-
bundið ár frá ári, haldnir tón-
leikar á haust- og vormánuð-
um, leikið fyrir skrúðgöng-
um 1. maí og 17. júní.
Einstaka uppákomur falla
svo inní. Á afmælisárinu eru
uppi hugmyndir urn að fara
til útlanda og spila þar, eins
verða auðvitað stórir og
miklir afmælistónleikar 6.
mars með sögusýningu sveit-
arinnar og veglegu afmælis-
blaði.
Lúðrasveit verkalýðsins
hefur farið fimm ferðir til
tónleikahalds útfyrir land-
steinana og átti m.a. þátt í því
að frelsa Austur-Þýskaland
og Tékkóslóvakíu undan oki
kommúnismans, eins og
Torfi Karl Antonsson, fyrr-
verandi formaður sveitarinn-
ar og jafnframt elsti meðlim-
ur hennar, tók til orða í stuttu
spjalli við VIKUBLAÐIÐ.
Lúðrasveit verkalýðsins er
nú skipuð 50 hljóðfæraleik-
urum frá fjórtán ára aldri til
rúmlega fimmtugs og segir
það nokkuð til um áhugann.
Á efnisskrá sveitarinnar má
finna verk eftir poppara eins
og Stevie Wonder og Magn-
ús Sigmundsson og stórskáld
eins og Tchaikovsky og Emil
Thoroddsen. Að loknum tón-
leikunum í Áskirkju um dag-
inn, sagði einn fyrrverandi
meðlimur hennar og heiðurs-
félagi: „Eg er stoltur af að
hafa verið í þessari lúðra-
sveit.“ Það mega líka allir
hljóðfæraleikaramir og
stjómandinn vera, því sveitin
spilar reglulega vel og er í
góðu formi um þessar mund-
ir.