Vikublaðið - 03.12.1992, Page 10
n
10 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. desember 1992
LANGTÍMA VANDl ASÍ: STERKIR IDNAÐARMENN EN ÓFAGLÆRÐIR VANMÁTTUGIR
■HB , ' Jts£í.. mM
Benedikt Davíðsson, forseti ASI, í hópi sinna manna á Akureyrarþinginu. Ljósm. Róbert
Eftir Pál Vilhjálmsson
Burtséð frá dægurmálum er það tvennt sem brcnnur á verka-
lýðshreyfingunni innan Alþýðusambandsins: Lífeyrissjóðir hreyf-
ingarinnar eru of margir, blankir og dýrir í rekstri og verkalýðsfé-
lögin eru of mörg, fámenn og veita of litla þjónustu. Það sem
verra er að andstæðurnar innan hreytingarinnar munu aukast
vegna þess að félög iðnaðarmanna í ASÍ hafa náð miklu betri tök-
um á skipulags- og lífeyrissjóðsmálum en félög ófaglærðra.
Nýkjörinn forseti Alþýðusam-
" bands íslands, Benedikt Davfðsson,
hefur á síðustu árum starfað mark-
visst að endurskipulagningu Sam-
bands byggingamanna. Arangurinn
sem Benedikt og félagar hans hafa
náð er öfundarefni forystumanna í
verkalýðshreyfingunni. í sumar leið
sameinuðust Lífeyrissjóður bygg-
ingamanna og Lífeyrissjóður málm-
og skipasmiða um einn sjóð, Sam-
einaða lífeyrissjóðinn. Samkomu-
lagið markar tímamót því að þrátt
fyrir áralangar umræður hefur sára-
lítið orðið úr þeim ásetningi að
fækka lífeyrissjóðum. Þegar sjóðir
hafa sameinast hefur það hingað til
verið neyðarbrauð, eins og þegar
Lífeyrissjóður apótekara og lyfja-
fræðinga kom fjárvana og illa til
reika til Lífeyrissjóðs verslunar-
manna fyrir tveim árum og bað um
uppítöku. Verslunarmenn sam-
þykktu gegn því að lífeyrisréttindi
apótekara yrðu skert um 15 prósent.
Það leið aðeins eitt og hálft ár frá
því að Benedikt og Guðmundur
Hilmarsson hjá Málm- og skipa-
smiðum hittust til að ræða samein-
ingu þar til samkomulagi var náð.
Um áramót verða gömlu sjóðirnir
gerðir upp og næsta víst að bygg-
ingamenn verði að horfa upp á sín
réttindi skert, en þeir eiga þó aðild að
sjóði sem stendur undir skuldbind-
ingum sem er meira en sagt verður
um ýmsa aðra lífeyrissjóði.
Málefni lífeyrissjóða eru feimnis-
mál í verkalýðshreyfingunni og hjá
stjórnvöldum sem veigra sér við að
taka til hendinni. í þessu máli fer
saman óvissa um raunverulega stöðu
margra sjóða, miklir hagsmunir og
flókið keifi. Þess vegna var það við-
burður að byggingamönnum og
málmiðnaðarmönnum tókst að ná
samkomulagi um nýjan sjóð.
í kjölfar þess að byggingamenn
og málmiðnaðarmenn komu sér
saman um einn lífeyrissjóð var farið
að ræða um sameiningu félaganna.
Að sögn Grétars Þorsteinssonar, for-
manns Sambands byggingamanna,
verður veturinn notaður til þess að
kanna þann möguleika. Hann segir
hugmyndina hafa fengið góðan
hljómgrunn meðal byggingamanna.
Byggingamenn og málmiðnaðar-
menn njóta þess núna að um árabil
hafa þeir átt í samstarfi, meðal ann-
ars í deildaskiptum verkalýðsfélög-
um úti á landi.
Málm- og skipasmiðasambandið
og Samband byggingamanna deila
með sér skrifstofuhúsnæði á Suður-
landsbraut og það var til þess tekið á
þingi ASÍ í síðustu viku að þessir að-
ilar áttu með sér gott samstarf. Innan
þessara samtaka eru líka öflugir for-
ystumenn á borð við Bénedikt Dav-
íðsson, Grétar Þorsteinsson og Örn
Friðriksson.
Grétar og Örn gátu báðir fengið
forsetastól Alþýðusambandsins ef
þeir vildu en þeir tóku landssam-
Hagstofa Islands - Þjóðskrá
Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá?
Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að
lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá.
Hvað er lögheimili?
Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá
staður þar sem maður hefur fasta búsetu.
Hvað er föst búseta?
Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að
jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans
er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann
býr á hverjum tíma.
Hvað er ekki föst búseta?
Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veik-
inda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lög-
heimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistar-
skólum og fangelsum.
Hvemig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera skráð?
Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað
barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu
sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyld-
unnar vera skráð hjá þeim sem hefur böm þeirra hjá sér.
Hvenær og hvar skal tilkynna flutning?
Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til
skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutn-
ing beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykja-
vík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðpm:
Hagstofa íslands - Þjóðskrá
Skuggasundi 3
150 Reykjavík
Sími: 91-609850
Bréfasími: 91-623312
böndin fram yfir það sem menn á há-
tíðarstundum kalla „æðsta embætti
verkalýðshreyfingarinnar". Það segir
heilmikla sögu um ASÍ að hvorugur
vildi. Benedikt, aftur á móti, fórnaði
sér í starfið, enda af gamla skólanum
þar sem menn lærðu að ganga í þau
verk sam þurfti að vinna.
Skipulagsóreiða
Verkalýðsfélag, sem er smæsta
skipulagseining hreyfingarinnar,
getur tengst Alþýðusambandinu
með þrennum hætti. I fyrsta lagi get-
ur félagið átt beina aðild að ASÍ, eins
og til dæmis Verkalýðsfélag Prest-
hólahrepps á Kópaskeri. I öðru lagi
getur verkalýðsfélag tengst ASÍ í
gegnum svæðasamband og loks í
gegnum landssamband. Mörg dæmi
eru um að verkalýðsfélög tengist
ASI á fleiri en eina vegu. Þessi
skipulagsóreiða hefur þróast í ASÍ,
meðal annars vegna persónulegra og
pólitískra deilna milli forystumanna
í verkalýðshreyfingunni sem oft eru
margra áratuga gamlar.
Iðnaðarmenn hafa skipað sér í
landssambönd þar sem staðbundin
verkalýðsfélög eiga aðild að lands-
sambandi sem aftur tengist ASÍ. Það
er yfirlýst stefna að Alþýðusam-
bandið verði samband landssam-
banda sem skipulögð eru eftir starfs-
greinum. Það er samt langt í frá að
þessi stefna hafi náð fram að ganga.
Til að mynda treysti nýafstaðið þing
Alþýðusambandsins sér ekki til að
samþykkja tillögu Landssambands
íslenskra verslunarmanna sem mið-
aði að því að styrkja landssambönd-
in á kostnað svæðasambanda. Þó eru
þau aðeins tvö svæðasamböndin sem
hafa bolmagn til að halda úti sér-
stakri skrifstofu, á Austfjörðum og
Vestfjörðum.
Vanhöldin á skipulagi verkalýðs-
hreyfingarinnar gera það að verkum
að menn í sömu starfsgrein, til dæm-
is bensínafgreiðslumenn og starfs-
menn í mjólkuriðnaði, eru dreifðir í
tvö eða þrjú landssambönd. - Skipu-
lagið er endemis rugl á sumum stöð-
um, staðhæfir Jón Karlsson, formað-
ur Verkamannafélagsins Fram á
Sauðárkróki.
Fámenn og veikburða félög
A rneðan iðnaðarmenn eru í óða
önn að endurskipuleggja samtök sín
með tilliti til breyttra aðstæðna er
fátt að frétta af slíkum tilburðum hjá
Verkamannasambandinu sem er
stærsta landssambandið í ASÍ. Vandi
Verkamannasambandsins er að inn-
an þess er fjöldi verkalýðsfélaga sem
standa varla undir nafni sökum fá-
mennis.
í Verkamannasambandinu eru nú
53 félög. Af þeim eru 9 með færri en
100 félagsmenn, það fámennasta tel-
ur 42 félaga. Ein 40 félög eru með
færri en 500 félagsmenn og aðeins 4
verkalýðsfélög innan VMSI eru með
yfir 2000 félagsmenn.
Þórir Daníelsson, framkvæmda-
stjóri Verkamannasambandsins, tel-
ur enga von til þess að verkalýðsfé-
lag með færri en 600-700 félags-
menn geti veitt félagsmönnum
nauðsynlega þjónustu. Þórir skrifaði
um skipulagsmál í Vinnuna, tímarit
ASÍ, og fór ekki í launkofa með
skoðun sína. „Skipulag verkalýðs-
hreyfingarinnar er í algerum ólestri.
Það hefur engan veginn fylgt breyt-
ingum á þjóðfélaginu, hvorki félags-
legum né tæknilegum. Það hafa
fengið að leika lausum hala smá-
kóngasjónarmið og hrepparígur -
sem verkalýðshreyfingin ætti að
varpa út í hafsauga, ætli hún að mega
sín einhvers í félagslegum efnum,"
skrifaði Þórir.
Verkalýðsfélög í Verkamanna-
sambandinu eru fámenn og veik-
burða og það kemur niður á sam-
bandinu. Hugmyndir forystumanna
Verkamannasambandsins ganga út á'
það að skipuleggja sig með líkum
hætti og iðnaðarmenn hafa gert, með
sterkri aðalskrifstofu sem hefur getu
til að sinna málefnum félagsmanna á
viðunandi hátt.
Eitt félag innan Verkamanna-
sambandsins hefur tekið kröftuglega
á sínum skipulagsmálum, en það er
Eining á Akureyri. Fyrir aldarfjórð-
ungi hófst þróun á Akureyri og Eyja-
fjarðarsvæðinu sem lauk með því að
innan Einingar voru sameinuð verka-
lýðsfélög á svæðinu og starfar Ein-
ing nú í fimm deildum. Það er engin
tilviljun að það var einmitt undir for-
ystu Einingar að verkalýðsfélög á
Norðurlandi ákváðu í haust að stofna
sameiginlegan lífeyrissjóð. Þannig
haldast í hendur skipulagsmál og líf-
eyrissjóðir verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Rafiðnaðarmenn framsæknir
Einn stærsti hópur iðnaðarmanna í
ASI eru rafiðnaðarmenn. Rafiðnað-
arsambandið átti í viðræðum við
byggingamenn og málmiðnaðar-
menn um aðild að Sameinaða lífeyr-
issjóðnum en hvarf frá þátttöku þar
sem sjóður rafiðnaðarmanna er mjög
sterkur. Rafiðnaðarmenn eru vel
skipulagðir, eiga traustan lífeyris-
sjóð og geysilega öflugt endur-
menntunarkerfi sem hafist var handa
við að byggja upp árið 1975.
Rafiðnaðarsambandið hefur að
verulegu leyti tekið í sínar hendur
umsjón og eftirlit með menntun
sinna manna, „enda teljum við okkur
mun hæfari til að stjóma því en
starfsmenn ráðuneytisins, fólk sem
aldrei hefur inn í verkmenntaskóla
stigið. Við eigum okkar sérfræðinga
og höfum tekið þá stefnu að hafa
fmmkvæði um þær breytingar sem
sem gera þarf í mennamálum okkar,
sem er mun eðlilegri stefna en að
sitja með hendur í skauti og agnúast
út í ráðuneytið,“ sagði Guðmundur
Gunnarsson, varaformaður Rafiðn-
aðarsambandsins, í nýlegu tímarits-
viðtali.
Innan Verkamannasambandsins er
starfs- og endurmenntun mest í
höndum einstakra félaga. Aðeins ör-
fá ár eru síðan einhver vinna hófst í
þessum málaflokki og starfs- og
endurmenntun kom ekki í kjara-
samninga fyrr en seint á síðasta ára-
tug.
Á meðan það fer eftir frumkvæði
og getu verkalýðsfélaga heima í hér-
aði hversu til tekst er viðbúið að
smæð og fjárþröng margra félaga
komi í veg fyrir að félagsmenn fái
notið þeirrar menntunar sem í boði
er.
Vítahringur vanmáttugrar
verkalýðshreyfingar
Fámennari og veikburðug félög
lenda mörg hver í vítahring; þau hafa
lítil fjárráð, félagsstarfið verður
metnaðarlaust, skipulagið fálmkennt
og félagið verður áhrifalaust í stærri
samtökum. Hringurinn lokast með
því að menn forðast að taka að sér
trúnaðarstörf fyrir félagið eða gera
það aðeins til málamynda. Lands-
samband sem hefur innan sinna raða
slík félög dregur vitanlega dám af
þessum aðstæðum og er ekki til stór-
ræðanna.
Á fyrsta miðstjórnarfundi ASÍ
sem Benedikt Davíðsson stýrir í
næstu viku, hittir hann fulltrúa
tveggja verkalýðshreyfinga. Önnur
hreyfingin, þar sem iðnaðarmenn eru
fjölmennastir, er að gera sig klára að
mæta 21stu öldinni. Hin verkalýðs-
hreyfingin, þar sem fjölmennastir
eru verslunarmenn og almennt
verkafólk, á eftir að leysa vandamál
frá fyrri hluta 20stu aldarinnar.
€
i