Vikublaðið - 21.01.1993, Side 2
2
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. janúar 1993
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir
Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson
Auglýsingar.: Ólafur Þórðarson
Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð)
101 Reykjavík
Sími á ritstjóm: (91) - 17 500. Fax: 17 5 99
Áskriftarsími: (91) - 17 500
Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf.
Áskriftarverð kr. 1000 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 250.
Tíllaga um stjómlagaþíng
Hér á landi ræður einfaldur meirihluti á Alþingi. Það er
þingræði og þó Alþingi virki oft sem afgreiðslustofnun fyrir
ráðherra og ríkisstjómir byggjst framkvæmdavaldið á hinum
pólidska meirihluta á þingi. Okkar pólitísku hefðir miðast við
þennan veruleika og ekki við því að amast Hiasvegar hefur
oftar en ekki komið fram gagnrýni á að rfldsstjómir rjúfi
samninga, brjóti réttindi á fólki og samtökum og taki sér meira
vald en þeim ber samkvæmt stjómlögum okkar. Þeir sem
byggja málflutning sinn á stjómarskrárbundnum ákvæðum í
slíkum deilum við ríkið ríða yfirleitt ekki feitum hesti frá
þeim. Pólitíska lögfræðin hefur verið ríkjandi og túlkað
gmndvallarlög okkar eins og þægilegast er pólitískum
meirihluta hverju sinni.
í deilunni um EES hefur
komið skýrt fram að stjóm-
lagasinnar mega sín lítils
gagnvart pólitísku lögfræð-
inni og meirihlutavilja Al-
þingis. Allir lögfræðingar
viðurkenna að í EES-samn-
ingnum felist framsal á hluta
af stjómarfarslegu fullveldi
íslands. Stjórnarskrá íslenska
lýðveldisins gerir ekki ráð
fyrir slíku framsali. Niður-
staðan varð sú að ríkisstjórnin
taldi sér nægja að fá uppá-
skrift fjögurra lögfræðinga,
sem hún kvaddi til sjálf, um
að framsalið væri svo lítið að
það gerði ekkert til og þrátt
fyrir að stjómarskráin leyfði
ekki beinlínis slíkt, þá mætti
alltént skera úr um réttmæti
þess eftirá með hæstaréttar-
dómi.
í umræðum um málið hafa
ráðamenn gert sér far um, eins
og Tryggvi Gíslason skóla-
meistari rekur í Morgunblaðs-
grein 12. janúar sl., að blanda
saman pólitísku sjálfstæði og
stjómarfarslegu fullveldi. Það
er jafnvel látið svo að allt
streðið við að fá Dani til þess
að fallast á stjómarfarslegar
kröfur íslendinga hafi haft
takmarkaða þýðingu, því full-
veldið sé fyrst og fremst falið
í þrótti þjóðarinnar og vilja
einstaklingsins. Þróttinn og
viljann má ekki vanta hjá full-
valda þjóð, en á hvaða stjóm-
arfarslega gmnni byggir hún
fullveldi sitt? Ekki er hægt að
töfra þá spumingu burt vegna
þess að hún þyki óþægileg.
I Danmörku hafa nokkrir
stjómmálaforingjar íhalds-
manna sagt af sér þar sem
rannsóknardómari telur að
þeir hafi greint þinginu rangt
frá. í Tamílamálinu svokall-
aða hefur sú skoðun komið
fram að með stækkun þing-
nefnda í danska þinginu hafi
margir embættismenn orðið
að taka á sig meiri pólitíska
ábyrgð og nánari samvinnu
við sterka stjómmálamenn
heldur en áður var. Því sé sér-
stök ástæða til þess að taka
hart á yfirbreiðslum og yfir-
hylmingum vegna þess að
annars muni embættismönn-
um í framtíðinni ókleift að
gæta almennra stjómkerfis-
reglna gagnvart stjórnmála-
mönnum.
Þýskalandsforseti hefur
sagt að reisa þurfi skorður við
þeirri hlið þingræðisins sem
flokksræðið er í Þýskalandi.
Þingræðið þarf aðhald og
stjómmálaflokkar mega ekki
verða ríki í ríkinu, sem stend-
ur utan við eftirlit annarra
þjóðfélagsstofnana. Bandalag
jafnaðarmanna vakti á sínum
tíma athygli með kröfunni um
afnám þingræðisins og þjóð-
kjörinn forsætisráðherra.
Enda þótt engar slíkar tillögur
séu á döfinni verður að viður-
kennast að á íslandi er lítið
mótvægi við þingræðið.
Stjómarskráin er lítilsvirt
plagg sem dómstólar hafa
ekki megnað að gera gildandi;
sá umboðsmaður þjóðarinnar
sem forsetinn er, telur sig ekki
geta agað meirihluta á Al-
þingi, og fræðimennskan má
sín lítils gegn vilja meirihlut-
ans á þingi. Hér er enginn
stjómlagadómstóll, ráð-
herraábyrgð er á reiki og
stjómmálamenn verða ekki
auðveldlega dregnir til
ábyrgðar á gerðum sínum. At-
hyglisvert er að eini aðilinn
sem verulega hefur tekið fram
fyrir hendurnar á ríkisstjóm
og Alþingi hin síðari ár er
Mannréttindadómstóll Evr-
ópu, sem í tvígang hefur knú-
ið fram róttækar breytingar á
löggjöf hér á landi.
Það er löngu tímabært að
efna til rækilegrar umfjöllun-
ar um stjórnskipan íslenska
lýðveldisins. Alþingi hefur
um áratuga skeið ýtt frá sér
tillögum um breytingar á
stjómarskránni. Alþingis-
menn virðast vera í krónísk-
um vandræðum með að sjá
fram úr brýnustu úrlausnar-
efnum dagsins. En kannski
þeir Iíti upp á fimmtugsaf-
mæli lýðveldisins? Tillaga
Svavars Gestssonar í Viku-
blaðinu um sérstakt þing sem
fjalli eingöngu um stjórnlög
er athyglisverð. Slík tillaga
mun þó ekki fá hljómgmnn
nema stjómarskrármálin
komist rækilega á dagskrá ís-
lenskra stjómmála og meiri-
hluti Alþingis sé undir þrýst-
ingi frá kjósendum.
Alþýðuflokkurirai aftur orðinn
bitlinga- og spillingarflokkur
Á meðan flestir mega þola rýmandi kjör og samdrátt í at-
vinnu hlaðast ábatasöm embætti á gæðinga Alþýðuflokksins.
Eftir nokkurra ára valdasetu Alþýðuflokks sýnir hann æ fleiri
merki um það sem var talið einkenna hann á viðreisnartíman-
um, með Sjálfstæðlsflokknum á árunum 1959 til 1971. Þá var
Alþýðuflokkurinn talinn lifa á því að úthluta bitlingum til
flokksgæðinga og hlaut hann af þessu talsvert óorð.
Vilmundur Gylfason og
síðar Jón Baldvin Hannibals-
son að hluta mótuðu róttæka
umbótastefnu sem átti að end-
umýja Alþýðuflokkinn, hrista
af honum bitlingastimpilinn
og gefa ungu fólki jafna
möguleika. Eftir endurtekið
stjórnarsamstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn er nú ljóst að
Alþýðuflokkurinn er enn í
gömlu fari þar sem frænd-
semi, flokksskírteini og aura-
von ráða ferðinni en ekki lýð-
ræðislegar Ieikreglur og jafnir
möguleikar.
Kratar inn í Aðalverktaka
Hvað hefur til að mynda
ráðið ferðinni við „endur-
skipulagningu“ íslenskra að-
alverktaka, þar sem Alþýðu-
flokkurinn ætlaði að gera upp
við áratuga spillingu Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks? Aðalverktakar eiga
rætur sínar að rekja til svo-
kallaðrar helmingaskipta-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks á ámnum
1950 - 56. Fyrirtæki Sam-
bandsins Reginn og fyrirtæki
sjálfstæðismanna Sameinaðir
verktakar skiptu á milli sín
hermangsgróðanum. Jón
Baldvin Hannibalsson gerði
alvöru úr því að láta ríkið yfir-
taka meirihluta í Aðalverktök-
um, enda hermangsveislan
bráðum búin. Og nú skyldi
maður halda að tekið yrði til
hendinni í Aðalverktökum.
Þegar Jón Baldvin settist í
stól fjármálaráðherra 1987
gerði hann systurson sinn
Stefán Friðfinnsson að pólit-
ískum aðstoðarmanni sínum.
Hann hafði það einkum sér til
ágætis og starfsílags fyrir utan
frændsemi við ráðherrann að
vera í Alþýðuflokknum. Stef-
án fylgdi Jóni yfir í utanríkis-
ráðuneytið og var síðan gerð-
ur að forstjóra íslenskra aðal-
verktaka. Ragnar Halldórsson
húsasmíðameistari, sem setið
hefur í bæjarstjórn fyrir krata
í Njarðvíkum, hefur svo verið
gerður að stjómarformanni.
Hann hefur verið náinn sam-
starfsmaður Karls Steinars
Guðnasonar.
Á tvöföldum forstjóra-
launum
Er hér um að tefla sérstaka
hæfileika- og atkvæðamenn
sem ætlað er að fást við erfitt
verkefni? Hafa fagleg sjónar-
mið um menntun og hæfni
ráðið ferðinni við útnefning-
una?
Nei, þröng frændsemis- og
flokkssjónarmið eru látin ráða
þannig að ráðstafanir Jóns
Baldvins eru ekki hótinu betri
heldur en á tímum helminga-
skiptastjómarinnar í íslensk-
um aðalverktökum. Það eina
sem gerst hefur er að völdun-
um yfir þessari gömlu pen-
ingakistu hefur verið þrískipt
milli Alþýðuflokks, Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks.
Og hvað hefur svo gerst í
Aðalverktökum? Hið tákn-
ræna svar er að nýi kratafor-
stjórinn situr á tvöföldum
launum miðað við aðra ríkis-
forstjóra og hefur á aðra millj-
ón í mánaðarlaun.
Frændinn forframast
Það er fjarri því að dæmið
um íslenska aðalverktaka sé
einsdæmi. Þvert á móti má
greina munstur í mannaráðn-
ingum ráðherra Alþýðu-
flokksins. Jón Sigurðsson réð
frænda sinn Birgi Árnason
sem aðstoðarmann sinn í við-
skiptaráðuneytinu og kom
honum síðan fyrir hjá EFTA,
með sérstöku meðmælabréfi
frá utanríkisráðherra sem þá
var mikil EFTA-stjama. Nú er
Birgir kominn til Alþjóða
gjaldcyrissjóðsins, en fulltrúi
íslands í stjórn hans er Jón
Sigurðsson.
Embætti án auglýsingar
Um áramótin tók Guð-
mundur Einarsson við emb-
ætti í fastanefnd EFTA í Genf,
þar sem hann hefur 500 þús-
und kr. skattfrjálsar á mánuði.
Sumir muna það ef til vill að
Guðmundur fór inn á þing
með Vilmundi og Bandalagi
jafnaðarmanna og þeirra er-
indi var að beijast gegn
flokkslegri spillingu. Eftir að
Guðmundur datt út af þingi
hefur hann verið fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokks-
ins og aðstoðarmaður Jóns
Sigurðssonar ráðherra. Emb-
ætti Guðmundar var ekki
auglýst. Hann fer því út úr
pólitík á forsendum gagn-
stæðum við það sem gilti er
hann kom inn í pólitíkina.
Frændur og vinir í utan-
ríkisráðuneytið
í utanríkisráðuneytinu hef-
ur lengi verið haft á orði að
inntökuskilyrði þar séu ekki
menntun, hæfileikar og fyrri
störf heldur tengsl og vensl
við ráðherra og sendiherra.
Jón Baldvin Hannibalsson
hefur ekki gerst sá siðbótar-
maður sem ætla mátti miðað
við fyrri áherslur Alþýðu-
flokksins. Sem dæmi má taka
að frændi ráðherrans Finn-
bogi Rútur Amarson og Þor-
valdur sonur Jóns Sigurðsson-
ar vom ráðnir án mikillar
formlegrar menntunar, og
hefur sá síðamefndi síðan
fengið leyfi til þess að fræð-
ast.
Kratar eiga möguleika,
aðrir ekki
Alþýðuflokkurinn hefur
gert mikið úr því á síðustu
missemm að á evrópsku efna-
hagssvæði gildi sömu leik-
reglur fyrir alla. Þar muni
ungt og hæfileikaríkt fólk
hafa jafna möguleika til þess
að nýta hæfileika sína, mennt-
un og reynslu. Ekkert í verk-
um ráðherra Alþýðuflokksins
bendir til annars en að áfram
verði í gildi gömlu krataað-
ferðirnar, þar sem vinir og
vandamenn ráðamanna í Al-
þýðuflokknum sitja fyrir.
Störfunum hjá EFTA, EES, í
ráðuneytunum og hjá Aðal-
verktökunum er haldið fyrir
flokksgæðinga og frændur
krataráðherra.
Tvfliliða viðræður við EB
Formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur tekur undír stefiiu Alþýðubandalagsins.
Varia er bjarminn af flugeldasýningum Alþýðuflokksins
vegna samþykktar AlþingLs á EES-samningnum farinn að
dofna þegar nýtt ljós rennur upp fyrir formanni Alþýðu-
flokksfélagsins í Reykjavík: Það þarf tvíhliða samning við
EB, segjr Þoriákur H. Helgason í Alþýðublaðinu 19. janúar.
Þar með tekur hann undir þá stefnu sem Alþýðubandalagið
mótaði í júlí á sl. ári og Olafur Ragnar Grímsson, formaöur
flokksins, hefur hamrað á í sölum Alþingts.
Líf að loknu EES