Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 4
1 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. janúar 1993 STJÓRNSKIPUN ÍSLANDS EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON Baráttan um skilgreininguna á forsetaembættínu Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, dró það í tæpan sólarhring að staðfesta með undirritun sinni lög sem Alþingi samþykkti 12. janúar um evrópska efnaliagssvæðið. Forsetinn boðaði til ríkisráðsfundar daginn eftir samþykkt Alþingls, mætti í stjómarráðið þung á brún, las upp stutta yfirlýsingu og skrifaði síðan undir víðtækasta milliríkjasamning sem Island hefúr gert frá lýðvddisstofnun. Það hafði verið lagt að forsetanum að beita ákvæði stjómarskrárinnar sem heimtiar forsetanum að skjóta lagasamþykktum AlþingLs tti þjóðarínnar. Táknrænu skilaboðin sem Vigdís sendi (sólarhringsfresturinn og ríkLsráðsf'undurinn) breyta engu um þá lærdóma sem draga má af þessari stjómarathöfn. Það gerir aftur á móti yfirlýsingin sem var gerð opinber eftir fundinn með ríkisstjóminni. I yfirlýsingunni reynir forsetinn að útskýra afstöðu súia og rök- styðja niðurstöðuna, en gerir það ómarkvisst og býðrn- heim margvíslegum túlkunum. Það stóð heldur ekki á því að forsætisráðherra, Davíð Oddsson, legði út af af- greiðslu forsetans. Strax eftir ríkisráðsfundinn sagði Davfð í viðtali við Morgunblaðið: „Það virðist að þessir ágætu aðilar [sem vildu þjóðarat- kvæðagreiðslu] hafi talið að íslenska stjómarskráin geymdi sérstaka heimild tii þess að að forseti vísaði mál- um til þjóðarinnar. Svo er ekki. Islenska stjómarskráin gefur eingöngu heimild til þess að forseti geti lagzt gegn ákvörðun þingsins, farið í andstöðu við þingið og bland- að sér í deilumál. Það með væri komið upp stríð milli forsetaembættis og þings. Á þessu virðist þetta ágæta fólk ekki hafa áttað sig.“ Davíð styðst við gamla Morgunblaðstúlkun á 26. grein stjómarskrárinnar sem blaðið kynnti árið 1966 þegar þingflokkur Alþýðubanda- lagsins fór þess á leit við Ás- geir Ásgeirsson, þáverandi forseta, að hann léti þjóðarat- kvæðagreiðslu fara fram um lagasamþykkt Alþingis á samningi ríkisstjómarinnar við Svissneska álfélagið um byggingu álverksmiðju. Það er 26. greinin sem kveður á um málskotsrétt forseta til þjóðarinnar. I Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins síðast liðinn sunnudag er vísað í viðtal frá því í júní 1968 við Bjama Benediktsson, þáverandi for- sætisráðherra, til stuðnings túlkun Morgunblaðsins. Bjarni, sem var virtur laga- prófessor áður en hann gaf sig allan í stjómmálin, sagði ástæðuna fyrir því að 26. grein stjómarskrárinnar væri þannig úr garði gerð að fmm- vörp öðluðust lagagildi þrátt fyrir að forseti synjaði stað- festingu þeirra, og héldu gildi sínu þangað til þjóðarat- kvæðagreiðsla annað hvort samþykkti þau eða hafnaði, vera þá að margir alþingis- menn óttuðust að forsetinn myndi beita neitunarvaldi í óhófi, ef það yrði ekki skilyrt með þessum hætti. Bjarni við- urkennir að ástæðan fyrir þessari tortryggni hafi verið sú að Sveinn Bjömsson ríkis- stjóri, og síðar forseti, skipaði utanþingsstjórn árið 1942. Ut- anþingsstjórnin var sem fieinn í holdi sjálfstæðis- manna sem vildu að ríkis- stjórn Ólafs Thors sæti sem minnihlutastjórn þangað til meirihluti Alþingis kæmi sér saman um meirihlutastjórn. Pólitík og fræðmennska Það er ekki tilviljun að Morgunblaðið birti ofangreint viðtal við Bjarna Benedikts- son í byrjun júní 1968, en þá stóð kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar sem hæst. Kosið var um tvo fram- bjóðendur, Kristján Eldjárn þjóðminjavörð og Gunnar Thoroddsen, sem síðar varð varaformaður Sjálfstæðis- fiokksins og forsætisráðherra. Morgunblaðið og Bjarni Benediktsson studdu Gunnar, ásamt velflestum í forystu- kjarna Sjálfstæðisfiokksins. Kristján var ekki frambjóð- andi ríkjandi valdablokka, heldur var hann hæglátur fræðimaður sem lét undan áskorun fjölda manna um að gefa kost á sér í forsetakjör. Síðar í Morgunblaðsviðtal- inu, sem bar yfirskriftina Samtal við dr. Bjarna Bene- diktsson um forsetakosning- arnar, og er tekið af Matthíasi Johannessen, andmælir Bjami því sem honum skildist að „kommúnistablað hafi haldið fram, að kjör Kristjáns Eld- járns mundi sýna einhverja andstöðu meirihluta kjósenda við Atlantshafsbandalagið. En þessi yfirlýsing er þó lær- dómsrík, vegna þess að hún sýnir að vissir hópar kjósa forsetaefni sitt í þeirri von, að ef hann nái kosningu geti þeir fengið hann til að misbeita valdi sínu, málstað sjálfra þeirra til framdráttar." Þessi kafli viðtalsins var ekki birtur í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins síðast liðinn sunnu- dag, enda bregður samhengið allt öðru ljósi á ummæli Bjarna Benediktssonar. Það var lengi krafa herstöðvaand- stæðinga að samningurinn við Bandaríkin um herstöðina á Miðnesheiði yrði lagður undir þjóðaratkvæði. Þetta vor, árið 1968, andmæltu háskóla- nemar fyrirhuguðum ráð- herrafundi NATO og það kom til átaka milli lögreglu og vinstrimanna þegar herskip NATO lögðust að bryggju í Reykjavík. Þegar viðtalið er tekið við Bjarna Benediktsson, í byrjun júní 1968, eru það pólitíkskar aðstæður sem eru efst í huga hans, en ekki fræðileg rök. Tilefni viðtalsins eru forseta- kosningamar og Bjami lýsir yfir stuðningi við annan for- setaframbjóðandann, Gunnar Thoroddsen, og andmælir meintum kosningaáróðri stuðningsmanna Kristjáns Eldjáms. Það má gera ráð fyr- ir að hefði Bjami Benedikts- son nokkm sinni rökstutt túlk- un sína á 26. grein stjómar- skrárinnar með gildum fræðilegum rökum, þá hefði Morgunblaðið vitnað til þess fremur en að styðjast við um- mæli sem vom látin falla í hita leiksins síðustu dagana fyrir forsetakosningamar 1968. Sigurður Líndal, prófessor í lögum við Háskóla íslands, segist ekki minnast þess að ít- arleg rök hafi verið færð fyrir þessari túlkun á 26. grein stjómarskrárinnar, sem Davíð Oddsson gerði að sinni um leið og hann fékk fullvissu um að forsetinn staðfesti samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Flokksræði hafnað Morgunblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn (og Fram- sóknarflokkurinn sömuleiðis) studdu séra Bjama Jónsson í forsetakosningunum 1952. Séra Bjarni féll fyrir Ásgeiri Ásgeirssyni. Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn studdu Gunnar Thoroddsen í kosningunum 1968. Gunnar féll fyrir Kristjáni Eldjárn. Við forsetakosningamar 1980 tók hvorki Morgunblaðið ná Sjálfstæðisflokkurinn afger- andi afstöðu til frambjóðend- anna, enda vom þeir fleiri en einn sem áttu tilkall til stuðn- ings þessarar valdablokkar. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti með stuðningi fólks í öllum fiokkum og þjóðfélagshópum. Sumir þeirra sem vom í innsta hring stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns árið 1968 studdu Vigdfsi 1980, til dæmis Hall- dór E. Sigurðsson, fjármála- og landbúnaðarráðherra í rík- isstjómum Framsóknar- flokksins á áttunda áratugn- um, og Kristján Thorlacius, sem var lengi formaður BSRB. Megineinkenni þess mynsturs sem forsetakosning- ar hafa fylgt á lýðveldistíman- um er að þjóðin hefur hafnað flokksræði á þessum velt- vangi. Þjóðin hefur stutt til valda forseta sem skera sig úr ríkjandi valdakerfi, valdakerfi sem annars stjórnar öllum embættisveitingum í stjórn- sýslunni og dómstólunum, að Hæstarétti meðtöldum. Frá þessu sjónarhomi verð- ur skiljanlegri tortryggni helstu valdastofnana þjóðfé- lagsins, og Morgunblaðsins sem talsmanns þeirra, gagn- vart forsetaembættinu. Forset- inn á hverjum tíma er í þeirri einstöku aðstöðu að hafa í senn beint umboð þjóðarinnar og jafnframt stjómskipulegan rétt til að synja staðfestingu lagafmmvarpa frá Alþingi og bera þau undir þjóðina. Allt frá lýðveldisstofnun hefur verið tekist á um valdsvið forsetans. Þegar komið hefur til tals að forset- inn beitti því valdi sem stjóm- arskráin tryggir embættinu hafa ráðandi öfl lagst gegn slíkum hugmyndum og gert þær tortryggilegar. í umræð- unni um þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samninginn var því haldið fram að þjóðar- atkvæðagreiðsla sliti í sundur friðinn í þjóðfélaginu. - Eins og ég hef skilið stjómarskrána er þetta einfalt mál. Forsetinn hefur rétt til að skjóta umdeildum lögum til þjóðarinnar. Ríkisstjómin og andstæðingar þjóðaratkvæða- greiðslu tala um að verið sé að koma forsetanum í erfiða stöðu með óskum um að emb- ættið beiti sér fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu. Það er reynt að stilla sem andstæðum lýð- ræðinu og friðnum og gera lýðræðið tortryggilegt með þeim hætti. En í mínum huga fara friður og lýðræði saman, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og stuðn- ingsmaður þjóðaratkvæða- greiðslu. „Ekki heil brú“ í rökum fyrir valdaafsali Þegar Vigdís Finnboga- dóttir settist niður til að skrifa yfirlýsinguna sem fylgdi stað- festingu hennar á frumvarpi um EES-samninginn hafði hún fyrir sér eitt fordæmi fyrir áskorunum til forseta um að hann bæri tiltekið mál undir þjóðaratkvæði. Það er frá ár- inu 1946 þegar Sveini Bjöms- syni forseta bárust áskoranir um að beita sér fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um herstöðv- arsamninginn við Bandaríkin. (Annað hvort var Vigdísi ekki kunnugt um beiðni þingflokks Alþýðubandalagsins sem greint er frá hér að framan, eða hún talið það ósambæri- legt). Vigdís kaus að túlka þetta eina tilvik þannig að það hafi skapað „hefðir og venjur“ sem ekki væri stætt á að bregða útaf. Það er þetta atriði sem fólk á einna erfiðast með að fallast á í yfirlýsingu for- setans. - Ég er ekki sammála þeim rökum að það hafi skap- ast hefð fyrir því að forseti hafni áskorunum uni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, segir Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalista. Kristín segir rétt forseta til að bera Iagafrum- vörp undir þjóðaratkvæði tví- mælalaust vera fyrir hendi, en yfirlýsing Vigdísar sé til þess fallin að styrkja það sjónar- mið að forsetinn hafi ekki þetta vald. - Þetta er spurning um ná- kvæmni í orðalagi. Yfirlýs- ingu forsetans er hægt að lesa þannig að hún teldi sig vera að taka fram fyrir hendur Al- þingis ef hún efndi til þjóð- aratkvæðagreiðslu um EES- samninginn. Ég tel það ekki vera rétt. Hinsvegar má með nokkrum rökum segja að ef Vigdís hefði kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu hefði hún tekið fram fyrir hendur þingsins að því leyti að Al- þingi var búið að fjalla um til- lögu um þjóðaratkvæða- greiðslu og hafnað henni, seg- ir Svavar Gestsson. Sigurður Líndal fjallaði um embætti forseta íslands í grein í Skími á liðnu hausti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin geymi skýlaus ákvæði um rétt forseta til að skjóta lagafrumvörpum Al- þingis til þjóðarinnar. „Þetta er eðlilegt viðhorf," skrifar Sigurður, „enda ekki heil brú í því að efna til þjóðkjörs um valdalausan forseta þar sem ekki er um annað að kjósa en persónulega eiginleika. Þegar þetta er haft í huga og það að tilefni til íhlutunar forseta hljóta eðli málsins samkvæmt að vera fá, er ekki unnt að halda því fram að venja hafi svipt forseta öllum völdum," ályktar Sigurður Líndal í Skírni. Embætti og persóna Margir þeirra sem skrifuðu undir áskomn til Vigdísar Finnbogadóttur um að bera samninginn um EES undir þjóðaratkvæði vom stuðn- ingsmenn hennar í kosning- unum fyrir tólf árum. I yfir- lýsingu sinni segir Vigdís undirskriftimar margar hverj- ar frá persónulegum vinum. Þegar Vigdís brást vænting- um þessa fólks varð það fyrir vonbrigðum, en svotil allir tóku afgreiðslu forsetans með þegjandi þögninni. Þeir sem blaðamaður ræddi við vegna samningar þessarar greinar vora fæstir viljugir að tjá sig undir nafni um frammistöðu forsetans. Þar toguðust á virð- ing fyrir forsetaebættinu og vinsemd í garð forsetans ann- arsvegar og hinsvegar pólitísk afstaða til hlutverks forseta í lýðræðislegu ákvarðanaferli. Aftur á móti telja margir það löngu tímabært að Al- þingi og þjóðin gefi sér tíma til að ræða stjómskipunina og stjómarskrána með það fyrir augum að gera skynsamlegar breytingar á hvomtveggja. Svavar Gestsson stingur upp á því að sérstakt stjómlagaþing verði haldið fyrir næstu kosn- ingar, þar sem stjórnarskráin yrði eingöngu á dagskrá. - Ríkisstjórnir eru á hverj- um tíma alltof uppteknar af efnahagsmálum og gefa sér aldrei tíma til að líta til fram- tíðar. Það er hættulegt fyrir litla þjóð, segir Svavar Gests- son. Hvað þýðir þessi klausa? lyðveldisins lil slaðfesliígar ei/sfðar á?'''?"1 Iae' í>'rlr forse'a samþykkt, og veítir staðfestLin h , ‘ Um eftir að Þaö var agafrumvarpi staðfestingar og fer Íað hö^8' 01 Synjar forseti 'eggja skal það þá svo fijótf sTm^ kosf Sfður ,a8aSildi-ea kosnmgarbærra manna í iandinu fi| “"f atkvæði a,)ra eyn! egnatkVæðagreið$lu.Löginfai, 5ykktar eð.a Synjunar meö en eila halda þau gildi sínu. 8 d ’efsamÞykkisersynjað, 26. grein stjómarskrárinnar er þungamiðjan í deilum um völd forseta til að efna til þjóðarat- kvœðagreiðslu um umdeild lagafrumvörp frú AlþingL

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.