Vikublaðið - 21.01.1993, Qupperneq 10
10
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. janúar 1993
VÍSINDI OG FRÆDI EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON
Eiga íslenskir fræðimenn
að skrifa á ensku?
Taugatítringur gerði vart við sig í félagsvísindadeild Háskóla íslands þegar Fréttabréf Haskólans kom út í desemb-
er. í Fréttabréfinu var sagt frá úttekt sem Wolfgang Edelstein frá Max-Planck stofnuninni í Berlúi var fenginn tíl að
gera á félagsvMndadeildinni. Skýrsla Edelsteins áttí ekki að koma fyrir sjónir almennings, að minnsta kostí ekki í
bráð, heldur var hún hugsuð sem innanhússmál. I henni er fjaUað um einn viðkvæmasta þáttinn í starfi háskólakenn-
ara; hversu vel þeir sinna vísindum og fræðum.
Tveir mælikvarðar eru
einkum lagðir á frammistöðu
háskólakennara. Sá fyrri, og
léttvægari, er mat nemenda
sem gefa kennurum sínum
umsögn að loknu námskeiði.
Umsagnir nemenda eru not-
aðar í háskólum meðal annars
til að fylgjast með því hvort
kennarar búa yfir nægilegri
færni í mannlegum samskipt-
um. Seinni mælikvarðinn er
mikilvægari en það er mat á
framlagi háskólakennara til
fræðilegrar umræðu. Skýrsla
Edelsteins tók til þess hluta en
félagsvísindadeild fékk hann
árið 1991 til að taka að sér út-
tektina. Edelstein er virtur
fræðimaður í Þýskalandi og
forstjóri Max-Planck stofnun-
arinnar í Berlín. Hann ólst
upp á íslandi og starfaði hér
um skeið, meðal annars við
endurskoðun á kennslu í sam-
félagsfræðum og tók oft til
máls, í ræðu og riti, býsnavet-
urinn 1983 þegar umræður um
sögukennslu í skólum lands-
ins tröllreið fjölmiðlum.
Skýrslan sem Edelstein lagði
fram í haust er hluti af viða-
meiri úttekt á félagsvísinda-
deild.
Þótt menn í deildinni séu
nánast á einu máli um að
nauðsyn sé á slíkri úttekt og
hún geti orðið til þess að efla
skynsamlega umræðu um
stöðu deildarinnar og framtíð-
armarkmið þá varð skýrslan
feimnismál um leið og hún
var lögð fram. Sumpart var
það vegna þess að deildin ótt-
aðist að einstök atriði í skýrsl-
unni yrðu slitin úr samhengi,
túlkuð á versta veg í fjölmiðl-
um og yrði félagsvísindadeild
og Háskólanum til hnjóðs.
Þegar DV birti frétt um
skýrsluna jók það á tortryggn-
ina gagnvart fjölmiðlum. Svo
voru þeir sem töldu að ef efni
skýrslunnar læki út þá myndu
menn setja sig í vamarstöðu,
hver gagnvart öðrum, og þar
með yrði ekki til sá umræðu-
grundvöllur sem að var stefnt.
Deildarforseti félagsvísinda-
deildar, Sigurjón Bjömsson
prófessor, tók þess vegna þá
ákvörðun að skýrslunni skyldi
haldið innan deildarinnar.
Þeirri niðurstöðu vildu sumir
ekki una og skýrslunni var
komið í hendur Sigurðar
Steinþórssonar prófessors
sem hefur umsjón með Frétta-
bréfi Háskóla íslands.
Samsæriskenningar
Sigurður mat það svo að
skýrsla Wolfgangs Edelsteins
ætti fullt erindi í Fréttabréfið
og þar sem einn af kennumm
félagsvísindadeildar hefði
komið með skýrsluna væri
ekki ástæða til að láta við-
kvæmni ráða ferðinni. Sig-
urður birti snemma á síðasta
ári hliðstæða umfjöllun um
kennara eðlisfræðistofu og
þar var komið fordæmi. Þegar
það kvisaðist út að Fréttabréf
Háskólans hygðist birta
skýrslu Edelsteins var það
túlkað af sumum starfmönn-
um félagsvísindadeildar á
þann veg að nú væri Sigurður,
sem er prófessor í raunvís-
indadeild, að koma höggi á
félagsvísindadeild. I háskól-
um er munurinn oft hárfínn á
eljaraglettum og harðsvíraðri
baráttu um fjárframlög, frama
og völd. Sigurður segir til-
ganginn með umfjöllun
Fréttabréfsins þann einan að
koma á framfæri upplýsing-
um sem yrðu til einskis ef þær
væru ekki lesnar og ræddar.
En hvað er svona viðkvæmt
í skýrslu Edelsteins? Jú, hann
athugaði hversu mikil um-
ræða væri á erlendum vett-
vangi um ritverk kennara í fé-
lagsvísindadeild og komst að
þeirri niðurstöðu að hún væri
hættulega lítil og menn þyrftu
að taka á sig rögg til að koma
deildinni á hið alþjóðlega
landakort háskólanna. Að-
ferðin sem Edelstein notar til
að komast að þessari niður-
stöðu er algeng en líka um-
deild.
Gamla aðferðin við að
kanna hversu vel háskóla-
menn stæðu sig var að skoða
ritverkaskrá þeirra. Því fleiri
útgefnar ritgerðir og bækur,
því betri fagmenn var við-
kvæðið. Þegar ofvöxtur hljóp
í háskóla á Vesturlöndum, á
árunum eftir seinni heims-
styijöld, samhliða því sem út-
gáfa fræðitímarita og bóka
stórjókst, komu í ljós gallar
þessarar aðferðar. Frumleg
hugsun er aðal vísinda- og
fræðimennsku og samhengið
milli fjölda ritverka og frum-
leika varð minna eftir því sem
það varð auðveldara að gefa
út.
Önnur aðferð við að varpa
Ijósi á hæfileika háskólaborg-
ara þróaðist í Bandaríkjunum
á sjöunda og áttunda áratugn-
um. Hún er fólgin í því að
telja hversu oft er vitnað í höf-
unda fræðirita. Með þeim
hætti er talið að hægt sé að
koma mælistiku á gæði höf-
undarverka. Hugmyndin, sem
liggur hér að baki, er sú að
vísindasamfélagið meti fram-
lag einstakra fræðimanna með
óbeinum hætti þegar vitnað er
í verk þeirra; því fleiri tilvitn-
anir, því mikilhæfari er fræði-
maðurinn. Þessi leið til að
meta frammistöðu vísinda-
manna er umdeild fyrir
margra hluta sakir. Það er
bent á að tilvitnanir höfunda í
sjálfa sig eru taldar með, vís-
indamenn hafa myndað klíkur
þar sem menn gera samkomu-
lag um að vitna hver í annan,
yngri fræðimenn eiga erfitt
uppdráttar í tilvitnanagrein-
ingu og tímarit þurfa að upp-
fylla ákveðin skilyrði til að
vera tekin með í þessa grein-
ingu. Tímarit í fámennum vís-
indasamfélögum eins og því
íslenska eiga litla sem enga
möguleika á því að vera talin
með.
Fyrir félagsvísindin er það
sérstök útgáfa sem sér um að
safna viðurkenndum fræðirit-
um og telja í þeim tilvitnanir,
Social Science Citation Ind-
ex. Edelstein tók saman til-
vitnanir í fræðirit kennara við
félagsvísindadeildina árin
1988-1990 og meðalfjöldi til-
vitnana á hvem kennara ligg-
ur á bilinu 2-6. Ætli félagsvís-
indadeild Háskóla íslands að
komast á landakortið þyrfti að
margfalda þessar tölur. En
miklar efasemdir eru um
hvort æskilegt sé að stefna að
breytingum í þá átt. Ef átak
yrði gert til að koma kennur-
um deildarinnar á blað erlend-
is, og þar með deildinni sjálfri,
yrði að fóma einhveiju öðm.
Þjóðskóli og alþjóðahyggja
Markmið félagsvísinda-
deildar Háskóla íslands er að
„efla þekkingu og skilning á
íslensku þjóðfélagi og ís-
lenskri menningu", eins og
segir í kynningu deildarinnar.
Ef deildin ætlar að efla skiln-
ing íslendinga sjálfra á þjóð-
félagi sínu og menningu verða
kennarar og sérfræðingar
deildarinnar að rannsaka ís-
lensk fyrirbrigði og birta nið-
urstöður sínar á íslensku. En
þar með er loku fyrir það
skotið að félagsvísindadeild
fái viðurkenningu á alþjóða-
vettvangi, því að samkvæmt
hefðbundnum mælingum,
eins og þeirri sem Edelstein
notar í skýrslu sinni, koma rit-
verk á íslensku ekki til álita
þegar framlag fræðimanna er
metið. Það felst ákveðin hætta
í því að leggja of mikla
áherslu á séríslenskar rann-
sóknir sem koma eingöngu
fyrir sjónir þeirra sem læsir
em á íslensku. Framþróun
vísinda og fræða er háð opin-
berri orðræðu þar sem vís-
indamaður leggur fram verk
sitt til gagnrýninnar umfjöll-
unar sérfræðinga á sama
sviði. í litlu vísindasamfélagi
eins og því íslenska em ekki
skilyrði til að gagnrýninn og
sérmenntaður hópur vísinda-
manna myndist, nema þá á ör-
fáum sviðum. A hinn bóginn
hefur smæðin ýtt undir fjöl-
hæfni fræðimanna, því að þeir
verða að sinna mörgum við-
fangsefnum, en það er kostur
sem víða erlendis er talinn
nauðsynlegur til að hamla
gegn þróun í átt til síaukinnar
sérhæfingar þar sem fræði-
menn afmarka sér afar þröng-
an bás á kostnað yfirsýnar og
heildarmats á tengslum fræða
við umheiminn.
Háskóli íslands var stofn-
aður sem þjóðskóli fyrir rúm-
um áttatíu ámm. Skólinn var
hugsaður sem veigamikill
þáttur í sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga, með það hlutverk að
efla og varðveita innra sjálf-
stæði þjóðarinnar. Háskólinn
„bjó til“ þær starfsstéttir sem
nútímaþjóðfélag með sjálf-
stæða menningu og sögu get-
ur ekki verið án; lögfræðinga,
presta, lækna, verkfræðinga
og kennara. Félagsvísinda-
deild er ein yngsta deild Há-
skólans, stofnuð 1976, en
kennsla í einstökum greinum
deildarinnar hófst fáeinum ár-
um áður. Stofn félagsvísinda
er félagsfræðin sem í mörgu
er alþjólegri en aðrar fræði-
greinar hugvísinda. Helstu
kenningasmiðir félagsfræð-
innar leituðu að sameiginleg-
um einkennum samfélaga
óháð sögu og menningu ein-
stakra þjóða. Þess vegna er
eðlilegt að starfsmenn deild-
arinnar velti fyrir sér hvort að-
aláherslan skuli vera á rann-
sóknir sem birtar em íslensk-
um lesendum eða hvort
deildin ætti að leggja meira
upp úr því að fá ritgerðir gefn-
ar út í erlendum tímaritum.
Algengt svar við spuming-
unni hvort félagsvísindadeild
eigi að alþjóðavæðast eða
rækta garðinn sinn hér heima
er að sinna hvorutveggja jöfn-
um höndum. Hinsvegar eru
þeir sem telja óhjákvæmilegt
að skýrari meginlínur verði
lagðar fyrir kennara og sér-
fræðinga deildarinnar til að
mönnum séu ljósari markmið
starfseminnar. Umræðan um
skýrslu Wolfgangs Edelsteins
gæti orðið upphafið að átaki í
stefnumótun deildarinnar, að
því gefnu að akademískur
skotgrafahernaður sé ekki
hafinn vegna birtingar skýrsl-
unnar og aðdraganda málsins.
Háskólinn var stofnaður sem þjóðskóli en varð jafnframt hluti alþjóðlegs háskólasamfélags. Félagsvísindadeild glímir við
þessa mótsögn sem snertir viðkvœma strengi í brjóstum háskólamanna.