Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1993, Qupperneq 16

Vikublaðið - 21.01.1993, Qupperneq 16
VIKUBLAÐIÐ ) róUAKAO Í .AlKjANWJ Athafnakonur á nám- skeiði í fyrirtækjarekstri Lumarðu á góðri hugmynd sem getur aílað þér atvinnu? Orðin Ieið á að vinna hjá körlum sem skilja ekki hvað tillög- urnar þínar eru góðar? Ertu að springa af athafnaþrá sem faer ekki útrás við þá einhæfu vinnu sem í boði er í byggðarlaginu? Kannski bara orðin atvinnulaus? Eða ertu ein þeirra sem reka oggulítið fyrirtæki á eintómu stoltinu, vinnuseminni og sparn- aðinum og vilt ekki stíga yfir háa þröskulda lánastofnana? Ef þú ert kona og getur svarað einhverri af þessum spumingum játandi er líklegt að námskeiðið Athafnakonur - námskeið í hagnýtum vinnubrögðum, sem Iðn- tæknistofnun hyggst fara með í öll kjördæmi landsins, eigi erindi til þín. Nú þegar er búið að halda námskeiðið á ísa- firði, en konum sunnan heiða gefst tækifærið 28. og 29. jan- úar. Upphaf námskeiðsins má rekja til þess að félagsmála- ráðherra ákvað í samráði við nefnd kvenna úr dreifbýli að láta gera fræðsluefni sem tengdist nýsköpun í atvinnu- málum kvenna á landsbyggð- inni. Astæðan var sú að kon- um í dreifbýli bjóðast færri og einhæfari störf en körlum. Líklega eru mörg atriði tek- in fyrir á þessu námskeiði sem venjulega eru ekki á námskeiðum fyrir drengina ungu og upprennandi sem erfa eiga völd og auðæft þessa lands. Dæmi: Sjálfsmyndir veikar og sterkar, Fyrirmyndir kvenna, Konur á vinnumark- aði og karlar á vinnumarkaði, Helstu áhrif atvinnuleysis, Hvar er atvinnuþátttaka kvenna vaxandi? - og svona mætti lengi telja. Hinsvegar má gera ráð fyrir að dag- skrárliði eins og: Hvemig sækjum við um peninga? Stefnumótun og Gerð rekstr- aráætlana, vanti ekki á stráka- námskeiðin. - A námskeiðinu er mikil áhersla lögð á hópvinnu og úrvinnslu hagnýtra verkefna, segir Lilja Mósesdóttir hag- fræðingur. Hún hefur ásamt Hansínu B. Stefánsdóttur verkefnisstjóra og Erni D. Jónssyni félagsfræðingi borið hitann og þungann af gerð námskeiðsins. Og Lilja vill benda á að námskeiðið sé ekki síst ætlað fulltrúum í at- vinnumálanefndum úti um Áramótahappdrætti Vinningsnúmer hirt 11. febrúar Dregið var í áramóta- hiippdrætti Alþýðubanda- lagsins 6. janúar sl. hjá borgtirfógetaembíeltinu. Vinningsnúmerin voru innsialuð og verða birt i vIkubl.adinu II. febrúar nk. land, sem sjálfir eiga að geta veitt áframhaldandi ráðgjöf við atvinnusköpun. Konur veðsetja ekki heimili sín En hvað aðgreinir konur í fyrirtækjarekstri frá körlum sem sjálfir reka fyrirtæki? - Almenna mynstrið er að konur leita síður en karlar til sérfræðinga um úrlausn á vandamálum eða til að fá ráð- gjöf, heldur fremur til fjöl- skyldumeðlima og nánustu vina, segir Lilja. - Þar með er ekki sagt að karlar leiti endi- lega til ráðgjafafyrirtækja eða kaupi sér dýra sérfræðiþjón- ustu. Þeir eiga oft kunningja hér og þar sem eru sérhæfðir á ýmsum sviðum og oft næla þeir sér bæði í þekkingu og ráðgjöf eftir óformlegum leið- um með því að nýta sér víðara tengslanet úti í atvinnulífinu. En auðvitað ráða þeir oftar yf- ir fjármagni til að fara beint til færustu aðila sem kosta mik- ið. Og hér er ég komin að fjár- magninu. Konur eru mjög tregar til að taka lán og veð- setja helst ekki heimili sín. Þess vegna eru þær oft aðeins með sparibaukinn í höndun- um og eins og allir vita eru konur hvorki ríkar í þessu landi né hafa þær forsendur til að mynda mikinn spamað frekar en flestir aðrir í þessu þjóðfélagi. Eigin rekstur engin töfralausn Aðstandendur námskeiðs- ins hafa tekið saman upplýs- ingar um bakgrunn kvenna sem hafa farið út í eigin rekst- ur á Islandi. Meðalkonan er á aldrinum 33-52 ára, hefur ýmist gagnfræðapróf, lands- próf eða iðnnám (hárgreiðslu- konur) að baki, hefur verið al- mcnnur launþegi og býr í Reykjavík. En hvaða þörf er á að konum sem stunda eigin rekstur fjölgi? Er ekki óðs manns æði að etja konum út í fyrirtækjarekstur á dögum gjaldþrota og í lántökur með- an vextir brjóta annað hvert bak í landinu? - Það er alls ekkert lausnar- orð að nú eigi konur bara að stofna fyrirtæki, þá dragi úr launamisréttinu, valdaleysinu og tvöfalda vinnuálaginu, við- urkennir Lilja. - Það er vissu- Vinnan er oft gífurleg og launamunur milli kynja í stétt atvinnurekenda ekki minni en á vinnumarkaði. Auðvitað er þetta líka ástæðan fyrir því að konur veigra sér við að fara út í eigin rekstur eða gefast fljótt upp, segir Lilja Markhópurinn er aðrar konur En hér er ekki allt sem sýn- ist. Margrét S. Richter hefur rannsakað hvers konar fyrir- tæki það eru sem konur reka einkum. I Ijós kom að þau voru flest á sviði verslunar og þjónustu, að mestu leyti hár- greiðslustofur, sólbaðsstofur, söluturnar og litlar gjafavöru- verslanir. Sem sé fyrirtæki Kvennamarkaðurinn er að stækka Eins og sagt var frá hér að ofan er markhópur fyrirtækja sem konur reka oftast aðrar konur. Nú er skilningur að vakna á því að konur eru áhrifameiri viðskiptavinahóp- ur heldur en áður var talið, eða með öðrum orðum, áhrifameiri en karlar hafa gert sér grein fyrir, og að áhrifa þeirra sem viðskiptavina gæti á mun fleiri sviðum en gert hefur verið ráð fyrir hingað til. Bendir þetta ekki til þess að „markaður" fyrir fyrirtæk í eigu kvenna sé einfaldlega að stækka? - Jú, það tel ég tvímæla- laust, samsinnir Lilja, - en ein- sem oft bera aðeins eigandann sjálfan og í mesta lagi einn annan í vinnu I rannsókn Margrétar kom líka fram að eigendumir, konumar, höfðu byrjað svotil eingöngu með eigið fjármagn og að þær bjuggu sig mjög vel undir stofnun fyrirtækisins. Það at- hyglisverða við þessi fyrir- tæki er einnig að flest þeirra sinna mestmegnis konum og þörfum þeirra. Fyrirtæki njóta meiri skilnings en einstaklingar Þörftn fyrir nýsköpun í at- vinnumálum kvenna er eftir sem áður gífurleg, bendir Lilja á og nefnir að víða sé verið að fækka starfsfólki, breyta störfum í hlutastörf og láta fólk gerast verktakar í stað þess að vera almennir launþegar. Og Lilja heldur áfram. - Lítum á hvað gerist þegar fólk gerist verktakar, svo ég taki dæmi. Konur verða mun oftar einyrkjar en karlar í stað þess að stofna fyrirtæki sem geta hugsanlega orðið starfs- vettvangur fyrir fleiri, ,ráðið við fleiri og stærri verkefni og krafist hærri þóknunar. Það er einu sinni svo að það er meiri skilningur á því að fyrirtæki þurfi að bera sig heldur en að einstaklingarnir þurfi að lifa. Og því tel ég einsýnt að fyrir- tæki fái hlutfallslega meira í sinn hlut fyrir verkefni en ein- þessi áhrif eru margskonar. Erlendar rannsóknir sýna fram á svart á hvítu að konur leitast við að skipta við fyrir- tæki sem styðja félagsleg framfaramál eins og kvenna- athvörf, umhverfismál, eða stuðla að jafnrétti kynja innan sinna vébanda, svo fátt eitt sé nefnt. En konur eru vannýttur markhópur í víðari skilningi. Hefðbundin karlafyrirtæki gera sér oft ekki grein fyrir þörfum kvenna og oft er það ekki fyrr en þau hafa hleypt konum í áhrifastöður sem þau „uppgötva" þær. Tökum dæmi af reiðhjólahnakki. Hingað til hefur verið framleiddur ein- hver kynlaus hnakkur fyrir alla. Núna er farið að fram- leiða sérstaka hnakka fyrir konur og þeir renna út. Eins er með bíla. Japanir eru famir að leggja mikið upp úr því að fá konur sem iðnhönnuði, því þær gera sér oft betur grein fyrir því en karlar hvaða þarfir fjölskyldubíllinn þarf að upp- fylla. Konur vita oft betur en karlar hvað vantar á markað- inn og þessa þekkingu hafa þær úr reynsluheimi sínum sem er annar en karla. Þar hafa þær yfirburði. Alþjóðakvennabankinn A námskeiðinu verða kynntar hugmyndir að stofn- un Lánatryggingasjóðs kvenna en í undirbúningi er að sækja um aðild íslands að banki lánar konum sem reka eigin fyrirtæki og veitir þeim jafnframt rekstrarráðgjöf og ráðgjöf við þróun hugmynda. En hvemig tengjast þessar fyrirætlanir námskeiðinu? - Erlendar rannsóknir sýna að forráðamenn lánastofnana eru tregir til að lána konum í fyrirtækjarekstri. Á Islandi er ástandið ekkert öðruvísi, tek- ur Lilja fram. - I fyrmefndri rannsókn Margrétar S. Richt- er töldu 20% kvennanna sig hafa orðið fyrir mismunun í lánastofnunum hérlendis. Hér komum við aftur að reynslu- heiminum. Það hefur einfald- lega komið í ljós að banka- stjóramir hafa oft ekki hug- mynd um hvað konumar eru að fara þegar þær útskýra hugmyndir sínar að þjónustu eða framleiðslu og úrelt við- horf á borð við „að konur eyði en karlar afli“ svífa yfir vötn- unum á þeim bæjum, segir Lilja. Konur eru góður bisness Alþjóðakvennabankinn er veðtryggingasjóður sem ekki fer fram á veð frá konunum sjálfum fyrir lánum. Sjóður- inn er með 56 aðildarstofnanir í 42 löndum og eru mikil tengsl milli starfsmanna um allan heim. - Það er viðurkennt af öll- um helstu efnahags- og hag- fræðistofnunum heims að ör- astan vöxt verði að finna í litl- milli í einhvers konar fyrir- tækjanetum, og þessir starfs- hættir henta konum afskap- lega vel. Þeirra er einfaldlega framtíðin og framtíðin kemur fyrr en seinna. En margir eiga erfitt með að skilja að það geti verið góður bisness að lána konum. Reynsla Alþjóða- kvennabankans er önnur. Ein- ungis 2% útlána tapast og ég held að hlutfallið gerist varla betra. Konur sofa ekki á með- an þær skulda og samvisku- semi þeirra við að láta fyrir- tækin ganga upp og endur- greiða lánin er ótrúleg. Hér er því ekki verið að ræða um einhvers konar þróunarhjálp til kvenna. Styrkumsókn hafnað af fjárveitinganefnd Lilja segir að skilning skorti meðal fjárveitinga- valdsins á Islandi á að heppi- legt sé að stofna íslenskt útibú Alþjóðakvennabankans, en hluti þess fjármagns sem lán- að verður þarf að koma frá innlendum aðilum. Markmið- ið er að koma á fót 40 millj- óna króna sjóði. Undirbúningshópurinn fór fram á þriggja milljóna króna styrk frá fjárveitinganefnd Al- þingis til að vinna frekar að undirbúningi þessa máls, en fékk neikvætt svar. Það er óneitanlega skondið í ljósi þess að hér er verið að hjálpa konum til að hjálpa sér sjálfar við nýsköpun í atvinnulífi, spoma gegn atvinnuleysi og auk þess að afla erlends fjár- magns til atvinnusköpunar hérlendis. Hefði einhvem tíma mátt ætla að slíkt ætti upp á pallborðið hjá þeirri rík- isstjóm sem nú situr, eða skyldi munurinn í þetta sinn felast í því að hér er ætlunin að beina fiármaeni til kvenna

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.