Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 04.02.1993, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 ATVINNULEYSIÐ 3 Draumurinn og martröðin Samfara vaxandi atvinnuleysi á íslandi verða okkur ljósari þau ógnvænlegu vandamál sem slíkum vágesti geta fylgt og þó nokkuð hefur verið fjallað um hér á síðum Vikublaðsins. Sjálfur lentí ég í því hér um daginn þegar ég var á gangi niður Laugaveginn að morgni dags á leið til vinnu að maður, sem ég kannaðist ekkert við, vék sér að mér. Hann kynntí sig sem atvinnuleysingja og spurði kurteislega hvort ég gætí séð af nokkrum krónum þannig að hann ættí fyrir mat Eg hef ekki áður lent í því hérlendis að maður, sem ekki bar þess nokkur einkenni að eiga við áfengisvandamál að stríða, betlaði á þennan hátt Islenskar atviiuiuleysLstnggingar eru á hinn bóginn með þeim hættí að veruleg hætta er á að fjöldi manns komist í þá aðstöðu að þurfa að betía. hvort ekki sé rétt að taka upp samfé- lagslaun í einhverri mynd þannig að samfélagið tryggi öllum ákveðna lág- marksupphæð í laun. Allt em þetta möguleikar sem þyrfti að ræða nú þegar okkur er sagt að 10% atvinnu- leysi verði í Evrópu til frambúðar. Islenskar atvinnuleysistryggingar og niðurskurðarstefna núverandi rík- isstjórnar er hvort tveggja til þess fallið að skapa hérlendis fátækt og eymd í líkingu við það sem sjá má víða erlendis. Þó svo við vonum að takist að rétta úr kútnum þannig að aft- ur verði full atvinna hérlendis er full ástæða til að vinna að breytingum á kjömm atvinnuleysingja. Atvinnurek- endur og ríkisvaldið nota hörmuleg kjör þeirra nú sem grýlu á verkafólk. Það er því ekki aðeins eðlileg mann- úðarkrafa að þau kjör séu bætt, það er líka nauðsynlegt til að bæta vígstöðu þeirra sem enn hafa vinnu. Ingólfur V. Gíslason Þar er fyrst til að taka að bætumar sjálfar em fáránlega lágar. Ekki þarf flókna útreikninga til að sjá að menn draga illa fram lífið á ríflega 40.000 krónum á mánuði. En til að auka enn á erfiðleika manna er þeim ætlað að lifa á loftinu í 16 vikur þegar þeir hafa ver- ið á bótum í 260 daga. Að þeim 16 vikum liðnum geta menn aftur fengið bætur í 260 daga og svo framvegis. Verkalýðshreyfingin þarf því að setja á oddinn þrennskonar kröfur um breytingar á lögum um atvinnu- leysistryggingar. I fyrsta lagi að þessi undarlega 16 vikna regla verði felld niður. í öðru lagi að bæturnar verði hækkaðar verulega, og má þá vel taka til athugunar hvort ekki sé rétt að tekjutengja þær. Það ætti nú varla að verða torsótt, jafn spennt og núverandi ríkisstjórn er fyrir tekju- tengingu flestra bóta. í þriðja lagi er eðlilegt að verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að því að afnema það skilyrði að menn verði að hafa verið félagar í stéttarfélagi til að eiga rétt á bótum. Þetta er nauðsynlegt meðal annars til þess að fólk sem er að ljúka námi eigi líka rétt á bótum. Karl Marx var oft og tíðum illa haldinn af byltingarrómantík og það jafnvel þannig að hann taldi sigur verkalýðsstéttarinnar óhjákvæmilegt sögulegt lögmál. Marx dreymdi um að sá sigur myndi í fyllingu tímans leiða til jarðneskrar paradísar. En á stundum bráði aðeins af honum og hann þóttist sjá að annar möguleiki væri í hinni sögulegu framvindu. Það var hins vegar ekki draumur heldur martröð. í „Kenningum um gildisauka" ræðir Marx lítillega þann möguleika að aukin framleiðni samfélaga verði notuð til að bæta kjör þeirrar stéttar er standi milli verkalýðs og borgara. Á þann hátt myndast stéttabandalag borgara og miðstéttar en verkalýður- inn er skilinn eftir. Því miður virðist svo sem við horfum á eitthvað svip- að vera að gerast víða í Evrópu. Um það bil 10% íbúa eru skildir eftir í svaði atvinnuleysis og örbirgðar. Þeim sem þar eru fyrir ofan er síðan sífellt ógnað með því að þeir geti nú hrapað niður og því skuli þeir ein- faldlega halda sig á mottunni. Borg- ararnir geta þá stigið sinn neyslu- dans í friði, þeir sem atvinnu hafa og sæmilega afkomu sjá um að halda hinum verst settu í skefjum. Nú er það svo að það getur ekki verið sjálfstætt markmið að allir full- orðnir séu í 8 tíma vinnu hvern virk- an dag án tillits til þess hvað þeir vinna. Ef framleiðni samfélaga er komin á það stig að hægt sé að hafa 10-15% mannaflans utan virkrar starfsþátttöku er það verkefni verka- lýðshreyfmgarinnar og flokka jafn- aðarmennsku að sjá til þess að hér verði réttlátlega skipt. í stað þess að fóma hluta mannfólksins og neita því um alla vinnu, er hægt að hugsa sér margar aðrar lausnir. Ein er al- menn stytting vinnutímans. Önnur er stóraukin endurmenntun, sem í raun yrði símenntun. Lenging fæðingar- orlofs og möguleikar foreldra ung- barna til að vinna hálfan daginn hvort um sig er þriðji möguleikinn. Jafnvel er full ástæða til að íhuga Hjálpargagn fyrír heimilisbokhaldið og skattframtalið Eitt af markmiöum íslandsbanka er aö standa vel aö upplýsingagjöf til viöskiptavina bankans. Þeir eiga því kost á aö fá heildaryfirlit yfir viöskipti sín viö bankann á árinu 1992. Á viöskiptayfirlitinu kemur fram staöa innlána og skulda viöskiptavinarins um áramót, ásamt ýmsum upplýsingum um vexti og margt fleira. Hér er um aö rœöa hjálpargagn sem kemur aö góöum notum viö heimilis- bókhaldiö og þá ekki síöur viö gerö skattframtalsins. Þú pantar yfirlitiö í nœstu afgreiöslu íslandsbanka, þjónustugjald er 190 kr.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.