Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Page 5

Vikublaðið - 04.02.1993, Page 5
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 5 greinir þannig að „stjórnendur vinni fyrir opnum tjöld- um. . Ein róttækasta tillaga nefndarinnar er að rekstur grunnskóla færist að l'ullu til sveitarfélaga. Tillagan er rök- studd með vísun til hugmynda um valddreifingu og að æski- legt sé að ábyrgð á skólahaldi verði sem næst starfsvett- vangi, það er sveitarfélögum og skólunum sjálfum. En jafnframt því að sjálfstæði skólanna verði aukið og dreg- ið úr miðstýringu ráðuneytis leggur nefndin til að sam- ræmd próf verði aukin, þann- ig að þau verði haldin í völd- um greinum í lok 4. bekkjar, í lok 7. bekkjar og, eins og ver- ið hefur, við lok 10. bekkjar. Þessi tvíátta stefna, annars vegar í átt til valddreifingar og hins vegar í átt til samræm- ingar, virðist ekki vefjast fyrir nefndinni um mótun mennt- astefnu, en kennarar eiga erf- itt með að sjá samhengið. Grundvallarhugmyndin með valddreifmgu hlýtur að vera sú að þeir sem ábyrgðina bera fái líka vald til að móta stefn- una. Nefndin gerir ekki ráð fyrir að skólamir fái aukið frelsi til að haga kennslu eftir aðstæðum og áhuga þeirra sem kallaðir verða til ábyrgð- ar, sveitastjórna og foreldra, heldur er stefnt að aukinni miðstýringu ráðuneytis. Sam- ræmd próf múlbinda hendur kennara sem verða að leggja allt kapp á að koma til skila afmörkuðu og skýrt skil- greindu námsefni og geta ekki leyft sér að bregða útaf því, jafnvel þó að efni og aðstæður gefi tilefni til. Stefna Kennarasambands- ins hefur verið sú að auka sjálfstæði skóla og gera þeim kleift að haga starfi el'tir um- hverfi og aðstæðum, innan þess ramma sem skólanám- skrá setur. Að fenginni reynslu telur Kennarasam- bandið samræmd próf hafa neikvæð áhrif á skólastarfið. I staðinn mælir það með könn- unarprófum sem hjálpartæki í skólastarfi. í könnunarprófum er ekki reynt að flokka nem- endur heldur er leitast við að nieta frammistöðu bekkja í sama skóla og skólastarf í ein- stökum landshlutum auk ann- arra þátta. Gæðastjórnun Gæðasjórnun er í tísku um þessar mundir. Yfirleitt þýðir gæðastjórnun í fyrirtækjum að sett er upp innra eftirlit með því að gallaðar vörur og ófullnægjandi þjónusta fari ekki til neytenda. Þó að mark- mið starfsemi fyrirtækja sé skýrt og vel skilgreint er oft erfitt að koma upp virku innra eftirliti sem tekur til allra þátta starfseminnar. Það stafar ekki síst af því að forsenda fyrir heildstæðri gæðastjórn- un er að hægt sé að brjóta margslungið ferli upp í ein- ingar sem lúta rökréttu sam- hengi. Vandinn er sá að mann- legt atferli lýtur ekki rökræn- um lögmálum nema að takmörkuðu leyti. Vandinn við að koma á gæðastjórnun í skólum er margfaldur á við það sem gengur og gerist í fyrirtækj- um. Öll viðmið eru óskýrari og tilgangur „framleiðslunn- ar“ svo margræður að virk og heildstæð gæðastjórnun er nánast ómöguleg í fram- kvæmd. Nefnd um mótun mennta- stefnu leggur til að „á árinu 1995 hafi allir skólar í landinu komið á innra eftirliti (gæða- stjórnun) sem nær til helstu þátta skólastarfsins." Nefndin treystir sér ekki til að leggja línumar fyrir framkvæmd gæðastjómunar og tillagan er látin hanga í lausu lofti. Forsendan fyrir gæða- stjórnun er samt sem áður tí- unduð í skýrslunni og þar kemst nefndin nærri því að skilgreina hinn fullkomna skóla (sem ætti þá ekki að þurfa gæðastjórnun): „Raunverulegt innra eftirlit næst ekki nema saman fari margir samverkandi þættir svo sem skýr framkvæmda- áætlun skóla (skólanámskrá), sterk forysta skólastjóra, góð nýting á tíma, góðir og áhuga- samir kennarar, góður starfs- andi, markviss endurmennt- un, góð umgengni, sameigin- legar áherslur í samskiptum við nemendur, gott samstarf við foreldra svo að dæmi séu tekin.“ Það eina sem vantar í þessa lýsingu eru nemendurnir. En skilgreiningin felur nánast í sér að nemendurnir verði eins og góðu kennaramir vilja hafa þá. Baráttan um barnssálina Síðustu ár og áratugi hefur ómældur tími farið í það að ræða „innrætingarhlutverk" skóla. Það var tekist á um hvort innræting ætti sér stað í skólum landsins, enda fólk til sem trúði því að það væri hægt að senda börn í skóla án þess að þau yrðu fyrir áhrifum sem mótuðu lífsviðhorf þeirra. Þá sem tóku þessa af- stöðu grunaði að kerfisbundið samsæri væri í gangi í skólum landsins sem miðaði að því að innræta börnum róttæka hug- myndafræði. Það féll um það bil saman að þegar fólk áttaði sig á því að hjá innrætingu varð ekki komist, dró úr grun- semdum um samsæri róttækra kennara. Enn eimir þó eftir af þessum viðhorfum. Þegar fá- einir unglingar köstuðu eggj- um að menntamálaráðherra á liðnum vetri mátti sjá lesenda- bréf í dagblöðum sem sögðu sökina liggja hjá kennurum. I aðalnámskrá grunnskóla frá 1989, saminni í ráðherratíð Svavars Gestssonar, er ítar- lega fjallað um þau gildi og meginsjónarmið sem skulu heiðruð í skólastarfinu. Þar segir meðal annars: „Starfshættir grunnskóla skulu mótast af gildum lýð- ræðislegs samstarfs, kristilegs siðgæðis og umburðarlyndis." Og síðar: „Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: Jafngildi allra manna, virðing fyrir einstakl- ingnum og samábyrgð." Og meira: „Grunnskólinn skal stuðla að því að nemendur temji sér víðsýni og efli skilning sinn á mannlegum kjörum og um- hverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og skyldum einstaklingsins við samfélagið." Og svo þetta: „Jafnframt skal leggja grundvöll að sjálfstæðri hugs- un nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Þetta voru aðeins brot úr kaflanum „Hlutverk og mark- mið grunnskóla“ og textinn er ekki eldri en þriggja ára. Þegar nefndin fjallar um þennan þátt í námskrá grunn- skóla er vísað til nágranna- þjóða og sagt að þar sé miðlun lífsgilda mikilvægur þáttur í starfi skólanna. Síðan stendur skrifað: „Full ástæða er í tengslum við samningu nýrrar aðalnámskrár fyrir íslenska grunnskóla að hefja umræðu um slík gildi sem leggja beri áherslu á í öllu skólastarfi.“ Þetta hljómar undarlega og verður ekki skýrara þegar meðfylgjandi neðanmálsgrein er lesin: „Sem dæmi um slik gildi væru háttvísi, agi, virð- ing fyrir náttúrunni, virðing fyrir öðru fólki, virðing fyrir menningararfi og móðurmáli, frumkvæði og framtakssemi svo að eitthvað sé nefnt.“ Einhvern veginn virðist umræða síðustu ára og ára- tuga um hlutverk skóla í mót- un lífsviðhorfa barna og ung- menna hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá 18 manna nefnd um mótun mennta- stefnu. Aðalnámskrá grunn- skóla frá 1989 er niðurstaða þessara umræðna og svo kem- ur nefnd Ólafs G. Einarssonar og talar eins og umræðan hafi aldrei farið af stað. Eðli máls- ins samkvæmt eru rökræður um lífsgildi og uppeldi ævar- andi en það er nýstárlegt að byrja si svona upp á nýtt á þriggja ára fresti að ræða slík eilífðarmál án tillits til þess sem áður er sagt. Það er tvennt sem sennilega kemur í veg fyrir að nefnd um mótun menntastefnu marki það upphaf sem að er stefnt. I fyrsta lagi virðir nefndin ekki þá meginreglu samráðsþjóð- félags, eins og þess íslenska, að til að gera grundvallar- breytingar á kerfi, sem þegar hefur skotið rótum, verður að gera það í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. í öðru lagi gildir það um mennta- stefnu eins og annað, að það verður ekki byrjað upp á nýtt nema fyrst sé gert upp við for- tíðina. Ekki flokkspólitísk nefiid segir Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður nefndar um mótun menntastefnu - Ég vona að áfangaskýrsla neftidarinnar verði ekki af- greidd með pólitískum fordómum og ég hafna því að þetta sé flokkspólitísk nefhd, segir Sigríður Anna I*órðardóttir þingmaður, en hún er formaður 18 manna nefndar um mótun memitasteíhu sem skipuð var á liðnum vetri af Olafi G. Einarssyni menntamálaráðheiTa. Sigríður tekur því fjairi að óeðlilega hafi verið slaðið að skipun og starfi nefndarinn- ar. Hún bendir á að í nefnd- inni starfi fólk sem hefur mikla reynslu og þekkingu á skólastarfi. Sigríður vill ekki svara fyrir það hvemig ráðherra stóð að skipun nefndarinnar, enda var það ekki á hennar valdi að hafa áhrif þar á. Sig- ríður segir að það hafi ekki verið tímabært að opna fyrir almenna umræðu um hug- myndir um breytingar á skólastarfi, sem nefndin hef- ur velt fyrir sér, fyrr en nú þegar nefndin leggur fram áfangaskýrslu sem umræðu- grundvöll. Sigríður segir það óraunsætt að svona stór nefnd geti starfað nema hún fái að vera í friði á meðan til- lögur eru mótaðar. Sigríður leggur áherslu á að urn sé að ræða áfangaskýrslu og að nefndin muni taka til um- fjöllunar athugasemdir og gagnrýni sem kann að korna l'ram. - Við viljum fá umræðu og gagnrýni og ég fagna rök- studdri og málefnalegri um- fjöllun um skýrsluna. Það er þörf á aukinni umræðu um skólastarf hér á landi. Að áliti Sigriðar Önnu lúta mikilvægustu atriði skýrslunnar að tillögum um valddreiflngu, mat á frammi- stöðu skóla og nýmælum á sviði framhaldsmcnntunar, auk miðlunar upplýsinga og rannsókna. Sigríður Anna segir nefndina hafa haft undir höndum menntastefnu Kennarasambandsins, Mennl er máttur, þótt ritsins sé ekki getið í heimildaskrá. - Það má vel vera að ritið hefði átt heima á heimilda- listanum, svarar Sigríður Anna spurningu um þetta at- riði. Sigríður neilar því að mót- sögn felist í þeirri afstöðu nefndarinnar að leggja ann- ars vegar til valddreifingu í skólurn og hins vegar að boða aukna samræmingu menntamálaráðuneytis á skólastarfi, til dæmis með því að fjölga samræmdum prófum. - Ég er ekki sammála því að samræmd próf hafi nei- kvæð áhrif á skólastarfið. Ég get alveg fallist á að sant- ræmd próf stýri náminu en það er hægt að nota niður- stöður prólanna til að bæta skólastarfið. Það sem skiptir máli er að prófin séu faglega unnin og við leggjum til að prófagerðin verði endur- skoðuð. Þá leggjum við jafn- framt til að kennarar taki þátt í prófagerðinni. Uni það hvort nefndin um mótun menntastcfnu tæki aðra stefnu en þá sem boðuð er í aðalnámskrá grunnskóla frá 1989, um afstöðu til mót- unar lífsgilda í skólastarfi, sagðist Sigríður Anna ekkert hafa frekar að segja en það sem stæði í skýrsiunni. Framsækin skólahugsun í Bandaríkjunum Bandaríkjamönnum hefur á síðustu árum orðið tíðrætt um menntakerfið þar í landi. Flestir eru sammála um að róttækra umbóta sé þörf, en áhöld eru um hvernig skuli staðið að þeim. Tímaritið US News & World Report tók nýlega (llta janúar 1993) saman þær umbætur sem hvað best hafa reynst. Blaða- menn tímaritsins fór vítt og breitt um Bandaríkin til að kynnast umbótastarfi í skól- um og þeir nefna níu leiðir til úrbóta. Eftirfarandi er mjög stytt og lausleg endursögn úr tímaritinu. IKennarar sem sjálf- stæðir frumkvöðlar. Það hefur reynst vel að virkja frumkvæði kennara í skólum með því að veita þeim aukið sjálfstæði í starfi. Tekið er dæmi af grunnskóla í Flórída, með 1700 nemend- ur, þar sem kennarar fengu aukið vald til að ákveða kennsluhætti og velja náms- bækur. Þeir gerðu róttækar breytingar á hvorutveggja, meðal annars til að koma til móts við vilja meirihluta nemenda, sem eru spænsku- mælandi. Skrifstofubáknið skorið niður. Skólar hafa hlaðið utan á sig skrifstofubákni í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og skrifræðið hefur gert skóla- hald bæði þyngra í vöfum og dýrara. Á liðnu sumri skar fylkisstjórnin í Ohio-fylki skrifstofubáknið niður um helming (51 prósent) og gat með því aukið fjármagn til skólanna samtímis því að stórlega var dregið úr mið- stýringu. 3Kennaranemar fá æfingu á vettvangi. í Holt framhalds- skólanum í Michigan koma kennaranemar úr nærliggj- andi háskóla til að fá kennsluþjálfun undir hand- leiðslu reyndra kennara. Verkefnið er byggt upp á svipuðum grunni og sjúkra- hús sem taka læknanema til þjálfunar á vettvangi. 4Afmarkaðra náms- efni. Það hefur gefið góða raun að fækka námsgreinum í skólum og eyða þess í stað meiri tíma í hverja grein. Þróunin hefur verið sú að fjölga námsgrein- um og það hefur bitnað á gæðum námsins; kennsla verður yfirborðskennd þegar reynt er að komast yfir of mikið efni. Könnunarpróf til að bæta kcnnslu. Sam- ræmd könnunarpróf voru tekin upp í þrem bekkj- um grunn- og framhalds- skóla í Kentucky-fylki í fyrra. Prófin eru frábrugðin hefðbundnunt samræmdum prófum með því að einföld- um þekkingarspurningum var hafnað. Ein spurningin var með þeirri forsendu að höfuðborg Bandaríkjanna hefði verið sprengd í loft upp og nemendurnir voru beðnir að leggja línurnar fyrir nýja ríkisstjórn og byggja á kenn- ingum stjórn- og heimspek- inganna Hobbes, Locke, Rousseau og Montesquieu. 6Kennarar fái iaun eftir frammistöðu. Bandarískir skólar hafa margir hverjir átt erfitt með að halda í góða kennara vegna þess að launin hafa verið lág. Það hefur ekki ver- ið metið í launum þegar kennarar hafa náð árangri umfram meðaltalið. Tilraunir hafa verið gerðar í skólutn í Arizona og Tennessee með að launatengja frammistöðu kennara þannig að launin hækka í samræmi við betri árangur. 7Tæknivæðing. í dreifbýlinu í suður- hluta Indiana-fylkis stóðu skólayfírvöld í smábæ frammi fyrir því að einangr- un dró allan mátt úr skóla- starfi framhaldsskólans. Ákveðið var að fjárfesta í tölvu- og fjarskiptabúnaði til að styrkja tengslin við um- heiminn. Núna geta nemend- ur skólans fylgst með fyrir- lestri prófessors í Kaliforníu á breiðtjaldi og spurt hann síðan útí lesturinn. 8Samkeppni skóla. Þegar foreldrar geta valið um hvaða skóla börnin sækja er kominn hvati fyrir skólana að standa vakt- ina og gæta þess að dragast ekki aftur úr. 9Lengra skólaár. Bandarískir grunn- skólar starfa að með- altali 180 daga á ári en þeir japönsku 235 daga á ári. Skólaárið þarf að vera lengra, segir í tímaritinu US- News and World Report.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.