Vikublaðið - 04.02.1993, Qupperneq 6
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993
Tilverara
og ég
- Þetta eru nú ljótu hremm-
ingarnar sem ég hef lent í,
sagði kunningi minn þegar ég
hitti hann á förnuni vegi um
daginn. Og allt útaf einum
andskotans gíróseðli.
- Hvað ertu að segja mað-
ur? Hvað kom fyrir?
- Jú, hérna um daginn lét
konan mig fá gíróseðil og bað
mig að borga hann. Ég lofaði
öllu fögru en svo gleymdi ég
seðlinum í vasanum eins og
verða vill og síðan hefur til-
veran ekki verið sjálfri sér lík.
Þetta byrjaði nú strax um
kvöldið. Þegar ég kom heim
ætlaði ég að slaka á yfir ein-
hverri góðri mynd en viti
menn, það var alveg sama
hvaða spólu ég setti í mynd-
bandstækið, öllu var spýtt út.
Nema Mary Poppins. Svo ég
engdist yfir þeim ósköpum
hálft kvöldið. Konan hélt ég
væri farinn að drekka aftur.
Um nóttina dreymdi mig síð-
an að ég væri að verða gamall
og Sighvatur væri orðinn fé-
lagsmálaráðherra. Ég get sagt
þér að hún var ekki hvfldsöm
sú nóttin. Daginn eftir hélt
þetta áfram. Þegar ég kom út
um morguninn höfðu ein-
hverjir ungkratar skrúfað öll
dekkin undan Toyotunni
minni og málað á hana „Evr-
ópu allt“. I vinnunni var síðan
tekið á móti mér með þeim
tíðindum að annaðhvort yrði
ég að lækka um helming í
launum og þrífa auk þess ein-
býlishús forstjórans tvisvar í
viku eða einfaldlega hætta.
Um nóttina dreymdi mig síð-
an að Jón Baldvin hætti í
pólitík og Ólafur G. gerði
hann að prófessor í siðfræði
við Háskólann.
- Jesús Kristur!
- Enda var ég rauðeygur
daginn eftir. Og þó átti þetta
enn eftir að versna. Um morg-
uninn beit strákurinn stykki úr
skottinu á kettinum og kvik-
indið hentist upp á skáp og
ruddi niður ævafornu dönsku
matarstelli sem hafði verið í
ætt konunnar svo lengi sem
elstu konur mundu. Allt í
mask. Og þegar ég ætlaði að
reyna að ná kettinum rann ég
og datt á brotin og var í fjóra
tíma á slysavarðstofunni með-
an þeir voru að ná öllu helvítis
postulíninu úr mér. Læknirinn
sem sinnti mér trúði mér líka
fyrir því að hann hefði sann-
frétt að við væntanlega upp-
stokkun í ríkisstjóminni fengi
Eiður fjármálin! Ég var nú að
því kominn að gefast einfald-
lega upp. Svo kom konan að
sækja mig og skammaði mig í
leiðinni fyrir að hafa ekki
borgað þennan gíróseðil. Hún
hafði loks drifið í því og nú
fór ýmislegt að breytast. Við
komum við í sjoppu og feng-
um okkur happaþrennu og viti
menn; við unnum 100.000
krónur. Um kvöldið fengum
við svo hæsta vinninginn í
lottó, gamall skólabróðir
hringdi og bauð mér vinnu hjá
nýju fyrirtæki í rífandi upp-
gangi og tengdamamma
bauðst til að taka köttinn til
sín. Um nóttina dreymdi mig
að ríkisstjómin segði af sér,
Alþýðubandalagið fengi
hreinan meirihluta í kosning-
um og aftur yrði bjart yfir á
íslandi.
- Það eru engin smáræðis
umskipti. Hvaða gíróseðill var
þetta eiginlega?
- Áskriftin að Vikublaðinu.
útvarp og sjónvarp mmmmm
Söngvakeppni og
sunnudagsheimsókn
að vill nú svo til, að tími
til útvarps- og sjón-
varpsneyslu verður trúlega lít-
ill yfir helgina, en samt eru
liðir, sem ég reyni að láta ekki
fram hjá mér fara. Mig langar
til að sjá þáttinn um þann
mikla öðling Ingimar Eydal,
sem er á dagskrá á föstudags-
kvöldið í Ríkissjónvarpinu en
læt svo gott heita. Það virðist
hins vegar vera eitthvað varið
í kvikmyndina á Stöð 2 á
föstudagskvöldið, a.m.k. góð-
ir leikarar, svo maður sér til.
Ég er á fundum og svo á
árshátíð allan laugardaginn og
missi því sennilega af fimm
fyrstu lögunum í Söngva-
keppninni, sem er árvisst til-
efni deilna hér á landi. f þetta
sinn er vinur minn Gunnar
Þórðarson, tónskáld og snill-
ingur, hljómsveitarstjóri, en
einhverra hluta vegna hefur
hann aldrei komið lagi að í
Helgi Pétursson.
þessari keppni. Það er spurn-
ing hvort það eru meðmæli
með tónlist hans eða ekki.
í útvarpi sé ég að ég ætti að
hafa tíma til að hlusta á Ævar
Kjartansson í heimsókn á Rás
2 kl. 13:00 á sunnudag. Það
eru fínir þættir hjá Ævari og
hann hefur náð góðum viðtöl-
um við fólk á þessum tíma,
sem reyndar er kjörtími til
þátta af þessu tagi, bæði í út-
varpi og sjónvarpi.
Ég veit svo ekki með kvöld-
ið, sennilega reyni ég að kíkja
á myndina um Anthony Blunt
um kl. 10 á sunnudagskvöldið,
en trúlega verð ég sofnaður.
Kreppuþræll
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði hélt sitt árlega
þorrablót um síðustu helgi. Þar skemmtu sér allir hið
besta, stungu saman nefjum og sungu Kreppuþræl-
inn, sem hér birtist með leyfi höfundar.
Lag: Nú er frost á fróni
Komin er kreppa á fróni,
kyrjar Davíð minn
hræðslusönginn sinn,
sveri strákurinn.
Valda vondu tjóni
víst til sjós og lands
hetjur höfðingjans
í hrunadans.
Hnípin þraukar þjóð,
þrýtur vonasjóð,
vex í geði glóð,
gripin þungum móð.
Líkust særðu Ijóni
leggja í harða vörn
langþreytt launabörn.
Gaular göm.
Enn þótt fylgið falli
Foringjanum hjá
ekki annað sjá
en frjálshyggju þá.
Oft með aurabralli
auka vanda skjótt,
hratt á helveg sótt,
húmar nótt.
Sjúkir þola þraut,
þunga feta braut.
Öldnum skenkja í skaut
skömm og sultargraut.
Lífs á lágum stalli,
leggja í götu stein.
Gömlum græðir mein
gröfin ein.
Því skal betur beijast,
bera merkið hátt,
halda f eina átt,
efla þrek og mátt.
íhalds vá skal verjast,
velta úr sessi fljótt
auðvalds dauðu drótt
þá dagar skjótt.
Þetta þorra teit
þreytir vaskleg sveit,
djörf og hjartaheit
hún sitt takmark veit.
Mega ei lengur merjast
manrdeg gildi dýr.
I starfi styrkur býr,
stefnan skýr.
Verðlaunahafi frá Svíþjóð
Nú stendur yfir í ís-
lenskum heimilisið-
naði sýning á peysum unn-
um af Grétu Sörensen.
Gréta stundar nám í Stokk-
hólmi, en útskrifaðist úr
textfldeild Myndlista- og
handíðaskóla Islands 1983.
Gréta Sörensen hlaut
„Stockholms Modecenters
Designpris“.
Gréta sækir litasamsetning-
ar og áferð fyrst og fremst í
íslenska náttúru, hraun,
mosa, skófir og hveraútfell-
ingar. Með því að pijóna
saman bómull og ull af
lamadýrum nær hún til
dæmis fram áferð mosans.
Munstrin eru flestöll íslensk
en nokkur sænsk. Á sameig-
inlegri sýningu sjö helstu
hönnunarskóla í Svíþjóð,
sem haldin var í júní á sfð-
asta ári, hlaut Gréta verð-
launin „Stockholms Mode-
centers Designpris" fyrir
peysur sínar og fatnað unn-
inn úr íslensku lambsskinni.
Gréta notast mest við tölvu-
tengda prjónavél sem gefur
aukna möguleika á útfærslu
munstra. Þarna er hugsan-
lega kominn einn af litlu
vaxtarbroddunum í íslensk-
um iðnaði. Voru menn ekki
að tala um að auka þyrfti út-
flutning?
Litasamsetning og áferð á peysum sótt í hraun, mosa,
skófir og hveraútfellingar.
í sviðsljósinu mnHmn
Dúndrandi svíng
Karl Möller píanisti, Guðmundur „papa-jazz“ Steingríms-
son og Þórður Högnason kontrabassaleikari verða í sviðs-
ljósinu annað kvöld á Sólon Islandus ásamt bandaríska tenór-
saxófónleikaranum Harry Allen. Það er Djassvakning sem
stendur fyrir tónleikunum og hefjast þeir kl. 21.00 stundvíslega.
Harry Allen er þrátt fyrir ungan aldur í hópi virtustu svíngblás-
ara og búast má við dúndrandi sveiflu. Karl Möller, Guðmundur
og Þórður eru allir góðkunnir djassleikarar og sjóaðir í sveifl-
unni. Það er mikill fengur í hingaðkomu Harry Allens, hér hefur
ekki heyrst klassísk bandarísk sveifla síðan hinir átta stóru léku
í Óperunni með Teddy Wilson í broddi fylkingar. Áheyrendur
mega eiga von á númerum eins og „April in Paris“, „Strike up
the band“ og „Just one of those things", ásamt „Desafinatóum"
og „Parkerblúsum". Þetta ætti að verða hin notalegasta kvöld-
stund á Sólon, enda réttir menn á réttum stað.