Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Side 7

Vikublaðið - 04.02.1993, Side 7
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 JAFNRETTIÐ 7 / Eg varð að bsna við Staðlaðar hugmyndir um hvernig konur það eru sem leita til Jafnréttisráðs eða kærunefndar jafnréttismála gufa upp í eitt allsherjarspurningarmerki frammi fyrir þessari blíðlegu konu, sem án þess að hafa nokkru sinni litið á sig sem „kröfugerðarmanneskju" hefur rofið margra ára aðgerðaleysi íslenskra kvenna í því að kæra launamisrétti. IVIú bíður hún eftir úrskurðinum. Saga Jennýjar Sigfúsdóttur er saga um það hvernig jafnvel lúsiðnum friðsemdarkonum getur misboðið þegar launamisrétti er annars vegar. r g hef þurft að efla kjarkinn til að horf- ast í augu við að ég get tapað þessu máli, en ég er búin að skoða hug ntinn og veit að ég mun sætta mig við niðurstöðu kærunefndarinnar liverriig sem hún verður. Mestu skiptir að ég þorði að kæra. Ég vildi ekki lifa við þá tilfinningu að hafa verið auðmýkt og þurfa að kyngja því, eins og ég þekki svo mörg dæmi um að konur hafi þurft að gera. Með því að kæra losnaði ég við sársaukann." Jenný Sigfúsdóttir er tæp- lega sextug móðir, amma og langamma. í maí í fyrra lést maðurinn hennar, Jóhann Ein- arsson blikksmiður, úr hjarta- áfalli. Þá var kærumál hennar komið á rekspöl og hún neitar því ekki að hún hafi þurft að taka sér tak til að hætta ekki við allt saman eftir að hún missti manninn sinn. „Ég sakna þess að hann skuii ekki vera hér nú þegar niður- stöðunnar er að vænta. Ég held að hann hefði orðið stolt- ur af mér yfír að hafa haldið þessu til streitu." Akvörðunina um að kæra tók hún í mars 1992. „Ég heyrði í útvarpinu frétt um hvemig hægt væri að kæra launamisrétti milli kynja. Bráðum ár var liðið síðan ég hætti störfum hjá Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, þar sem ég hafði verið launagjald- keri í sex ár. Ég sá um öll laun fyrir starfsfólk á heilsugæslu- stöðvunum í Reykjavík sem voru um 400 manns. Mér þótti afskaplega vænt um vinnuna og samstarfsfólkið og yfír- menn mínir voru mér sem bestu vinir. En ég gat ekki sætt mig við mismunun sem mér fannst ég hafa orðið fyrir. Ég vil taka það fram að yftr- menn mínir á Heilsuvemdar- stöðinni vom ekki valdir að henni, heldur menn þeim æðri. Ég kannaði rétt minn og ákvað að kæra. Ég ræddi þá ákvörðun við núverandi yftr- mann minn hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur sem sýndi mér mikinn skilning og studdi mig heilshugar. Fjöl- skylda mín hvorki hvatti mig né latti, ég fann að dætur mín- ar vom kvíðnar fyrir mína hönd yfir því að ég væri kann- ski að ana út í eitthvað sem ég gæti ekki sloppið vel frá. Eftir á að hyggja er ég fegin því að hafa ekki látið aðra taka ákvörðunina fyrir mig. Ég fór ein í gegnum þetta og það er best þannig." Heimili Jennýjar er ekki ríkmannlegt, en ber þó traust- um efnahag vitni. „Ég hef sjálf alltaf verið lág- launakona, en maðurinn minn átti hlut í fjölskyldufyrirtæki, Nýju blikksmiðjunni og var gætinn og útsjónarsamur. Það var því ekki vegna peninga- leysis sem ég lagði alltaf ríka áherslu á að vinna utan heim- ilis. Vinnan var og er mér þörf. Hún hefur verið mér hálft lífið. Maðurinn minn var af þeirri kynslóð sem átti erf- itt með að skilja þessa þörf hjá konum. Hann gerði oft grín að mér og sagði að ég léti eins og ég væri ómissandi, héldi að fyrirtækið stöðvaðist ef ég væri heirna. Hann vildi til dæmis ekki að ég ynni yfir- vinnu. Þess vegna hamaðist ég í vinnunni en það kom þó fyrir að ég fékk leyfi yfir- manna minna til að taka vinnu með mér heirn. Þegar ég lít til . baka sé ég að ég hef alltaf ver- ið í baráttu milli vinnunnar og heimilisins." Jenný hefur alltaf unnið ut- an heimilis við verslunar- eða skrifstofustörf, aðallega bók- hald og launaútreikninga. Hún var á sfnum tíma í Bæjar- útgerð Reykjavíkur, Lífeyris- sjóði SÍS og hjá Sjóklæða- gerðinni. „Ég á ennþá vini frá þessum vinnustöðum. Kann- ski er Sjóklæðagerðin einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef verið á. Þar var ég í fjögur ár í kringum 1970 og þá var verið að endurskipu- leggja alla verksmiðjuna, mjög mikið að gera og rnikill uppbyggingarandi meðal starfsfólksins. Ég var eina skrifstofustúlkan á þessum 100 rnanna vinnustað. En svo kom að því að mér fannst ég ekki geta unnið eins mikið og vinnustaðurinn hefði þurft á að halda. Ég hef alltaf séð eft- ir að hafa hætt þar, en þá voru aðrir tímar. Maðurinn minn sólti mig alltaf í hádeginu og ég fór heim að elda mat. Sjálf gerði ég enga athugasemd við það, ég var eins og flestar konur af minni kynslóð og leit á þetta eins og skyldustörf, sem ekki þýddi að setja spumingarmerki við. Við, þessar eldri konur, komumst ekki eins langt í atvinnulífinu fyrir bragðið. Okkur fannst ekki við hæfi að gera neinar kröfur. Vorum frekar þakklát- ar eiginmönnum okkar fyrir að fá leyfi til að vinna. Mér finnst ég hafa mikið lært af mér yngri konum sem ekki sætta sig við þessi gömlu við- horf.“ En aftur til kærumáls- ins. „Á Heilsuvemd- arstöðinni hafði allt- af verið afskaplega mikið að gera. Við vorum þarna margar konur og launin lág. Svo kom skipulagsbreyt- ingin þegar heilsugæslustöðv- amar fluttust frá sveitarfélög- unum yfir til rikisins. Þá unn- um við botnlaust og brjálað, breytingamar vom svo miklar. Ég sá um launin, eins og ég sagði áðan, og það varð að gera nýja ráðningarsamninga við allt starfsfólkið og ganga frá ýmsum málum sem snertu rétt fólksins. Við bættist svo undirbúningur að fjárlaga- gerð, því stofnunin fór inn á fjárlög ríkisins haustið 1989. Hjá okkur vom líka gerðar breytingar á innra skipulagi og fyrsta febrúar 1991 var ráð- ið í nýja stöðu starfsmanna- stjóra, en hluti af verksviði hans hafði einmitt tilheyrt mínum störfum. Ég vann við hlið nýja starfsmannastjórans og setti hann inn f starfið eins og gengur. Ég hafði reyndar sótt unt stöðuna sjálf en var ekki rnjög ósátt við að fá haná ekki þar sem ég taldi marga aðra umsækjendur líka mjög hæfa. Sá sem var ráðinn er mesti ágætismaður og gagn- rýni mín beinist alls ekki að honum persónulega, en ég tel þó að flokksleg tengsl við Guðmund Bjarnason, þáver- andi heilbrigðisráðherra, og Finn Ingólfsson, aðstoðar- mann hans, hafi ráðið úrslit- um um að hann fékk stöðuna. Steininn tók þó ekki úr fyrr en kom að launakjörum starfsmannastjórans. Mér, launagjaldkeranunt, barst bréf þar sem ráðherra bað um að starfsmannastjórinn fengi launafiokk 252. Sjálf var ég í launaflokki 239 og aðrir, til dæmis skrifstofustjórinn sem var kona og á skipuriti hlið- stæð starfsmannastjóranum, var lfka langt fyrir neðan starfsmannastjórann í laun- um. í mars var mér svo til- kynnt að starfsmannastjórinn ætti að fá 40 tíma í óunna yfir- vinnu en slíkt hafði alls ekki tíðkast. Hvorki mér né öðrum konum hafði þá orðið nokkuð ágengt í að fá launaleiðrétt- ingar, jafnvel þótt okkar yfir- menn reyndu að beita sér fyrir því. Mér blöskraði svo illyrm- islega að ég sagði upp. Ég gerði mér fulla grein fyrir hver áhættan var - hugsanlega myndi ég ekki fá aðra vinnu - og ég var tilbúin að taka því. Ég hafði einfaldlega ráð á því að hætta, ólíkt flestum konunt sem eru algerlega háðar tekj- um sínurn." Jenný var heppin. Hún fékk fljótlega aðra vinnu og naut þess þar að margir fyrrum samstarfsmenn þekktu hana að einstakri samvisku- semi og ljúfmennsku. En hvaða viðbrögð hefur hún fengið eftir að hún ákvað að leita til kærunefndar jafnrétt- ismála? „Mitt nýja samstarfsfólk hefur sýnt þessu máli mínu áhuga og viðbrögð annarra hafa líka verið jákvæð, sér- staklega kvenna, þótt vissu- lega heyri ég efasemdarraddir um að ég haft erindi sem erf- iði. Þegar ég ákvað að kæra gerði ég mér enga grein fyrir hve launakærur eru fáar; mér skilst að síðasta launakæra sé frá árinu 1988. Og aldrei ímyndaði ég mér að ég myndi gera nokkuð í þessum dúr. Ég hef alltaf reynt að vinna eins vel og ég hef haft vit og getu til og ekki verið nein kröfu- gerðarmanneskja. Líklega er ég með þannig skapgerð að það er auðvelt að troða á mér; fús til verka og friðsemdar- manneskja og kannski býst fólk ekki við að slík mann- eskja sé til stórræðanna. En ég hef ríka réttlætiskennd og þarna var einfaldlega gengið lengra en mér fannst rétt að samþykkja. Það er einlæg von mín að þeim konum fjölgi sem sætta sig ekki við hvað sem er. Ef saga rnín er ein- hverjum hvatning þá finnst mér ég hafa gert nokkurt gagn. Og þótt ég tapi málinu tel ég mig samt hafa tekið rétta ákvörðun. Ég hef losnað við sársaukann. Eg gerði það sem ég gat.“ Úrskurðar kærunefndarinn- ar er að vænta einhvem næstu daga. Verið er að kanna hvort brotið hafi verið gegn Jennýju með tvennum hætti; fyrst þeg- ar gengið var framhjá henni við ráðningu starfsmanna- stjórans og síðar þegar launa- kjörin voru ákveðin. Vinni Jenný málið á hún kröfu á miskabótum, en stjórn heilsu- gæslustöðvanna í Reykjavík getur neitað að fallast á úr- skurð kærunefndarinnar og þarf Jenný þá að gera það upp við sig hvort hún leitar til dómstóla. Hildur Jónsdóttir Jenný Sigfúsdóttir og maður hemtar heitinn, Jóltann Ein- arsson blikksmiður. „Hann hefði orðið stoltur af mér að lialda þessu til streitu.“

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.