Vikublaðið - 04.02.1993, Qupperneq 8
8
ERLENT
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993
Karelía, Ladóga-Kar-
elía eða Kirjála-
skaginn er það
svæði, auk hafnarborgarinnar
PeLsamo við Ishafið, sem Finn-
ar létu Sovétmönnum eftir, að
undangengnum tveimur styij-
öldum (vetrarstríðið 1939-40,
framhaldsstríðið 1940-45) þar
sem 90.000 manns létu lífið og
helmingi fleiri særðust að
ótöldu öðru tjóni. Við stríðslok
fengu 400.000 íbúar Kiijála-
héraða aðeins fáeina daga til að
taka saman föggur sínar og
hverfa bak við hin nýju landa-
mæri. Sagt er að amma mín
hafi tekið til, lagt dúk og
blómavasa á borðið og sagt:
„Þá geta þeir séð að hér hafa
búið manneskjur“.
Snúið aftur
Sigurvegararnir skiptu
svæðinu á milli Rússlands og
Sovétlýðveldisins Karelíu, en
þrátt fyrir nafn sitt hefur hið
síðarnefnda aldrei verið
finnskt. Eftir þetta fékk eng-
inn Finni að heimsækja svæð-
in, að undanskilinni Viborg,
höfuðborg Ladóga-Karelíu.
A síðustu árum hafa langar
raðir áætlunarbifreiða flutt
Karelíubúana heim á fornar
slóðir. Flestir farþeganna eru
aldnir að árum. Þeir reika
þögulir um bæjarstæðin eða
sitja á kvöldin og kyrja gömul
lög. Loksins ratar gömul
heimþráin út úr sálinni.
Stríðið setti mark sitt á
Uppgjofm
fínt að vera af karelísku bergi
brotinn. Miklar deilur risu ár-
ið 1991 milli þeirra sem kröfð-
ust endurheimtar Karelíu og
þeirra sem vildu sitja við orð-
inn hlut.
Rök þeirra fyrrnefndu hafa
verið sögulegs, fjárhagslegs
og lögfræðilegs eðlis. Þeir
vísa til sáttmála Hitlers og
Stalíns. Að Sovétmenn hafi
viðurkennt að það hafi verið
þeir sem byrjuðu vetrarstríð-
ið. Að svæðið hafi verið svo
til eingöngu finnskumælandi
fyrir stríð. Að vesalings út-
slitna og fyrrum svo fagra Vi-
borg hafi löngum verið næst-
stærsta - og alþjóðlegasta
borg - Finnlands. Að Japanir
fái aftur eyjar sínar frá Sovét-
mönnum. Hví ekki Karelía -
hið goðsagnakennda land
finnskrar menningar og Ka-
levala?
Land Kalevala of dýrt
Rök andstæðinganna eru
ekki síðri. Hvað á að gera við
svæði sem er í efnahagslegri
og stjórnarfarslegri rúst og
sem myndi kosta milljarð á
milljarð ofan að byggja upp á
ný? Hvað á að gera við hálfa
milljón Rússa sem hvorki
kann finnsku né annað sem
vestrænn kapítalisti er reiðu-
búinn að greiða laun fyrir? Og
ef við skyldum leggja landið
undir okkur, hvað myndi ger-
ast þegar rússneski nágrann-
inn með aldalanga útþenslu-
hefð að baki, verður sterkur á
eða hvaða von sjá Finnar í austri?
„Hvað viljið þið helst að við tökum með okkur?“ spurðum við Gennadij í srniann
gegnum pabba sem túlk. „Takið hvað sem er, við eigum það hvort sem er ekki,“
svaraði bæjarstjórinn í Hiitola í Ladóga-Karelíu, heimabæ móður minnar. En bætti
fljótlega við: „Góður gúmmíbátur eða myndbandstæki væri kannski ágætt“
Það virtist koma honum á óvart að við hefðum ekki ráð á slíku.
Lauri E.
Dammert
blaðamaður
er finnskur ís-
landsvinur
búsettur í
Danmörku.
Hann er rit-
stjóri „Nord-
isk Arbejds-
marked“.
þrjár kynslóðir af Karelíubú-
um. Gamla fólkið náði sér
aldrei eftir tapið og var ekki
óalgengt að það flytti enda-
laust, viðþolslaust árum sam-
an. Unga fólkið missti af
æsku sinni, hún skolaðist burt
í umbreytingum sem voru of
miklar til að hægt væri að
kyngja þeim. Fólk sem nú
lætur tár falla við rústir
bernskuheimilanna getur
kannski hægt á ferðinni. „Það
er auðveldara að sætta sig við
örlögin eftir heimsókn „þang-
að,“ segir það.
Við bróðir minn erum hluti
af þriðju kynslóðinni, eða
annarri kynslóð þeirra sem
fluttir voru á brott, eins og
sagt er. Við komum í fylgd
eldri ættingja. Við ólumst upp
meðal þeirra sem höfðu orðið
að yfirgefa Kirjálahéruð,
hlustuðum á frásagnir þeirra,
glötuðum mállýskunni og
vorum eldri ættingjum til
mikils ama í róttækni 7. og 8.
áratugarins. Oft vorum við
jafnrótlaus og þeir.
Nú sáum við með eigin
augum víkina þar sem
mamma og systkin hennar
höfðu synt sem börn, tréð sem
þau klifruðu í, brunninn sem
þau drukku úr, lerkitréð sem
afi gróðursetti rétt áður en
stríðið braust út.
Hvít-Rússar og mývargur
Flestir sem nú byggja Kirj-
álahéruð eru Hvít-Rússar sem
fluttir voru þangað með valdi
á sínum tíma. Þeir grétu ef-
laust bitrum tárum þegar þeir
voru sendir út í dimma skóga,
sem þeir kunnu ekki á, innan
um þrálátan mývarg, til að
stuðla að uppbyggingu síð-
ustu landvinninga heimsveld-
isins. Þeim var sagt í skólan-
um að Finnar hefðu byrjað sitt
fasíska útþenslustríð árið
1939. Enn í dag eru margir
hræddir um að „tsuhnan" snúi
aftur og taki heimili þeirra.
Hvert eiga þeir þá að fara?
Þegar við komum til Hiit-
ola sáum við að dúkurinn var
horfinn. Sama gilti um blóma-
vasann og húsið, eftir var ein-
göngu steingrunnurinn. Búið
var að rífa alla bóndabæi.
Byggingarefnið hafði verið
endumýtt til að reisa þorp
sem virtust óþægilega hrörleg
og illa byggð. Við hristum
höfuðið þegar enginn sá til.
Veltum því fyrir okkur hvort
við værum svo dekraðir af
veraldlegum gæðum að við
héldum að fátækt væri sama
og heimska.
En amma og afi voru líka
fátæk. Naglar voru munaðar-
vara. Þeim var haldið til haga,
þeir réttir við og eingöngu
notaðir í ýtrustu neyð. Annars
tálgaði afi skrúfur úr einivið.
Hann gat gert hvað sem var
með öxi og viði; húsgögn,
sleða, vefstóla, allt. ..
AlLsnægtir handan
skógaríns
Og hér sat smáfólk sigur-
vegaranna og gat ekki einu
sinni lagt tvær spýtur í kross,
eða raðað saman þremur múr-
steinum í beina röð. Meira að
segja fuglakassamir héngu
dapurlega í trjágreinunum. En
það var snyrtilegt heima hjá
Gennadij bæjarstjóra, því
verður ekki neitað, og matur-
inn var nægur og góður, ljóm-
andi góður.
Engin heimagerð viðarílát,
ofin teppi eða heimasmíðaðir
bátar sem finnskir bændur eru
meistarar í. Við komumst að
þeirri niðurstöðu að sökina
væri að finna hjá verksmiðj-
unni sem sér öreigunum fyrir
ámm eftir þar til skipulögðum
þörfum. Svei þeim sem grip-
inn verður í þeirri kapítalísku
einstaklingshyggju að tálga
sínar eigin árar sjálfur. Kann-
ski var hér að fmna ástæðuna
fyrir ótrúlegum skorti á verk-
kunnáttu og framtakssemi.
Erfitt er að lýsa tilfmningu
sem fylgir því að vera staddur
í þorpinu og hugsa til þess að
hinum megin við skóginn sé
allsnægtaþjóðfélag með bens-
ínsölum og myndbandaleig-
um þar sem hillur í stórmark-
aðnum svigna undan vöram.
Vel vitandi að rússneskur
gestgjafi okkar veit það líka.
Áfallið er áþreifanlegt.
Flestir ferðalanganna vilja
aðstoða með því að láta smá
fé af hendi rakna eða gefa aðr-
ar gjafir. Þeir hafa sjálfir
þekkt til fátæktar í kjölfar
stríðsins. Margir hafa eignast
vini fyrir austan. Meira en
helmingur þeirrar neyðar-
hjálpar sem Finnar senda til
Rússlands fer til Karelíu. Svo
ekki sé minnst á alla nýju bíl-
ana sem seldir era, samstarfs-
verkefni finnskra og rússn-
eskra fyrirtækja, vegafram-
kvæmdir o.s.frv. Karelía er nú
sjálfstætt efnahagssvæði. Það
skapar miklar væntingar - og
kvíða.
Rússarnir eru á leiðinni!
Landamæri Rússlands og
Karelíu sem liggja að Finn-
Iandi era 1.300 kílómetra
löng. Finnar vita mætavel, frá
ferðum sínum austur á bóg-
inn, að nágrannar þeirra era
fátækir, svo og frá þeim
hundraðum þúsunda ferða-
manna sem koma frá Rúss-
landi og Eistlandi. Helst háir
það þeim að geta ekki náð sér
í gjaldeyri eftir löglegum leið-
um. Því selja þeir vodka,
tóbak, gamla peningaseðla,
blíðu sína og margt annað - á
finnskum útimörkuðum. Yfir
Finnska flóann berast bátar
troðfullir af brennivíni. Verð-
ið er oft skrifað með tússi á
handarbakið. Hjá sumum
sölumönnunum er um að
ræða hreinar ránsferðir og eru
þeir oft bendlaðir við rússn-
esku mafíuna. U.þ.b. fjórð-
ungi þess sem finnskir toll-
verðir gera upptækt er smygl-
að úr austurátt. Ævaforn
Rússahræðsla og hatur Finn-
anna er farið að láta á sér
kræla. Vegfarendur era af-
undnir, verslunarmenn hafa
auga með rússneskum við-
skiptavinum o.s.frv.
Kvíðinn vex - ef þeir
kæmu nú allir æðandi þegar
matargeymslurnar tæmast?
Finnskum landamæravörðum
hefur ljölgað. Ef flóttamenn-
imir koma verða það varla
íbúamir í Hiitola, heldur Pét-
ursborgarbúar í fæðuleit.
Gennadij fyrrnefndi var með
ýmsa fæðuöflun í gangi, hann
var með kartöflubeð, gróður-
hús úr plasti, rollu átti hann í
félagi með öðram og nokkrar
hænur. Það var mér ráðgáta
hvenær hann hafði tíma til að
sinna launavinnunni. Hann
tíndi sveppi og veiddi fisk
enda átti hann erfitt með að
dylja áfergju sína þegar við
færðum honum fiskinet. Hann
vissi hvemig átti að bjarga
Karelíu:
- Klukkan tíu lýsum við
yfir sjálfstæði okkar. Klukkan
ellefu segjum við Finnum
stríð á hendur og gefumst upp
á hádegi. Hahaha. Meira
vodka?
Ja, hvemig væri að endur-
heimta glataða landið? Eftir
hran Sovétríkjanna hefur þótt
ný? í því sambandi má láta
hugann reika aftur til bardag-
ans við Poltava árið 1709, þegar
örlög sænska stórveldisins voru
ráðin. Pétur miklu vildi reisa
nýja höfuðborg við Finnska
flóann og til að vemda hana
sem best lagði hann meiri hluta
Karelíu undir sig.
Heikki Talvitie, sendiherra
Finna í Moskvu, er borinn og
bamfæddur í Viborg. Hann
hefur þetta að segja um stöðu
Finnlands: „í hvert skipti sem
þetta svæði hefur verið
finnskt á pappírnum hefur það
krafist mikilla fórna þegar við
höfum misst það aftur . . . Ef
við viljum stöðva þessar
sveiflur leyfum við landa-
mærunum að liggja þar sem
þau eru nú. Það er trú mín að
það hlífi okkur við frekari
fórnum. Ástandið við Eystra-
salt er sérlega óstöðugt. Það
eina sem getur tryggt stöðug-
leika er að finnsk yfirvöld
hrófli ekki við landamæran-
um, þrátt fyrir þær réttmætu
umræður sem nú eiga sér stað
um Karelíu." (Suomen Kuv-
alehti 4.12.1992.)
Nýr vináttusamningur
1991 var vináttusamningur-
inn við Sovétmenn endur-
skoðaður og hann endanlega
undirritaður. Hið nýja var að
hvorki var minnst á hemaðar-
aðstoð né Finnum bannað að
ganga í félag með Þjóðverjum
eða bandamönnum Þýska-
lands, en það bann hefur verið
helsti þrándur í götu fyrir því
að Finnar gengju í EB. Þar
segir einnig að ekki megi
hreyfa við núverandi landa-
mæram. Ef ágreiningur komi
upp beri að leysa hann í anda
Helsinki-sáttmálans.
Finnsk yfirvöld era fáorð
um þessi mál enda hvorki
hverfur Rússland né veikist
meir en orðið er. Frá stríðs-