Vikublaðið - 04.02.1993, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993
9
lokum hefur utanríkisstefna
Finna mótast af ótta við hat-
rammar deilur við nágrann-
ann í austri. Ef hróflað er við
ástandinu nú getur það haft
afleiðingar seinna.
Stefna Finna í öryggismál-
um hefur þó breyst skjótt og
afdráttarlaust. Parísarsáttmál-
anum frá 1948 hefur verið rift,
en hann kveður m.a. á um að
sigurvegarar seinni heims-
styrjaldarinnar haft sitt að
segja um stærð herafla Finn-
lands. Þá hafa finnsk stjóm-
völd keypt 57 bandarískar
Hornet-árásarvélar þrátt fyrir
kreppu og samdrátt í þjóðfé-
laginu. Að loknu samtali við
Mauno Koivisto Finnlands-
forseta lét Manfred Wörner,
framkvæmdastjóri N-Atlants-
hafsbandalagsins, hafa eftir
sér jákvæðar athugasemdir
um hugsanlega aðild Finna að
NATO.
Landvarnanámskeið njóta
æ rneiri vinsælda, en hefðu ef-
laust verið bönnuð á tímum
annars konar stöðguleika.
Kannski er það þessi kvíði sem
rekur Finna í áttina að EB. El-
isabeth Rehn, vamar- og jafn-
réttismálaráðherra Finna, hefur
sagt að „aðild að EB geti dreg-
ið úr óheppilegum þrýstingi á
öryggi okkar úr annarri átt“.
Æðsti yftrmaður finnska hers-
ins, Jan Klenberg, er ekki eins
bjartsýnn:
„Viðræður okkar við EB
mega ekki mótast af því að
við höldum að EB-aðild veiti
okkur meira hemaðarlegt ör-
yggi. Á hinn bóginn má segja
að hernaðarlega mæli ekkert
gegn aðild að EB . . . Öryggi
okkar hefur alltaf verið tengt
hernaðarstefnu Rússa. Við
verðum því að vera reiðubúin
þeirri stöðu að Finnland lendi
aftur í hernaðarlegum sjón-
auka þeirra.“
Afvopnun Rússa í ýmsum
A-Evrópuríkjum hefur haft í
för með sér að hermönnum
hefur fjölgað við fmnsku
landamærin. Rússar segja að
þessar tilfærslur séu ekki
hernaðarlegs eðlis, heldur
verði einhvers staðar að koma
hermönnunum fyrir.
Lífsgæðasprengjan
Hrun Sovétríkjanna hafði
alvarlegar afleiðingar fyrir
finnskt efnahagslíf. Þaðan
kom helmingur útflutnings-
tekna Finna og má hér finna
eina orsök þess að atvinnuleys-
ið þar í landi nemur nú 18%.
50.000 manns hafa misst at-
vinnu sína í iðnaðinum vegna
þessa. En samtímis liggja
margir möguleikar í nýjum að-
stæðum því rússneski markað-
urinn er stór - og þarfimar
miklar. Pétursborg með 6 millj-
ónir íbúa liggur aðeins 250 km
frá finnsku landamærunum.
Hugsa sér að geta selt öllum
föt, myndbandstæki, eggja-
suðutæki og farsíma!
En Rússamir em engir
borgunarmenn. Þrátt fyrir
ýmsar hernaðarlegar vanga-
veltur er eina yfírvofandi
hættan sú að Rússland hrynji
saman. Rússnesk mánaðar-
laun samsvara eins dags at-
vinnuleysisbótum í Finnlandi.
Allt virðist á niðurleið. Að
mörgu leyti minnir ástandið í
Rússlandi á Weimar-lýðveld-
ið; versnandi Iífskjör, hrikaleg
verðbólga og vaxandi urgur
meðal fólks. Hvað gerðist ef
rússneska þjóðin færi að svip-
ast um eftir „sterkum leið-
toga“? Jurí Derjabin, sendi-
herra Rússa í Helsingfors,
orðar það svo:
„Hið eina sem Finnar,
Evrópa og kannski Rússar
hafa að óttast er að stefna
Boris Jeltsins verði undir í
valdabaráttunni í Kreml.“
Það styttist. . .
Við kveðjum þorra með miklu blóti þann 20. febrúar nk. í
Veislurisinu á Hverfisgötu 105.
Miðaverðið það sama og í fyrra aðeins kr. 2.900.-.
Félagar: tilkynnum þátttöku sem fyrst til Margrétar
Tómasdóttur á skrifstofunni (sími 17500), Guðrúnar Kr.
Óladóttur (sími 15874) eða Tryggva Þórhallssonar (sími
624031).
Stjórn ABR.
Utboð
Gögn í eftirfarandi útboð eru til afhendingar á skrifstofu
vorri að Borgartúni 7, Reykjavík.
1. Sölvhólsgata 7, Reykjavík, fullnaðarfrág. 4. hæð.
Skilatrygging kr. 10.000.-.
2. Þrif skólahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Gögn seld
á kr. 10.000.-.
Innkaupastofnun ríkisins.
„STJÖRNUBÓKIN
HITTIR BEINT í MARK!“
Með spariáskrift að Stjörnubók er unnt að losa alla innstœðuna á sama tíma.
SÍJORNUBOH
BÚNAÐARBANKANS
4* Verðtrygging og háir raunvextir.
4* Vextir bókfærðir tvisvar á ári.
Lausir til útborgunar eftir það.
4‘ Hver innborgun bundin í 30 mánuði.*
Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar.
4* Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma.
•4 Lántökuréttur til húsnæðiskaupa.
Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára.
* Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til
úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi.
BUNAÐARBANKINN
Traustur banki
Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður