Vikublaðið - 04.02.1993, Qupperneq 13
VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993
13
án allra tækja er manninum örðugt, ef ekki
ómögulegt, að sækja gull í greipar náttúrunnar.
Að vísu virðist líka ljóst að einstök þjóð meðal
þjóða geti látið sér nægja að nýta efnislegar
auðlindir sínar og vanrækt hinar andlegu; það
má alltaf sækja tækin annað og svo er heldur
enginn stórgróði af því að flytja út hugsmíðar.
Nú vona ég að einhver ykkar séu farin
að ókyrrast yfir því að eitthvað sé
bogið við málflutning minn fram að
þessu. Það er nefnilega alveg rétt. Rifjum upp
það sem ég hef sagt. Ég fletti upp í Orðsifja-
bókinni og allt endaði það með því að ég lagði
auðlind að jöfnu við tekjulind. Síðan greindi
ég milli efnislegra og andlegra auðlinda, tók
dæmi af hvorum tveggja og skeggræddi, uns að
því kom hér rétt áðan að ég komst að þeirri
niðurstöðu að andlegar auðlindir væru eigin-
lega á engan hátt nauðsynlegar í líft þjóðar.
Þessi niðurstaða hlýtur að hljóma undarlega,
sérstaklega við þessar aðstæður: er það ekki
hlutverk mitt að tala máli heimspekinnar? Jújú,
sá er minn heiður og ég skorast ekki undan; nú
er villan ljós og kjarni málsins innan seilingar.
Ekki er víst að allir hafi komið auga á vill-
una í málflutningi mínum. Þetta er útbreidd-
asta villa samtímans. Hún er háskalegri en
eyðniveiran og smitast hraðar en nokkur far-
sótt. Hún liggur hvarvetna í loftinu; og vegna
þess að allir menn eru að meira eða minna leyti
smitaðir tekur varla nokkur maður eftir henni.
Auður er ríkidæmi, smátt eða stórt, sagði ég.
En ég gat þess líka að orðið hefði fleiri merk-
ingar, og ein af þeim var „hamingja eða
auðna". Þetta sagði ég og gerði ekkert meira úr
því, heldur hélt mig við rikidæmið, sem ég
sagði vera hinn hversdagslega skilning orðsins.
En þar er einnritt villan. Hún er sú að láta stað-
ar numið við almenna skoðun, þá staðhæfingu
að auður sé rfkidæmi. Heimspekin tekur ekki
við fyrr en spurt er áfram - spurt eins og fáviti,
spurningarinnar sem einmitt á að spyrja: ríki-
dæmi til hvers?
s
g er ekki enn búinn að segja ykkur
alla söguna um Orðsifjabókina. Það
sem er ósagt er að í bókinni kemur
fram að upphafleg merking orðsins „auður“ sé
einmitt „hamingja eða það sem máttarvöld láta
mönnum í skaut“. Af þessu skulum við draga
lærdóm sem allir hafa heyrt en enginn virðist
skilja: hamingjan er hinn sanni auður; ríki-
dœmi er marklaust ef það leiðir ekki til ham-
ingju. Peningar skipta engu máli í sjálfum sér;
þeir eru tæki en ekki markmið. Og þá erum við
komin með nýja og betri merkingu í orðið sem
allt snýst um hér: auðlind er uppspretta ham-
ingju. Þarna gætum við reyndar allt eins talað
um „farsæld", eða þá „velferð" sem er að vísu
alveg uppá síðkastið orðið skammaryrði og
þýðir bruðl. En það er að einhverju leyti önnur
saga. - Við skulunr segja að þessi nýja merk-
ing okkar, að „auðlind" sé uppspretta ham-
ingju, sé hafin yfir fyrri merkinguna, að auð-
lind sé tekjulind. Með þessu er einfaldlega átt
við að tekjulindir, hvort sem þær eru efnislegar
eða andlegar, séu ekki annað en tæki til að
leggja grunn að eða efla hamingju manna eða
velferð. Mannfólkið er markmiðið og pening-
arnir tækið, ekki öfugt. Flóknari er formúlan
ekki - og allir þykjast auðvitað skilja hana, sér-
staklega á tyllidögum sem þessum.
Svo vandast málið þegar taka þarf ákvarðanir
og auka hagvöxtinn. Einhverjum ráðherra dytti
kannski í hug að byggja kjamorkuver á Keilis-
nesi ef sýnt þætti að það tryggði fjárhagslegt
blómaskeið á íslandi unr áratuga skeið. Meðan
málið væri í þinginu kæmi hann í sjónvarpið
og talaði um lífskjör og prósentur og hverfandi
líkur á slysum í kjarnakljúfum. Við sem kusum
manninn yftr okkur gætum þá ekki annað en
lagst á bæn eða skrifað greinar í blöð þar sem
við reynum að útskýra að okkur langi ekkert í
kjarnorkuver vegna þess að við viljum ekki
eiga á hættu að deyja úr geislun. - Þetta dæmi
er auðvitað öldungis fráleitt, og vonandi eru
allir sammála um að það lýsi martöð en ekki
draumi um betra líf. En hitt er deginum ljósara
að ekki gera allir sér grein fyrir óréttmæti þess
að draga máttinn úr menntakerfinu af þeirri
ástæðu einni að það kosti of mikla peninga að
mennta fólk. Þarna höfum við óvenju skýrt
dæmi um villuna sem ég hef þegar haft mörg
ljót orð um en á kannski eftir að skilgreina al-
mennilega. Nú gefst okkur gott færi á að negla
hana niður. Villan er að setja lögmál pening-
anna ofar hagsmunum fólks, að fara með fólk-
ið eins og tæki peninganna. Margir heimspek-
ingar hafa sett fram kenningar um það hvernig
tæki mannanna snúast gegn þeim og gera þá að
þrælunr sínum. Og við könnumst öll við þetta.
Maður eignast tæki og finnst honum bera ein-
hver skylda til að nota það sem mest, og fyrr en
varir er hann farinn að nota tækið bara til þess
að nota það, eða hann notar það ekki neitt
vegna þess að hann er alltaf að spara það. I
hvoru tilfellinu sem er notar maðurinn ekki
tækið til að þjóna markmiðum sínum heldur er
sjálft tækið orðið að markmiði. Blessaðar tölv-
urnar hafa hneppt margan manninn í þrældóm
með þessum hætti, og líka vídeótækin og
hljómflutningsgræjurnar, bflarnir og fótanudd-
tækin.
En peningamir em versta dæmið; þeir
ráða svo miklu. Auðvitað era ráða-
menn ekki annað en verkfæri pening-
anna þegar þeir fækka sjúkrarúmum, stytta
skóladaginn, lækka námslánin og reka fullt af
fólki út á gaddinn. Enginn trúir þeim þegar þeir
segja að aðrar leiðir séu ekki færar og að af-
leiðingarnar yrðu skelfilegar ef ekkert væri
gert. Allir vita að peningamir eru til. En pen-
ingamir vilja ekki þjóna hagsmunum fólksins.
Þeir kjósa helst að safnast á fáar hendur því að
þannig veitist þeim auðveldara að stjóma. Þeir
gera peningamennina að þrælum sínum og láta
þá útbreiða fagnaðarerindi talnaspekinnar þar
sem rétt og rangt ræðst af debet og kredit.
I daglegu ináli er sá maður „auðmaður" sem
á mikla peninga. En engum er meiri vorkunn
en vansælum þræli peninganna. Enginn er fjær
því að eiga sannan auð. Sá maður einn sem er
heill, frjáls og hamingjusamur er sannur auð-
maður. Víst er að án peninga gæti hann alls
ekki lifað, en það sem gerir líf hans bærilegt,
það sem skapar allan hans auð og gerir hann að
manni með mönnum, nefnum við menntun. Þar
höfum við fundið hina einu sönnu auðlind.
Erindi flutt á málþingi Alþýðubandalag-
sins 1992.
1 Fjodor Dostojevskí: Karamazo vhœrd urnir,
seinna bindi. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi.
Reykjavík 1991, bls. 206.
Vil-tu að cflóttir þín
í kjölfar „barnsránanna“ í síðustu viku fór starfskona Dægurmálaútvarps Rásar
tvö á vettvang og spurði nokkra vegfarendur, aðallega karlmenn, þeirrar spurning-
ar hvort þeir vildu að dóttir þeirra giftist útlendingi. Margir svöruðu eitthvað á þá
leið að ástin spyrði ekki að landamærum og flestir virtust geta sætt sig við Norður-
landabúa fyrir tengdason. Ahugi á öðrum kynþáttum var hverfandi lítill og flestir
voru sammála um að best væri ef dóttirin byndi trúss sitt við landann. Lík börn
leika best og svo framvegis. Reyndar fannst mér spurningar útvarpskonunnar allt
of leiðandi, en það er líklega önnur saga. Því miður var látið hér við sitja og ekkert
meira gert með þessa áhugaverðu spurningu og svörin við henni. I kjölfarið hefði
mér þótt kjörið að fá t.d. heimspeking, mannfræðing, Islending sem er giftur út-
lendingi og öfugt og jafnvel fulltrúa frá því ágæta blaði Foreign Living í útvarpssal
til að ræða málin. Það er nefnilega grunnt á kynþátta- og útlendingahatri hjá okkur
íslendingum, sem endurspeglaðist meðal annars í svörum sumra viðmælendanna og
í umræðunni um þessi viðkvæmu forsjármál sem hafa verið í sviðsljósinu undan-
farið.
útlendingi?
Ragnhildur Vigf úsdóttir
Við íslendingar
stærum okkur af
því að vera vel-
menntuð og víðsýn þjóð. Það
þykir sjálfsagt að fólk fari til
útlanda til að mennta sig eða
í leit að frægð og frama því
heimskt er heimaalið bam.
En vei þeim sem kemur heim
með útlendan maka upp á
arminn — eða kýs að setjast
að erlendis. Hjónaband er
flókið lífsform og eflaust
eiga millilandahjónabönd
við sérvandamál að stríða, en
það gerir fólki ekki auðveld-
ara um vik ef alið er á for-
dómum í þeirra garð. Og hví
spurði útvarpskonan fólk
ekki að því hvort það vildi að
sonurinn kvæntist útlend-
ingi? Hvers vegna er makaval
íslenskra kvenna stórpólitískt
mál á meðan karlkyns landar
þeirra geta keypt erlendar
konur eftir póstlistum án
þess að nokkuð sé sagt?
Gilda aðrar reglur um konur
en karla? Eimir enn eftir af
andstöðunni sem hinar svo-
kölluðu ástandskonur mættu
á tímum síðari heimsstyrj-
aldarinnar? Finnst þeim sem
vilja halda íslenska stofnin-
um hreinum það vera í verka-
hring kvenna?
s
g var svo fegin þeg-
ar ég heyrði pistil
Magdalenu Schram
í þættinum í vikulokin þar
sem hún viðraði áhyggjur
sínar af vali Nýs lífs á Sophiu
Hansen sem konu ársins. Þá
vissi ég að ég er ekki sú eina
sem er tvístígandi í þessu
hræðilega máli. I pistli sínum
segir Magdalena að sig grani
„að í þessu ólánsama forræð-
ismáli hafi stór hópur fólks
loksins fundið djúpan og
haldgóðan farveg fyrir of-
stopafulla þjóðernisrembu
og næstum óhugnanlegan
menningarhroka í garð þjóð-
ar, sem hvað útlitið snertir er
dálítið öðru vísi en við og
hvað trúarbrögð og lífssýn
varðar er af allt, allt öðram
toga spunnin." Þetta er sem
talað út úr mínu hjarta og er
helsta ástæða þess að ég hef
ekki treyst mér til að taka af-
stöðu með eða á móti Sop-
hiu. Það era tvær hliðar á öll-
um málum og fréttaflutning-
ur af þessu tiltekna máli
hefur verið fremur einhliða.
Atburðimir í síðustu viku
gera okkur erfitt um vik, því
nú eram við allt í einu „Tyrk-
imir“ í öðra forræðismáli.
Þar hefur útlendum feðrum
verið dæmt forræðið en ís-
lensk móðir rænt bömunum
og komið með þau hingað.
Nú er varla hægt að segja að
þeir sem telja að konan eigi
að halda bömunum séu rekn-
ir áfram af duldri þjóðernis-
rembu og menningarhroka
því barnsfeðumir era eins á
litinn og við og úr svipuðu
menningaramhverfi og rökin
verða því ekki eins sterk. Þá
er móðurrétturinn síðasta
hálmstráið.
Sá áróður að Sophia
hafi „sýnt það og
sannað fyrir þjóð
sinni að íslensk móðurást
lætur ekki að sér hæða“ fór
einnig fyrir brjóstið á mér
(en það stóð meðal annars í
faxi sem barst inn á borð til
mín með beiðni um fjár-
stuðning frá samtökunum
Börnin heim). Er íslensk
móðurást eitthvað betri en
tyrknesk eða bandarísk föð-
urást? Hvemig væri tekið á
málum ef feðumir væra ís-
lenskir en mæðurnar erlend-
ar? Stæðum við þá jafn fast á
móðurréttinum eða vægi Is-
landsþátturinn þyngra? Og
hvers eiga blessuð börnin að
gjalda að fá myndir af sér í
fjölmiðlum og þurfa að
hlusta á endalausar ásakanir í
garð feðra sinna? Það hlýtur
að vera nógu erfitt að vera
bitbein foreldra sinna þótt
baráttan fari ekki fram fyrir
opnum tjöldum.
Við ætlumst til þess að ís-
lensk lög nái út yfir land-
steinana, en viljum ekki lúta
erlendum dómurn þegar þeir
era ekki okkar mönnum í
hag. Er ekki tímabært að
sætta sig við þá staðreynd að
við getum ekki alltaf hagrætt
málum eins og þau koma sér
best fyrir okkur hverju sinni?
Lög og reglur ná líka yfir
okkur Islendinga og við get-
um ekki falið okkur enda-
laust á bak við það að undan-
tekningin sanni regluna.
Alþýðubandalagið
Kópavogi
Heldur sína árlegu þorraveislu laugardaginn 6. febrúar.
Söngur og skemmtiatriði. Lifandi tónlist.
Aðalræðumaður Guðrún Helgadóttir alþingismaður.
Miðaverð kr. 2.800.
Nánar auglýst síðar.
Skemmtinefndin.
Frá Alþýðubandalaginu í Reykjavík
VERKALÝÐSHREYFINGIN
- HVAÐ NÚ?
Fundur um stöðuna í kjaramálum verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu
105 miðvikudaginn 10. febrúar nk. kl. 20:30.
Ræðumenn:
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ
Svanhildur Kaaber, formaður KÍ
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB
Fundarstjóri: Guðrún Helgadóttir alþingismaður
Fundurinn er öllum opinn.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti!