Vikublaðið


Vikublaðið - 04.02.1993, Page 14

Vikublaðið - 04.02.1993, Page 14
14 LISTIN VIKUBLAÐIÐ 4. febrúar 1993 Ungt og leikur sér Mikið hefur verið rætt og ritað um það þegar eldri borgarar þessa lands setjast í helgan stein. Sumir fara glaðir á sín eftirlaun, en öðrum sem hafa enn fulla starfsorku finnst stundum að þeir séu settir til hliðar og setjast jafnvel með hendur í skaut og bíða. Svo eru það þeir sem hella sér út í áhuga- málin hver sem þau kunna að vera. Láta stundum gamlan draum rætast, draum sem ekki gaíst tími til að sinna þegar brauðstritið átti hugann allan og ekkert annað komst að. Félagar í leikfélagi Félags eldri borgara, Snúður og Snælda, eru gott dæmi um þá sem ekki bíða þess sem koma skal. Leiklistin á hug þeirra allan og nú hafa þau öðru sinni sett upp leikrit, „Sólsetur" eftir Sól- veigu Traustadóttur. Fyrir ári sýndu þau 20 sýningar á leikriti Kristínar og Iðunnar Steins- dætra „Fugl í búri“ fyrir fullu húsi. Þá voru flestir leikararnir að stíga sín fyrstu spor á leik- sviði. Nú segja kunnugir að þessir sömu leik- arar séu sem óðast að nálgast það að líta út sem atvinnumenn í faginu. Tíðindamaður VIKU- BLAÐSINS brá sér á sýningu um daginn og skemmti sér konunglega enda létt og skemmti- legt leikrit sem gerist á elliheimili úti á lands- byggðinni. Það er virkilega gaman að sjá fyrr- verandi kennara, sjómenn og matráðskonur í stórum hlutverkum á þessari ágætu sýningu. Með helstu hlutverk fara: Þorsteinn Ólafsson, Brynhildur Olgeirsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Anna Tryggvadóttir, Ársæll Pálsson, Iðunn Geirdal, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Sveinn Sæ- mundsson og Björg Þorleifsdóttir. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. Sigrún Pétursdóttir. -Ð -D Verðlaunahafi fyrir nr. 9 Verðlaunahafi fyrir myndagátu nr. 9 er Dröfn Guðmundsdóttir, Álfa- skeiði 96, 220 Hafnarfirði. Hún fær bókina um Ástu Sigurðardótt- ur, Minn hlátur er sorg, eftir Frið- riku Benónýs. Ráðning 8. myndagátu: Vigdís lætur ekki vini sína hlaupa með sig í gönur. Eining er markmið forset- ans. VERDLAUNAGÁTA 11 Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3, I0l Reykjavík. Skilafrestur er tvær vikur. Verðlaun fyrir myndagátu nr. II er bókin Ó fyrir framan eftir Þórarin Eldjárn.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.