Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 2
2 Vtðhorf VIKUBLAÐIÐ 7.JANUAR 1994 BLAÐ SEM V I T E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Dauðahald á liðinni tíð Kalda stríðinu er lokið en vegna þrábeiðni íslenskra stjóm- valda hafa Bandaríkjamenn fallist á að framlengja það um tvö ár á Islandi. Bandarísk hernaðaryfirvöld hafa komist að þeirri niður- stöðu að hægt sé að sinna eftirliti og loftvörnum við Island frá Bandaríkjunum. I fyrsta lagi er umferð hertóla við Island í lofti sem legi nánast engin, í öðru lagi hefur tæknin þróast á þann veg að hægt er að fylgjast með úr fjarlægð og í þriðja lagi er hægt að koma hingað orrustuþotum og öðrum vígtólum á nokkrum klukkutímum ef viðsjár ykjust í heiminum. Við þessar aðstæður hefði verið skynsamlegur kostur að Is- lendingar tækju að sér að viðhalda aðstöðu fyrir NATO-ríkin á Islandi meðan þeir em bundnir aðild að þeim samtökum, rækja tiltekin eftirlitsstörf og skipuleggja björgunarþjónustu við Norður-Atlantshaf. I nýrra skipan öryggismála væri eðli- legt að Islendingar sinntu þessum verkefnum á vegum RÖSE eða Sameinuðu þjóðanna. I stað þess að horfa til framtíðar halda forsætis- og utanrík- isráðherra dauðahaldi í fortíðina. Þeir ganga fyrir varaforseta og utanríldsráðherra Bandaríkjanna og gráthiðja þá um að breyta áformum sínum um að flytja allar orrustuþotur frá Is- landi, þriðjung hermanna og þyrlusveit. Aform Bandaríkja- stjórnar vom þó í fullu samræmi við mótaða stefnu hennar um þriðjungs fækkun í herliði og 40% niðurskurð hernaðar- útgjalda og engin sérstök „refsiaðgerð“. Undantekning er nú gerð gagnvart Islandi og þar hefur setuliðssamningurinn frá 1951 verið notaður af hálfu ís- lenskra ráðherra á varhugaverðan hátt. Ahersla er lögð á að Bandaríkjamenn hafi ekki rétt á að breyta samningnum ein- hliða og sameiginleg niðurstaða landanna eigi að ráða. I fyrstu lítur talið um „sjálfstætt mat“ Islendinga á hernaðar- stöðu og langtímahagsmunum í öryggismálum mannalega út, en þegar þetta mat er farið að rekast á við NATO-skuldbind- ingarnar uin að hér skuli ekki vera her á friðartímum, verður það beinlínis hjákátlegt og aumkunarvert. Það kann að sýnast skynsamlegt á tímuin þegar Islendingar eru að tengjast Evrópusambandinu að leggja áherslu á hið sérstaka samband Islands og Bandaríkjanna sem rneðal annars er staðfest í varnarsamningnum. En það hefúr einnig hættur í för með sér fyrir dvergríki að ganga of langt inn í faðmlagið við Sám frænda. Þar vestra eru uppi sjónarmið sem skoða Is- land sem hluta og útvörð Norður-Ameríku. Við höfum hins- vegar lagt áherslu á að Island sé á milli Evrópu og Ameríku og að þar viljum við vera. Hernaðarumsvif á Islandi umfram það sem Bandaríkjamenn telja sjálfir hæfilegt má auðveldlega mistúlka. Aformin um að flytja björgunarþyrlusveit hersins frá Is- landi sýna svo ekki verður um villst að nauðsynlegt er að bregðast skjótt við og taka á þessum málum með allt öðrum hætti en Jón Baldvin Hannibalsson hefur gert. Islendingar þurfa þegar í stað að eiga frumkvæði að endurskipulagi björg- unarmála við Norður-Atlantshaf og taka að sér forystuhlut- verk á því sviði í náinni framtíð. Rökin fyrir því að Banda- ríkjamenn sinni þessu hlutverki áffam eftir að stórlega dregur úr hemaðarumsvifum þeirra á svæðinu eru nánast engin. Björgunarstörfin eru verkefni þjóðanna við Norður-Atlants- haf. Eins og þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur bent á hefur það verið staðfest að Jón Baldvin Hannibalsson hefur mánuð- um saman reynt að knýja stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hafa meiri hernaðarumsvif á Islandi en þau hefðu kosið. An umboðs ffá Alþingi, utanríkismálanefnd eða þjóðinni og í skjóli leyndar var utanríkisráðherra að fylgja hernaðarstefnu sem enginn aðili í íslenska stjórnkerfinu hefur samþykkt. Það besta við samkomulagið sem gert hefur verið er að það er aðeins til tveggja ára. Samdrátturinn í umsvifum banda- ríska hersins mun halda áfram. Islensk stjórnvöld ættu nú að horfast í augu við staðreyndir, hefja viðræður við bandaríska ráðamenn um skipulega brottför hersins, festa í sessi nýja skipan öryggismála í samstöðu innanlands og við grannþjóðir okkar, endurskipuleggja björgunarþjónustu á Islandi og við Norður-Atlantshaf, og hefja uppbyggingu atvinnulífs á Suð- umesjum, m.a. með nýtingu á þeirri aðstöðu sem Bandaríkin munu skilja eftir á Keflavíkurflugvelli. Hér era á ferðinni mikilvæg viðfangsefhi sem ástæða er til þess að glíma við í stað þess að eyða orku í dauðahald á liðinni tíð. Sjónarhorn Hin gömlu kynni gleymast ei... Efúr viðtölin um áramótin varð mér hugsað til alls þess alþýðu- bandalagsfólks sem horfið hcf- ur úr okkar röðum undanfarið og fúndið sér nýjan vettvang. Sem betur fer vegnar þessu fólki flestu vel. Það er t.d. athyglisvert að flesdr að- stoðarmenn alþýðuflokksráðherranna og einn ráðherra í ofanálag eru gamlir allaballar. Af frama þessa fólks má ráða að því virðist hafa fylgt jákvæður sköpunarmáttur, sem Alþýðuflokkur- inn þurfti greinilega á að halda sér dl endumýjunar. Og sennilega eins og eitt þingsætí í kosningunum 1991. Þetta fólk á það reyndar einnig sameiginlegt margt hvert að hafa stutt Olaf Ragnar tíl formennsku 1987. Þá átti að breyta Alþýðubandalaginu í nútímalegan jafnaðarmannaflokk. Og rilhugalíf hinna rauðu ljósa hófst. Menn reyndu að fylgja eftir hinni hröðu atburðarás heimsmálanna með það í huga hvort grundvöllur væri fyr- ir sameiningu þessara flokka tveggja á Islandi sem kennt hafa sig við alþýð- una. Daðrið tók á sig ýmsar myndir í ríldsstjóm Steingríms Hermannsson- ar en hryggbrotið varð hins vegar ekki fýrr en við stjómarskiptin 1991. Þá hafði Jón Baldvin fundið framleng- ingu sjálfs sín í Ossuri og Ólafur Ragnar misst tiltrú þessa fólks sem hvað dyggilegast hafði stutt hann fyrr. Oreiðan til vinstri hafði fúndið sér nýtt jafnvægi og titringstímabilinu linnti að mestu í Alþýðubandalaginu. Skjálfiar í Alþýðuflokki Nú á síðari hluta stjómam'mabils Viðeyjarstjómarinnar er Alþýðu- flokkurinn hins vegar búinn að skjálfá mikið. Því veldur afgerandi fylgistap samkvæmt skoðanakönnunum og uppgjör Jóhönnu við hægri öflin. Jó- hanna hlýtur að fara fram gegn for- manni flokksins á næsta flokksþingi cf hann býður sig þá fram. Mörgum virðist Jón Baldvin áhugaminni en áður, enda hættur að fiska. Ilvort hugur hans stendur til sendiráðsins í París verður tíminn að leiða í ljós. Gamlir samherjar Ossurar Skarphéð- inssonar fylgjast hins vegar spenntir með því hvort Jón Baldvin fær honum keyrið strax eða gerir hann fýrst að ineðreiðarsveini Sighvats. Hjá Alþýðubandalaginu er þetta allt skýrara. Olafur verður fonnaður næstu tvö ár og fær það mikilvæga hlutverk að stýra flokknmn í tvennum kosningum. Að þeim tíma liðnum verður hann að víkja. Úlflutningsleiðin Stefnuplaggið sem leggja á upp með í tvennar kosningar ber ofan- greint nafn. Innihald þess var kmfið nokkuð á síðasta landsfúndi. Mörg þeirra mála sem em þar inest áberandi gætu sem best verið ættuð úr gagna- banka Clintons vestra. Það sýnist a.m.k. okkur sem erum nettengdir við Hvíta húsið. Þetta er ekki sagt til að varpa neinni rýrð á plaggið. Þegar vægi mnhverfis- málanna í því hefúr verið aukið verður líka komin innistæða fýrir græna litn- um á forsíðunni. Það er mál manna í öðmm flokkum að Alþýðubandalagið verði nær litrófi miðjunnar eftir þetta. Frá rauðu og yfir í grænt svo vitnað sé til klisjunnar frá landsfúndinum. Sjálfstæðismenn líta nýju stefnu- skrána líka hýra auga og því gætir Olafúr Ragnar sín á því að tala ekki illa um Nato. Þessir millileikir á skákborði ís- lenskra stjómmála hurfu nokkuð í ys og þys þingsins fýrir jólin. Samt duld- ist eúgum að upphlaup Halldórs As- grímssonar f sjúkraleyfi Steingríms Hennannssonar var gert til að mark- aðssetja hina nýju Framsókn. Landbúnaðarmálin í sumar og haust sýndu líka krötunum svart á hvítu að Davíð Oddsson var ekki til- búinn til að fóma landsbyggðarfýlgi Sjálfetæðisflokksins fýrir nokkur bilkúnalæri. Það er hins vegar athyglisvert, að bótt allir þessir kalkúnar reigi sig svo Einar Valur Ingimundar- son mildlfenglega, þá vex fýlgi Kvennalist- ans hvað hraðast. Það sýnist mér benda til þess að hinn aimenni kjós- andi líti orðið meira til innihaldsins en umbúðanna. l ljartsláttur þjóðfélags- ins slær meira í takt við konumar en kalkúnana. Sveitarstjómarkosningar 1994 Borgarstjómarkosningar í vor geta ráðið miklu um stjómarsamstarf 1995. Takist okkur að fella Sjálfetæð- ismeirihlutann galopnast skáldn. Lflcumar á því að þetta megi takast aukast óneitanlega töluvert ef núver- andi minnihluta tekst að koma sér saman um borgarstjóraefni og sam- eiginlegan lista. En hvað með tilraun- ina um Nýjan vettvang 1990? Já, þá tilraun studdi ég sem þann augljósa samemingarvettvang sem nauðsynlegur væri til að fella íhaldið í Reykjavík. Eg var þess fullviss að A- flokkamir hlytu að geta boðið fram saman í sveitastjómarkosningunum 1990 og fengið þannig góða vísbend- ingu um áhuga fýlgismanna sinna um frekari sameiningu. En þessi tilraun var ekki gerð og Jón Baldvin á þvflíkri hraðferð inn í Evrópubandalagið að hann nennti ekki að bíða eftir Olafi. Núna em allt aðrar aðstæður ríkj- andi og ekki beinlínis verið að spyrja fólk um sameiningu flokka heldur stefúuskrá regnhlífarsamtaka sem hafá það aðalmarkmið að fella íhaldið í Reykjavik. Þessi tilraun á ekki að snúast uin pólitíska pótintáta flokkanna, heldur hóp af starfhæfu fólki sem getur unn- ið santan og treyst hvert öðm. Gerð sameiginlegs málefnasáttmála er fýrsta skrefið til árangursríkrar lausnar á þessum fjömferðum. Sjálfetæðismenn em dauðhræddir um að þetta muni takast. Ef horft er til 1978 má sjá að þá tókst Alþýðubandalaginu að fa fólk í ffamboð sem kjósendur treystu. Að öðrum ólöstuðum var þáttur Guðrún- ar Helgadóttur þar ómetanlegur. Ern- staklingar á borð við Guðrúnu og Al- bert Guðmundsson hafa getað hrifið með sér 15% fýlgi í einstökum kosn- ingum. Slíkar stjömur em ekki sýni- legar niina, nema ef vera skyldi per- sóna Ingibjargar Sólrúnar. Vandinn er bara sá að hún er ekld í framboði. Eða hvað? Framboðsfylkingin Geta menn kannski komið sér sam- an um Fylkingu með Ingibjörgu Sól- rúnu í 8. sæti og yfirlýst borgarstjóra- efni, tvo fúlltrúa Alþýðubandalags, Framsóknar og Kvennalista og einn fúlltrúa Græningja? Raða mætti þess- um fulltrúum af handahófi fýrir ofan borgarstjóraefnið. Flokkamir ættu að reyna að finna öllum helstu mála- flokkum borgarinnar fúlltrúa úr röð- um sinna flokksmanna freinur en að vandræðast með það eftir á. Þetta gæti orðið harðsnúin sveit sem kjósendur í Reykjavík gætu treyst. Þama væra kannsld ekki allir þekktu flokkshest- amir, heldur hópur nýrra andlita. Kjósendur vilja ný andlit. „Hvað með Alþýðuflokkinn?", spyrja menn. Aðfarir þess flokks gegn velferðar- kerfinu í núverandi ríkisstjóm gera Jafnaðarmannaflokk íslands óaðlað- andi kost fýrir okkur nú. Framkoma flokksins við Olínu Þorvarðardóttur í fýrra var þeiin heldur ekki til sóma. Það sýndi sig í alþingiskosningunum 1991 að kjósendur kratanna geta ekki treyst þeim. I kosningunum í vor má enginn svíkja. Höfúndur er verkfiræðingur

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.