Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 7.JANUAR 1994 Viöhorf 7 Ofbeldi gegn börnum í Ijósmiðlum - hefur það nokkuð að segja? Ofbeldi í ljósmiðlum (sjón- varpi, kvikmyndum, myndböndum, tölvuleikj- um) og áhrif þess á börn og ung- linga hefur enn einu sinni náð at- hygli fjölmiðla - um stund. Ein á- stæða þess er nýgenginn dómur í máli sem varðar morð á 2ja ára gömlum breskum dreng, James Bulger. Tveir 10 ára piltar drógu hann afsíðis þegar móðir hans Ieit af honum í stórmarkaði og murk- uðu úr honurn lífið sér til afþrey- ingar. Aðfarirnar voru sláandi líkar því sem sjá má í vinsælli og vel- heppnaðri bíómynd. Morðið á Jamie litla verður hér látið liggja milli hluta, en athygl- inni beint að staðhæfingum þeirra sem vilja gera lídð úr áhrifum kvik- mynda- og sjónvarpsofbeldis. Drottins bam og Mammons Sjónvarpsstjórar Islands vörðu ofbeldið í umræðuþætti á dögun- um, hvor fyrir sína stöð. Stjórinn á Ríkisútvarpinu, víðlesinn í krism- um ritum, benti á þá á hinni stöð- inni - þeir væru mildu verri - og þakkaði eflaust skapara sínum fyrir það. Þótt við blasi að RÚV standi sig ekki eins illa og Stöð 2, var sá misskilningur ábyggilega nokkuð útbreiddur að búast mætti við ris- meiri málflutningi. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 bar fram gamla lummu um að engar kannanir hefðu sýnt ótvírætt fram á að ofbeldi í sjónvarpi hefði skaðleg áhrif á börn. Jafnframt var auð- sjáanlegt að honum var málsvörnin óljúf og lofaði hann, blessunarlega, bót og betrun. Og vonandi mun Markaðurinn, sem margir vilja láta létta af sér öllum siðferðilegum byrðum, ekki beygja hans góða vilja. Fullyrðingin um að engar kann- anir hafi sýnt ótvírætt fram á skað- leg áhrif ofbeldis í sjónvarpi og kvikmyndum er í meira lagi hæpin og verður vikið að því síðar. Staðhæfingar sem ganga í þá átt að afsaka ljósmiðla eru fleiri; neína má tvær sem heyrst hafa nýlega. Hin fyrri er sú að þessir miðlar endurspegli bara ofbeldið í þjóðfé- laginu, rætur þess liggi í raun mun dýpra. Því niiður ferst jafiian fýrir að benda á þessar ræmr, sem ættí að vera Iétt verk þeim sem hefur fundið þær. Að auki trúa margir því að sjónvarp og kvilunyndir endur- spegli ekki eingöngu þjóðfélagið heldur mótí það jafhframt. Aug- lýsendur trúa þessu t.d. svo stíft að þeir láta óhikað af hendi stórar fjárfúlgur því tíl staðfestíngar. Síðari staðhæfingin segir að vissulega hafi ofbeldið skaðleg á- hrif en aðeins að uppfyllmm öðr- um skilyrðum: erfitt heimilisástand eða geðræn vandamál, námserfið- leikar, vanhirða o.s.frv. Víst hefur sá mórall verið að vinna á að fátækt og félagsleg eymd sé eðlilegur hluti samfélaga sem þó búa við allsnægt- ir (stærsta vandamálið er að torga þeim) og að menn verði bara að sætta sig við afföllin, taka þeim með karlmannslund, þ.e. þeir sem bemr eru settir. En sé hugsunin í staðhæfingunni bomuð verður ekki annað séð en að ofbeldi í ljósmiðl- um skaði sérstaklega þau börn og þá unglinga sem eiga á einhvern hátt undir högg að sækja. Ekki skal það dregið í efa en minnt á að börn á íslandi eins og víðar eiga almennt séð undir högg að sækja. Hið átakanlega við þennan katt- arþvott er hve rnenn eiga auðvelt nteð að afneita skynsemi sinni og margreyndum sannindum. Boð og bönn Orð dagsins er „frelsi“ og heyrist aðallega þegar rætt er um hags- muni bisnessmanna. Miklu sjaldn- ar er það nefnt í sambandi við heil- brigðismál, mennmn, atvinnumál, börn og barnauppeldi. Hugtakinu hefur reyndar verið nauðgað svo herfilega undanfarið að það er vart nema leppur, nothæfur til þess eins að auglýsa greiðslukort og dömu- bindi („fullkomlega frjáls“). Umræða um ofbeldi í ljósmiðl- um á erfitt uppdráttar m.a. vegna þess að hún strandar á einhverju andlausu mjálmi á borð við „ég er svo gasalega mikið á inótí öllum boðum og bönnurn". Þetta er að sönnu ódýr afgreiðsla, en fýrst og ffemst grundvallarmisskilningur, & m CU egar búddisminn barst tíl Kína fýrir um það bil tvö þúsund árum, héldu margir kínverskir menntamenn fýrst að hann væri indversk útgáfa af taoisma. Sumir gengu jafnvel svo langt að halda því fram að Búdda og Laotse væru einn og sarni maðurinn, Laotse hefði farið til Indlands eftir að ævistarfi hans lauk í Kína. Surnir frumkvöðlar búddismans í Kína ýttu undir þennan misskilning urn skyld- leika við taoismann með því að nota taoísk hugtök tíl að lýsa hugmyndum sínunt. Þegar búddismi náði betri fótfestu í Kína og fleiri búddísk rit höfðu verið þýdd, kom hins vegar í Ijós að þetta var reginmisskilningur. Kenningar búddisma og taoisma eru andstæðar í veigamiklum grundvallaratriðum. Búddistarn- ir telja t.d. að hinn duldi grundvöllur tilverunn- ar sé tóm eða tilveruleysi. Taoistarnir telja hins vegar að hinn sameinandi þáttur allra fýrir- bæra, Tao, eigi sér raunverulega tílveru þótt Tao sé óáþreifanlegt eitt sér og birtíst einungis í gcgnum áhrif sín á umheiminn. 14. brot úr Bókinni um Veginn Það scjíi borft er á en sést ekki, er nefnt hið dulda. Það sevi blustað er á en heyrist ekki, er nefnt hið danfa. Það sem þreifað er á enfinnst ekki, er Umritun þýðanda Það sem við sjáum ekki köllum við ósýnilegt, það sem við heyrum ekki köllum við hljóðlaust og það sem við getum ekki snert köllum við óá- þreifanlegt. Þetta þrennt verður ekki skilgreint nánar hvert fýrir sig og það rennur saman í eitt. Það er ekki hægt að lýsa það upp og það varpar engum skugga. Það er svo óljóst að við höfúm engin orð tíl að lýsa því. Það á rætur að rekja til hins óhlutbundna (upphafs veraldar- innar). Því er lýst sem formlausu fýrirbæri með óhlutbundna birtingarmynd sem er ákaflega óskýr. Það sést hvorki móta fýrir upphafi þess né enda þótt grannt sé gáð. Gamalreyndar aðferðir, Tao, sem eiga rætur í frumeðlinu duga best til að ná valdi á vanda- málum nútímans. Með því að fylgja hinni ævafornu leið, Tao, fortíðarinnar, er hægt að ná valdi á vandamálum nútímans. Sagt er að kjarni stefnunnar, Tao, sé fólginn í því að geta skilið uppruna heimsins. Þýðandi: Ragnar Baldursson. nefiit hið óáþreifanlega. Ekki er hægt að skýrgreina þetta þrennt ogþað rennurþvt saman i eitt. Það lýsist ekki að ofan og sortn- ar ekki að neðan. Það er svo óljást að ekki er htegt að gefa því nafn. Það er afturhvarf til hins óhlutbundna. Sagt er að það hafi formlaust forrn og óhlut- bundna mynd. Sagt er að það sé óskýrt og þokukennt. Sé því mœtt sést ásýnd þess ekki, og sé þvíjýlgt sést ekki á hak þess. Sé leið fortíðariiinarfylgt næst vald á nú- timanum. Sagt er að grunnþráður þessarar leiðar séfólginn í hæfileikanum til að þekkja upphaffortíðarinnar. misskilningur sem ekki er með öllu ómeðvitaður og snertir þjóðfélags- umræðu yfirleitt. Það að menn sammælist um að ekki sé heppilegt að leggja bann við einhverju fyrirbæri, felur ekki í sér að þar með sé óheimilt að gagn- rýna það eða hafa á því skoðun. Ef fólk ætlar að láta alla hluti yfir sig ganga vegna þess eins að þeir eru ekki bannaðir með lögunt, þá er illa komið. Siðað samfélag er til orðið vegna þess að einhverjir höfðu fyr- ir því að byggja það upp; þjóðfélag þar sem borgararnir hafa enga skoðun af þvf þeir eru svo ofsalega „frjálslyndir og nútímalegir", það stendur í sörnu sporum og þjóðfé- lag þar sein ekkert skoðanaffelsi er fyrir hendi. Það er ekki örgrannt um að það frjálslyndi sem menn vilja veifa sé stundum meira í ætt við sinnuleysi og doða, yfirborðsmennsku, hug- leysi og fleira ókræsilegt - og hefur þegar komið hart niður á íslensk- um börnum og unglingum. Ofbeldi er hluti tilveru mannsins og um hana verður ekki fjallað án þess að það komi einhversstaðar við sögu. En hér er verið að tala um oflieldi sem sérstaklega er beint að börnum og unglingum, ofbeldi til afþreyingar og skemmtunar. Of- beldisdýrkun. Reyndar er nær að tala um inn- rætingu en afþreyingu eða skemnttun. Þorbjörn Broddason dósent segir í Morgunblaðinu 17.10. 1992: „Við 3 ára aldur cru börn orðnir meðvitaðir og mark- sæknir sjónvarpsnotendur; þegar skólagöngu lýkur hafa þau eytt meiri tíma ffaman við sjónvarps- skjáinn en í skólastofunni“. Skyldi þetta hafa einhver áhrif? Skiptír einhverju máli á hvað er horff? Sérfrceðingar segja Til þess að þreyta ekki með sleggjudómum þá sem gera kröfur um strangvísindalega hugsun skal nú vitnað til Ólafs Ólafssonar land- læknis og vísindamanns, en hann hefur lagt drjúgan skerf tíl þessarar umræðu. í grein sem birtist í Morgunblaðinu 7.10. 1992 birtir hann niðurstöður ýmissa fjölda- rannsókna á áhrifum ofbeldis í sjónvarpi. Hér er sýnishorn: • „Rannsókn meðal bandarískra fanga sem dæmdir voru fyrir of- beldisverk leiddi í ljós að 22-36% þeirra höfðu framið ofbeldisverk, sem voru nákvæm eftirlíking á sen- um úr ofbeldismyndum í sjón- varpi.“ • „Birtar voru niðurstöður úr rannsókn á föngum dæmdum vegna ofbeldis og samanburður gerður við aðra sem ekki höfðu hlotið dóm fyrir ofbeldisverk. Eftir að hafa tekið tillit til hugsanlegra samverkandi þátta, s.s. ofbeldis í heimahúsum, vímuefnaneyslu, ár- angurs í skóla o.fl., kom í ljós greinileg fylgni milli ofbeldisverka á fullorðinsárum og áhorfs ofbeld- ismynda í sjónvarpi í æsku.“ • „I kanadísku þorpi hófust sjónvarpssýningar árið 1973. I ljós kom að ofbeldisverkum ijölgaði um 160% meðal unglinga í þorp- inu á næstu 10-13 ámm“. Ólafúr segir: „Ekki má skoða tengsl milli oflieldismyndasýninga annars vegar og hins vegar áreimi og ofbeldi í daglegu lífi, sem sönn- uð orsakatengsl með beinum töl- fræðilegum líkum,...“ (Lbr. I IH.). A þessum bláþæði hanga fullyrð- ingar þeirra sem segja að engar kannanir hafi sýnt ótvírætt ffam á skaðleg áhrif ofbeldis í ljósmiðlum. Enda bætír Olafúr við „... en óneit- anlega hljóta framangreind tengsl að vekja okkur til umhugsunar." Vonandi stefnir landlæknir fræði- mannsheiðri sínum ekki í voða með því að opinbera svo óvísinda- legar hugrenningar. I lokin má nefna stórmerkilega niðurstöðu úr könnun sem Olafur birtír í sömu grein: „I Bandaríkjunum og Kanada fjölgaði morðum um nær 100% á 15-20 árum eftir að sjónvarp hélt innreið sína. Aukningin varð fýrst og fremst nieðal unglinga og síðan fullorðinna. Höfundur dregur þá ályktun að rekja megi þessa þróun til óheppilegs áhorfs ungra barna á sjónvarp. Hann rekur mörg dæmi þess að börn læri mest af því sem fýrir þeim er haft...“ Það er nefnilega það. Þetta vissum við líka, þú og ég, heimski Hans út í bæ: Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Það yrði góð byrjun á andófi gegn of- beldi í ljósmiðluin - og tilvalið að heilsa með því nýju ári - að horfast í augu við þessa reynslu mannkyns- ins gegnum árþúsundin. Það er fyrsta skrefið og mildl framför. Höfúndur er verkeflnisstjóri Rekstur einangrunar- stöðvar í Hrísey Hér með er óskað eftir tilboði í rekstur einangrunar- stöðvar fyrir gæludýr í Hrísey frá og með 1. febrúar 1994. Upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar veitir sótt- varnadýralæknir stöðvarinnar. Sími 96-61781. Tilboðum skal skila til yfirdýralæknis, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. Landbúnaðarráðuneytið, 27. desember 1993.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.