Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 10
VIKUBLAÐIÐ 7.JANUAR 1994 Barbara Einhom: Cinderella goes to market. Citizenship, Gender and Women's Movements in East Central Europe. Verso 1993, 280 bls. Mikið hefur verið rætt og ritað um breytingar þær sem eiga sér stað í lönd- unum austan járntjaldsins, en minna hefur verið gert af því að setja þær í samhengi, reyna að skilja þær og draga af þeim lær- dóma. Talað erum að hverfipunkt- ur hafi orðið haustið 1989, sagan hafi gengið til enda og við sé tekin eilífð í anda vestræns lýðræðis þar sem hinn alfrjálsi markaður ræður lögum og lofum; að töfrasprota hafi verið veifað svo að íbúar Aust- urevrópu hafi verið leystir úr ánauð ríkissósíalismans (kommúnismans TTÍkisafskipta eins og ffjálshyggju- mennirnir kjósa að segja) og breytt í virka einstaklinga sem njóta fullra lýðræðislegra borgararéttinda við hinar nýju markaðsaðstæður. I bók sinni, Oskubuska fer á markað, fer Barbara Einhorn aðrar leiðir. Hún dregur ekki í efa að at- burðimir haustið 1989 hafi innleitt tímabil mikilla félagslegra, efna- hagslegra og pólitískra breytinga sem fela í sér lýðræðisþróun og markaðsvæðingu í þessum fyrrum ríkissósíalísku ríkjum sem ein- kenndust af miðstýrðri áætlana- "gerð og þunglamalegu skrifræði. Þessar breytingar fengu hana aftur á móti til að breyta upphaflegu markmiði sínu, að skrifa um mót- sögnina á milli opinberra yfirlýs- inga um kvenfrelsi á tímum hnign- andi ríkisósíalisma og hvernig kon- ur upplifðu það, og spyrja í staðinn: hefur staða Öskubusku í Miðaust- ur-Evrópu breyst í rás hinna póli- tísku, félagslegu og efnahagslegu umbreytinga? Staða kvenna mæli- kvarði á breytingar Með því að skoða breytingarnar sem eiga sér stað af öðrum sjónar- hóli en framþróun markaðsmála, eins og vestrænir fjölmiðlar virðast hafa orðið sammála um að sé hinn eini rétti mælikvarði, komumst við nær raunveruleika þessara breyt- inga. Barbara er sannfærð um að hægt sé að varpa ljósi á og meta samfélagsbreytingar með því að skoða þær út frá stöðu kynjanna, því staða kvenna í samfélaginu er ekki kyrrstæð: hún verður bæði fyrir áhrifum af og hefur áhrif á umbreytingarferlið. Til að skerpa fókusinn á breytingarnar notar hún síðan hugmyndir fýrrum andófs- manna, sem undirbjuggu jarðveg- inn fyrir þær breytingar sem nú eiga sér stað, um þegnrétt í borg- arasamfélagi. Hún fól ekki aðeins í sér formlegan kosningarétt, né heldur kröfur á ríkið um ákveðna félagslega þjónustu svo sem tíðkast í sósíaldemókratískum velferðar- samfélögum. Fyrst og ffemst fól hún í sér kröfu um að fá að vera virkur, sjálfráða meðlimur, í sam- félagi sem hefur velferð meðlima sinna að leiðarljósi. Draumur andófsmannanna og var um samfé- lag þar sem einstaklingamir hefðu bæði réttinn og möguleikann til að vera virkir þátttakendur í samfélag- inu. I þeirra huga gat ríkissósíal- isminn ekki talist lýðræðislegur fyrst og fremst vegna þess að hann bannaði óformleg félög og sjálf- stæð grasrótarsamtök. Þeir sótmst eftir „stjórnmálum sem kæmu að neðan“, eftir blómlegu frumkvæði einstaldinga. I þeirra huga þýddi borgarasamfélag fýrst og fremst „félagslega sjálfsskipulagningu" eins og Adam Michnik orðaði það. Þessi umræða andófsmannanna var ekki óáþekk hugmyndum sem þró- uðust í ffiðar-, umhverfisverndar- og kvennahreyfingum í Vesmr- Evrópu. Barbara leggur áherslu á mót- sagnakennda stöðu kvenna jafnt fýrir sem eftir haustið 1989: þrátt fýrir að borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi hafi aukist, þá standa konur í Miðausmr-Evrópu frammi fýrir því í dag að glata efnahags- legri og félagslegri velferð sinni sem og réttinum yfir eigin líkama. Yfirlýsingar um jafhrétti kynja voru ekki bara orðin tóm á tímum ríkissósíalismans. Austantjalds- löndin voru brautryðjendur í að lögfesta slíkt jafnrétti, almennt var atvinnuþátttaka kvenna og karla svipuð í Ausmr-Evrópu og þau höfðu sama rétt til mennta. Þó kynskipting starfa hafi verið minna áberandi en í Vesmr-Evrópu, var hún samt mikilvægt einkenni og konur voru þýðingarmikið annars- flokks vinnuafl. Einnig voru konur mikilvægt sérhæft vinnuafl, því þær voru um helmingur þeirra sein út- skrifuðust úr æðri menntastofhun- um. Til að gera þessa þátttöku kvcnna í atvinnulífinu mögulega, tryggði ríkið fæðingarorlof með rétti til fýrra starfs að því loknu og sá fýrir barnagæslu. En þessum vinnuréttindum fýlgdu ekki nema takmörkuð þegnréttindi og stóðu kynin þar jöfh að vígi. En það gerðust engin kraftaverk eftir 1989, hvað sem framtfðin ber nú í skauti sér. Það eitt er ljóst á núverandi umbreytingartíma að ómögulegt er að setja fram fullyrð- ingar. I algerri höfnun á fortíðinni hefur pendúllinn sveiflast yfir til andstæðu sinnar í hinu pólitíska lit- rófi. Þetta hefur leitt til þess að markaðurinn er setmr ofar öllu sem stjórntæki og stefnu ríkissósí- alismans í jafnréttismálum hefur verið hafnað. En þessar breytingar hafa ekki haft neitt uppgjör við for- tíðina í för með sér. ÖIIu heldur hefur á þessu sviði, sem og á svo mörgum öðrum, verið skilin eftir eyða þar sem ríkissósíalisminn var án þess að nýtt fruinkvæði, fræði- legar umræður eða framtíðarstefna hafi fýllt tómið í kringum málefhi eins og kvenréttindi, stöðu kvenna og þegnrétt. Og í dag er einn helsti Þrándur í göm þess að koma á þegnréttindum sem ekki eru kyn- bundin, sem nauðsynleg eru lýð- ræðislegu þjóðfélagi, útbreidd andúð á öllu frumkvæði frá ríkinu. liins og ungverski félagsfræðingur- inn Júlia Szalai segir: Það er sterk og almenn andúð í landi okkar á öllu sem lyktar af „ríkinu". Það tekur langan tíma að losna undan hugmyndum og starfsháttum al- ræðisríkisins og skilgreina ríki sem er „okkar“, sem er skapað af lýð- ræðislegu borgarasamfélagi og undir eftirliti þess... Þrátt fýrir það megum við ekki að varpa fýrir borð öllum hugmyndum um samstöðu, opinbera ábyrgð, minna ójafhrétti og svo frainvegis, þessi gildi sem svo lengi hafa tengst ríkinu.“ Karlveldi og lýðræði Breytingarnar í Miðausmr-Evr- ópu 1989 virmst lofa virkum þegn- réttindum í borgarasamfélagi. Sjálf hugmyndin um lýðræði með þátt- töku þegnanna, um stjórnmál að neðan, hafnar forræði stofhana sem byggja á reynslu karla í opin- beru lífi og stjórnmálum og einkennast af áherslu kosninga og ríkisstjórna. Raunin hefur orðið sú að lýðræðisþróunin í Ausmr-Evr- ópu jafngildir auknu karlveldi í stjómmálum eins og niðurstöður lýðræðislegra kosninga sýna. Vægi karla á þessum þingum hefur stór- aukist miðað við það sem áður var. Og þar sem þessi þing hafa fengið aukin raunveruleg völd, þýðir það að konur em útilokaðar. Það að karlar hafa stormað inn á þingin, þýðir þó ekki að krafa þeirra um að ráða hvíli á öðru en leirfómm: það er ekki hægt að réttlæta hana út frá meiri reynslu, hæfni eða getu, því lýðræðisferlið er nýtt og konur hafa allt frá 1960 staðið amk jafn- fæds körlum hvað menntun og atvinnuþátttöku varðar. Og enn eru stjórnmálaleg völd ekki tengd eignuin. Þessi þróun sýnir á hvern hátt karlveldi er hornsteinn vestræns lýðræðis. Hún sýnir að kynskipan frjálshyggjukapítalisma er ekki að- eins niðurstaðan af sögulegri at- burðarás. Það er til dæmis ekki hægt að skýra þessa niðurstöðu með minni reynslu kvenna af starf- semi lýðræðislegra stofnana eða markaðarins. Sameinkenni þróun- arinnar í Ausmr-Evrópu á leið tíl kapítalisma er að nýsköpun kyn- skipunar byggir á því að hrifsa af konum fjölda réttinda sem þær fengu á tímum ríkissósíalismans. Breytingarnar hafa kerfisbundið verið körlum tíl hagsbóta. Um- breytingin tíl vestræns lýðræðis og markaðshagkerfis sem hvílir á einkaeign byggir aðallega á mark- aðshagræði: hefðbundnar hug- myndir um mismunun, þar með talið kynjamismunun, .leika lykil- hlutverk í að skapa slíkt útilokunar- hagræði á markaðnum. Markvisst er grafið undan rétt- indum kvenna og í dag eru þær í meirihluta atvinnulausra í þessum löndum. Hrun hefur orðið í þátt- töku jieirra í stjórnmálum. Gengið er fram hjá lögum sem eiga að tryggja að konur gangi í fýrri störf eftír fæðingarorlof og um barna- gæslu, og víða er reynt að afnema lög um frjálsar og ókeyjiis fóstur- eyðingar og þrengja skilnaðarlög- gjöfina. Það segir margt og vekur furðu að mitt í efnahagskreppunni, pólitískri ringulreið og félagslegu óöryggi, þegar verið er að leggja drög að endursköpun sjálfs grund- vallar samfélagsins, hefur spurn- ingin um fóstureyðingar orðið sú sem mest brennur á fólki í þessum heimshluta. Tilraunir tíl að banna frjálsar fóstureyðingar þjóna bæði því að stofnanagera karlveldið og réttlæta völd karla með því að renna nútímalegri stoðum undir það aidagamla viðhorf að vettvang- ur kvenna sé fýrst og fremst innan veggja heimilisins. Þetta vekur ugg þegar litíð er til þess að nær óslitið hefur atvinnuþátttaka kvenna í Austur-Evrópu slegið öll met. Þessar tilraunir og ákvarðanir lýð- ræðislega kjörinna þinga eiga sér enga stoð í almenningsálitinu, ef marka má skoðanakannanir. Konur gegndu lykil- hlutverki í andófinu Lítil þátttaka kvenna í stjórn- inálum á umbreytingarskeiðinu er þýðingarmikil vegna þess að hún gengur þvert á almennt viðurkennt lykilhlutverk kvenna í andófshóp- unum sem undirbjuggu jarðveginn fýrir breytingarnar 1989.1 samtöl- um við fýrrum andófsmenn kemur glöggt í ljós að samstaða þeirra byggði á andstöðu við Hina, þ.e. stofnanir ríkisins. Af þessari ástæðu m.a. skynjuðu konur, sem tóku þátt í andófshreyfingum, ekki að þær hefðu aðra hagsmuni en karlkyns félagar þeirra. Þetta saina vanda- mál er nú að koma upp í Miðaust- urlöndum þegar barátta Palestínu- manna stendur á krossgötum. A meðan baráttan snerist um tilvist þeirra og andóf gegn kúgun Israels voru konur jafningjar karla. Nú þegar verið er að leggja grunn að sjálfstæðu riki Palestínumanna er konum ýtt til hliðar. Kynjainál eru í brennidepli við- kvæmra sögulegra og félagslegra umbreytinga. Fjölskyldan og þjóð- in eru gerð að þungamiðju leitar- innar að nýrri sjálfsmynd og nýjum siðfræðilegum gildum. A meðan markaðssinnaðar lýðræðiskenning- ar leggja áherslu á sjálffæði ein- staklingsins, gerir þjóðernislegur þrýstíngur konur á ný undirgefnar heildinni sem neitar þeim um virk þegnréttindi og þátttöku í lýðræð- islegu eftírlití. Þjóðernisstefnan virðist, eins og oftast í sögu sinni, byggja á skilgreiningu um að sjálf- ræði og þegnréttur nái aðeins til karla. I dag er þrýstingur ffá mark- aðnum um að skera niður útgjöld vegna kvenna. Þjóðemishyggjan kennir að þeirra fremsta hlutverk sé að „ala böm fýrir þjóðina“. Nið- urstaða Barböm er að vaxandi þjóðernishyggja sé að festa í sessi skilgreiningar á þegnrétti sem bæði er kynbundinn og fýrir fáa útvalda. Þessi ólýðræðislega og stórhættu- lega sjálfsmynd þjóða útilokar aðra vegna kynferðis, þjóðernisuppmna eða tungumáls. Eftir að þjóðernis- hreinsanirnar hafa náð sínu tak- marki verða konur næsta fórnar- lambið. Erfitt er að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvenær mun af- nám efnahagslegra og félagslegra réttinda vekja upp kvennahreyf- ingu sem hefúr jafiirétti kynja að markmiði? Flversu langan tíma tekur það fýrir hin nýju lýðræðisríki að viður- kenna ávinninginn af félagslegri samstöðu og koma á virkum þegn- rétti sem nær hvom tveggja til kvenna og karla? Hvorki ríkissósí- alisminn né hin nýju lýðræðissam- félög virðast fær um að skapa uin- hverfi þar sem konur eiga alla möguleika sem jafnréttháir borgar- ar. Áður komu réttíndin að ofan og nú em þau hrifsuð burt af mark- aðnum og vegna þrýstings frá nýrri hugmyndafræði.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.