Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 7. JANÚAR 1994 15 Rithöndin Tímamót framundan í lífi þínu Fáguð framkoma og kurteisi eru áberandi í skriftinni þinni. Þú ert glaðlynd og lundin hlý. Svolítið kærulaus smndum. Yfirleitt vingjarnleg og hlý við alla og bjartsýn. Þú átt auð- velt með að láta þér þykja vænt um fólk en verður líka smndum fyrir vonbrigðum þegar vinirnir hverfa úr lífi þínu. En lífið gefur þér alltaf í stað þess sem það tekur og svo er það hjá þér. Oftast erm ánægð og í jafnvægi. Þú virðist hafa áhuga á mörgu, tækni og bílum, ferðalögum, dýr- um. En þú getur líka verið án þess ef svo slæst. Þú hefur ágæta aðlög- unarhæfhi. Lendir líka sjaldan í á- rekstrum við aðra. Vinna finnst þér líklega frernur leiðinleg, bæði heima og heiman, en tekur henni eins og öðru sem að höndum ber. Þú ert vafalaust skemmtileg per- sóna og hlýmr að eiga marga vini og vinkonur. Þína nánusm þykir þér mjög vænt um og ert þeim trygg. Þú hefur góða greind en virðist ekki alltaf beita henni, e.t.v. skortir eitthvað á sjálfstraustið þó svo sé ekki að sjá í fljótu bragði. Þú átt létt með að mynda tengsl við börn og ættir trúlega að vinna við þau. Þú virðist nokkuð óráðin eins og er, tímamót gæmr verið framundan í lífi þínu. Líklega þarftu að vera dálítið ákveðnari. Góða framtíð. R.S.E. Hildur Björg Hannesdóttir símritari Sviðsljós EVA LUNA frumsýnd í kvöld Skáldsagan Eva Luna eftir Isa- bel Allende í þýðingu Tóm- asar R. Einarssonar hefur notið mikilla vinsælda meðal ís- lenskra lesenda. Nú hafa _ þeir Kjartan Ragnarsson og Oskar Jónsson fært söguna í leikbúning og verður frumsýningin í kvöld í Borgarleikhúsinu. Egili Olafsson hefur samið tónlist og söngtexta í verkið og verður hún gefm út á geislaplöm. Þessi sýning er viðamesta verk- efnið á sviðum Borgarleikhússins á þessu ári. Tónlist Egils Olafssonar er í sýningunni flutt af átta manna hljómsveit undir stjórn Arna Scheving. Ríkharður Orn Pálsson útsetti fyrir hljómsveit og söngvara, en alls koma um þrjátíu leik- arar og söngvarar fram í sýningunni. Michaela von Gegerfelt samdi dansa og hreyfingar fyrir sviðseminguna. Oskar Jónsson hannaði leikmynd og Láras Bjömsson lýsingu. Búninga annast þær Guðrún S. Haralds- dóttir og Þórunn El- ísabet Sveinsdóttir og era nær þrjúhundrað búningar í sýningunni. Sögusviðið er Suð- ur-Ameríka. Eva Luna er kynblendingur og alin upp á trúboðsstöð. Hún missir ung móður sína og er komið fýrir í vist. Sagan rekur síðan hrakninga hennar um samfélag Suður-Amer- íku og kynni hennar af ógleyman- legu fólki af háurn stigum og lágum og kosmlegum uppátækjum þess. Allstaðar skín hlýleg kímni í gegn- um frásöguna, sem á köflum er reyfarakennd. Hlutverk Evu Lunu er leikið af Sólveigu Arnardótmr, en í öðrum helstu hlutverkum í sýningunni era Edda Heiðrún Backman, Egill Ó- lafsson og Pémr Einarsson. Þá era ótaldir á annan mg leikara, söngv- ara og dansara. Uppselt er á frant- sýninguna í kvöled. Sagt mei mynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir Isíðasta blaði sem kom út 30. desember birmm við myndarlega verðlaunagám á heilli síðu og veittum frest til 12. janúar til að senda inn lausnir. Dregið verður úr rétmm lausnum og nafh verðlaunahafa verður svo birt í næsta tölublaði, sem kemur út fösmdaginn 14. janúar. Verðlaunin era úttekt á bókum Máls og menningar að andvirði 10.000 krónur. Af þessum sökum er ekki birt rétt lausn verðlaunagát- unnar nú og verða lesendur að bíða næsm viku, en þá birtist líka lausn þessarar gám. Einn af stóra kostunum við Ijós- vakamiðlana er að í ffétmm þeirra verður mér ljóst hvaða skoð- anir ég hef á hinum og þessum málum. Að vísu er þetta oft á skjön við það sem ég hef áður álitið en ekki dregur það úr gildi miðlanna. Það var til að mynda sjónvarpið, sem upplýstd mig um skoðanir mínar á hvalveiðum. Eins og Olaf^ ur Sigurðsson lagði áherslu á í hverjum fréttatímanum á fæmr öðram þá höfðum „við Islending- ar“ ákveðnar skoðanir á þeim mál- um. Okkur fylgdu síðan þeir sem vit höfðu á málunum eða þeir sem enn höfðu sína skynsemi í lagi. Á móti vora allrahanda hassreykjandi og tedrekkandi jurtaæmr ásamt einhverju frægu fólki sem aldrei hafði dýft hendi í kalt vam. En fréttamenn vöraðu sig samvisku- samfega á að tala urn stefnu ís- lenskra stjórnvalda í málinu. „Við- horf okkar Islendinga eru ...“ „Is- lendingar telja...“ Og vinsamlegar ábendingar um að til væra önnur viðhorf meðal Islendinga hrakku af fréttamönnum eins og vam af gæs. Sjónvarpið þríefldist raunar og lék stef úr þjóðlögum í bakgrunni þeg- ar fjallað var um málið og sá til þess að íslenska fánanum bry'gði fyrir nokkram sinnum í hverri frétt um hvalamál. Þá varð einnig áberandi að miklu oftar var rætt við þá stjórnmálamenn sem gengu í sel- skinnsjökkum en þá sem enn vora í Kórónafömm. Mátti þá einu gilda um hvað rnálið snerist. Árni John- sen mun raunar hafa látdð gera hatt úr hvalsporði en það vakti ekki þá athygli sem vonast var til. Raun- ar hefur það heyrst og ntun vera rétt, að það hafi verið rætt af fullri alvöra innan fféttastofunnar að enda hvern fréttatíma þar sem fjall- að hefði verið um hvali, með því að fréttamenn risu úr sæmm og gaul- uðu „Öxar við ána.“ Samt var þetta ef til vill ekki svo ýkja alvarlegt frá mínum bæjardyr- um, frekar að ég fyndi fyrir létmm pirringi. En skoðanir mínar á mál- inu vora lítt mótaðar og helst ein- hvers staðar mitt á milli viðhorfa „Okkar Islendinga" og hassistanna. Veralega hefur á hinn bóginn reynt á söguffægt umburðarlyndi mitt núna þegar vonir hafa vaknað um að bandaríski herinn hypji sig með sitt hafúrtask af Miðnesheiði. Þá vakna ég skyndilega upp við það að viðhorf „okkar íslendinga“ er að halda dauðahaldi í herinn. Gegn okkur er síðan eitthvað álíka lið og í hvalamálinu, bláeygir hippar og koinmúniskar ffiðarömmur. Þannig átti einn fréttamanna ríkisútvarpsins samtal við forsætis- ráðherra um þessi mál og varpaði meðal annars fram þeirri spurn- ingu hvort „Við Islendingar“ hefð- uni ekki getað nýtt okkur kosn-||([. ingaúrslitin í Rússlandi málstað „okkar“ til framdráttar. Ekki fór á milli rnála að með þessu var átt við að samningamenn íslendinga hefðu átt að benda Könunum á að það væri nú ef til vill ekki ýkja frið- vænlegt í heiminum eftir góðan ár- angur fasista í Rússlandi. Þetta er ég ekki til í að skrifa undir að séu mín viðhorf eða „okkar Islend- inga.“ Það er ef til vill kominn tími til að hressa uppá Samtök her- stöðvaandstæðinga.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.