Vikublaðið - 07.01.1994, Side 4
4
Borgarmálin
VIKUBLAÐIÐ 7. JANUAR 1994
Nú þegar bjartsýnisfólk
eygir von um að fella
borgarstjórnaríhaldið er
ekki úr vegi að líta aðeins
aftur til áranna þegar
draumurinn rættist og
vinstrimenn náðu meiri-
hluta í borgarstjórn
Reykjavíkur.
Hvernig gekk vinstri flokk-
unum að stjórna borginni?
Hver voru vandamálin og
hverju náði vinstri stjórnin
fram?
vinstri flokkanna eru ekki svona
fyrirferðarmikil og þau falla heldur
ekki svona illa að umhverfi sínu.
Þau eru görnlu húsin sem fengu að
standa, börnin sem fengu inni á
dagheimilum, aldraðir og fatlaðir
sem fengu þjónustu við hæfi, ung-
lingar sem fengu félagsmiðstöðvar.
Ekkert af þessu varð til þess að
steypa borginni í skuldir. Þvert á
móti. Hún stóð mun betur fjár-
hagslega þegar vinstri meirihlutinn
skilaði af sér árið 1982, heldur en
þegar hann tók við stjórn árið
1978.
„ Við borguðum upp
kosningavíxilinn frá
1974“
Með þessu á Sigurjón við þær
skuldir sem Sjálfstæðisflokkurinn
safnaði vorið 1974. Þá voru kosn-
ingar bæði til þings og sveitar-
stjórna og eins og jafnan á slíkum
vorum var framkvæmt ótæpilega
og oft án þess að eiga fyrir reikn-
ingunum. Það var ekki fyrr en 1976
sem byrjað var að borga þessar
skuldir niður. Þá voru skattar
greiddir eftir á og í mikilli verð-
bólgu varð það til þess að menn
greiddu skatta af lægri tekjum en
þeir höfðu á hverjuin tíma. Þetta
kom sveitarfélögunum illa og Sig-
urjón segir að flest önnur sveitarfé-
lög hafi safnað skuldum á árunum
'78 til '82, en traust fjárhagsstjórn
vinstri meirihlutans hafi komið í
veg fyrir að svo færi líka í Reykjavík
og það þó að hann hafi ekki tekið
við góði búi árið 1978. Hann bæt-
ir við:
„Fram til þessa hafði alltaf verið
talað um vinstri glundroða og því
verið haldið frain að vinstri menn
gætu ekki stjórnað fjárhag borgar-
innar. Við afsönnuðum það.“
Nú eftir bráðum tólf ára stjórn í-
haldsins á borginni er fjárhagur
borgarinnar aftur mjög slæmur þó
að aðstæðurnar allt fram á síðustu
ár hafi verið meirihlutanum mjög
hagstæðar. Sigurjón vill orða það
svo að Sjálfstæðisflokkurinn í borg-
arstjórn hafi fengið þrjá happ-
drættisvinninga í fjármálum borg-
arinnar. Sá fyrsti hafi verið þegar
verðbólgan lækkaði 1983 sem
leiddi til þess að sama útsvarspró-
senta gaf meiri tekjur í borgarsjóð.
Annar vinningurinn var breyting á
lögum um tekjustofha þannig að
staðgreiðsla var tekin upp og í
þriðja lagi hafi verið sett ný lög um
vcrkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga sem komu Reykjavíkurborg
mjög vel.
Þrátt fyrir þetta safnaði meiri-
hluti Sjálfstæðismanna skuldum.
Sigurjón segir að á síðustu tveimur
áruin hafi ffamkvæmdir umfram
tekjur numið tveimur milljörðum
króna.
Nýr meirihluti vorið 1994 tæki
því ekki við góðu búi.
„Nei og það yrði enginn vafi á
því að hann gæti ekki leikið sér að
fjármunum og byggt monthallir
eins og meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins hefur gert.“
—is.
Borg í Ijóma
En hvað gerðistvorið 1978?
Var þetta síðbúin íslensk
vinstrisveifla, tíu árum á
eftir þeirri sem flæddi yfir megin-
land Evrópul968? Var þetta
svona óvenju heppileg skipting
atkvæða eða hvað gerðist? Margir
telja að persónufylgi Guðrúnar
Ilelgadóttur hafi fært vinstri-
mönnum sigurinn.
Eitt er víst: Hann var óvæntur.
Þannig lýsir Guðrún Helga-
dóttur jiví sem gerðist: „Eg hafði
tekið 4. sæti á lista Alþýðubanda-
lagsins af greiðasemi við flokkinn.
Eg bjóst aldrei við því að komast
inn. Svo fengum við fimin menn
inn. Við bjuggumst ekki við þessu
og kannski brá okkur mest sjálf-
um. Það datt engum lifandi
manni í hug að við bætmrn við
okkur þremur mönnum. En til-
finningin var engu lík. Ég held að
það gleymi þessarri nótt enginn,
jiað voru allir svo glaðir. Veðrið
var injög gott þessa nótt og þegar
ég vaknaði daginn eftir fannst
mér borgin standa í ljóma.
Auðvitað gerðum við alls konar
vitleysur. Þetta var aðeins eins
manns meirihluti og því miður
var einum fulltriia Alþýðuflokks-
ins ekki treystandi. Hún átti það
til að hlaupa út undan sér og
styðja Sjálfstæðisflokkinn. Svo var
fyrir í kerfinu magnaður stokkur
af embættismönnum sem unnu
gegn okkur. Hver einn og einasti
var Sjálfstæðismaður og líklega
hefur þeim ekkert litist á að eiga
að fara að vinna fyrir einhverja
vinstrimenn. Auðvitað áttum við
að skipta þeim út og við höfum
líklega ekki verið nógu hörð.
Það voru líka mistök að ráða ó-
pólítískan borgarstjóra. Hann
þurfd alltaf að standa í málamiðl-
unum milli flokkanna. Það er
auðvitað miklu einfaldara að
stjóma bara með borginni með
pennastriki og láta svo rétta upp
hönd fyrir sér.
Við komum samt heilmörgu
áleiðis. Við opnuðum heimili
með leiguíbúðum fyrir aldraða að
Lönguhlíð 3. Við gerðum heil-
inikið í dagvistarmálum og létum
gera áætlun til margra ára, sem
Guðrúnu Helgadóttur var að stór-
um hluta cignaður kosningasigur
G-listans. „Eg held að enginn
gleymi þessari nótt og þegar ég
vaknaði daginn efiir fannst mér
borgin standa í ljóma“.
hefur ekkert verið farið eftir síð-
an. Við keyptum heilmikið af
leiguíbúðum fyrir skjólstæðinga
borgarinnar og við byggðum upp
Grjótaþorpið. Það má ekki
gleyma því að á þessum árum stóð
til að láta rífa það allt saman. Við
eigum líka þá þróun sem hefur
orðið í veitingahúsum í miðbæn-
um. Það varð mikil breyting á
borginni á þessum tíma.
Sigurjón Pétursson borgarfúll-
trúi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík var forseti borgar-
stjómar á þessum ámm. Hann seg-
' ir vinstri meirihlutann hafa náð
miklum árangri í stjórn borgarinn-
ar. I Iins vegar hafi mikið af þeim
breytinguin verið tekið til baka og
það sem ekki hafi verið hægt að
taka til baka hafi verið reynt að
þegja í hel.
„ Við lögðurn áherslu á
að auka lýðrceðið“
Borgarfulltrúum var fjölgað úr
15 í 21 og var helsta röksemdin
fyrir þeirri breytingu sú að auka
lýðræðið.
„Nú þegar borgarfúlltrúum hef-
ur aftur verið fækkað em þeir jafn-
inargir og árið 1907 þegar aðeins
bjuggu 9000 manns í Reykjavík.
Nú em þingmenn Reykjavíkur-
kjördæmis 18 eða þremur fleiri en
borgarfulltrúamir. Líklega er þetta
einsdæmi í heiminum," segir Sig-
urjón.
Margar breytinganna fólust í því
að draga vald frá embættismönnum
til kjörinna fulltrúa. Það var ekki
síst nauðsynlegt vegna þess að
flestir ef ekki allir embættismenn
Reykjavíkur voru góðir og gegnir
Sjálfstæðismenn. Sigurjón segir að
Reykjavfloirborg hafi á skipa hæf-
um embættismönnum. Þeir hafi
ekki unnið gegn vinstri meirihlut-
anum en heldur ekki hjálpað mikið;
„hinir pólítískt kjörnu fulltrúar
þurftu að eyða meiri tíma í stefnu-
mörkun en annars hefði verið.“
Vinstri meirihlutinn fól nefndum
borgarinnar aukin völd og stofnaði
framkvæmdaráð sein fjallaði um
verklegar framkvæmdir á vegum
borgarinnar. Hann heimilaði
starfsmönnum stofnana og fyrir-
tækja Reykjavíkurborgar að til-
nefna menn í stjórnir, gerði borg-
arskipulag að óháðri stofúun og
réð óháðan borgarstjóra, Egil
Skúla Ingibergsson. Sú ákvörðun
var umdeild. Margir tala um að
sterkara hefði verið að hafa
pólítískan borgarstjóra sem væri
meiri ímynd meirihlutans. Um
þetta segir Sigurjón að Egill Skúli
Ingibergsson hafi verið ákaflega
vinsæll og farsæll í starfi.
Ef litið er til þeirra breytinga
sem vinstri mcirihlutinn gerði á
stjórnkerfinu verða orð starfskonu
Kvennalistans í nýlegri Pressu-
grein dálítið hlægileg, en þar segir
hún innan sviga eftir að hafa lýst
því hve lengi Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ráðið borginni: „mínus fjög-
ur ár, sem þó breyttu engu um
valdastrúktúr borgarkerfisins“. I
næstu kosningum hafði flokkunum
sem buðu fram til borgarstjórnar
fjölgað um einn - Kvennaframboð-
ið. Atkvæðin dreifðust, Sjálfstæðis-
flokkurinn vann auðveldan sigur
og var ekki lengi að taka til baka
allar breytingar í lýðræðisátt sem
vinstri meirihlutinn hafði gert.
I fyrrnefndri grein segir Þórunn
Sveinbjarnardóttir starfskona
Kvennalistans einnig að þegar
minnst sé á hugmyndir um vald-
Mikil sigurvíma greip um sigþegar kosningaúrslitin 1918 urðu Ijós. Frá kosningagleði G-listans í Laugardalshöll íjúní.
dreifingu og hverfisstjórnir falli
öðrum minnihlutaflokkum en
Kvennalistanum allur ketill í eld.
„Þeir hafa nefnilega ekki hugsað
sér að breyta valdastrúktúr Sjálf-
stæðisflokksins.“, segir stjórnmála-
fræðingurinn Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir. Hvað varðar hverfis-
stjórnirnar þá standa orð gegn orði
því að Sigurjón Pétursson segir það
alltaf hafi verið þeirra tillaga að
hverfin fái aukið vald. Hins vegar
var vinstri meirihlutinn mjögtæp-
ur og erfitt reyndist að koma mikl-
um skipulagsbreytingum á.
„Byggðum ekki stór-
halUr en gerðum margt
jyrirþá sem minna
mega sín“
Á valdatíma vinstri meirihlutans
voru opnuð tólf ný dagheimili.
Biðlistar voru opnaðir öðrum en
einstæðum foreldrum og skóla-
fólki. Skipulagi var komið á dag-
mæðrakerfið og dagheimili opnuð
þroskaheftum. Það var líka vinstri
meirihlutinn sem stofnsetti Ferða-
þjónustu fatlaðra, nokkuð sem
Sjálfstæðimenn hafa ekki haldið á
lofti enda hefúr þessi þjónusta ger-
breytt aðstæðum fatlaðra. Sigurjón
segir þau líka hafa styrkt Oryrkja-
bandalagið mjög rausnarlega til
kaupa á vemduðum vinnustað. í
málefnum aldraðra var líka mikið
unnið. Byggðar vom leiguíbúðir
fyrir aldraða enda hafa ekki allir
efni á að kaupa þjónustuíbúðir.
Komið var á fót dagvistun fyrir
aldraða og hafin bygging B-álmu
Borgarspítala sem ætluð var fyrir
langlegusjúldingu en hefur undir
stjóm Sjálfstæðismanna ekki enn
komist í gagnið. Líka var inikið
starf unnið í fræðslu og æskulýðs-
málum, t.d. opnaðar þrjár félags-
miðstöðvar fyrir unglinga.
Líklega hafa flestir borgarbúa
gleymt því nú en þegar vinstri
meirihlutinn tók við árið 1978 stóð
til að rífa Bernhöftstorfúna. Þá
vom ráðandi öfl sem þóttu gömul
Sigurjón Pétursson: „ Við afs 'ónnuðum
stjóm áfjárhag horgarinnar“.
hús ljót og engin ástæða til annars
en að rífa þau til þess að rýma fyrir
nýjum og „glæstum" steinhúsum.
Komið var í veg fyrir þetta: Torfan
var friðuð og nýju lífi hleypt í mið-
bæinn á margan hátt, t.d. var opn-
aður útimarkaður við Lækjatorg.
Nú dettur engum í hug að rífa
Torfuna, en heyrst hefur að til
að vinstrimenn gtetu ekki haft góða
standi að rífa eitthvað af húsum í
nágrenni við Ráðhúsið til þess það
njóti sín betur!
Minnismerki urn stjórnun Sjálf-
stæðisflokksins er þessi stóri
steinkumbaldi sem meirihluti
borgarbúa var á móti og fellur alls
ekki inn í umhverfið.
Minnismerkin um stjórnun
Minnismerki
meirihlutanna