Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Qupperneq 9

Vikublaðið - 07.01.1994, Qupperneq 9
VIKUBLAÐIÐ 7.JANUAR 1994 9 kynna hana með auglýsingaherferð í sjónvarpinu. Afsláttarmiðarnir voru einkum hugsaðir íyrir mat- vöruverslanir. Stærstu fyrirtækin á þeim markaði voru ekki ýkja hrifin af framtakinu. Þau töldu að það rnyndi auka auglýsingakostnaðinn. Aformum DV var lekið til Morg- unblaðsins, hugsanlega til að spilla fyrir því að þessi tegund auglýsinga myndi festast í sessi. Svona elj- aragiettur eru saklausar á meðan dagblöðin tvö skipta á milli sín markaðnum með því að annað kemur út á morgnana en hitt síð- degis. Sveinn R. Eyjólfsson og Hörður Einarsson komu að rekstri Vísis fyrir bráðum 30 árum. Þeir hafa tekið sér langan tíma að stilla sam- an strengina því að árið 1975 fór þeir hvor í sína áttina, Sveinn á- samt Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra DV, stofnaði Dagblaðið til höfuðs Vísi en Hörður sat eftir. Sex árum síðar féll allt í ljúfa löð og DV var stofnað. Sveinn og Hörður hafa reynt fyrir sér í öðruin viðskiptum en ekki farnast vel. Þeir kornu við sögu í Hafskipum og Arnarflugi og hafa hvor um sig tengst byggingar- verktökum og fiskvinnslu í smáum stíl. Þótt Sveini og Herði hafi tekist best upp í blaðaútgáfu hafa þeir alltaf verið núrner tvö á því svið. Morgunblaðið er risinn á mark- aðnurn. Sveinn og Hörður eru jafnaldra, 55 ára, og það fer hver að verða síðastur að komast á toppinn. Yfirtakan á Tímanum bendir til þess að þeir ætli að leggja til atlögu við blað allra landsmanna. Þar er kominn kjarni málsins. Forystukreppa á Morg- unblaðinu Morgunblaðið hefur ekki átt í teljandi erfiðleikuin síðan snemma á þriðja áramg aldarinnar þegar nokkrir kaupmenn í Reykjavík keypm blaðið af stofnendum þess, Vilhjálmi Finsen og Olafi Björns- syni. Kaupmennirnir voru ráðríkir og afskiptasamir og blaðinu hélst illa á starfsmönnum. Arni Óla, fyrsti blaðamaður Morgunblaðsins og fyrsti blaðamaðurinn á Islandi sem ekki var jafnframt ritstjóri, sagði upp störfum vegna þess að honurn ieiddist. (Nokkrum árum síðar réðst hann aftur til blaðsins.) Eftir að Morgunblaðið komst í hendur ritstjóranna Valtýs Stefáns- sonar, sem eignaðist stóran hlut í blaðinu, og Jóns Kjartanssonar hófst velgengistímabil sem staðið hefur óslitið til þessa dags. En það eru blikur á lofti. Þeir sem veita blaðinu forysm eru að nálgast eftir- launaaldurinn án þess að ótvíræðir arftakar séu í sjónmáli. Annar ritstjórinn, Matthías Jo- hannessen skáld, varð 64 ára á mánudaginn og hefur í háa herrans tíð talað eins og hann sé þreytmr á erli starfans og þakkar reglulega meðritstjóra sínum, Styrmi Gunn- arssyni, fyrir að leyfa sér að yrkja í friði fyrir hávaða hversdagsins. Haraldur Sveinsson ffamkvæmda- stjóri verður sjömgur á næsta ári. Björn Vignir Sigurpálsson rit- stjórnarfulltrúi hefur verið nefhdir sem hugsanlegur arftaki Matthías- ar. Það vinnur þó gegn Birni Vigni að hann þykir sem „týpa“ of líkur Styrmi, sem er enn á besta aldri. Aðrir innanhússmenn gera sér vonir um að hreppa ritstjórastólinn en fæstir eiga innistæðu fyrir þeim ntemaði. Stjórnkerfi Morgun- blaðsins er þannig upp byggt að það hefur ekki alið af sér menn sem geta tekið við mannaforráðum. Það verður erfitt að fylla skarð Matthíasar og enn snúnara að finna eftirmann Ilaraldar. Hann er að- eins annar framkvæmstjórinn í 80 ára sögu blaðsins og þeir hafa báð- ir átt stóran eignarhlut í blaðinu. Ef að halda á í hefðina keinur iög- fræðingurinn Hallgrímur Geirsson helst til álita. Hann er stjórnarfor- maður Arvakurs sem gefúr út Morgunblaðið og sonur Geirs heitins Hallgrímssonar forsætis- ráðherra og Seðlabankastjóra. Ilallgrímur hefur hinsvegar ekld neina reynslu af stjórn og rekstri fjölmiðla. Samspil ritstjóra og fram- kvæmdastjóra á Morgunblaðinu byggir á nánum persónulegum tengslum og hefur þróast frá því að Morgunblaðið var lítið blað með starfsmenn sein mátti telja á fingr- um annarrar handar. Þetta samspil gerði Morgunblaðinu kleift að skera á naflastrenginn við Sjálf- stæðisflokkinn án þess að blaðinu blæddi út á líkan hátt og málgögn- um hinna flokkanna. Fyrirtækið veltir núna einum og hálfúm milljarði króna og hefur á sínum snærum nálægt 200 starfs- rnenn. Sjónarinið um fyrirtækja- rekstur sem voru í fullu gildi fyrir son ritstjóri hefur ástœðu til að hafa áhyggjur af framtíð Morgunblaðsins: Hverjir eiga að taka upp merki stjórn- enda blaðsins? nokkrum áratugum eiga ekki leng- ur við. Dulúðugar hugmyndir um að Morgunblaðið breytir þeim sem koma til starfa á blaðinu, eins og Haraldur Sveinsson talaði um í af- ntælisræðu sinni í nóvember, eru ekki til þess fallnar að vekja traust á aðlögunarhæfni blaðsins að breytt- um aðstæðum. Hallgrímur Geirsson, stjórnar- formaður Arvakurs, flutti líka ræðu í affnælishófinu í haust og talaði með nokkurri koklireysti um að eftir að blaðið væri núna fltitt í glæsilegt húsnæði í nýja miðbæn- um væri Morgunbiaðið tilbúið í „ný átök,“ forráðamenn Arvakurs ætluðu að athuga með „önnur til- brigði fjölmiðlunar" og hugmyndir voru um að „fjölga útgáfudögum“ Morgunblaðsins. 1 Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins þann 14. nóvember segir að ræða stjórnar- formannsins sé „stefnumarkandi." Eftir þessi orð stjórnarformannsins var talið líklegt að Morgunblaðið myndi hefja mánudagsútgáfu á þessu ári. Það ætlar þó ekki að ganga eftir í bráð. Feiminn og tvístígandi Moggi Tveim mánuðum efdr áttræðis- afrnælið er komið annað og hlé- drægara hljóð í strokk Morgun- blaðsmanna. í samtali við Viku- blaðið segir Hallgrímur Geirsson að engar ákveðnar huginyndir séu um að fjölga útgáfúdögum Morg- unblaðsins né heldur hefur blaðið áform urn að færa út kvíarnar í fjöl- rniðlun. Haraldur Sveinsson ffarn- kvæmdastjóri segist ekki hafa á- hyggjur af samkeppni á árdegis- markaðnum og ítrekar að hvorki muni útgáfudögum blaðins fjölga á næstunni né muni félagið leggja út í önnur fjölmiðlaumsvif. Hallgrímur og Haraldur höfðu báðir á vörum stöðluð svör við ára- mótatíðindunum úr herbúðum Frjálsrar fjölmiðlunar: Við fögnunt allri samkeppni. Þetta svar er of formúlukennt til að vera trúverð- ugt, en það er gott að grípa til þess þegar maður veit ekki almennilega hverju á að svara. Feimnisleg afstaða Morgun- blaðsmanna til útþenslu Frjálsrar fjölmiðlunar getur verið af tvenn- um toga. Annarsvegar að Morgun- blaðið sé svo öruggt með sjálft sig að forráðamenn þess geti einfald- lega ekki ímyndað sér að nokkurt árdegisblað muni ógna veldi Morgunblaðsins urn fyrirsjáanlega ffamtíð og hinsvegar hollusta við Frjálsa þölmiðlun sem traustan viðskiptavin prentsmiðju Morgun- blaðsins. Þessi hollusta virðist þó vera orðin tvíátta eftir síðustu atburði. I símaviðtali sem blaðamaður átti við Hallgrím Geirsson lagði hann áherslu á að ræða sín í haust um framtíðarmarkmið Morgunblaðs- ins hefði ekki verið hugsuð til að „ögra einum eða neinum" en stuttu seinna í sania viðtali sagði hann að „samningur okkar við DV um prentun bindur ekki hendur okkar um alla framtíð.“ Stjórnendur Morgunblaðsins hafa tilheigingu til að iíta á við- skipti frá persónuiegu sjónarhorni. Þegar Haraldur Sveinsson útskýrir yfirtöku DV-manna á Tímanum segir hann að þetta séu „gamlir kunningjar úr Blaðprenti" og vísar til þess að Tíminn og Dagblaðið, forveri DV, voru í samstarfi um rekstur prentsmiðju um miðjan síðasta áratug. Þeir Sveinn og Hörður áttu í viðskiptum við Steingrím Her- mannsson, ekki vegna þess að þeir voru gamlir kunningjar, heldur vegna þess að báðir græddu á því. Annað mál er það hvort Sveini og Herði verður kápa úr Tímaklæð- inu. Kvikmyndir Kvikmyndarýnir Vikublaðsins hefur yarið jólum og áramótum í að líta yfir afrakstur ársins í kvikmyndaheiminum og vinsað það úr sem annaðhvort hefur verið með því besta eða versta á hvíta tjaldinu árið 1993. Þetta yfirlit er gott að hafa í huga þegar farið er á myndbandaleigurnar. 10 bestu myndirnar 1993 1. Raise the Red Lantem Venjulega eru þær myndir minnistæðastar sem koma manni í sem best skap. En það þarf líka ótrúlegt vald á kvikmyndatækninni til að koma áhorfandum í fylu, og það tekst þessari mynd fullkomlega að því geftiu að á- horfandinn sé hvorki sadisti né karlremba. 2. Much Ado About Nothing Það efast fáir um að Kenneth Brannagh sé á heimavelli þegar hann fæst við verk William Shakespeare. 1 þetta skiptið fæst hann við einn af gamanleikjum skáldsins og gerir úr því þvílíka ánægjulega lífsreynslu að jafnvel forhertustu andbókaormar ættu að fást til að kaupa sér bókasafnskort. 3. II Ladro di Bambini/The Stolen Children Hérna er önnur frekar dapurleg (sjá 1. sæti) þó svo að hér örli á bjartsýni á stöku stað. Geðlægðin er saint í heiðurssessi og þessari mynd tekst það sem öðrum myndum af svipuðum toga tekst sjaldan, að snerta mann án þess að verða væmin eða tilgerðarleg. 4. The Piano Nýsjálenski leikstjórinn Jane Campion gerir hér rnynd sem er jafn fíngerð og fáguð og fyrsta mynd hennar, Sweetie, var hrá. Myndin fjallar um bældar tilfinningar á hógværan og tilgerðarlausan hátt og leikhópurinn stendur sig stórkostlega. 5. Husbands and Wives Synd væri að segja að 1993 hafi verið ár Woody Allen, alla vega hvað einkalífið varðar, en við Islendingar feng- urn alla vega þann heiður að berja augurn besta árangur hans á „Bergmaníska" sviðinu til þessa. 6. Age of Innocence Martin Scorsese fetar á slóðir sem hann hefur hingað til látið allsendis ósnertar á ferli sínuin og gerir það með sh'kum glans að ætla mætti að manninum sé allt mögulegt. 7. Jurrasic Park Myndin sem át alla samkeppni upp til agna síðastliðið suinar á vinsældirnar fullkomlega skilið. Leikstjórn Spi- elbergs og ekki síður tímamótamarkandi tæknibrellur lappa upp á bágborið handritið og myndin heldur manni í þvílíkum heljargreipum þegar best lætur, að það er varla að maður muni eftir öðru eins. 8. Reservoir Dogs Þessi mynd er nokkurs konar kennslustund í fésparnaði í kvikmyndagerð, sem sagt; það þarf ekki að eyða upp- hæðum sem myndu brauðfæða hálfa Eþíópíu í bíómyndir ef handritið er bara nógu déskoti vel byggt upp. 9. Menace II Society Hrá og kraftmikil ofbeldissaga sem er stödd einhvers staðar mitt á milli Goodfellas og Boys 'n' the Hood. Kýs að segja söguna blátt áffarn í stað þess að reyna að predika boðskap sinn um of, sem verður til þess að ónefnd- ir aðilar inistúlka hana sem lofsöng til oflieldis. Að mínu mati gerir það hana aftur á móti enn kraftmeiri hversu köld og hlutlaus hún er í frásögn sinni. 10. Of Mice and Men Gliinrandi útgáfa af sögunni hans Steinbecks sem græðir mest á stórkostlegum leik og snjallri leikstjórn. Ef fólk þarf á annað borð að endurgera myndir ætti það að taka þessa rnynd sér til fyrirmyndar. 10 verstu myndirnar 1993, 1. Jason goes to hell: The Final Friday Mynd númer níu um fjöldamorðingjann Jason og afrek hans er hvorld betri né verri en síðustu afdrifasögur hans. Það segir það sem segja þarf. 2. Cool World Teiknimyndasmiðurinn snjalli Ralph Bakshi hafði ekki gert mynd í fullri lengd í u.þ.b. áratug þegar fregnir bárust af því að hann ætlaði að gera nokkurs konar Roger Rabbit fyrir fullorðna. Það er því ekki alveg laust við að rnaður hafi sóað nokkurri eftirvæntingu í þennan ómerkilega filmubút sem er umfram allt sóun á tíma þeg- ar á vettvang (bíóbekk eða hægindastól) er komið. 3. The Program Æ, ég nenni engan veginn að eyða fleiri orðum í þennan lofsöng til bandarískra karlhormóna en ég er búinn að eyða nú þegar. Megi „þetta“ gleymast sem fyrst. 4. The Crush _ Hér er Lolitusögunni snúið við eins og sokk og úr henni gerð klisjukennd spennumynd sem gerði eflaust að- standendur myndanna um Jason fjöldamorðingja afar stolta, en fáa aðra. 5. Indecent Proposal Skólabókardæmi um mynd sem þykist vera meira en hún er. Hún fjallar um siðferðisspurningu sem er í raun orðið útjaskað elni í bíómyndum og feliur í þann djúpa brunn að taka sig alvarlegar en hún hefur efiti á. 6. The Vanishing George Sluzier endurgerir hollensku myndina sína „Spoorloos“ fyrir bandaríska áhorfendur og tekst með dyggri aðstoð handritshöfundarins l'odd Graf að gera hreint og ldárt rusl úr því sem var einu sinni snilldar- verk. Geri aðrir betur/ver. 7. Body of Evidence Madonna fellur flatt á þessari tilraun sinni til að verða önnur Sharon Stone. Skynbragð hennar til að gefa út vinsæla tónlist dugar henni sýnilega skammt þegar hlutverkaval er annars vegar. Joe Mantegna og Williem Dafoe eiga báðir betra skilið og ættu í raun að dauðskammast sín fyrir að hafii komið fram í þessum ósköpum. 8. Toys I langan tíma var þessi mynd draumaverkefni ekki ómerkari leikstjóra en Barry Levinson, sent gerði m.a. eina bestu inynd síðasta árs, Bugsy, svo að það er hálfþartinn sorglegt að hún skuli vera jafn slæm og raun ber vitiíiT 9. Splitting Heirs Eric Idle reynir fyrir sér sem handritshöfundur og flýgur beinustu leið á hausinn með það, jafn fyndinn og hann hefur nú verið í gegnum tíðina. Myndin er lítið annað cn samhengislaust samansull af skopatriðum, misskondnum, flesmm í þreyttari kantinum. Þessi mynd er enn eitt dæmið um að augiýsendur bíóhúsa reyni að fá góðtrúa bíógesti til að halda að Monty Python hópurinn sé ennþá starfrækmr, og vona ég að slíkt auglýs- ingafals leggist af sem fyrst. 10. Super Mario Bros Bob Hoskins er hálf vandræðalegur í hlutverki tölvuvædda pípulagningarmannsins Mario og láir honurn það enginn meðan handritið er jafn slærnt og raun ber vitni. Myndin er að vísu illskárri en sanmefndir sjónvarps- þættir sem íslensk ungmenni hafa barið augurn en það má varla telja til mikils hróss.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.