Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Side 11

Vikublaðið - 07.01.1994, Side 11
VIKUBLAÐIÐ 7. JANÚAR 1994 11 Kapítalisminn ekki eini valkosturinn Hverjar eru forsendumar tíl að auka persónulegt sjálffæði og bæta félagslega stöðu kvenna? Er hægt að koma slíku á að ofan, eða verður það að koma frá femínískri grasrótarbar- áttu? Barbara Einhorn er sannfærð um að af gagnkvæmum skilningi yfir landamörk Kalda stríðsins - landa- mörk sem enn eru til sem „múrar í höfði okkar“- geti sprottíð nýjar væntingar og kröfur um samfélag sem hefur félagslegt réttlætí og jafn- réttí kynja að leiðarljósi. Til að slíkt gerist verðum við að yfirstíga samskiptaerfiðleika austurs og vesturs og forðast „nýlenduhugs- un“ margra vestrænna stofhana. Nú þegar er komin á slík umræða milli umhverfis-, ffiðar og kvennahreyf- inga á jafnréttísgmndvelli. Enn er von, eins og búlgarska andófskonan Dimitrina Petrova segir: Sumar okk- ar, konur sem tóku þátt í þessari miklu tilraun, hafa öðlast skilning sem þær munu kenna dætmm sínum: að kapítalískt samfélag er ekki eini valkosmrinn; handan hans em til aðrir lífshættír sem byggja á gagn- kvæmri umhyggju. Það er kannski langt í það, sérstaklega nú þegar gjaldþrot „kommúnismans" er talið þýða að allar tilraunir tíl að haffia kapxtalismanum séu dæmdar tíl að mistakast. Því gemm við aðeins reynt að halda loganum lifandi - hinum litla loga samúðar og umhyggju fyrir öðr- um. Þar leikur systralag stórt hlut- verk. Vinnum borgina aftur! Næsta vor, vorið 1994, verða liðin 12 ár ffá því að vinstri flokkarnir misstu meirihluta sinn í borgar- stjóm Reykjavíkur. Meirihluta- stjórn sem aðeins varaði í fjögur ár. Síðan hefur íhaldið og áróðurs- öfl þess hamrað á því hvílíkur glundroði hafi ríkt þessi fjögur ár og hve litlu vinstri meirihlutínn hafi komið í verk. Hvomgt er rétt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar stjómað Reykjavík í meira en 60 ár - með misjöfnum árangri. Næst þegar þú hendist með barnið þitt milli staða í hádeginu vegna þess að þú færð ekki dag- heimili allan daginn, eða bíður og bíður og bíður eftír næsta strætis- vagni, þá skaltu hugsa um það hverjir ráða borginni og hvernig þeir hafa beitt því valdi. En hverjar em þá líkurnar á að fá sigrað þennan meirihluta, breytt því hvernig borginni er stjórnað, komið á vinstri meirihluta í Reykjavík? Sjaldan hafa ytri aðstæður verið þessarri von hagstæðari. Sjálfstæð- isflokkurinn er aðili að óvinsælli ríkisstjórn, borgarstjóri flokksins nýtur lítíls ef nokkurs persónufylg- is. Við þetta bætist það sem ætti að vera ekki síður mikilvægt í kom- andi borgarstjórnarkosningum; fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er langt í ffá jafn góð og hún hefur verið undanfarin ár. Montffam- kvæmdir Sjálfstæðismeirihlutans að viðbættu slæmu efhahagsá- standi hafa komið borginni í skuldafen. Ein af þeim goðsögnum sem haldið hefur verið ffam um stjórn- un borgarinnar er að Sjálfstæðis- flokkurinn og hann einn getí stjórnað fjárhag borgarinnar. Sú stjórn hefur undanfarin ár ein- kennst af því að eyða og spenna í þágu flokksgæðinga og minnis- merkja í stað þess að byggja upp betri þjónustu fyrir borgarbúa. Spilling er fýlgifiskur mikils valds. Mikið vald er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haff í borginni og það allt of lengi. Hann hefur byggt upp valdakerfi embættísmanna sem allir eða næstum alveg allir em trúir og dyggir Sjálfstæðismenn. Hann hefur líka byggt upp kerfi flokks- gæðinga sem borga skilvíslega í kosnh gasjóði flokksins og vænta sinna launa. Launa sem flokkur sem ræður sjóðum og framkvæmd- um borgarinnar einn á auðvelt með að veita. Þessar em staðreyndir málsins. Nú er aðeins að spyrja hvemig eigi að fara að því að breyta þessu. Það er ekkert náttúmlögmál að Sjálfstæðisflokkurinn ráði borg- inni. Skoðanakannanir sýna að vísu að flokkurinn virðist enn ætla að halda meirihluta sínum - að því gefnu að andstæðingar hans bjóði ffam margklofiúr eins og undan- farin ár. I skoðanakönnun sem Félagsvís- indastoffiun Háskóla íslands gerði í nóvember síðast liðnum kom fram að af þeim sem afstöðu tóku hafði Sjálfstæðisflokkurinn 52% atkvæða en aðrir flokkar 49%. Þetta er ekki mikill munur. Ef spurt er um afstöðu fólks til sam- eiginlegs lista hinna flokkanna þá snýst þetta við: Sá listí fengi 55% atkvæða en Sjálfstæðisflokkurinn 45%. Borgin væri unnin! Þetta þarf auðvitað að setja fram í við- tengingarhætti því efin em ansi mörg. Líklega of mörg. Reyndar er önnur niðurstaða þessarar könnunar enn ineira slá- andi. I ljós kemur, eins og svo oft áður í könnunum sem gerðar em löngu fyrir kosningar, að hlutfall þeirra sem vita ekki og svara ekki er mjög hátt. „Veit ekki“ flokkur- inn er næst stærstur með 27% at- kvæða á mótí 32% atkvæða Sjálf- stæðisflokksins af öllum þeim sem gáfu eitthvað svar. Erm getur því margt breyst og ljóst að mikið starf er ffamundan. Það er hægt að fella meirihluta í- haldsins og fera borgina til íbúa hennar, úr höndum valdamaskínu Sjálfstæðisflokksins. Nú er bara að taka til óspilltra málanna. [K1______ Verkamannafélaqið [DAKBRDNl Dagsbrún Tillögur til uppstillinga- nefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1994 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með þriðjudeginum 4. janúar 1994. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 16.00 mánudaginn 10. janúar 1994. Tillögunum ber að fylgja meðmæli minnst 75 og mest 100 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn Dagsbrúnar Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um á árinu 1994. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menn- ingar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðs- ins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til nátt- úruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðs- ins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöf- unarfé hverju sinni í samræmi við megintil- gang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkur úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau“. Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 25. febr- úar1994. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í af- greiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91)699600. Reykjavík 29. desember 1993. Þjóðhátíðarsjóður Skatthlutfall og skattafsláttur Skatthlutfall staðgreiðslu í janúar 1994 er 41,79% \ janúar 1994 verður skatthIutfalI staðgreiðslu 41,79%. Skatthlutfall staðgreiðslu fyrir febrúar - desember 1994 verður auglýst síðar. Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd eru 1979 eða síðar, verður 6% á árinu 1994. Persónuafsláttur á mánuði er 23.915 kr. Persónuafsláttur fyrstu sex mánuði ársins verður 23.915 kr. á mánuði. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Sjómannaafsláttur á dag er 671 kr. Sjómannaafsláttur fyrstu sex mánuði ársins verður 671 kr. á dag. Frá og með 1. janúar 1994 eru fallin úr gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin á árunum 1988 - 1993.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.