Vikublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 27. MAI 1994
Hann sendi Jeiðréttingu" frá
skrifstofu sinni. Fulltrúar minni-
hlutans spurðu eðlilega hvort
borgarstjórinn myndi taka upp á
því að leirétta kannanir ef út-
reikningar væru rangir hvað
þeirra flokka varðaði. Skiljanlegt
hefði verið ef Valhöli sendi frá
sér athugasemd, en ekki skrif-
stofa borgarstjórnar og var þetta
eitt dæmi af mörgum um hvern-
ig Markús gat ekki skilið á milli
borgarinnar og flokkshags-
muna. Þegar Markús Örn svar-
aði til um málið undirstrikaði hann að hann væri kjörinn af
borgarfulltrúum meirihlutans og væri ábyrgður gagnvart þeim.
28: Suðuræðina vantaði
undir Nesjavallavatnið
- Svo mikill var flýtirinn við að taka Nesjavallavirkjun í notk-
un að vatninu var hleypt á án þess að kerfið væri í raun tilbú-
ið. Svo nefnd suðuræð var ekki tekin í notkun samhliða og við
það blandaðist saman hitaveituvatn. Um leið voru gerð alvar-
leg afglöp sem rennur seint úr minni borgarbúa og nágranna;
úrfelling eyðilagði ógrynni pípulagna. Allt vatn til Hafnarfjarðar
stoppaði. Sumarið á eftir voru hreinsuð 17 tonn af úrfellingu úr
kerfinu, en annað eins sat eftir og situr enn og varð tjónið af
þessum afglöpum yfirþyrmandi. Núverandi og fyrrverandi hita-
veitustjórar deildu um ástæður þessa og hafa mikilvæg gögn
gufað upp.
þrælarnir ykkar
- Annað dæmi um hvernig Markús Örn fór út fyrir mörk sín
var þegar hann fyrir rúmu ári ritaði 46 forstöðumönnum stofn-
ana og deilda borgarinnar og bað þá um að beina viðskiptum
sínum til Hótel Borgar. Borgin hafði vissulega hagsmuna að
gæta, hafði selt Tómasi Tómasyni eignina og var í fjárhags-
legum ábyrgðum. En að borgarstjórinn riti slíkt bréf er himin-
hrópandi andstætt öllu siðferði og kennisetningum íhalds-
manna sjálfra um réttmæta viðskiptahætti. Markús varð enda
að draga bréfið til baka og meirihlutafulltrúar létu bóka að
Markús hefði ritað bréfið sem embættismaður en ekki flokks-
maður.
í þessu sambandi er athyglisvert að þegar Markús Örn
„leiðrétti" skoðanakönnun var hann fulltrúi meirihlutans, en
þegar hann ritaði umrætt bréf var hann embættismaður. Með
öðrum orðum varþað eftir hentugleika hvort Markús taldist
pólitískur eða ópólitískur borgarstjóri.
30: Markús bannaði vinnu-
staðafundi Framsóknar
- Fyrir tveimur árum eða á miðju kjörtímabili hugðust Sig-
rún Magnúsdóttir og Finnur Ingólfsson efna til vinnustaða-
funda í matarhléi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Reykjavíkur. Þótt ekki væru einu sinni kosningar framundan
tók Markús Örn sig til og bannaði þessa vinnustaðafundi.
Engin haldbær rök voru fyrir þessari ákvörðun Markúsar,
heldur var hér á ferðinni pólitísk einkaeignarstefna að hætti
reykvískra sjálfstæðismanna.
31: Afhentu Mac Donalds
Brimborgarlóðina
- Til að undirstrika að úthlutun lóða væri algerlega einka-
mál sjálfstæðismanna þá tóku þeir sig til og sviptu Brimborg
úthlutaðri lóð að Suðurlandsbraut 56. Öðrum hagsmunaaðil-
um þóknanlegri íhaldinu vantaði lóð og vildi umfram allt fá lóð
þarna. Og lóðin var notuð sem pólitískt skiptimynt; hana fékk
MacDonalds. Urmull dæma er til um slíkt og má hér nefna
Breiðhöfða 1.
Annað dæmi er loforðið um að Ijúka samtengingu allra útrása
holræsa í borginni. Megináfanginn næst ekki fyrr en 1996 og
verður þá ennþá ýmislegt eftir. Annað dæmi er loforðið um að
tryggt verður að lóðaframboð svari eftirspurn. Lóðir fyrir fólk
eru uppurnar. Ekkert Errósafna var opnað að Korpúlfsstöðum.
Enginn golfvöllur reistur á Gufunesi. Verulegur hluti er eftir við
að setja snjóbræðslukerfi í götur í miðbænum. Ólokið er um-
hverfi tjarnar og miðsvæðis í Seljahverfi. Enginn lánasjóður
stofnaður fyrir þá sem vilja breyta húsnæði sínu til að bæta
aðgengi fatlaðra.
Friðrik Þór Guðmundsson
32: Bílastæðapláss
notuð undir vöru-
geymslur
- Gunnar H. Gunnarsson hefur opinberað fleiri
dæmi um að útvaldir aðilar brjóta í skjóli sunnu-
leysis borgaryfirvalda byggingarlög, með því að
nota bílageymslupláss undir annað en bíla-
geymslu. Áður hefur verið minnst á bílastæðakjall-
ara Geirs Haarde og ættmenna. Gunnar hefur
dregið upp fjögur ný dæmi af aðilum sem annars
þyrftu að greiða 50 milljónir króna til að losna und-
an kvöðinni um notkun bílastæðanna. Meðal þeirra
sem hafa komist upp með slíkt eru Skúli G. Jó-
hannesson og Erla Vilhjálmsdóttir íTékk-kristal, en
Erla er systir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgar-
fulltrúa. Þau hjónin nota bílastæði undir lager en
ættu að greiða tæpar tvær milljónir til að losna
undan kvöðinni.
33: Logið til um efndir
loforða
- Að venju hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt aug-
lýsingu um efndir á kosningaloforðunum fyrir þetta
kjörtímabil. Nú var Davíð farinn og Markús tekinn
við og má merkja það af árangrinum. Af 25 loforð-
um tókst ekki að efna að minnsta kosti 8 og er það
einkunn upp á 6,8 og er nokkuð sem Davíð hefði
blygðast sín fyrir. Til að gera hlut sinn betri hefur
núverandi forysta íhaldsins gripið til þess örþrifa-
ráðs að Ijúga til um efndirnar. Segjast til dæmis
hafa efnt loforðið um af engir skattar borgarinnar
myndu hækka á kjörtímabilinu, sem er gróf lygi.
Bæði hafa fasteignaskattar og útsvör hækkað, sér-
stakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
\/ar lanrSi ir 6 no • —:a-----u:z-----* ' 'v' '
„Reikningar
greiddir
►►►gjörið svo vel“
Greiösluþjónusta Vörðunnar er einföld
og örugg. Þjónustufulltrúinn sértil þess
að regluleg útgjöld séu greidd á eindaga.
Varðan vísar þér leiðina að
fyrirhyggju ífjármálum.
▲ •
varoa
víðtæk
f jármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna