Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Síða 4

Vikublaðið - 25.11.1994, Síða 4
4 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 25. NOVEMBER 1994 i Um heilbrigðisstefnu Alþýðubandalagsins s IGrænu bókinni, stefriuskrá Al- þýðubandalagsins, er fjallað um heilbrigðismál á einungis einni blaðsíðu af 121 síðum alls. Sú „um- þöllun“ er vægast sagt lítdl að vöxt- um, óljós og yfirborðskennd, svo að engan veginn er sæmandi félags- hyggjuflokki. Þar eru einna helst tveir punktar sem hægt er að festa hendur á. I fyrsta lagi að flokkurinn er á móti þjónusmgjöldum í heil- brigðisþjónustunni og í öðru lagi að flokkurinn hyggst gangast fyrir út- tekt á Tryggingastofnun ríkisins. Þetta eru hvort tveggja lofsverðar hugmyndir sem allt félagshyggjufólk ætti að geta tekið undir. En betur má ef duga skal. Alþýðubandalagið hefur æfinlega verið forystuflokkur í heilbrigðis- málum eins og Sósíalistaflokkurinn var á sinni tíð og eins og vera ber um félagshyggjufloldc Þarf svo enn að vera. Heilbrigðiskerfið er eitt mikil- vægasta jöfhunartæki þjóðfélagsins og því brýnt að þar sé ekki gefið efit- ir. A sínum tíma var óskað eftir að flokksmenn gerðu athugasemdir við stefiiuskrána. Eftirfarandi eru við- brögð við þeirri málaleitan. Þjónustugjöldin burt Eg er sammála því að afnema beri hvers konar þjónustugjöld í opin- berri heilbrigðisþjónustu. Þetta er sérstaklega brýnt þegar stór hluti þjóðarinnar berst í bökkum fjárhags- lega. Aimannatryggingar eru aldrei brýnni en á slíkum tímum. Leggja ber áherslu á að þjónusta heilsu- gæslustöðvanna og sjúkrahúsanna sé ókeypis fýrir alla. Heilsugæslukerfið er grundvallar- þjónusta sem á að vera öllutn að- gengileg undantekningalaust. Þjón- ustugjaldið sem tíðkast hefur á heilsugæslustöðvum síðan í ársbyrj- un 1992 ber að afnema. Sama gildir um gjald fyrir rannsóknir sem gerðar eru á vegum heilsugæslunnar. Þær eiga að vera ókeypis. Tölur hafa sýnt að eftir tilkomu þessara gjalda minnkaði aðsókn að heilsugæslu- stöðvunum verulega. Þannig fækk- aði samskiptum við lækna á Heilsu- gæslustöðinni í Hafharfirði um 15% milli áranna 1991 og 1992 og er svipaða sögu að segja firá öðrum stöðvum. Þetta og fleira bendir ein- dregið dl þess að komugjaldið hindri fólk í að leita til stöðvanna og ber því að afnema það svo fljótt sem verða má, strax daginn eftir að heilbrigðis- ráðherra Alþýðubandalagsins tekur við embætti. Það er ástæða tdl að vekja sérstaka athygli á því fyrirkomulagi að starfs- fólk heilsugæslustöðvanna fær til frjálsrar ráðstöfunar 10% af gjaldi því sem sjúklingar greiða við komu á stöðvamar. Mun þetta hafa verið hugsað sem hvatning til starfsfólks að ganga hart ffarn í innheimtum, eins konar bónus. Þessi greiðsla er ó- eðlileg og ber að fordæma hana. Hún er til þess fallin að spilla sam- bandi sjúklinga og heilbrigðisstarfs- fólks, enda misjafnlega þokkuð af starfsfólki stöðvanna. Þeirri hugmynd hefur skotið upp af og tii hin síðari ár að láta fólk greiða fyrir sig að meira eða minna leyti ef það leggst inn á sjúkrahús. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að vinstriflokkur ljái máls á neinu slíku. Uppbygging heilsugæsl- unnar Af þeim verkefhum í heilbrigðis- málum sem brýnust era ber fyrst að nefha uppbyggingu heilsugæslunn- ar. Samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu frá 1973 samanstendur ís- lenska heilbrigðiskerfið af tveim meginþáttum, heilsugæslukerfinu og sjúkrahúskerfinu. Þar er gert ráð fyr- ir að sjúkrahúskerfið sé starfsvett- vangur hinna sérhæfðu, tæknivæddu ^mmmmmmmm sjúkraþjónusm, en heilsugæslustöðv- amar annist alla sjúkraþjónusm utan Guðmundur sjúkrahúsa auk almennrar heilsu- Helgi verndar. Segja má að þessir tveir Þórðarson þættir séu eina skipulega heilbrigðis- þjónustan í landinu á vegum hins op- inbera þegar frá era taldar nokkrar sérhæfðar heilsuverndarstofnanir. I áranna rás hefur svo vaxið upp ________________ þriðji þátturinn þar sem er stofupraksís einstakra sérffæðinga. Lögin gerðu ekki ráð fýrir þessari starfsemi nema í litlum mæli þar sem sjúkrahúsin vora talin hinn eðlilegi vettvangur sérfræðinganna. Þessi starfsemi er því óskipulögð og hefur vaxið tilviljunarkennt. Þetta hefur valdið vissum vanda sem nauðsyn- legt er að huga að. Dregist hefur á langinn að ljúka við uppbyggingu heilsugæslukerfis- ins þótt 20 ár séu síðan það var ákveðið með lögum. Það er einkum á höfuðborgarsvæðinu sem þar skortir á. Hefur þar ýmislegt komið tdl. Hugmyndafræðilegur ágreiningur hefur verið um málið sem fer þó dvínandi. Ahangendur markaðs- hyggju og einkarekstrars hafa litdð heilsugæslustöðvamar homauga, kallað þær miðstýrð ríkisfýrirtæki, og líka tækniþenkjandi sérfræðingar sem hafa tilhneigingu til að vanmeta almennar lækningar. Grundvöllur allrar heil- brigðisþjónustu Staðreyndin er hinsvegar sú að heilsugæslan er grundvallarþjónusta sem öll önnur heilbrigðisþjónusta byggist á. Mildlvægi hennar fer stöðugt vaxandi og verður augljósara með ári hverju, ekki síst efidr að sam- dráttur og spamaður í sjúkrahús- rekstrinum varð þess valdandi að fólk er meðhöndlað í heimahúsum í ríkara mæli en áður var, m.a. lang- legusjúklingar. Enn vantar mikið á að aðbúnaður að almennri heilsugæslu sé viðun- andi á höfuðborgarsvæðinu, heilsu- gæslustöðvar vantar og þær van- mannaðar sem fýrir era. Um leið þyngist á þeim álagið eftir því sem sjúkrahúsin draga úr starfsemi sinni. Það verður því að vera forgangs- verkefni í heilbrigðismálum að ljúka við uppbyggingu heilsugæslunnar sem allra fýrst. Vel skipulögð heilsu- gæsla, þar sem allir Islendingar eiga kost á þjónustu á fullmannaðri heilsugæslustöð, er alger forsenda fýrir skilvirku heilbrigðiskerfi. Það er svarið við þeim fjárhagslegu og skipulagslegu ógöngum sem heil- brigðisþjónustan virðist vera í um þessar mundir. Höfundur er fýrrverandi heilsugæslulæknir UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í nýtt íbúðarhverfi. Verkið nefnist: Borgarhverfi 2. áfangi. Helstu magntölur eru: Götur u.þ.b. 1.000 m Mulin grús u.þ.b. 5.700 m2 Púkk u.þ.b. 2.800 m2 Holræsalagnir u.þ.b. 2.200 m Lokaskiladagur verksins er 1. júlf 1995. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 22. nóvember næstkomandi gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. nóvember 1994, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Drögum úr hraöa <°3>' -ökum af skynsemi! Á hvaða stigi erum við? Nú er málum þannig háttað, að minnsta kosti í hinum siðaða heimi, að nær allir íbúar hverrar þjóðar hafa notið langrar skólagöngu í hálfa öld. Árangurinn blasir við, en þjóðimar reyna að horfast ekki í augu við þann sannleika að menntun sé goðsaga um jarðneska guðinn sem brást. Aldrei hefur verið til jafii mikið af heimspekimenntuðu fólki í heimin- um, en heimspekin er engin. Fræð- ingar era sem hæstu fjöll en flytja varla hóla. Hvorki er hreyfing innan stjórnmálanna né félagsfræðinnar sem getur boðið inönnum upp á vott af heildarsýn. Getuleysi hinna upp- fræddu er réttlætt með þeirri skoðun að núna sé heimurinn orðinn svo margbrotinn og fuflur af smáatriðum að enginn koinist yfir þau eða geti fært í sannfærandi heildarmynd. Vegna almennrar deyfðar era þannig afsakanir teknar góðar og gildar. Því hvað kemur þeim við heimssýn sem hefur nóg að bíta og brenna og horfir á skjá eða leysir þann vanda að drepa skugga í tölvu- leik? Ekkert, að sjálfsögðu. Uppfinn- ing tækja á síðustu áratuguin hefur orðið svo ör að erfiðisvinna er að mestu leyti úr sögunni á Vesturlönd- um. Þess vegna geta ekki aðeins kon- ur leitað á vinnumarkaðinn heldur lílca sá hluti mannanna sem hefði annars verið borinn út, látinn sitja við spuna, dútla við prjón eða mala korn. Það er hvorki verkalýðshreyfingin né jafnréttsbaráttan sem hafa leyst manninn úr viðjum heimilisins, held- ur menn sem fundu upp tækin og gerðu námugröft, þrælavinnu á sjó og atvinnu úrelta. Höndin tengd hugvitinu hefur stolið senunni frá stjórnmálunum og hugsjónunum sem fýlgja þeim. Maður gæti þess vegna haldið að lærdómurinn hefði sannað ágæti sitt með sigri í frjálsu velmegunarlönd- unum, ef staðreyndin væri ekki sú að lítt menntað, jafnvel ófaglært, fátækt fólk á ýmsum stöðum, líkt og í Asíu, framleiðir orðið betri, smekklegri og ódýrari vöra en hámenntað fólk á Vesturlöndum. Þettá gerist hjá þjóð-' um sem Evrópubúar hafa sogið öld- um saman með nýlendukúgun sinni og dreymir um að halda íbúunum nú á lágu kaupi með erlendri fjárfest- ingu. Þrátt fýrir það að við Islendingar höfum lengi notið langrar skóla- göngu byggist tilvera okkar enn á sjósókn fjögur þúsund sjómanna, um 800 farmanna og störfum nokkurra aðþrengdra bænda. Þetta er sá hluti þjóðarinnar sem skapar auðæfin og vinnur hráefnið sem er oftast sent úr landi óunnið eins og í gamladaga. Næstum eina framtak menntaða fólksins er að telja öðram trú um að þeir þui-fi á hjálp að halda. Það sund- urgreinir lyfjastol frá matarstoli í lærdómsríkum þáttum í fjölmiðlum. Það varar við snertingum manna á meðal, því þær eru áreitni, þangað til það snýr við blaðinu og nýir sér- fræðingar boða hópsnertingar og setja fram kenningar um „káfið“ sem er stundað í nágrannalöndum okkar með góðum árangri. Með hliðsjón af þessu er kannski ekki að undra að stundum hafa kerl- ingar á dvalarheimilum aldraðra fást- lega á tilfinningunni að hinn sið- menntaði heimur hafi tekið upp kjör- orðið: Með menntun skal menningunni eytt.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.