Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Qupperneq 10

Vikublaðið - 25.11.1994, Qupperneq 10
Inýju Dagsbrúnarblaði kemur íiram fordæming á því misrétti sem felst ma í því að maðurinn með 80 þúsund króna mánaðarlaun eða minna greiðir sama hlutfall í skatta af sínum tekjum og sá með eina milljón á mánuði. A tímuin lækkandi persónu- afsláttar og skatdeysismarka eykst réttmæti slíkrar fordæmingar. Núverandi ríkisstjórn hefur tmdir- strikað umhyggju sína fyrir hátekju- fólki með því að afnema sérstakan hátekjuskatt uppá 10%. Ríkisstjórn- inni finnst semsagt að það sé órétt- mætt að menn á borð við forstjóra Einskipa, oíufélaganna, bankanna og tryggingafélaganna geiði hlutfalls- lega meira en Gvendur á Eyrinni í skatt. En ríkisstjómin er útsmogin og lét þau boð út ganga að hátekju- skatturinn lend aðallega á sjómönn- um og fólki sem ynni mikið vegna þess að það væri að byggja yfir börn- in sín mörg og smá. Þessi skýring virðist hafa dugað ágædega enda vill enginn gerast talsmaður þess að t.d. sjómenn geiði hátekjuskatt eða aum- ingja bamafólkið sem Friðrik fjár- málaráðherra er hvort sem er búinn að pína bamabæturnar niður hjá. Ekki mælir Dagsbrún með áfram- haldi hátekjuskatti heldur boðar fé- lagið lækkun skatta á fólk með 120 þúsund á mánuði eða minna. Það er umhugsunarefni ef ekki er hægt að leggja hátekjuskatt á Hörð Sigurgestsson forstjóra Eimskipafé- lagsins, Kristinn Bjömsson forstjóra Skeljungs eða Björgvin Vilmundar- son Landsbankastjóra vegna þess að þá þurfi að leggja hátekjuskatt á sjó- menn. Hvers vegna í ósköpunum eiga forstjórarnir að geta skákað í skjóli sjómanna? Líka má spyrja: Hvers vegna í ósköpunum má ekki leggja hátekjuskatt á sjómenn? Af því að þeir em langtímum frá heimili og ættingjum í einangrun og vondum veðmm að draga björg í þjóðarbú? Einvem veginn kemur þessi í- mynd ekki upp í hugann þegar rilj- aðar em upp fféttir af komu nýju Guðbjargarinnar til landsins, stærsta og fullkomnasta verksmiðjutogara í eigu Islendinga. Bregðist minnið ekki er að finna gufubaðsklefa, tóm- stundasal og gott ef ekki sérstakan bíósal um borð og auðvitað full- komnasta fjarskiptabúnað sem til er undir sólinni. Og er ekki ennþá til eitthvað sem heitir sérstakur sjó- mannaafsláttur? En þetta má ekki segja. Það er ekki við hæfi að halda því fram að sjó- menn nútímans hafi það ekki allir skítt og bölvað og vei þeim sem ekki telur að þeim eigi að hygla enn frek- ar en þegar er gert í skattakerfinu. Sumum hátekjumönnum þykir líka óviðeigandi að fjölmiðlar séu að rýna í skattskrár og reikna út tekjur þeirra. Þeir hafa leitað til lögfræð- ings Verslunarráðsins um að leita leiða til að gera slíkan útreikning ó- löglegan. Það em einstaklingar sem annað hvort kæra sig ekki um að al- þjóð sjái hvað þeir em með rniklar tekjur eða hvað þeir em með litlar tekjur samkvæmt skattframtali þótt þeir lifi lúxuslífi. Ef að líkum lætur fá þessi einstaklingar samúð hjá ríkis- stjórn hinna breiðu bakhluta. Þeir standa ráðherram nær en eitthvað sjúkraliðapakk sem stofnar lífi og Iimum sjúklinga og aldraðra í hættu með stórhættuiegum verkfallsað- gerðum. í daffsins önn VIKUBLAÐIÐ 25. NOVEMBER 1994 ram ©g' %% Vinur minn einn sagði mér frá einkennilegum draumi sem hann hafði dreymt sköminu fyrir af- sögn Guðmundar Ama Stefánsson- ar. Hann dreymdi að hann væri staddur í miðbæ Reykjavíkur síðla kvölds. Fátt fólks var á götunum og honum þótti sem hann ætlaði á bjórstofu. En skyndilega birti yfir öllu er flugeldar þutu til himins úr öllum áttum, sprungu og lýstu upp himinhvolfið svo engu var líkara en kominn væri bjartur dagur. Og um leið tók fólk að streyma út á göturn- ar úr öllum áttum. Kaffi- og bjór- stofur tæmdust, slökkt var á sjón- vörpum, foreldrar tóku ungviðið sér í hönd og gengu út á götur borgar- innar. Fólkið gekk um í hópum, faðmaðist kysstist og söng gleði- söngva. Sumir veifuðu fánum, aðrir dönsuðu, ærðir af gleði. Hópur ungra manna söng „Vei þeim fólum sem frelsi vort svíkja“ og spillti í engu þó þeir kynnu ekki annað en þessa línu. Vinur minn furðaði sig á hvað væri eiginlega um að vera og eftir að hafa náð nokkram áttum eftir þessa skyndilegu gjörbreytingu á mann- lífinu í Reykjavíkurborg greip hann í handlegg eins hinna fagnandi og hrópaði til hans í von um að yfir- gnæfa hávaðann: „Hvað gengur á? Hvað hefur eiginlega gerst?“ Maðurinn reyndi að svara en geðshræringin bar hann slíku ofur- liði að hann mátti ekki mæla. Með skjálfandi hendi dró hann blað úr pússi sínu og benti á fyrirsögnina. Vinurinn tók blaðið af honum og sá að þar var komin Sjónvarpshand- bókin. Og yfir þvera forsíðuna blasti við gleðiboðskapurinn: „Nú hafa íslendingar öðlast aukið frelsi á sviði trygginga. Alþingi hefur sam- þykkt ný lög um branatryggingar húseigna. Sem fyrr er öllum skylt að branatryggja húseignir en með lög- unum öðlast íslendingar frelsi til að ákveða sjálfir við hvaða vátrygging- arfélag þeir skipta." Mennirnir horfðust í augu stutta stund. Síðan brustu öll velsæmis- bönd, þeir féllust í faðma, ókunnug- ir mennirnir og hlógu og grétu til skiptis. Sífellt íjölgaði á götunum og nú virtist svo sem allir héldu til Lækjar- torgs. Vinur minn hreifst með straumnum og eftir því sem nær dró torginu þéttist mannfjöldinn. Og á rniðju Bankastrætinu var allt stopp. Líkt og á kvennafrídeginum fyrir mörgum áram var hvorki hægt að kornast afturábak né áfram. Þó var hreyfing á Lækjargötunni og nú sást að þar gengu menn eftir öxlum mannfólksins og staðnæmd- ust ekki fyrr en þeir vora handlang- aðir upp á hornhúsið á Ausmrstræti. Mannfjöldinn fagnaði gífuriega er í Ijós kom að þarna voru staddir ráð- herrar Alþýðuflokksins veifandi og brosandi. Þeir reyndu að ávarpa fólkið en gekk erfiðlega að fá til þess hljóð. Þó hafðist það á endanum og sameiginlega hrópuðu ráðherrarnir yfir þúsundirnar: „Mjólk er góð!“ Fyrst var steinhljóð á torginu en síðan tók fólk að hreyfa sig og nið- urlútir hélt hver til síns heima en ráðherrarnir stóðu eftir og fyrir ofan þá lýsti flettiskiltið: „Eg elska Heinz tómatsósu." Hafnaríjörður fyrr og nú Ljósmyndasýning opnar í Sverrissal Lýðveldisnefnd Hafharfjarðar og Byggðasafii Hafiiarfjarðar standa fyrir ljósmyndasýningunni Hafnarjjörður fyrr og nú. Á sýningunni era ljósmyndir frá Hafn- arfirði eftir ljósmyndarana Guðbjart As- geirsson og Herdísi Guðmundsdóttur frá árunum 1920-40 og myndir eftir Magnús Hjörleifsson teknar frá sama sjónarhorni árið 1994. Þær varpa ljósi á þær miklu breytingar sem orðið hafa á Hafharfirði á síðusm 50-70 áram á skýran og skemmti- legan hátt. Sýningin er í Sverrissal Hafhar- borgar og verður hún opin frá 26. nóvem- ber til 23. desember. Leikfélag Reykjavíkur á listahátíð í Slóveníu Anna Pálína Árnadóttir Gunnar Gunnarsson tónleikanna er útkoma nýrrar geisla- plöm sem ber heitið VON OG VISA, en á henni era þekktir sálmar í nýjum og óvenjulegum útseming- um. Á VON OG VISU eru ljóðin sett í öndvegi og þeim gefið meira vægi en þau hafa alla jafha í hefð- bundnum kórútsetningum. Því má segja að hér sé um eins konar vísnatónlist að ræða og tilraun til að gera sálmana aftiir að alþýðutónlist. Anna Pálína Árnadóttir er þekkt- ust fyrir flutning sinn á vísnatónlist og hefur um árabil kontið fram á ýmsum stöðum hérlendis og á Norðurlöndunum. Fyrir tveimur áram gaf hún út geislaplötuna „Á einu máli“ ásamt Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni. Gunnar Gunnarsson er organisti og djasspíanisti. Hann hefur á und- anförnum áram leikið með tríóinu SKIPAÐ ÞEIM frá Akureyri og einnig með helsm djasstónlistar- mönnuin landsins. Tónleikárnir í Hafnarborg hefjast kl. 17:00. Þeir era ölluin opnir og aðgangur er ókeypis. Sýningu LeikfélagsReykjavíkur Hvað um L'eonardo? eftir Evald Flisar hef- ur verið boðið að koma á leiklistarhátíð í Ljubljana í mars næstkomandi. Leikritið gerist á heimili fyrir fólk með taugalegar traflanir. Það vekur upp margar spurningar, en er jafhffamt bráðfyndið. Sýningin fékk ágæta dóma gagnrýnanda, ekki síst sjúklingahópurinn, sem er ef svo má að orði komast eðlilega óeðlilegir. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, leikmynd gerði Axel Hallkell Jóhannesson, búninga Aðalheiður Alffeðsdóttir, en lýsingu annaðist Elfar Bjarnason. I hlutverkum era Ari Matthíasson, Bessi Bjarnason, Guðlaug E. Olafsdótt- ir, Magnús Olafsson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, María Sigurðardóttir, Pémr Einarsson, Soffia Jakobs- dóttir, Valgerður Dan, Vig- dís Gunnarsdóttir, Þor- steinn Gunnarsson og Þór Tulinius. Af þessum hópi verður ótvírætt að telja Martin, hlutverk Þorsteins Gunnarssonar stærst, en það krefst óhemju færni og verður að telja þetta eitt af stærsm hlutverkum sem hann hefur tekist á við hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sýningum lýkur fyrir jól og er síðasta sýningin fösm- daginn 2. desember n.k. Vígdís Gunnarsdóttir og Þor- steinn Gunnarsson í hlutverk- um sínum í Hvað um Leonardo?. Vald öplaganna Atriði úr óperunni Vald örlaganna en sýningar eru að hefjast á ný í Þjóðleikhúsinu.) Seinna sýningartímabil að hefjast Nú fer að hefjast síðara sýningar- tímabil á óperunni Vald örlag- anna í Þjóðleikhúsinu. Sýningar verða átta talsins og er sú fyrsta í kvöld föstudaginn 25. nóvember. Vald örlaganna var ffumsýnt um miðjan september og sýnt átta sinn- um fyrir troðfullu húsi og við milda hrifhingu, þar til gera þurffi hlé vegna annarra verkefha söngvar- anna. Kristján Jóhannsson syngur hlut- verk Alvaro á öllum sýningunum á síðari sýningartímabilinu. Átta ár era síðan Kristján Jóhannsson söng síð- ast í ópera hérlendis, en það var einmitt í Þjóðleikhúsinu í óperanni Toscu. Það telst mikill viðburður að fá Kristján hingað nú, á hátindi ffægðar sinnar, og er þetta einstakt tækifæri fyrir íslenska óperaunnend- ur að njóta hæfileika hans. Aðrir söngvarar í aðalhlutverkum í Valdi örlaganna munu skiptast að nokkra leyti á í hlutverkum sínmn. Það er Keith Reed sem byrjar í hlut- verki Carlosar á móti Trond Hal- stein Moe og Elín Osk Óskarsdóttir syngur hlutverk Leonóra á móti Ingibjörgu Marteinsdóttur, sem syngur á tveimur sýningum 4. og 6. desember. Ingveldur Yr Jónsdóttir byrjar sem Preziosilla og Magnús Baldvins- son syngur hlutverk ábótans, en Elsa Waage og Viðar Gunnarsson syngja hlutverkin á móti þeim. Stefán Am- grímsson hefur tekið við hlutverki Calatrava af Tómasi Tómassyni og Jóhann Sigurðarson tekur við hlut- verki borgarstjórans af Ragnari Dan- íelssyni. Önnur hlutverkaskipan er óbreytt ffá fyrri sýningum. Aðalstjómandi að þessu sinni verður Rico Saccani, Mauricio Bar- bacini stjómar 4. og 6. desember og Gunnsteinn Ólafsson 2. desember. Uppselt er á nokkrar sýningar, en þeim lýkur 10. desember. Von og vísa í Hafnarborg Anna Pálína Ámadóttir og Gunn- ar Gunnarsson halda tónleika sunnudaginn 27. nóvember n.k. í Hafharborg, Hafnarfirði. Tilefni

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.