Vikublaðið


Vikublaðið - 22.12.1994, Page 1

Vikublaðið - 22.12.1994, Page 1
I Þorvaldur víðförli Stílgaldur, afrek á sviði sögulegrar skáldsagnagerðar, ofbeldisíull karlabók? Bókin hans Ama Bergmann sætir miklum tíðindum. Við bir- tum kafla úr bókinni. Bls. 5 Hver er konan? Bryndís Hlöðyersdóttir, lög- fræðingur ASI, sú kona sem gerð er tdllaga um í annað sætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík í vor er í viðtali vikunnar. BIs. 6 Kjördæmisráðs- fundurinn Fylkingar riðlast, þeir snúa bökum saman sem áður stóðu öndverðir. Ný stað er óneitan- Iega uppi innan Alþýðubandalagsins í 50. tbl. 3. árg. 22. desember 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Stjórnlaust þing vegna slagsmála stjórnarnða Matthías Bjarnason og Egill Jónsson réðust harkalega að flokksbræðrum sínum og töluðu um siðleysi og mark- leysu. Ágreiningur stjórnarliða orsakaði verkefnaleysi á Alþingi og nauðsyn á þinghaldi milli jóla og nýárs þegar fresta þuríti umræðum um fjáraukalögin á þriðjudag vegna upp- reisnar sjálfstæðismarmanna Matthí- asar Bjamasonar og Egils Jónssonar, þegar í ljós kom að meirihluti fjár- laganefndar hafði gert samkomulag við Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra vegna fýrirgreiðslu til smábátaeigenda og ffamlaga sam- kvæmt jarðræktarlögum. Matthías og Egill em formenn þingnefnda um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál en höfðu ekki hugmynd um samkomu- lagið og reiddust heiftarlega vegna þessarar „siðlausu" afgreiðslu flokks- bræðra sinna, svo notað sé orðalag Matthíasar. Ljóst er að þingfúndi verður að halda milli jóla og nýárs vegna mikillar upplausnar og ágreinings milli stjómarflokk- anna um afgreiðslu þingmála og þá ekki síst afgreiðslu fjárlaga 1995 ásamt fylgiffumvörpum og fjáraukalaga 1994. Dögum saman hefúr þingið verið verkefnalítið og þingnefúdir lamaðar á meðan ríkisstjómarflokkamir hafa reynt að útkljá alvarleg ágreiningsmál. Upplausnin kom berlegast í ljós Kvótaveð bjargar lands- byggðinni Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra reyndi að lauma inn í lagaffumvarp um samningsveð ákvæði um að heimilt yrði að veðsetja veiði- heimildir. Þegar hann var staðinn að verki og ráðslaginu andmælt sagði Þorsteinn í fjöl- niiðlum að landsbyggðin myndi hrynja ef ákvæðið verð- ur ekki samþykkt. Viðsldptaráðherra, Sighvatur Björgvinsson, segir Alþýðuflokk- inn ekki samþykkja ákvæðið um veðhæfni veiðiheimilda enda stangist það á við fyrstu greinina í lögum um fiskveiðistjórmm sem segir að fiskistofnar á íslandsmið- um séu eign þjóðarinnar. Þorsteinn Pálsson kynnti ffumvarpið um samningsveð í ríkisstjórn sem tæknilega út- færslu og ákvæðið um veð veiði- heimilda var falið í aukasetningu í ffumvarpinu. Stjómarandstaðan gerði kröfú um frestun á umræðum um fjáraukalög- in til að gefa stjómarflokkunum færi á að útkljá sín ágreiningsmál og loks þegar Matthías gerði kröfu um hið sama ákvað Salome Þorkelsdóttir tutrugu mínúma hlé. Það hlé dróst á langinn og neyddist forseti síðan til að taka málið af dagskrá. A meðan helltu Matthías og Egill sér yfir flokksbræður sína í ráðherrastólum. Að lokum urðu þeir að láta undan kröfúm Matthíasar, en kröfur Egils vom enn óuppfylltar í gær og lét hann óffiðlega. „Það lá við handa- lögmálum,“ segir einn stjómarand- stæðinga. Olafur Ragnar Grímsson sagði við þetta tækifæri að það væri einstæð staða að meirihluti fjárlaganefndar væri að skila af sér fjáraukalagaffum- varpi sem formenn stjómarflokk- anna í sjávarútvegsnefnd og land- búnaðamefnd gætu ekld unað við. „Það er einstætt þegar tveir mildl- vægir trúnaðarmenn ríldsstjómar- innar em fyrstir til að standa upp til að mótmæla frumvarpi stjómarinn- ar,“ segir Ólafur Ragnar. Peningarmr ii r landi eða vextir upp | 'p íkisstjómin stendur frammi XVfyrir því vali að gefá vaxta- stefúu sína upp á bátinn eða að horfa upp á stórfelldan fjármagns- flótta úr landi. I febrúar koma til innlausnar spariskírteini ríkissjóðs að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Stefna ríkisstjómarinnar er að halda vöxt- um innan við 5 prósent en fyrir hálfu ári hættu fjárfestar að kaupa lang- tímabréf á 5 prósent vöxtum vegna þess að markaðurinn hafði ekki trú á því að stefna ríkisstjómarinnar væri raunhæf. Fjárfestar hafa átt kost á hærri vöxtum á skammtímabréfum og það hefur létt þrýstinginn á 5 prósent viðrnið ríkisstjómar og Seðlabanka. Hinsvegar em engar líkur til að fjár- festar vilji liggja með rúma 7 rnillj- arða króna í skammtímaskuldbind- ingum. Þá er líldegra að peningarnir verði ávaxtaðir erlendis þar sem hag- kvæmari kjör bjóðast. Við ósfcim (esendum og (andsmönnum ö((umg(eði(egra jó(a og vonum að nýtt ár kri hagsceíd og vdfarnað í sfauti sérfyrir ísíensfa fjjóð. Vitqibíaðið (emur ncest út á nýbgrjuðu fosningaári 1395, hinn 6.janúar. Þorsteinn svínar á Jóni Baldvin Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra fór freklega inn á verksvið Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra fyrir skömmu þegar haim einhliða svipti belgískan togara veiðiheim- ildum í íslensku fiskveiðilögsög- unni fýrir meint brot á samningi þjóðanna um veiðamar. Belgíski togarinn hefúr stundað veiðar inn- V an lögsögunnar í samræmi við samning frá 1972. Framkvaemdar- aðili samningsins fýrir Islands hönd er utanríkisráðuneytið og þyldr Þorsteinn hafá stefiit í hættu samningsstöðu Islands gagnvart Evrópusambandinu. Samningurinn var gerður af utan- ríkisráðherrum landanna 1972 og snerist um sérstakar veiðiheimildir til handa Belgíu, enda studdu Belgar Island í því þorskastríði sem þá var uppi. Samningurinn heimilaði 19 nafngreindum belgískum togurum veiðar innan lögsögunnar, á svæði sem með árunum hefúr minnkað verulega vegna reglugerðarbreytinga og svæðalokana. Um leið hefur skip- unum fækkað og er nú aðeins einn togari eftir. Þennan togara, Amandi- ne, svipti Þorsteinn veiðiheimild til 6 mánaða, sem menn ytra túlka sem uppsögn samningsins í raun. Reynd- ar lá undirmönnum Þorsteins svo á að svipta togarann veiðiheimildum að skeyti var í fýrstu sent röngum að- ila. I gær, fimmtudag, verður haldinn fundur í belgíska utanríkisráðuneyt- inu um málið. Má allt eins búast við kröfum um breytingar á samningn- um og að uppsögnin verði sett í sam- hengi við önnur viðskipti ríkjanna. I íslenska utanríkisráðuneytinu hefur málið einnig verið skoðað ofan í kjölinn, enda er litdð svo á að samn- ingurinn við Belgíu geti verið núkil- vægt tromp gagnvart Evrópusam- bandinu, sem í veiðiréttarmálum starfar mjög á gnrndyelli hefðaréttar.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.