Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 2
2 FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 7. maí 1955 Kvennamál Kölska Sízt af öllu hefði mann grun- að eftir öllum þeim sögum, sem sagðar eru um Kölska gamla, að hann væri það en- demisgauð i kvennamálum, sem sýnt er í Iðnó uin þessar mundir. Það kemur manni spánskt fyrir sjónir, að sá liinn sami og tældi Evu forðum, sknli gata á þvi atriði, sem sér- fræðingur í þessmn efnum seg- ir mér, að sé undirstöðuatriði alls kvennafars, sem sé að kunna að losna við kvensuna, þegar þar að kemu'r! Kvennafarssagan sjálf skal annars ekki rakin hér. Kn þess ber að óska, að menn taki ekki leikritið of hátíðlega sem dæmi um norska leikritun. Það væri ekkert vinarbragð við frændþjóðina. l.eikritið er sem sé atllangt frá ]ivi að vera meistarastykki, svo að ég fæ ekki séð, að það sé höfundi (eða höfundum) að þakka, að sýningin er þó það, sem hún er. Mikill htuti fyndninnar i teiknum felst i athöfnum eða lasi persónanna (ekki i orð- um), og ber að þakka leikur- um og leikstjóra. Einar Páls- son leikstjóri liefur án efa seilt það fram úr leikritinu, sein þar er til — og vel það. Leiktjöld I.othars Grunds verðskulda líka fyllilega, að á þau sé minnzt, haganleg, þar sem oft þurfa að fara fram sviðsetningar, smekkleg (>A að sumu leyti nýstárleg. Og ekki ber heldur að gleyma þætti Gissurar Pálssonar ljósameist- ara, sem þarna kynti toga vitis af miklum skörungsskap og kveikti á sól og tungli. Leikendur skila yfirleitt hlutverkum sinum þokkalega. Það eru hvergi neinar mis- fellur, sem orð er á gerandi, engin sérstök lýti, allt slétt og fellt. En þar fram yfir ekkert og kannski ekki við þvi að bú- ast. Það væri þá helzt Gísti Halldórsson, sem kemur franí i þrennu gervi. Síðasta gervið, sýsluskrifarinn, er ágætt og leikurinn þar eftir, en nokk- urs ósamræmis fannst mér gæta hjá honum i persónu elskhugans. —.Margrét Ólafs- dóttir er kvik og fjörug Anna Dumpcn, tilsvörin góð, en ekki virtnst kossar liennar bein- linis brennandi, og er það kannski að vonum, því að iltt er að binda ást við þann, sem enga kann á móti. Svo er það fjandinn sjálfur, sem Urynjólfur Jóhannesson leikur. Engu Bætir Brynjólfur við afrek sin með þcssu hlut- verki, það er „bara svona venjulegur leikur", eins og einhver sagði. Bændurnir Oli i Htíð og Ní- elsen, sem þeir Þorsteinn Ö. Slephensen og Gunnar Bjarnason leika, eru nokkuð skemmtilegir karlar, einkum Nielsen, og Emilía Borg er myndarleg Britta. Drisil og dríslu leika þau Einar Ingi Sigurðsson og Ragnhildur Steingrimsdóttir og er eiginlega hvorugt nógu eðlilegt, en þó Einar betri. — Önnur hlutverk eru svo smá, að ekki tekur á þau að minn- ast. Sýningin i heild er ekki ó- skemmtileg, og mér kæmi varla á óvart, þótt aðsókn yrði sæmi- leg. En liissa yrði ég, cf Leik- félaginu gengi eins illa að losa sig við Kölska og Kölska við Önnu Dumpen. Ef svo færi, mætti víst með fullum rétti segja, að skrattinn hefði liitt ömmu sina. H. H. Baráttan við verðhækkunarstjórnina Frarnh. af 1. síðu. Þannig verður fólkið rænt kjarabótum sínum, áður en það veit af. V erðlækkunarf rumvar p þjóðvarnarmanna. Hug stjórnarliðsins á þingi! til verðlækkunar, afnáms söluskatts á innlendum iðnaði og þjónustu og brýnustu nauð- synjavörum og verðlags- eftirlits má marka af því. að frumvarp þjóðvarnarmanna tim betta efni hefur ekki feng- izt rætt á albingi, bótt komið sé á þriðja mánuð, síðan það var tagt fram. Það er ekki fyrr en þessa síðustu daga, að það !hefur fengizt tekið á dagskrá, en þá hefur það líka verið tekið af dagskrá aftur, áður en til umræðu kom. Þingsályktunartillaga Hannibals Valdimarssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar um það, að kannað yrði, hvar koma megi við verðlækkun- um, kom loks til afgreiðslu nú í vikunni, eftir margra mánaða bið. Og stjórnarliðið lét sig hafa það að fella hana með 17 atkvæðum gegn 13. Af öllu er ljóst, að ríkis- stjórnin og lið hennar Ieikur nú mjög gráan leik. Vafa- laust hefði verið hægt að ná samkomulagi við verkalýðs- félögin um há lausn verk- fallsins, er varð að Iokum, án nokkurrar vinnustöðvunar. En ríkisstjórnin vildi vitandi vits gera verkfallið sem lengst og sársaukafyllst, svo að verkfallsmenn yrðu fyrir sem byngstum búsifjum. Á sama hátt horfir hún nú á hað með vel'þóknun, að sú 10% kauphækkun, sem verkamenn fengu, sé notuð sem átylla til þess að hækka margt annað um margfalt hærri hundraðshluta, því að það r. að sýna verkalýðnum sem fyrst og ótvíræðast, hvernig hægt er að svipta hann kjarabót sinni jafn- harðan. Almenningur til sjávar og sveita verður að rísa upp gegn þessu. Almenningur verður að snúa bc.KÍ við þeirri ríkisstjórn, sem fyrst gerði sér leik að því að draga verkfallið á langinn í því skyni að svelta verka- lýðinn til auðmýktar, og síðan hyggst láta .gróðafélög og milliliði leika lausum hala líkt og innrásarher, sem fær að ræna í sigraðri borrg. Fylki almenningur sér nógu einhuga um 'þá kröfu, að stefnt verði að verðlækkun í stað stórkostlegrar verðþenslu, og leggi har við fylgi sitt í kosningum, mun ríkisstjórnin sjá sitt óvænna. Minnkandi kjörfylgi er hið eina, sem hún óttast. Bitrasta vopn almenn- ings er því að snúa baki við stjórnarflokkunum. ♦ Raddir lesenda ♦ Bréf frá Jaórinum Ungur námsmaður, er verið hefur í Noregi, skrifar: JJeldur hefur nú verið liarður vetur á Jaðrinum. Frost inik- ið, allt upp i 20 stig, og snjóar ITBOÐ Þeir, sem kynnu að vilja gera tilboð í verbúða- byggmgar á Grandagarði geta vitjað teikninga og lýsinga gegn 100 kr. skilatryggingu á Hafnarsknf- stofuna næstu daga. Tilboðm verða opnuð föstudaginn 20. þ.m. kl. 1 1 f.h. ReykjaviK, j. nraí 1950 Hafnarstvóriixn í Reykjavík. miklir eftir þvi, sem þar cr venju- lega. 30. marz, þegar ég fór þaðan, var klaki ekki farinn úr jorðu og frost á hverri nóttu, en sólskin og þíðviðri á daginn, en þó ekkij meira en svo, að ]>að þiðnaði að- eins, er fraus nóttina áður. Menn voru yfirleitt orðnir langeygðir eftir vorinu. Sögðu, að venjulega væri ínest að gera við plægingu, sáningu og önnur vorstörf síðari hluta inarz og fyrri hluta april. Sauðburður byrjaði uin 26. marz. Þó eru til þeir staðir, þar sem ærnar byrjuðu að bera viku eða jafnvel hálfum mánuði fyrr. Ekki hafa bændur margar kind- ur, algengast 10—20 á bæ. Bún- aðarskóli Rogalandsfýlkis hafSi um 40, og þótti það mikið. Kaup á bóndabæjuin er yfirleitt 400—500 norskar krónur og fríit fæði og húsnæði. Viða íylgir þjónusta, en þó ekki ulls staðar. Tilkynning Eim bóíagreiðslur almannairygg- inganiia árið 1955 Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s. 1. og stendur yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helm- ingi ársins 1955 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að i-æða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1954 og endan- legur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1955 felldur, þegar skattframtöl liggja fyrir. Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilifeyris, örorkulífeyris, barnalífeyris, mæðralauna eða fjölskyldubóta, þurfa ekki að þessu sinni, að sækja um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum aliuannatryggingalaganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulifeyri, maka- bætur, bætur til ekkla vegna barna, svo og lifeyrishækk- anir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð Tryggingastofnunarinnar, útfyllt rétt og greinilega eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhént umboðsmanni ekki síðar en fyrir 25. maí næstkomandi. Áríðandi er að örorkustvrkþegar, sem misst hafa 50— 75% starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er vei’ja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir um- sækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sin skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingar- styrki, sjúkradagpeninga og ekknabætui’, svo og allar nýjar umsóknir um lifeyri, fjölskyldubætur eða mæðra- laun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. íslenzkar konur, sem gifst hafa erlendum mönnum, eiga nú rétt til barnalífeyris frá Tryggingastofnuninrú, þótt þær hafi misst ísl. ríkisborgararétt, ef eiginmenn þeirra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekki lífeyris eða með- lags annars staðar frá. Norðurlandaþegnar. sem búsettir eru hér á iandi eiga samkvæmt gagnkvæmum milliríkjasamningum bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvaiartími þeirra og önnur skilyrði sem samningarnir tilgreina, ei'u uppfyllt. Frá þessu eru þó þær undantekningar, sen'. hér skal greina: 1. Réttur til mæðralauna, ekknabóta, ekklabóta og end- urkræfs barnalífeyris er ekki fyrir hendi. 2. Danskir ríkisborgarar, aðrir en þeir sem njóta jafn- réttis við íslendinga vegna fyrri búsetu hér á landi, eiga ekki rétt á fjölskyldubótum. 3. Þeir einir njóta fullra sjúkratrygginga, sem eru í sjúkrasamlögum og greiða þar viðbótariðgjald fyrir sjúkra- dagpeningarétt. Samningurinn um sjúkratryggingar tekur þó ekki til Finna. í ár verður eins og þegar hefur verið auglýst í reglu- gerð nr. 44 11. marz 1955, almannatryggingaiðgjald lagt á Norðurlandaþegna búsetta hér á iandi. Hefur iðgjaldið verið ákveðið hlutfallslega miðað við hverra tegund bóta þessir erlendu ríkisborgarar geta notið. Greiðsla þessa ið- gjalds á réttum gjalddögum er og skilyrði fyrir bótarétt- inum. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna eiga gagnkvæman rétt til greiðsiu bóta í dvalarlandinu. Athygli er vakin á. að bætur úrskurðast írá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur gétur fyrnst að öðrum kosti. Reykjavík, 30. apríl 1955. Trtftfffin t/fistoIV* uit rth isins Verðlag er liklega heldiir hærra en á íslandi, miðað við kaupgjald. Til dæmis kosta góð föt' 330—350 krónur. Hið eina, sein virðlst verulegum mun ódýrara, er á- fengi. En það byggist á þvi að einhverju leyti, að reynt er að vinna á móti heimabruggi, sem cr mjög algengt og virðist ekki hafa minnkað, þótt áfengisverð lækk- aði..... AS iokum ó&ka ég Þjóövarnar- flokki Lslands ug FRJ.4LSRI Þ.IÓÐ gæfu og gengis. Blaðið er lesið af okkur íslendingum með mikilli ánægju. Inériði Jónsson, HAFÞÓR GUÐMUNDSSON dr. jur. Málflutningur, lögfræðileg aðstoð og fyrirgreiðsla. Austurstræti 5, V. hæð. Sími 7268, heimasími 8000.S.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.