Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 6
« FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 7. maí 1955 -aldavinur minn, Halldór Halldórsson dósent, þá ekki enn orðinn doktor. Hann fræddi Jriig á því, að orðið veira kæmi fyrir í orðabók séra Björns Halldórssonar, og þótti mér sá fróðleikur betri en ekki. Eitt- hvað vildi þessi ráðunautur minn ræða við mig um hugs- anlega eða öllu heldur óhugs- anlega samsvörun sérhljóðanna 3 í latínu og ei í íslenzku, sem ég hafði engan áhuga á, því að ég var ekki að smíða orð eftir neinu slíku hljóðalögmáli, heldur með frjálslegri eftirlík- ingu eftir nútíðarframburði Engilsaxa á gömlu latnesku orði, sem þeim hafði nýlega þóknazt að gera að ensku orði. Á hina hliðina reyndist jafn- lítill áhugi á mínum fróðleik um það, að sjúkdómur, sem frá fornu fari hefur heitið á latínu chorea sancti Viti, heitir á þýzku Veitstanz. Meira að segja þótti lítið koma til frá- sagnar minnar af því, að þá •er séra Þorkell Arngrímsson prestur og læknir í Görðum á Álftanesi, sællar minn- ingar, hafði komið heim til sín frá því að binda um þumalfingurinn á Teiti bónda í Breiðholti, ritaði klerkur nafn sjúklingsins í syrpu sína á latínu þannig: Titus breidhollt. En um mig er það að segja, að fengist ég við að gera íslenzkt orð eftir latnesku orði, sem hér var ekki til að dreifa, er ég ekki svo vandlátur, að ég sætti mig ekki fullvel við þá umskriTt sérhljóða á milli lat- ínu.og íslenzku, sem allra beztu iatínumönnum á 17. Öld og víst iengi fyrir og eftir gat verið tiltæk. Og ekki ber ég kvíð- boga fyrir, að íslenzkur al- menningur, sem orðsins ætti að njóta, yrði mér tiltektarsamari. Yrði hann það samt sem áður og færi gegn von minni að í'átast í þyí um orð eins og virus og veira, að i í latínu hefði með hæpnum heimildum . verið gert að. ei í íslenzku, íriundi ég freista þess að friða hann með þeirri einfeldni að láta í veðri vaka, að orðstofn- inn vír hefði verið tekinn að láni úr latínu og gerð'ur að islenzkum orðs'tofni, en , af honum hefði síðan ' verið myndaður orðstofninn veir með hliðsjón af ævafornu hljóð- skiptalögmáli (sbr. hvítur — hyeiti). Næst liggur fyrir að fletta upp orðabók s'éra Björns Halldórssonar. Séra Björn þýð- ir ekki orðið veira, en vísar til orðsins feyra, sem Jiann rit- ar feira, og virðist hann telja um tvær myndir sama orðs að ræða og sömu merkingar. Lýs- ingarorð dregið af ofðinu veira tilfærir séra Björn: veirlaus, veirulaus, og sannar með stuðl- aðri ivitnun, að misheyrn hans kemur ekki til greina: „Vita menn, at vórum veirlaust sam- an fleiri." Og hvað merkir þá orðið feyra, að dómi séra Björns? Aðalmerkingin er: mucor, Skimmel, þ. e. mygla, fúkki, eða m. ö. o. lífverugróður, en jafnfrarht skaðvaldur, er veldur skemmd eða ágalla lífðarefnis og þar á meðal einnig lifandi vefjar. Fer sú merking ekki einungis býsna nærri hinni latnesku eiturmerkingu orðsins virus, heldur tekur henni fram um skyldleika við hina nýju merkingu þess. Aðra merkingu orðsins feyra tilfærir séra BjÖrn: hiatus, Sprække, þ. e. rifa, sprunga. Tilvísun á milli orðanna veira og feyra (feira) hagar séra Björn svo, að ekki er ástæða til að ætla annað en hann telji báðar merkingarnar felast í orðinu veira, auk þess sem þýðing hans á lýsingarorð- inu veirlaus (veirulaus): candi- dus, infucatus, redelig, oprigtig, þ. e. hreinskiptinn, einlægur, er ekki síður andstæða fyrri merkingarinnar en hjnnar síð- ari. En hvort sem væri, ber allt að sama brunni um báðar merkingarnar, með því að hvor sem önnur tekur til skemmdar og ágalla. Til gamans má geta þess, að Páll Árnason (Arne- sen), sem þý.ðir virus fyrst og fremst svo: slimet Vædske eller Slim, navnlig hós Planter og Dyr, og í annan stað: giftig Vædske, tilfærir þessá auka- merkingu latneska orðsins mucor eftir Pliníusi: etslags af Viristökken úd'rindende Vædske, som er den meget skadelig. Ekki vildi vel kunn- andi málfræðingur, sem ég bar það undir, synja fyrir, að orðin veira og veisa kynnu að vera skyld; veisa þýðir rotin efja eða forarpollur, Virus fúll vökvi. Virus og veira verða nú ekki færð nær hvort öðru nema þá með því að ætla þau að upp- ^'-.•VWV*.- Vinnuskóli Reykjavíkurbæjar Vinnuskóli Reykjavíkurbæjar tekur til starfa um mánaðam'ótin maí—-júní og starfar til mánaðamóta ágúst— septembev. ,. í skólann' verða " teknir unglingar sem ,hér .segir: Drengir 13—15 ára'inci., ó'g stúlkur Í4—15 ára incl., miðað við 15. júlí næstkomandi. Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem verða 13 ára, og stúlkur, sem verða 14 ára, fyrir næstk. áramót. Umsækjendur á þeim aldri verða þó því aðeins teknir í skólann, að nemendafjöldi og aðrar ástæðux leyfi. UmsóknareyðublÖð fást í Ráðningastofu Reykjavíkur- bæjar, Hafnarstræti 20, 2. hæð, o'g sé umsóknum skilað þangað fyrir 12. maí næstk. ¦ ¦ Ráðningastofa Reykjavíkurbæjar. runa til sama orðið; sem mér dettur þó ekki í hug að storka málfræðingum með að stinga upp á. En um þann sýndar- skyldleika þeiri-a í augum leik- manna mætti vera að ræða, sem kunningi minn, hinn frjálslyndi málfræðingur, vildi láta nýyrði njóta góðs af' sem „falskrar veþýmólógíu", þegar svo bæri undir. Hvað.sem þessum bollalegg- ingum liður, ætla ég, að mönn- um verði umhent að færa rök að því, að íslenzka oi'ðið veira sé miður til þess fallið en latn- eska orðið virus að vera reist upp frá dauðum til að tákria lífverur (?) þær, sem hér um ræðir og til skamms tíma hafa lítt þurft á heiti að halda. Að svo stöddu skortir mig þess vegna-auðmýkt til að beiðast afsökunar á því, að sá sjúk- dómaflokkur hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeina- skrár, sem ber á erlendu máli yfirskriftina: Viroses, heitirí hinni íslenzku þýðingu skrár- innar: Sjúkdómar, sem veirur valda — eða hvað er það, sem vantar hér á islenzkan hljóm? IV. Enda þótt sú nafngift, að virus heiti á íslenzku veira, kunni nú að þykja hafa nokkuð til síns máls, fer því fjarri, að unnt sé að ætlast til, að hún falli i hvers manns smekk. Allra sízt er nokkur von til þess, að hún geðjist þeim vand- látu mönnum, sem gæddir eru hinum tilgerðaiiausa prímus- smekk fyrir tungu feðra sinna og mæðra. Auðvitað deili ég ekki á þann- smekk fremur en annan smekk, og Verður hver maður að hafa sinn smekk. En víst leyfist mér að velta þessu smekksmáli lítið eitt fyrir mér og íhuga, hve miklu tilgerðar- lausari íslenzk tunga hefði rriátt yerðá, ef hann hefði fengið að njóta sín betur á liðnum tím- um en raun ber vitni. Fyrir rúmum hundrað árum, svo að ekki sé litið lengra aftur í tímann, bas'laði Jórias Hall- grímsson náttúrufræðingur og skáld við að þýða stjörnufræði á íslenzku. Hann felldi sig ein- hvern veginn ekki rétt vel við, að æter héti á íslenzku blátt áfram eter, og nefndi Ijósvaka, jgem virðist ekkert hafa fram yfir orðið eter nema tilgex'ðina. Orðið eter fer vel í málinu og beygist eins og barómeter. Æðilöngu i síðar. hugkvæmd- ist Sigurði;L. Jónassyni stjpiTi- arráðsritara að .nefna terrítoxí- um landhelgi,- sem virðist ekk- ert hafa fram yfir orðið terrí- toríum nema tilgerðina. Orðið terrítoríum fer vél í málinu og beygist eins og sammensúrrí- um. Um líkt leyti rak dr. Jón Þorkelsson rektor hornin í exemplar. og kallaði eintak, sem- virðist ekkert hafa fram yfir orðið exemplar nema til- gerðina. Orðið exemplar fer vel í málinu og beygist eins og ektapar. Enn var það ekki f jarri þess- um tíma, að Arnljótur Ólafs- son síðar prestur samdi Auð- fræði sína og smíðaði f jölda ný- yrða. Ekki bar hann beskyn á að kalla begreb einfaldlega begrip, heldur kaus hann ný- yrðið hugtak, sem virðist ekk- ert: hafa íram yfir orðið begrip héma •'tilgerðiná. OrðiS begríp fer vel í málinu og beygist eins og beskyn og bevís. Um og eftir síðustu aldamót seldu 'allir skókaupmenn hér á landi og auglýstu ákaft galoss- íur. Þorsteinn Erlingsson skáld fann upp á því, einhvern tíma þegar honum gekk illa að komast í galossíurnar, að kalla þenna nýja fótabún- að skóhlífar, sem virðist ekk- ert hafa fram yfir orðið galossíur nema tilgerðina. Orð- ið galossía fer vel í málinu og beygist eins og drossía. Á sama tíma voru centrífúgur auglýstar því nær í hverju ís- lenzku blaði, unz Jón Ólafs- son ritstjóri og skáld, nema það hafi verið einhver annar, gat ekki setið á sérog stakk uppá að kalla þetta þarfa áhald bænda skiivindu, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið centrífúga nema tilgerðina. Orðið centrí- fúga fer vel í málinu og beyg- ist eins og Good-Templara- stúka. Ekki reyni ég að rýna eftir því, hvenær sá sundurgerðar- maður var uppi með íslenzkri þjóð, sem gerði móðurmáli sínu það til óþurftar að þykj- ast þýða patríót á íslenzku og kalla föðurlandsvin, sem virðdst ekkert hafa fram yfir orðið patriót nema tilgerðina. Orðið patriót fer vel í málinu og beygist eins og idíót. Þannig má rekja þessa fáfengilegu tilgerðarrollu aftur og f ram um gervalla ævi tung- unnar, og má vera átakanlegt fyrir þá, sem smekkinn hafa fyrir tilgerðarleysinu, enda skal hér brotið í blað. En áður en ég lýk þessum hluttekningarkafla, vil ég vekja athygli dr. Sigurðar Pétursson- ar á því, að víst hefur honum ekki auðnazt að innsigla trausf- lega beygingu orðsins vírus í samræmi við prímus sinn. Þeir prófessor Júlíus Sigurjónsson og dr. Björn Sigurðsson á Keldum eru vírusmenn eins og dr. Sigurður, en þar fyrir ekki prímusmenn eins Pg hann. Svo vill til, að þeim er ekki dulið, að virus er ekki karlkynsorð í latínu, heldur hvorugkynsorð, og eru þeir því ófáanlegir til að segja vírusarnir með dr. Sigurði, heldur segja þeir vír- usin. Þekkingin vill sem sé ráða nokkru um smekkinn. 1 i .V. „En við skulum ekki brigzl- ast, bræður, baslið alla hitta kann".'Áður en okkur dr. Sig-' urð Pétursson varir, sitjum við báðir við sama hlut og hann skarðan, hvor að vísu enn með sinn smekk, en báðir jafnir óheimildarmenn að sínum smekk. Nýverið náði ég aftur tali af aldavini mínum, Halldóri Halldórssyni < dósent; sem nú var orðinn doktor. Vildi ég enn á ný ræðavið hann um nýyrðið veira, serri hann hafði átt svo mikinn þátt í að styrkja mig til að festa á bækur, án þess að ég þyrfti nokkuð á því að halda að styðjast við hæpna kenningu um_ hljóðlíkingu. Gerði ég fastlega ráð f-yrir, ,að þær umræður mættu fara frám á jafnréttisgr-undvelli. En ekki hafði ég fyrr tæpt á orðinu veira en málið var reyndar af 'dagskrá samkvæmt-alirahæstr um úrskurði: ••:--': :.¦¦'¦-'-', „Við ætlum að kalla það víru!" Jafnharðan skildi ég, að hér mælti ekki maður af sjálfum sér, heldur sjálft páfavaldið í krafti stjórnskipaðrar nefndar, er fæst við að safna saman ný- yrðum og gefa út. í orðabókum á opinberan kostnað. Ég dirfist að hugleiðá, hvért sé eðlilegt hlutverk orðabók- arhöfunda. Er það ekki að skrá hleypidóma- og hlutdrægnis- laust í safn sitt sem hverjar aðrar staðreyndir orð máls, án " alls tillits til þess, hvort þeim sjálfum geðjast einstök orð eða merking þeirra betur eða verr? Þegar ég tek mér í hend- ur nýyrðasafn hinnai' stjórn- skipuðu nefndar, má ég þá ekki samkvæmt framansögðu gera mér von um að f inna þar skráð e. t. v. meðal enn annarra þýðinga á orðinu virus þessar þýðingar: 1) veira, sem er þýðing orðsms í útgáfu ís- lenzku heilbrigðisstjórnarinn- ar á hinni alþjóðlegu sjúk- dóma_ og dánarmeinaskrá, en kemur einnig fyrir hér og þar í Heilbrigðisskýrslum, auk þess sem Benedikt Tómasson skóla- stjóri og læknir hefur tekið það upp í kennslubók sína um líkams- og heilsufræði, sem kennd er í unglingaskólum um allt land; 2) vírus, hvorugkyns- o:-ð, samkvæmt ritum þeirra prófessors Júlíusar Sigurjóns- sonar, dr. Björns Sigurðssonar og fjölda annarra; og loks 3) vírus, karlkynsorð og beygist eins og prímus, samkvæmt ívitnaðri ritgerð dr. Sigurðar Péturssonar í Náttúrufræð- ingnum? Væri ósanngjarnt að ætlast til þess, að einmitt í slíku nýyrðasafni fengju allar þessar þýðingartilraunir ekki óábyrgari aðila að standa jafn- fætis fyrir þeim dómara, sem einn hefur bæði vald og rétt til að dæma orð tungunnar til lífs eða dauða, en það er sá al- menningur, sem tunguna talar, ritar og skilur? Nei, slíkt er nú ekki aldeilis hugsunarhátt- ur þeirra, sem hér fara með umboðsstarf: „Við ætlum að kalla það viru!" Mér er að vísu ekki með öllu ókunnugt um ¦ þann ein- beldisanda, sem undir niðri log- ar í brjóstum hinna ólíkleg- ustu manna á vorum tímum, en tamará hefur mér verið að hugsa mér hanri í sambandl við umsvifameir-i athafnir en orða- söfnuri óg fyrirferðarmeiri páfa en orðasafnara. Nafn Trotskí hefur verið numið burtu :úr byltingarsögu Sovétríkjanna; stjórnarherrar þar hverju sinni ráða því, hverjir hafa gert hina frægu byltingu. „Ég ræð, hverjir eru Gyðingar", sagði Hermann sálugi Göring. Marg- ur smáherrann ljær sig til að leika þessa stórherra i sínum þrönga verkahring og er ekki síður ,en þeim „gæla að sitja einn í dómi", jafnvel mörgum hverju'mi, sem, afneitar fyrir- myndunum hvað ákafast. En hvar viti menn þá orðabókar- höfunda, sem skilja stöðu sína þeim hjákátlega ofríkisskiln- ingi, að þeirra sé ekki einungis það að skrá orð máls í orðabæk'ur, - heldur sé þeim léð vald lífs og dauða yfir orðum málsins, sem fyrir þeim verða, enda .eigi þeir sj,álfir..jöfnum .hönd- :. tí; oob Eíam&'Jᦦ¦?•. síðu. .

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.