Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 07.05.1955, Blaðsíða 5
Laugardaginn 7; maí 1955 FRJÁLS þjöð VHroumhir Jónsson iand!ækni:r: Vöm fywir veim Ár og dagur er síðan ég varð vitni að atburði þeiin, er hér segir frá: Smásveinn á óvitaaldri hafði brotizt undan húsaga góðra og þó siðavarrdra foreldra, stóð úti í bæjardyrum og svalaði þar lund sinni með því að krossbölva út á autt hlaðið. En svo slysalega tókst til, að faðir sveinsins stóð fyrr en varði að baki hans, varð ásamt mér áheyrandi ósómans og sagði í föðurlega mildum áminningar- tón: „Þetta er ljótt, Svenni minn." Sveinninn sneri sér við, leit stórum, björtum barnsaug- um upp á f öður sinn og sagði af innilegri sannfæringu: „Já, en pabbi, mér þykir það ekki Ijótt." Hér áttu auðsjáanlega engar rökræður heima. Vel úti látinn rássskellur virtist hið eina, sem komið gæti til greina, en með því að sá uppeldismáti naut ekki tiltrúar á heimilinu, hefur öðrum uppeldisaðferðum vafa- laust verið beitt, og ekki efast ég um tilætlaðan árangur. Tel ég það fyllilega víst, að sveinninn ' hafi með aldri og þroska komizt að svipaðri nið- urstöðu sem faðir hans um fag- urt orðbragð og Ijótan munn- söfnuð, enda síðan kappkostað að ala börn sín upp við smekk sjálfs sín með þeim uppeldis- aðferðum, sem hahn hefur tál- ið áhrifaríkastar. Dreg ég ekki í efa, að einnig hann hafi náð heillaríkum árangri, er aftur berí ávöxt frá kynslóð til kynslóðar. Ágreiningur um smekksatriði verður sem sé ekki jafnaður með neinni röksemdafærslu og reyndar ekki heldur með ein- iim rassskell, því að smekk- uv manna ákvarðast fyr- ir áhrif langvinns upp- eldis og þrotlausrar þjálfunar, og kemur þó hvort tveggja að litlu haldi, ef menn eru ekki fæddir með það smekkfóstur í sálinni, sem nokkrum þroska getur tekið. Niðurstaða þessara inngangs- orða eru hin almennu sannindi: TJm smekk sinn deila ekki fullveðja menn. Þeir vitna um hann. II. Tilefni þessarar greinar eru ummæli góðkunnin'gja míns, dr. Sigurðar Péturssonar geiia- fræðings, í lokahef ti síðasta ár- gangs Náttúrufræðingsins í grein hans, Vírusarnir og frum- gróður jarðarinnar, er hann fordæmir þá uppástungu, að virus skuli heita á íslenzku veira, en mér er málið skylt, því a'ð ég er uppástungumað- urinn. Fordæmingin hljóðar svo, orðrétt: „Nafnið veira hefur líka verið notað á þennan lífveru- flokk í íslenzku máli, en það virðist ekkert hafa fram yfir orðið. vírus nema tilgerðina. Orðið vírus fer vel í málinu og beygist eins og prímus." Með sklrskotun til þess, er að framan segir, dettur mér ekki í hug að væna dr. Sigurð um, að með þessum ummælum telji hann sig vei'a að rökræða smekk sinn; hann er auðvitað aðeins að vitna um hann. Og hví skyldi ekki smekkur hans geta verið sá, að tvíkvæð kven- kynsheiti í málinu, sem hljóma, stafast og beygjast eins og veira, svo sem leira, en vel líklega einnig orð eins og feyra, meyra , og seyra, séu fremur öðrum orðum tilgerð- arleg orð, nema sama gildi um samhend hvorugkynsheiti eins og eyra, ef það er þá ekki án tillits til allra -orð- flokka og beyginga og nær einnig til orða eins og eira, heyra, meha og fleira. Við þessum næma smekk reisi ég enga rönd; ég rek aðeins stór barnsaugu upp á dr. Sigurð og segi líkt og drengurinn í bæj- ardyrunum: „Já, en mér þykja öll þessi orð ekki aðeins góð og gild, heldur jafnvel meðal hinna fegurstu orða tungunnar, og allra sízt þykja mér þau til- gerðarleg." Öðru máli gegnir um þann smekk dr. Sigurðar, sem hann vitnar, um í hinni sömu andrá, að orðið prímus hafi á sér þann tignarbrag í íslenzku máli, að við eigi að miða við það orðasmekk sinn. Þar verður mér að segja með föðurnum: „Þetta er ljótt, Svenni minn." III. Nú skal sögð saga af því, með hverjum hætti það bar að, er ég dirf ðist að stinga upp á því, að virus skyldi heita veira á íslenzka tungu: Það hefur prðið hlutskipti mitt að klastra saman nokkrum nýyrðum um læknisfræðileg hugtök, ekki fyrir það, að ég hafi haft óviðráðanlega köllun til þess, og enn síður fyrir það, að ég hafi endilega fundið mig öðrum færai-i til þess. Ekki veit ég heldur upp á mig, að mér hafi gengið framhleypni, yfirgangur eða fordild til. Hitt er það, að ég hef tieyðzt til að bera þetta við vegna starfs míns, sem m. a. er fólgið í því að hagræða til útgáfu ýmis- legu lesmáli, þar sem vi'ð læknisfræðileg hugtök er feng- izt, er mörg hver hafa ekki átt sér neinn viðunandi búnað til birtingar í íslenzku máli. Til marks um það, hve f jarri því fer, að ég vilji þó troða ný- yrðum mínum upp á nokkurp mann, má það vera, að í Heil- brigðisskýrslum gæti ég þess ætíð vandlega, svo mjög • sem ég tel mig þó þurfa að lag- færa texta í tilfærðum um- mælum héraðslækna, að leggja þeim sjálfur aldrei nýyrði mín í munn. Víkja þau því þar ým- ist algerlega af hólmi eða standa við og við eitt og eitt innan um tugi þeirra mislitu, hálferlendu skrípiyrða, sem þau eru þó til höfuðs sett. Það er einmitt slík þolraun, sem mér finnst hsefa nýyrðum. Beri þau á frjálsum vettvangi, hvert eitt, ekki af ellefu ambögum og orðleysum, jafnvel tvisvar, ætla ég lítils um þau vert. Þá er að því kom að birta á íslenzku hina alþjóðlegu sjúkdöma- og dánarmeinaskrá, sem íslendingar höfðu skuld- bundið sig til að fylgja, m. a. þegar þeir gefa 'út dánarskýrsl- ur sínar, kom til álita, hvert íslenzkt heiti hæfði þeim sjúk- dómaflokki skrárinnar, er nefnist viroses á erlendu máli. Þetta kallaði að sjálfsögðu eftir íslenzku heiti á virus, sem mér entist ekki smekkur til að vilja eiga hlutdeild í, að veittur yrði þegnréttur í íslenzku máli einungismeð því að drepahöggi yfir i-ið. Eftir nokkra íhugun komst ég að þeirri niðurstöðu, að helzt væri reynandi að smíða heitið með því að líkja frjálslega eftir hljómnum í hinu erlenda heiti, en sú orð- myndunaraðferð hefur fyrr og síðar gefið góða raun. Nægir að mjnna á forn orð eins og djákni, prestur, biskup og kirkja, sem öll eru þannig smíðuð, og slíkt hið sama til- tölulega ný orð eins og berklar, bíll, tékki og jeppi. Málsmekkur minn, sem ég vitna um, en rökræði ekki, leiddi til þess, að ég hafnaði sem óíslenzkulegu hinu latn- eska sérhljóði í stofnatkvæði orðsins virus, og hló mér hug- ur við að minnast þess, að íslendingar hefðu fyrst og fremst fræðzt um virus af eng- ilsaxneskum þjóðum, sem nefna virus, að því er mér heyrist, með einhvers konar skældu æ-ei-hljóði í stofni. Þótti mér nú sem valið stæði á milli orð- anna væra og veira. Svo mjög sem ég hefði kosið hið fyrr- nefnda orð vegna miklu nánari hljóðlíkingar, hafnaði ég því þó vegna lifandi sjúkdómsmerk- ingar þess, sem ég óttaðist, að valdið gæti ruglingi. Veiru lét ég nú leika í huga mér um sinn, bar orðið undir ýmsa kunningja mína, er ég vissi með íslenzkust eyru, og til marks um íslenzkan hljóm þess var það, að öllum kom hann kunnuglega fyrir, enda gerðu flestir ráð fyrir, aðorð- ið væri til í íslenzku máli, þó að enginn kæmi fyrir sig merk- ingu þess. Sumum fannst það minna helzt á einhverja skemmd eða ágalla einhvers konar. Árangurslaust var orðs- ins leitað í venjulegum orða- bókum. Nú fyrst hugði ég tíma kom- inn til að ráðgast við málfræð- ing, en fyrir hann gekk ég til- tölulega uppréttur, með því að áður hafði málfræðilærður kunningi minn einn kennt mér að umgangast málfræðinga af nokkurri gát og umfram allt hæfilega sjálfstæður, þegar um orðasmíði væri að ræða. Þetta var mér þörf hugarstyrking, því að mér er náttúrlegt að bera falslausa virðingu fyrir málfræðingum, en blandaða nokkrum beyg. Kenning þessa málfræðings var skýrlega sú, að málfræðingar væru ekki fremur kailaðir til að smíða örð en listfræðingar til að mála myndir, sem freistaj mín til að segja: fremur en læknar eru öðrum fremur kjörnir til að vera veikir, sem þeim lætur flestum miðlungi vel. Málið, kvað málfræðingurinn, væri ekki smíðað af málfræðingum, heldur mismunandi hagvirkum leikmönnum, og væri tilgang's- laust að ætla sér að breyta þvi, enda mundi vafasamur ávinningur að. En orðmyndun- arreglur? Um þær hafa orða- smiðir aldanna og kynslóðanna ekki haft hina minnstu hug- mynd og þó öllu reitt furðan- lega af. Svo að splunkunýtt dæmi sé nefnt, varð einhverjum bíl- stjóranna, sem gera sér íhlaupabifreiðarakstur að at- vinnu án þess að eiga inni á nokkurri bilstöð, ekki skota- skuld úr að finna heiti á þann útigönguatvinnurekstur; þetta heitir að harka, og væri fróð- legt að sjá framan í þann mál- fræðing, sem þættist þess um- kominn að gera betur. Eða hversu mörgum málfræðingum skyldi hafa verið skákað af orðasmiðnum, sem smíðaði heiti á hinar nýju skarnfötur í eldhúsum, sem opnast eins og af sjálfu sér, þegar tá er tyllt á vogarskör út úr lögg þeirra. Slík fata heitir nú geispa í hverju eldhúsi og búsáhalda- búð í Reykjavík; en nauturinn að því heiti mun vera 4—5 ára telpukorn. Beztu orðum málsins er sem sé eiginlegast að rigna niður yfir hina umkomu- lausustu starfsmenn og stríðs- menn lífsins eins og náðar- gjöfum eða óverðskuldaðri bænheyrslu, þegar þörfin kall- ar nógu náttúrlepa ríkt eftir; en þá eru málfrajJingar sjaldn- ast viðlátnir, svo hentúgt sem það væri að hafa þá nærri stadda. Þeir sitja þá á frið- stóli víðsfjarri vettvangi yfir, orðmyndunarreglum sínum.v Orðasmið varðar það eitt að\ láta sér takast að smíða sem allra bezt nothæft og smekk- legt orð, er sá almenningur, sem hugtakið varðar, tregðast ekki við að tileinka sér og fæst til að taka sér óhikað í munn. Gera má ráð fyrir, að lang- flest þeirra nýyrða, sem slíku marki ná, séu málfræðingum svo eftirlát að falla af sjálfu sér í áður rudda farvegi tung- unnar í samræmi við reglur þeirra, en geri þau það ekki, er skaðinn bættur. Þá bætist aðeiins ný orðmyndunarregla við eða frávik frá eldri reglu. Það er einmitt hlutverk og um leið lífsviðurhald málfræðinga að hafa reiður á slíku, og þeir mega sannarlega þakka fyrir að hafa einhverju að sinna. Þessi frjálslyndi málfræð- ingur henti jafnvel óspart gaman að merkilegheitum fræðibræðra sinna, er þeir rækjust á nýyrði, sem myndað væri af leikmanni með hlið- sjón af sýndarskyldleika ó- skyldra orða. Hugði hann þess háttar orðmyndun enga nýjung í sðgu tungumála. Slík „fölsk eþýmólógía", sem hann kallaði svo, hentaði einmitt oft mæta- vel til að setja svip á nýyrði, skorða merkingu þeirra og fá menn til að sætta sig við þau, auk þess sem orðmyndun af þvi tæi væri meðal skemmti- legustu viðfangsefna málfræð- inga. Inntak kenningarinnar er þetta: „Vitlaust mynduð" orð eru ekki til önnur en þau, sem ekki er unnt að koma í munn þeim, sem þau eiga að mæla, né inn um eyru þeim, sem þau eiga að skilja. En tunga mann- anna og eyru þeirra eru auð- vitað sínum lögmálum háð. Sá málf ræðingur, er ég sneri mér nú til út af þeim hugleið- ingum, sem hér um ræðir, var í vörzlu rannsóknarlögrelgunnar er nú margt óskila- muna, meðal r,v nars frá bifreiðastöðvum bæjarins, svo sem l'atnaður, lyk:-/.appur, veski, buddur, gleraugu, barna- þríhjól, reiðhjól o. fl. Eru þeir, sem slíkum munum hafa týnt; vinsamlega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rann- sóknarlögreglunnar á Frikirkjuvegi 11 næstu daga kl. 5—7 e.h. til að taka við' munum sínum, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verður vitjað, verða seldir á opinberu uppboði bráðlega. Rannsóknarlögreglan. WWVWVWWWV^VA%VWA,^tfV\iWVWVVVWVWVW Teak-úflliiirðir Margar gerðir, 3 breiddir Mismunandi verS. — Fljót afgreiðsla. Mjölnisholti i 0. — Sími 2001. 'i JK-w"^-w%^-vv%-vv-y-rfVvv-vv". A jvwvvwl

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.