Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 1
4. árg.
Þriðjudaginn 20. desember 1955
50. tbl.
Jóiablað
11
HFreysteinn t^orbergsson;
t)i$
Þess hefur verið farið á leit
við mig, að ég skrifaði nokkrar
línur í jólablað FRJÁLSRAR
ÞJÓÐAR um einvígi Friðriks
Ólafssonar við argentínska
stórmeistarann Hermann Pil-
nik, sem nú er á förum héðan
eftir viðburðaríka dvöl á ís-
landi og hörð vopnaviðskipti
við íslenzka skákmenn.
Þegar O. Panno, skáksnilling-
urinn ungi, sem heimsmeistar-
inn í skák, M. Botvinnik, hefur
nefnt ásamt Friðriki okkar Ól-
afssyni sem dæmi um mjög
efnjlega skákmenn utan Sovét-
ríkjanna, nefndi það við mig í
Gautaborg s.l. haust, að landi
hans, H. Pilnik, væri ef til vill
fáanlegur til þess að gera
strandhögg á íslandi, flaug mér
ekki í hug, að það ætti eftir að
verða slík lyftistöng fyrir ís-
lenzkt skáklíf sem raun ber
vitni.
í stuttu máli má segja, að
meistarinn kom, sá og — var
sigraður af Friðriki Ólafssyni,
þótt hann hins vegar ynni skák-
mótið.
Hundruð manna, eða jafn-
margir og húsrúm frekast
leyfði, voru vitni að baráttu
skáksnillinganna, auk þúsund-
anna, sem fylgdust með í blöð-
um og útvarpi.
Sigur Pilniks í skákmótinu
var mjög naumur, og virtust
þeir Guðmundur Pálmason og
Ingi R. Jóhannsson lítið gefa
stórmeistaranum eftir í þessum
reipdrætti hugans, enda skör-
uðu þeir fram úr öðrum keppi-
nautum hans. Einvígi gestsins
við Friðrik Ólafsson, sem einn
stendur á tindi þess fjalls, sem
nefnt er íslenzkur skákstyrk-
leiki, varð hins vegar allt á
fótinn að sækja. Þótt segja
megi, að andstæðingur Friðriks
væri varinn skildi aldarfjórð-
ungs keppnisreynslu og bæri
þau vopn, er veittu honum sig-
ur í þrjátíu stórmótum, nýbrýnd
á skæðustu skákjöfrum heims,
varð hann þó að láta undan síga.
Eftir sex harðar atrennur
hrakti Friðrik hinn herskáa
víking í sjó fram og hafði þá
veitt honum þung högg og stór.
rúmfastur eftir fótbrot um
nokkurt skeið, en líkamleg
þjálfun, svo sem dagleg ganga
í hreinu lofti, er að margra
dómi, einnig Pilniks, nauðsyn-
leg þjálfun fyrir harðar andleg-
ar orustur.
Aðspurður lætur Pilnik í ljós
það álit sitt, að Friðrik Ólafs-
son mundi ekki hafa neina
möguleika í skák á móti beztu
rússnesku stórmeisturunum,
„að minnsta kosti ekki, ef hann
teflir byrjanirnar eins veikt og
á móti mér“, bætir hann við.
Undirritaður getur ekki stillt
sig um að skjóta því inn í, að
hér er hann á annarri skoðun en
hinn reyndi skákmeistari. Er
þess skemmst að minnast, að er
hann ók með Friðrik á mótor-
hjóli sællar minningar til móts
við Davíð Bronstein áOlvmpíu-
skákmótinu í Amsterdam í.
fyrra, var hinn rússneski skák-
listarmaður furðu fljótur að
semja jafntefli við Friðrik, og
er þó Bronstein að Pilniks eigin
áliti sterkasti skákmaður
heimsins og komandi heims-
meistari. Þá er álit þeirra, sem
til þekkja, einnig Friðriks sjálfs,
að hann hafi bætt við sig a. m.
k. aukinni keppnishörku síðan
þá.
Ég spyr Pilnik frétta frá
Argentínu úr bréfi, sem ég færi
honum í pósti frá Panno. Af
skáklífi þar vestra er það helzt
að frétta, að Najdorf kallinn er
nú að rétta úr kútnum eftir á-
fallið í Gautaborg, hann er nú
að sigra með yfirburðum á
skákþingi Argentínu, en Panno
er ekki meðal þátttakenda þar
sökum annríkis við nám sitt.
Margt fleira segir Pilnik, sem
of langt yrði hér upp að telja.
Auk þess hefur sumt af því
komið fram í öðrum blöðum. Ég
vil í þessu sambandi geta þess,
að mér finnst vafasamt að draga
þær ályktanir af ráðleggingum
Pilniks til Friðriks Ólafssonar
og persónulegum skoðunum
hans á skákstíl Friðriks, að
Pilnik eigi erfitt með að sætta
sig við ósigur, eins og eitt af
dagblöðum bæjarins gerði hér á
dögunum. Svo mikið er víst, að
skákmeistarinn kann að viður-
kenna ósigur. T. d. tjáir hann
mér, að hann hafi aldrei haft
hinn minnsta möguleika til
vinnings í skák þeirri, sem hann
tefldi við Inga R. á skákmótinu,
en þeirri skák lauk með jafn-
tefli. Ingi hafi svo tapað fyrri
einvígisskák þeirra einungis
fyrir einfalda yfirsjón, og unnið
hina síðari með glæsibrag. Telur
hann Inga mesta skákmanns-
efni íslands. Hann telur Frið-
rik að vísu efnilegan og sterkan
skákmann, skæðan í miðtafli
og gæddan meðfæddum gáfum,
en veikan í byrjunum og svo
tefli hann of djarflega. „En ver-
ið getur, að mér skjátlist um
þetta,“ bætir hann við.
í Kaupmannahðfn skiljast leiðir,
Panno fer til Hollands, Pilnik til
íslands, en greinarhöfundur
stanzar á Ráðhústorginu og verð-
ur þar götuljósmyndaranum að
bráð.
Pilnik lætur mjög vel af dvöl
sinni á íslandi og kynnum sín-
um af íslendingum. Harmar
hann, að landið skuli liggja svo
langt úr alfaraleið, því að ella
myndi hann að öllum líkindum
heimsækja okkur bráðlega aft-
ur. Telur hann íslendinga sjálfa
jafnsérstæða og landið sjálft.
Glaðvært fólk, sem ekki hefur
beygzt af hörmungum styrj-
alda, er honum mjög að skapi.
Ég kveð nú þennan viðkunn-
anlega og skemmtilega kunn-
ingja minn, Hermann Pilnik,
og óska lionum góðs gengis í
framtíðinni og legg nú leið
mína til Friðriks.
Sigurveprinn
Friðrik Ólafsson er svo kunn-
ur Islendingum, að óþarft er að
kynna hér ævi hans og skák-
feril. Ég læt nægja að geta
þess, að harkan og ofsinn í
skákum hans er alger and-
stæða við mildina og lítillætið
Stórmeistarinn
-Þegar ég spyr Pilnik, hverj-
ar séu orsakir ósigursins, að
hans dómi, svarar hann því til,
að hann hafi af ýmsum ástæð-
um ekki gengið heill til einvíg-
isins við Friðrik. Og skal hér
•aðems minnzt á það, að hann lá
Víkingur einn hugðist gera hér strandhögg, en f ékk vasklegar viðtökur og varð að láta undan
síga eftir liarða viðureign. Teikainguna gerði Halldór Pétursson.
í fari lians. Við spjöllum um
daginn og veginn og birtist hér
aðeins lítið eitt af því, sem á
góma ber.
„Varðst þú fyrir vonbrigðum,
hvað taflmennsku Pilniks
snertir?“ spyr ég Friðrik.
„Já, ekki get ég neitað því,
ég hafði búizt við harðari
keppni.“
Seinna segir hann mér, að
hann hafi að vísu fengið tap-
stöðu í tveim fyrstu skákunum,
en eftir að andstæðingnum
tókst ekki að notfæra sér það,
tók Pilnik að tefla æ glæfra-
legar upp á vinning, eftir því
sem á leið einvígið. Náði þetta
hámarki í síðustu skákinni, sem
var allt annað en vel tefld af
Pilniks hálfu, enda virtist hann.
þá vera alveg brotinn, eða að
minnsta kosti eitthvað miður,
sín.
„Við vorum margir, sem'
héldum, að staða þín væri töp-
uð, um það leyti sem þú fórnaðir
manninum í annarri skákinni,*'
segi ég. En sumir áhorfenda
fóru þá heim í þeirri trú, að
Friðrik væri glataður. „Hvað er.
um þá fórn að segja?“
„Það var hrein örvæntingar-
fórn,“ segir Friðrik, „og það er
ekki mér að kenna, að hún
heppnaðist. Ég undrast aðeins,
hversu lengi Pilnik hugsaði
tapleikinn í skákinni, f7—f5.“
„Já, var ekki f7—f6 rétti
leikurinn þá,“ spyr ég. „Ég
man, að við Pilnik skoðuðum
þann leik heima hjá honum,
sama kvöldið.“
„Jú, sá leikur hefði væntan-
lega nægt honum til vinnings,‘,
segir Friðrik. 1
Friðrik segir mér brosandi,
að Guðmundur Ágústsson hafi
verið meðal þeirra, sem gáf-
ust upp á því að horfa á tap-
stöðu hans í þessari skák, erv
um kvöldið, eftir að skákin
hafði.. óvænt snúizt Friðrik í
hag, hafi hann komið í heim-
sókn og sagt við sig: AnnacS
hvort ert þú „súper-séní“ eða
þá „lukkunnar pamfíll“.
„Ég spyr Friðrik um það,
hvort hann telji ekki þriðju ein-
vígisskákina til sinna beztu
skáka, en ég er sannfærður um,
að sú skák á eftir að koma víða
fram í skákheimsbókmenntun-
um, eins og t. d. slták hans viS
Wade í Hastings 1954. Þess má
geta hér til gamans, að eitt
sinn, er sú skák var birt í
frönsku blaði, fylgdu henni 23
upphrópunarmerki, þar af var
21 við leiki Friðriks. Og má af
því draga þá ályktun, að fleiri
kunni að meta taflmennsku
hans heldur en við íslendingar.
Friðrik lætur lítið yfir hinni
glæsilegu þriðju skák sinni viS
Pilnik, en er þó ekki óánægð-
ur með fórnir sínar í þeirri skák.
Um skákstíl Pilniks segir
Friðrik, að hann virðist tefla
mun betur í einföldum stöðum
heldur en flóknum og líkist afS
því leyti eftirlætisskákmanni
Friðriks, Capablanca. Hins veg-
ar gerir Friðrik sér það ljóst, a2l