Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 3
I>riðjudaginn 20. desember 1955 FRJÁLS þjöð 3 Viðvörun. Ef til vill er þessi viðvörun óþörf. En til þess að verða ekki ásak- aður um það eftir á að hafa svikizt aftan að lesendum, ætla ég að taka það fram strax, áð þeir hinir mörgu, sem eitthvað liafa ferðazt erlendis, mundu ekki finna neitt nýstárlegt í þessari grein — og kannski ekki hinir heldur, sem alltaf hafa unað sér heima. Þetta er aðeins frásögn af ósköp venju- legu járnbrautarferðalagi suð- ur um Evrópu. Og á slíku ferðalagi gerist yfirleitt ekki margt, sem í frásögur er fær- andi. Það sést lítið af þeim löndum, sem farið er um, þótt setið sé við lestarglugga, eink- um og sér í lagi, ef ferðazt er á nóttunni. Þess vegna munu les- endur ekki finna hér neinar stórköstlegar eða fræðandi lýsingar á framandi löndum, heldur einkum frásögn af samferðafólki mínu — og sjálf- um mér. Og aðallega vegna hins síðastnefnda er þessi viðvörun gerð. »> hliðina á mér og síðan skrjáf í bréfum, eins og það gerist verst í kvikmyndahúsum heima, þeg- ar fólk hefur keypt sér popp- korn í hléi. Þegar ég leit við, sá ég, hvar sessunautur minn hafði tekið upp nestisskrínu eina forkunnarmikla, og staf- aði þaðan skrjáfið. Af stærð skrínunnar og innihaldi álykt- aði ég strax, að maðurinn myndi af þýzku bergi brotinn, hvað og reyndist rétt vera. Þarna hafði hann í skrínu sinni miklar birgðir af alls kon- ar matvælum, brauði, eggjum, urseldur tóbaksnautn. Allt hans nesti til ferðarinnar var ein- vörðungu fólgið í einum vindlakassa af meðalstærð, og þessu nesti sínu var hann aldeil- is óspar á að brenna. Kassann hafði hann lagt á smáborð við lestargluggann. Þegar sá hinn matlystugi og svefnugi Þjóðverji fór af nær- gætni sinni að skrúfa fyrir ofn- inn, drýgði hann þá ófyrirgef- anlegu synd að fálma ofurlítið í vindlakassa andbýlingsins. Ekki held ég kassinn hafi hreyfzt úr stað, en hvað um lausan tauminn, og er bezt að láta þeirra ógetið. Ekki dirfðist ég heldur að yrða á manninn og spyrja hann, því að hvort- tveggja var, að mér þótti það tæplega viðeigandi, og eins hitt, að lítt var árennilegt að hefja samræður við náungann. Ég varð því að láta mér nægja þær reyfarakenndu hugmyndir, sem ég hafði þegar í kollinum, enda fékk ég brátt annað að hugsa um, því að lestin var að renna inn á ferjustaðinn á Krosseyri. Þar reis líka þessi dularfulli andbýlingur á fætur Hallberg Halfimutdsson; Frá noröri til suöurs ’Ókimnir Þeim’ sem aldrei . j u fyrr hefur verið Vindar erlendis, er allt nýtt, sem hann sér. Það er líkt og að vera kominn í annan heim. Ekki það, að fólkið sé svo mjög ólikt því, sem hann hefur átt að venjast, ekki heldur það að heyra hvergi talað annað en honum erlendar tungur. Það eru ekki stórhýsi og gamlar hallir í viðhafnarmiklum bygg- ingarstíl fyrri alda, sem valda undrun hans, ekki breiðar, fallegar götur með gömlum bílum, ekki trjágróðurinn, hvert sem litið er, ekki hrað- inn né iðandi fólksmergðin á götunum. Öllu þessu hefur hann búizt við. Eiginlega er það ekki neitt sérstakt, heldur allt þetta til samans og þó miklu fleira. Það er allt yfirbragð lífsins á erlendri grund, and- rúmsloftið — sjálft hið ókunna. Það „drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr“. Og éin- hver undarleg tilfinning gríp- ur hann, einhvers konar sam- bland af kvíða og fögnuði, smæðarkennd og einstaklings- vitund. Og þegar hann ætlar að fara að lýsa þessu, vefst honum tunga um tönn, og hann sér, að það er ekki hægt. Hann finnur ekki réttu orðin. Kannski eru þau ekki til. Matinn og engar refjar! Næturlestin frá Kaup- mannahöfn til Hamborgar var næstum full, er hún rann af stað frá Hoved- banegaai'den klukkan rúmlega 8 að kvöldi. Það var því hægt að horfa fram á svefnlausa nótt. En hvað er að fást um það, ungum manni og hraustum gerir ein vökunótt hvorki til né frá. Og það gefst ágætt tæki- færi til að vifða fyrir sér sam- ferðafólkið, sjá, hvernig það lít- Ur út; hvernig það hagar sér á ferðalagi sem þessu. Allt þarf þetta að lærast hvort sem er. Þess er ekki heldur langt að bíða, að menn fari að haga sér svo sem þeir væru heima hjá sér. Ég var varla búinn að lesa íbúðaauglýsingarnar frá Pétri jakk í íslenzku blöðunum, sem ég keypti á brautarstöðinni í Kaupmannahöfn, þegar ég fór að heyra skrölt í málmi við osti, smjöri og alls konar pyls- um. Heldur virtist mér brauðið ólystugt, blakkt að lit og gróf- gert, en átti þó að heita hveiti- brauð. Þýzkur virtist hins veg- ar ekki láta það á sig fá. Sótti hann ofan í vasa sinn sjálf- skeiðung digran og hóf nú skurðaðgerðir á pylsunum, sem hann ýmist sneiddi eða skóf ofan á brauðið, eftir að hann hafði smurt á það þykku smjör- lagi og sleikt vel af hnífnum. Stýfði síðan brauðið úr hnefa með auðsærri velþóknun, svo sem væri það bezti matur. Að snæðingi loknum stakk hann hausnum undir skinnjakkann sinn, sem hékk þar í horninu hjá honum — og var óðar far- inn að skera hrúta. Svaf hann nú þannig um hríð svefni hinna réttlátu og skeytti því engu, þótt troðið væri um tær honum, er gengið var inn og út um klefadyrnar. En þessi blundur hans varð þó ekki langur. Ekki leið á löngu, unz svefnfriði hans var spillt, og l friðarspillirinn — jú, hann var auðvitað ég! Svækjuloft var í klefanum og ofninn heitur, og áleit ég því, að engan mundi saka, þótt glugginn væri opnaður ofurlítið, jafnvel þótt dyrnar fram á ganginn stæðu einnig opnar. En þarna skjátlaðist mér illi- lega. Þótt klæddur væri í svell- þykka duggarapeysu, var Þjóð- verjinn álíka næmur fyrir þessu og prinsessan í í ævintýrinu, sem öll var helaum í kroppn- um, sökum þess að ofurlítil baun var undir dýnunum átján, sem hún svaf á. Það leið því ekki á löngu, þar til hroturnai' hættu snögglega og söguhetjan hrökk upp af svefni. Brá nú karl við hart og títt, skálmaði ‘ að glugganum og smellti honum aftur. Af virðingarvefðri nær- gætni við farþega skrúfaði hann þó fyrir ofninn fyrst. Það versta var, að nærgætni hans náði þó ekki til allra. það, þetta var nóg til þess, að hinn ástríðufulli reykingamað- ur fór að verða var um sig. Hann leit snöggt á Þjóðverjann heiftþrungnu og tortryggnu augnaráði, en stillti sig þó um að lúskra honum. Hins vegar hremmdi hann vindlakassann sinn, negldi hann aftur með með sígaretturnar í sokkunum og skálmaði út með vindlakass- ann sinn undir hendinni. Lét hvorugur sjá sig eftir það, og eru þeir úr sögunni. Hallberg Hallmundsson. Hinn dularíulli í bekknum á móti mér úti við gluggann sat andbylingur. myndarlegur maður um fer- tugt. Ekki vissi ég, hverrar þjóðar hann var, því að aldrei mælti hann orð af vörum. Hins varð ég fljótlega áskynj-a, að maðurinn virtist algerlega of- kveikjaranum sínum og hélt síðan á honum, það sem eftir var! Það mátti augljóst vera hverjum manni, að honum var ekkert um það gefið, að verið væri að fitla við vindlakassann hans í leyfisleysi. Þessi ógnar tortryggni varð nú til þess, að ég fór að gefa manninum nánar gætur, því að hingað til hafði öll athygli mín beinzt að Þjóðverjanum. Og brátt komst ég líka að raun um, að fleira var dularfullt í fari þessa náunga en hinn dýr- mæti vindlakassi einn saman. Mér varð einhvern tíma litið niður á gólfið, og sá ég þá, hvar dóninn geymdi sígarettupakka í báðum sokkum sínum. Nú var mér öllum lokið! Gat maðurinn virkilega ekki fundið neinn hentugri stað fyrir sígaretturn- ar sínar en sokkana? Mér lá við að skella upp úr. Lengi síðan braut ég heilann um, hvers konar náungi þetta væri eigin- lega og í hvaða tilgangi hann hefði tóbaksbirgðir sínar á svo óvenjulegum stað. En ég komst aldrei að neinni skynsamlegri niðurstöðu. Hins vegar fann ég | Á ferjunni. Það var sundur- leit hjörð, sem safnaðist saman í veitingasöl- um ferjunnar, menn og konur á öllum aldri og að því er virt- ist af öllum stéttum. Þarna var uppþornuð og skorpin, gulltennt kerling, sem drakk svart kaffi og reykti firnadigran vindil, að minnsta kosti þumlung í þvermál, og hjá henni maki hennar, ístrumagi mikill, nema hvað hann reykti sígarettur og drakk mjólk! Mér fannst ein- hvern veginn, að þessi hjú ættu eftir öllum guðs og manna lög- um að vera af fyrsta klassa, en þau hafa sennilega verið af öðrum. Þarna var líka fjöl- skylda ein, hjón og tveir synir j bernskir, sem öll drukku bjór. Og beint á móti mér sat ofur- lagleg ung stúlka með Parísar- hárgreiðslu og horfðist lengi i augu við mig — þangað til ég leit undan, auðvitað! í Reykjavík sá ég einu sinni unga og laglega stúlku koma inn á kaffistofu, biðja um einn pilsner og borga með tékk. Hún var með fagurlega gerðan hnút í hnakkanum og bundið um hann hvítum borða. Við félagi minn komumst að þeirri niður- stöðu, að hún væri „sophisti- cated lady“. Þessi augnabliksunnusta mín á ferjunni borgaði að vísu ekki pilsnerinn sinn með tékk, en henni svipaði svo mjög til hinn- ar reykvísku kynsystur sinnav, að ég ályktaði strax, að hún væri „sophisticated lady“. Ég gaut á hana augum öðru hverju milli þess sem ég saup á kaff- inu og beit í smjörkökuna mina. Líklega hefur henni fundizt ég vera eitthvað kynd- ugur náungi (kannski svipað til geðveiks frænda hennar), þótt mér dytti það ekki í hug þá, því að hún horfði á mig stöðugt, og ég var farinn að verða talsvert upp með mér, þegar einhver svartur deli og svipillur kom aðvífandi og hafði hana á brott með sér. „Og þar með var draumurinn búinn“. Hún leit upp í fússi, sármóðgaður, og fór . aftur niður í klefann minn, hugsandi stíft um fallvaltleik hamingjunnar. Þegar þangað kom, kynntist ' ég nýrri hlið á Þjóðverjanum, *, sessunaut mínum. Hlið er þó kannski ekki rétta orðið, því að hið fyrsta, sem fyrir mér varð, er ég opnaði klefadyrnar, var ekki hliðin á honum, heldur endinn — nánar til tekið aftur- endinn — sem skagaði fram á mitt gólf. Aðrir líkamshlutar hans voru ýmist hringaðir eða einhvern veginn kuðlaðir sam- an á hálfum bekknum. Og hann svaf eins og steinn. Hroturnar skáru loftið af fimbulkrafti. Ég fór hálfvegis að dást að þessum náunga, sem svo vel kunni að láta sér líða vel við erfiðar að- stæður og varð hvorki af mat sínum né svefni, þótt hann ferð- aðist í reykvagni á þriðja far- rými næturlestar. Ég átti líka eftir að sjá, að maðurinn gat sofið i öllum hugsanlegum stellingum og bylt sér eins og hann lysti, þótt hann hefði ekki meira svigrúm en sætið sitt eitt saman. Ég er handviss um, að hann gæti staðið á haus á lófa- ' stórum bletti og skorið hrúta, eins og ekkert í veröldinni væri eðlilegra og sjálfsagðara. En auðvitað var aðdáun mín ekki óblandin, því að bæði er, að önnur músík lætur betur í mínum eyrum en hrotur í sof- andi Þjóðverja, enda var ég nú tekinn að þreytast á setunni og óskaði einskis fremur en geta hrotið dúett með honum. Yfir landamærin. fjöldann allan af óskynsamleg um lausnum á gátu þessari, I ekki einu sinni við, bölvuð tóf- þegar ég gaf hugmyndafluginu j an, þegar hún fór, svo að ég stóð I Það stóðst á endum. Rétt þegar ég hafði fest blund í fyrsta skipti ein- hvern tíma seint um nóttina, var ég vakinn upp af dönskum tollþjóni í landamærabænum Padborg. Það má hann þó eiga, greyið, að ekki fór hann harka- lega að því. Eiginlega virtist hann taka það nærri sér að þurfa að framkvæma þessa skyldu sína. Hann skaut upp klefahurðinni, kveikti Ijósið og sagði ofurhljóðlega: „Hallo! Det er töldvæsenet!‘c Menn litu upp, hver i sínu horni, og grettu sig framan í ljósið. Sá danski hélt áfram í sama afsökunartón og spurði, hvort nokkur hefði meðferðis danska peninga. En hann hefði eins getað hjalað við steininn. Enginn virtist hafa minnstu hugmynd um, hvað maðurinn ætti við. „Har nogen mere end tre hundrede danske kroner?“ spurði hann þá. „Nei,“ svöruðu allir í einum kór og skildu nú allt í einu hvert orð, sem út gekk af hans munni. Að þessu svari fengnu virtist hinum nærgætna tollþjóni létta mikið, hann slökkti ljósið I aftur og bauð góða nótt. Litlu isíðar kom aftur maður inn, í þetta skipti til að stimpla í vegabréfin, og að því búnu rahn lestin aftur af stað. í Flensborg endurtók sig sama sagan, nema hvað þar voru það Þjóðverjar, sem spilltu svefnfriði manna. Þeir litu í töskurnár uppi í netinu, spurðu.hver ætti hverja, dangl- uðu hnúum í sumar, smelltu síðan saman hælum að þýzk- um sið og kvöddu með ósk una

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.