Frjáls þjóð

Issue

Frjáls þjóð - 07.07.1956, Page 5

Frjáls þjóð - 07.07.1956, Page 5
FRJÁLSiaÖÐ lÆugar'v:gínn T. julí 1956. un sagan [m þessar mundir er mjög rætt um kjördæmaskipunina manna á meðai. Enginn sann- gjarn maður ber á móti því. að hún er mjög ranglát orð- jn, og það ranglæti eykst óð- flugá við hvert kjörtimabil. sem líður án breytingar. Þetta er ekki nema eðli- legt. Kjördæmaskipunin er i meginatriðum miðuð við löngu liðinn tima. Þótt hún hafi verið við hæfi fyrir mörg tim áratugum, valda breyting- arnar i þjóðfélaginu því, að að hún nær vart lengur nokk- urri átt. Það stingur í augun. þegar Gullbringu- og Kjósar- sýsla kýs einn þingmann eins og Seyðisfjörður, þótt kjós- endafjöldinn i fyrrnefnda kjördæminu sé þegar orðinn sextánfalt meiri og munurinn vaxi með hverju ári. Að vísu er það svo í framkvæmd, að Gullbringu- og Kjósarsýsla fær þrjá þingmenn, en Seyð- jsfjörður hefur líka oft verið með tvo menn á þingi. Höfuðbreytingin á kosn- jngalögunum var gerð 1933. Þá var þingmönnum Reykja- víkur fjölgað úr fjórum í sex, tekin upp ellefu uppbótarþing- sæti til jöfnunar milli flokka og landskjörið fellt niður. Aðdragandi þessarar breyt- ingar var dálítið einkennileg- ur. í kosningunum 1931 vann Framsóknarflokkurinn hrein- an þingmeirihluta, 21 þing- mann af 36 kjördæmakosnum (þá voru einnig sex lands- kjörnir þingmenn). Fram- sóknarflokkurinn myndaði eðlilega stjórn, en svo brá við, að sú stjórn varð að fara frá innan skamms tima. Ein helztá orsökin var sú, að mörgum fannst ekki stætt á þeim þingmeirihluta, er fékkst i kosningunum 1931, með miklum minnihluta at- kvæða. Kosningafyrirkomu- lagið brast beinlínis á hinum mikla sigri þess flokks, sem vildi halda í hina gömlu skipan. Síðan hefur sú breyting ein verið gerð að fjölga þingmönn um Reýkjavíkur í átta og gera Sigiufjörð að sérstöku kjördæmi. Si^ur, sem knýr fram kjördœmabreytingar? |ándálag Framsóknar og Al- þýðuflokks vann í kosning- unum á dögunum fleiri þing- sæti en nokkur hafði búizt við, þótt ekki fengi það hrein- an þingmeirihluta. Þeir flokk- ar geta að því leyti verið all- kampakátir yfir úrslitunum. En þó má mikið vera, ef foringjar þessara flokka hafa ekki fundið einhvern afkeirri', ér þeir lyftu bikar og skáluðu íyrir sigri sínum. Hafi hann dulizt i fyrstu sigurvímunni, mun það samt bráðlega koma í ljós, að sigur þeirra var unn- Inn með svo takmörkuðu at- kvæðamagni, að nærri stapp- ar, að svipað hljóti að gerast á árunum eftir 1931: Úrslit kosninganna dragi þegar á þessu kjörtímabili á eftir sér breytta kosningaskipun. Þvi er auðvitað ekki að leyna, að róttækar breytingar á kosningaskipaninni verða ekki sársaukalausar, jafnvel þótt ekki sé til þess litið, hvaða hag einstakir flokkar geta haft af því fyrirkomu- lagi, sem nú er. Héruð, sem hafa verið sérstök kjördæmi í hundrað ár, vilja eðlilega gjarnan hafa áfram þing- mann, sem er fyrst og fremst þeirra maður. En slik fjölgun þingmanna, sem til þess þyrfti, að hvert kjördæmi gæti haldið sínum manni, en aðrir þó fengið nokkurn veg- inn leiðréttingu sinna mála, er óhugsandi með öllu. Þá þyrfti að fara að hafa þingið í færikvíum, slíkur ofvöxtur mundi í það hlaupa. Því er ekkert líklegra en ný breyting á kjördæmaskipan- inni og kosningaiögunum hnigi í þá átt að steypa sam- an kjördæmum, og sennileg- ast, að horfið yrði að fáum kjördæmum stórum. Um það skal þó engu spáð. Sérstaða Reykjavíkur gins og allir vita er atkvæða- magnið langmest í Reykja- vík. Greidd atkvæði þar eru nú komin á fjórða tug þús- unda. Ef farið væri eftir því einu, ætti að koma i hlut Reykvikinga sem næst tveir af hverjum fimm þingmönn- um. 1 reynd hefur Reykjavík nú ellefu þingmenn aí 52, en þaraf eru þrír uppbótarmenn. En ekki væri þó réttlátt að fjölga þingmönnum Reykja- vikur upp í tuttugu, því að á fleira er að lita en kjósenda- fjöldann einan.Reykjavik hef- ur nefnilega miklu betri að- stöðu til þess að hafa áhrif á stjórn landsins en aðrir landshlutar. Þar er aðsetur þings og stjórnar, þar eru höfuðstöðvar allra flokkanná og þar eiga flestir þingmann- anna heima. Þetta munu sanngjarnir Reykvikingar viðurkenna, alveg á sama hátt og sanngjarnir Seyðíirð- ingar, Strandamenn og Skaft- fellingar viðurkenna, hvaða ranglæti mörgum landsmönn- um er búið með þvi fyrir- komulagi, sem nú er um kosningu þingmanna. Margt verður þvi að vega og meta, ef sú spá rætist, að þessar kosningar verði bana- stunga gildandi kjördæma- skipunar. Alþýðuílokkurinn og kosningarétturinn. j^lþýðuflokkurinn hefur alla tíð barizt fyrir breyttri kjördæmaskipan og jafnari kosningarétti. Síðasta aldar- fjórðung hefur hann tvisvar getað fagnað breytingum, sem stefndu nokkuð i þá átt, er hann vildi. 1 vetur gerðust þau tiðindi, er Alþýðuflokkurinn gekk í kosningabandalag sitt við Framsóknarflokkinn, að hann sneri við blaðinu i þvi máli, þar sem hagnaðurinn af bandalaginu var fyrst og fremst sá að hagnýta upp- bótarkerfið á þann veg að fá lánuð atkvæði frá þeim flokki, sem nú og ætið hefur haft minnst fylgi bak við þingmenn sína hlutfailslega. Með því hóf Alþýðuflokkur- inn að notfæra sér það, er hann hafði ætíð fordæmt. Það verður að teljast glettni örlaganna, er þetta vixlspor Alþýðuflokksins á vegi hug- sjóna sinna um jöfnuð i þjóð- félaginu verður þyngra á metunum i átökunum um kosningafyrirkomulagið og kjördæmaskipunina en öll hans barátta frá upphaíi vega fyrir breytingum og endur- bótum til aukins lýðræðis á þessu sviði. En svona getur það verið vandséð, hvernig atvikin ráð- ast. í Mexíkó hiefur fjármálaöng- þveiti breytzt i farsæla og örugga efnahagsþróun Jónas Haralz hagfræðingur, sem starfar á vegum Alþjóða- bankans að rannsóknum á fjár- málaþróun í Mexíkó og löndum í Mið-Ameríku, er í sumarleyfi hér heima um þessar mundir, og á miðvikudagskvöldið sagði hann nokkur orð um starf sitt i fréttaauka ríkisútvarpsins. Var margt af því, sem hann sagði, næsta eftirtektarvert fyr- ir okkur íslendinga. Hann dvaldi nokkuð við efna- hagsástandið i Mexíkó, þar sem verðbólga var mikil og gengis- fellingar gerðar æ ofan í æ, stundum með hroðalegum af- leiðingum. Síðasta gengisfellingin var gerð 1954, sagði Jónas, en síðan hefur ríkt í landinu sterk fjár- málastjórn. Strangur hemill hefur verið hafður á útlánum bankanna, ríkið hefur haft tekjuafgang og fjárfesting ríkis og ríkisfyrirtækja verið ein- skorðuð við ríkistekjurnar en ekki sótt fé í þjóðbankann. Ná- in samvinna hefur verið milli verkalýðssamtakanna og ríkis- stjórnarinnar óg kauphækkanir allar verið bundnar við aukn- ingú raunverulegra þjóðar- tekna. Aður var í landinu mesta fjármálaöngþveiti og verðbólga, sem jók stöðugt mismun auðs og örbirgðar. En síðustu árin hafa orðið í Mexíkó snöggari umskipti en í nokkru öðru Iandi. Yfclmegun hefur aukizt hröðum skrcfum og þjóðar- tekjurnar vaxið ört. Jónas Haralz minntist einn- ig á það, að í Suður- og Mið- Ameríku, þar sem lífskjör margra eru bágborin og þjóð- félagshættir yfirleitt frumstæð- ir, væri nú mjög sterkur fram- faravilji. En það vildi við brenna, að áætlanir um nýjar framkvæmdir væru illa undir- búnar. Þetta minnir á sumt hjá okk- ur — nýsköpunina í Höfða- kaupstað, Faxaverksmiðjuna, Hæring, glerverksmiðjuna og' margt fleira. Einhverjum þyk- ir kannske ekki fremd að þvi, að Islendingar séu bornir saman við Mið-Ameríkuþjóðir. En bezt mun þó að þora að horfast í augu við staðreyndir. Ráð okk- ar hefur verið næsta reikult. Af því súpum við seyðið. Af því ættum við líka að Iæra. ^4 fJLJdió- da Lítilsháttar «m ntölinn. „Mikið skelfing held ég sé leiðinlegt -að yera nioIur,“ sagði einhver, „hanit lifir i pels á siimrin og sundfötum á velurna!“ Þessi skrýllainætti minna okk- ur á að vera vel á verði gegn þessu skaðsemdárkvikindi, allt- af er þörf, en aldrei meiri en nú i hitunum um - hásnm-arið. Áður fyrr, voru piikið notaðar mölkúlur og ýmiss konar lyktar- sterk lyf i þvi skyni að fæla burt mölinn. Rannsóknir hafa sýnt, að þessi slerka lykt hefur ekki minnstu áhrif á mölinn, hins veg- •ar er hún óþægileg fyrir okkur sjálf, þvi að nær ómögulegt er að ná lyktinni úr fötum, sem geymd hafa verið með mölkúlum. Það lyfið, sem bezta raun gef- ur i baráttunni við mölinn, er án efa Ð.D.T. Það fæst bæði í dufti og fljólandi. Það er áriðandi, að fötin séu ve) burstuð og hrein, áður en þau eru úðuð með D.D.T. Leggið aldrei föt til hliðar lang- t a» tíma án þess a3 þvo þau eða hreinsa áður. Mölurinn ]eit- ar alltaf fyrst á óhreina flik. Gætið þess að sprauta vel inn i horn og hugsanlegar sprungur á klæðaskápum og skúffum. Mölur þrifst bezt í kyrrð, myrkri og mátulegum hita. Sterkt sólskin gerir liins vegar út af við liann. Á gólfteppum leitar hann helzt út i hornin og undir húsgögn, sehi lítið eru lireyfð. Úðið þvi vel þar og þá inn undir teppið. Ekki er nóg að gera allsherj- ar herferð einu sinni eða tvisvar á ári.því að mölurinn er fljótur að koraast i gagnið. I>að tekur eggið 7—10 daga að þroskast í lirfu. Möllirfan þrífst bezt við 25° h'ita i myrkri og kyrrð, eins og áður er s-agt, og sækir þvi einkanlega eftir að koraast inn i föll, undir saum- för o. þ. h., og alveg sérstaklega sækist hún eftir að koniast undir handveg á flíkum, sem ckki eru alveg lireinar. Sé hitinn ininni en 5°, þrosk- ast eggin ekki, en um leið og hitastigið hækkar, breyt-ast þau i lirfur. Eftir minnst 90 daga er lirfan búin að spinna utan ura sig púpuna og 11—55 dögura þar á eftir er mölfiðrildið fullþroskað. Strax' eínum sólarhring þar á eft- ir býrjar kv'enfiðrildið að verpa. 20—^200 stykki á liún, en ]iá er henni lika allri lokið, og hún leggst fyrir og deyr. Þannig er óhætt að reikna mcð þremur mölkynslóðum áoeinu ári, þar sem skily.rði e,run„hag- stæð“, J. (I. i ibúðum ipeð mið- stöðvarhitun. kvenliðrildið ,flýg- ur ál’drei, mölurínn, sem við s.jYi- um flögra um, er eingöngu karl- fiðrildi. Og fullvaxin fiðrildi éta ekki neitt (þau hafa ekki cinu sinni munn). Þess vegna er elt- ingaleikur við eina mölflugu með lófasincllum og látum harl-a til- gaugslitill. Það cr meira að segja mjög óvist, að um mölflugu sé að ræða, þvi að þær forðast birtuna i lengstu lög. Það eru egg- in og lirfurnar, sem við eigum að leita að, það er lirfan, sjálfur mölurinn, sem mestan óskundá gerir. ýLrm 1954 Ljómans vor er liðið landið okkar grcztur. Svarna eiða svíkja synir þess og dœtur. Deyja vonir dýrar, dimmir lands um byggðir. Hverfa óðum allar íslands fornu dyggðir. Fósturjörðin fríða! Fékk hér erlent veldi land af þínu landi. Líður senn að kveldi? Frelsi þitt er fjötrað fargað unnum bótum. Smáðar Ijóðs þíns lindir, lof þitt troðið fótum. Hafður er í heiðri hverskyns þjófalýður. Fœr sá frelsisorðu, er fyrir honum skriður. Ágirnd, slœgð og auðvald aðalsmerki dagsins. Bera merkin blindir broddar þjóðfélagsins. Þeir, sem áður unnu og áttu víst að geymast, fallnir fornir stofnar fara senn að gleymast. Jóni Sigurðssyni sýnast myndi rökkur, hinn bandaríski blettur banvænlega dökkur. Jón frá Pálmholti. n HAFÞÓR GUÐMUNDSSON dr. jur. Máljlutningur, lögfrœðileg aðstoð og fyrirgreiðsla. Austurstræti 5, V. hæð. Sími 7268, heimasími 80005. Auglýsendur, athugið! ErJÁLS ÞJÖÐ er nú þeg- ar þriðja útbreiddasta blaðið í sveitum landsins og kemur auk þess á þúsundir heimila í kaupstöðum og kauptún- um. Það borgar sig því að áug- lýsa i FRJÁLSRI ÞJÓÐ. — FRJALS ÞJOÐ Sími 8-29-85.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.