Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 2
oCauáarJ.t -augardaginn 13. ebraar 1960■ FRJALS ÞJDO sps&nssiMe ::: •‘ '• ••. ’ '.r»Hy Herranótt 1960: Óvænt úrslit i líil p Það er jafnan nokkurt til hlökkunai'efni gömlum nem endum Menntaskólans, þegarj kominn er sá tími vetrar, að von er á sýningu þekra, sem til þess hafa vaiizt það árið að viðhalda hinni ágætu, gömlu tradisjón, Menntaskólaleikn- um. Þótt þessar sýningar séu að vísu á venjulegan mæli- kvarða prófessjónel leikhúsa harla ófullkomnar að ýmsu leyti, er það þó svo, að maður verður sjaldan fyrir vonbrigð- um. Þær hafa á sér alveg .ein- stæðan blæ, sérstaka töfra, sem eru ekki leikhússins og eiga líklega ekki mikið skylt við listræna nautn, heldur miklu meii’a við hreina og ó- mengaða gieði. Mér er satt að segja ekki grunlaust um, að þá hyrfi nokkuð af ljóma þessara sýninga, ef þær færu að nálgast fullkomnun að listrænu mati. Eg held maður yrði þá fyrst fyrir vonbrigð- um. Að þessu sinni var valinn til sýningar gamanleikurinn Óvænt úrslit eftir William Douglas-Home. Þessi höfund- ur er kunnur af öðrum leik, Tengdasonur óskast, sem sýndur hefur verið í Þjóðleik- húsinu alllengi við góðar und- irtektir. Óvænt úrslit er létt grin úr kosningunum í Bret- landi árið 1945, þegar Verka- mannaflokkurinn vann sinn fræga sigur að styrjöldinni lokinni. Efni leiksins sjxal ekki rakið að öðru leyti, cn sumt er þarna vel og hnyttilega sagt og fyndni víða. Iljörtur Halldórsson þýddi lc‘kritið. Leikendur eru átta að tölu, allir úr tveim bekkjrm skól- ans, 4. bekk og 6. bekk. Ómar Ragnarsson fer með einna stæi’st hlutvei’k, jai’linn af Listei'. Ekki verður sagt, að það sé sannfærandi mynd af gömlum enskum aðalsmanni, sem Ómar sýnir okkur, og gervið er vægast sagt ekki gott. Rétt túlkun á lilutverki jarlsins er gei’ólík. En leikur Ómars er þó að mörgu leyti skemmtilegur og reyndar sjálfum sér samkvæmur frá byrjuri til enda. Jarlsfrúin er leikin af Ragnheiði Eggei’tsdóttur. Ot- lit hennar er of unglegt, og eiga í’eyndar flestir leikenda sammerkt í því efni, sem kannski er voi’kunnarmál. En persónan er allgóð hjá Ragn- heiði, fjasgefin og tilgei'ðar- leg hefðarfrú, og stigur ekki í vitið, en þó kannski ekki typisk ensk. Guðrún D. Kristínsdóttir leikur bandaríska ungfrú, á- kveðna og forríka. Guðrún er mjög sannfæi’andi og eðlileg í þessu hlutverki og gerir þvi hin beztu skii, en stöku sinn- um hefði maður óskað eftir betri taltækni. Bessie þjónustustúlka er leikin af Guðríði Friðfinns- dóttur. Hlutverkið er lítið og sennilega hægt að gex’a það ahskemmtilegt, en leikur Guð- rúnar er daufur og f jöi'laus. Þorsteinn Gunnarsson er vanastur ieikari í hópnum, enda ber hann af í hlutverki Beschams, alias Benjamíns Charles. Það er sama hvar niður er boi’ið, framsögn, svip- brigði og hreyfingar eru hjá honum með miklum ágætum og húmorinn í bezta lagi. Þetta er í stuttu máli skemmti legt hlutvei’k og ágætlega með fai’ið. Pym, hinn ungi stjórnmála- maður, sonur jarlsins er leik- inn af Stefáni Benediktssyni. Hlutvei’kið er kannski ekki séi’lega spennandi, en leikur Stefáns er mjög farsæll og yfir honum einhver snotur svipur, sem ekki á illa við hlutverkið. Caroline, systir jarlsins, er aukapersóna, sem i í’auninni er algei’lega ofaukið í leikn- um. Hún er leikin af Eddu Óskarsdóttur. Barnalegt and- lit ungfrúarinnar stingur mjög i stúf við hlutverkið, en væri hægt að laga með breyttri förðun. Búningurinn er góður. Hlutvei’kið gefur ekkert tækifæri til leiks. Cleghom þingmann leikur Steindór Haarde. Öruggt fas Steindórs á vel við hlutvei-kið og karlmannlegur rómur spill- ir ekki heldux-. Leikur hans allur er sléttur og felldur, án tilþrifa. Helgi Skúlason hefur ann- ast leikstjórn að þessu sinni. Sviðsetning hans er ekki að- finnsluverð, en ég held að hann hefði mátt gera sér bet- ur gi'ein fyrir því, að persón- ur leiksins eru allt týpur, ekki karakterar, og haga leikstjórn sinni eftir þvi. Leikstjóri, sem hefur yfir hóp, sem þessum að ráða, þarf hvoi’t eð er að vera kennai'i um ieið. — Ein- föld leiktjöld Lárusar Ingólfs- sonar eru geðþekk að sjá, en gefa ekki til kynna það um- hverfi, sem leikui’inn gerist í. Mikill fögnuður var meðal áhorfenda á frumsýningu, og Guðm. Arnlaugsson mennta- skólakennari þakkaði leikend- um að lokum fyrir hönd skól- ans og var tekið undir það með glymjandi menntaskóla- húrra. Þökk fyrir skemmtunina. H. H. Mnslca iiomi Nokkrir ungir og áhugasamir tónlistarmenn hafa rayn iað með sér félagsskap, sem þe r nefna Musica nova. Upphaísmenn að þessari athyglisverðu nýjung’ eru listamennirnir E nar G. Sveinbjörnsson, Fjöln'.r Stef- ánsson, Gunnar Egilscn, Ingvar Jónasson, Jón Nordal og Magn- ús Bl. Jóhannsson. Á fundi með fréttamönnum S.l. mánudag lýstu þeh- félagar það höfuðmarkmið þe. ara sam- taka, í fyrsta lagi a) kynna verk ungra íslenzkra f inskálda og á þann hátt að örva þá til meiri dáða, og í öðru lagi að skapa vettvang fyrir yngri hljóðfæraleikara okkar. Musica nova hefur þegar á að skipa tréblásarakvintett og strokkvartett, en auk þess hafa mörg ung tónskáld, hljóðfæra- leikarar og söngvarar, lofað að leggja eitthvað af mörkum. Allt bendir því til þess, að tónleikar félagsins geti í fram- tíðinni orðið fjölþreyttir bæði um efnisval og flytjendur. . Fyrstu tónleikar Musica nova voru haldnir í Þjóðleikhúskjall- aranum s.l. miðvikudagskvöld. Voru þeir með nýju sniði, þann- jg, að gestir sátu við borð og gátu pantað veitingar hálftíma fyrir tónleikana svo og í hléi. Þetta tókst með ágætum, og féll allt bollaglamur niður jafn- skjótt og listamennirnir komu fram. Þetta ,,kjallara“fyrirkomulag hefur mikla kosti og í litlum sal sem þessum er samband flytjenda og áheyrenda allt ann- að og nánara heldur en í stór- um sal. Fyrsta verk kvöldsins var kvintett op. 71 eftir Beethoven, leikinn af tréblásarakvintett Musica nova, en hann er skip- aður þessum mönnum: Gunnar Egilson, klarinett, Karel Lang, óbó, Olaf Klamand, hox-n, Peter Ramm, flauta, og Sigurður Markússon, fagott. Þess gætti lítillega í byrjun, að flutnings- menn voru taugaspenntir,-en í heild var flutningur þeirra fé- laga samstilltur og fágaður. Næst á efnisskránni voru þrjú lög eftir Hugo Wolf við ljóð eftir Michelangelo. Kristinn Hallsson söng ein- söng. Var söngur Kristins með ágætum, og er það til fyrir- myndar að lesa áheyi'endum inntak kvæðanna. En frumtext- ann hefði Kristinn átt að syngja blaðalaust. Þriðja verk kvöldsins var Duo Sonata Op. 56 eftir Pro- kofieff, leikin af Ingvari Jónas- syni og Einari Sveinbjörnssyni. Þeir félagar eru afbragðs fiðlu- leikarar og skiluðu vei'ki sinu með prýði. Síðast á efnisskránni og rús- ínan í pylsuendanum var Trois Pieces Breves eftir franska tón- skáldið Jacques Ibert, leikið af tréblásarakvintettin’um. Þeir léku þetta skemmtilega franska verk svo unun var á að hlýða, og hlutu enda mikið og verð- skuldað lof fyrir. Þessir fyrstu tónleikar þess- ara ungu manna tókust með á- gætum. Það er auðheyrt, áð þeir taka list sína alvarlega og vilja leita nýrra leiða. Hafi þeir þökk fyrir. K. Nii er vetrai’vertíð í fóllum gangi. Fiskur er að vísu ekki almennt genginn á miðin, þótt sæmilega hafi aflazt í verstöðvum. En sjómenn gerá sér vonir um að afli fari senn að glæðast. m>m Mi CÍR öfVMÍtVM í m! Húseigendafélag Reykjavíkur. Kin stóraukna notkun næionneta við þorskveiðar mjög varhugaverð Á síðustu árum hafa fisk- veiðiaðferðir okkar tekið stór- felldum breytingum. Á vetrar- vertíð hefur notkun þorskaneta fárið stórlega í vöxt, einkum eftir að hin veiðnu nælonnet komu til sögunnar. Allir, sem til þekkja, gera sér ljóst, að veiðarfæri þessu fylgja stór- felldir annmarkar, svo miklir, að nauðsynlegt er að gera strgngar varúðarráðstafanir, áð- ur en í álgert óefni er komið. Það er alkunna, að fiskur úr netum þessum er oft mjög lé- legpr, enda verulegur hluti hans steindauður í netunum og blóðg- ast því ekki, þegar til hans næst. Úr sliku hráefni er vonlaust að hægt sé að vinna sómasamlega vöru, enda á netafiskurinn án efa mikinn þátt í því, hversu tíðar kvartanir hafa borizt í seinni tíð frá markaðslöndum okkar um gallaðar fiskafurðir. Að sjálfsögðu nær ekki nokk- urri átt að verðleggja jafnhátt fyrsta flokks fisk, sem veiddur er á línu, og netafiskinn, stund- um tveggja nátta gamlan, og þá einatt kraminn og blóðhlaupinn. En þetta er ekki eina hættan, sem stafar af hinni miklu notk- un nælonneta. Nú er svo komið, að á vetrarvertíð má heita að net þessi girði grunnmiðin við alla suðui’- og vesturströnd landsins, þar á meðal allar helztu klakstöðvar þorsksins um gottímann, meðan viðhald stofnsins fer fram. Kunnur skipstjóri, Sigurjón Einarsson, hefur nýlega í mjög athyglisverðri blaðagrein var- að eindi’egið við þeirri stór- felldu hættu, sem felst í hinni síauknu notkun þessa varhuga- verða veiðarfæris. Kemst hann meðal annars þannig að orði: „Þegar þessi net tapast, og það gera þau því miður oft, þá halda þau von úr vitj áfram að veiða, verða að svokölluðum drauganetum, og er óhugnanleg tilhugsun að stofninn sé á þann veg drepinn niður, engum til gagns. Notkun nælonnetanna er því í hæsta máta athugavei’ð, og það er mín skoðun, að það beri að takmarka veiði íneð þeim að miklum mun. Annars má segja mér, að þau eigi eftir að reynast fiskistofninum hér við land hœttulegasta veiðarfœrið, sem hér hefur verið notað.“ Hér er vissulega vakin at- hygli á hættulegri þróun, sem reisa verður skorður við, ef ekki á að hljótast af ófyrirsjáanlegt tjón. Auglýsíð í FRJÁLSRI ÞJÓÐ

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.