Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 5
FRJÁLS ÞJ OÐ oCauaatJí uaardaptnn 13: 1960- 5 Bíða íslands örlög Nýfundna lands árið 1933? Mörgum er um þessar mund- ir sá uggur í brjósti, að senn dragi að því að ísland lúti sömu örlögum og Nýfundnaland fyr- ir tuttugu og fimm árum. For- sendur eru á margan hátt harla svipaður í þessum löndum, og framvinda fjármálanna á ís- landi virðist nauðalík því, sem var í Nýfundnalandi, áður en landsmenn gáfust upp og lögðu forræði sitt í hendur öðrum. Nýfundnaland er svo að segja alveg jafnstórt íslandi, en íbú- ar eru nokkru fleiri. Öll megin- byggðin er á litlum landshlut- um á suðurströndinni, og höf- uðborgin tiltölulega fjölmenn. Atvinnulífið er mjög einhliða og fiskveiðarnar meginuppstaða þess. Landinu var stjórnað af land- stjóra og níu ráðherrum, og löggjafarvald hafði sextíu manna þing. Á árunum 1900—1930 var uppi sú stefna að fá inn í land- ið sem mest af erlendu fé, og var þá meðal annars slegið á þá strengi að gera yrði atvinnu- lífið fjölbreyttara og tryggara. Þegar kom fram yfir 1920 var landið orðið stórskuldugt, og á hverju einasta ári frá 1920 til 1930 var á fjárlögunum mikill halli, sem jafnaður var með lántökum. Jafnhliða var í land- inu sýndarvelmegun og kaup- gjald tiltölulega hátt, en eng- inn vildi í neinu kreppa að sér. Flokkadrættir keyrðu úr hófi fram, og stjórnmálamennirnir gripu til hvers konar bragða sér til persónulegs ávinnings. Þegar kreppan reið yfir, rið- aði þetta þjóðféiag til falls. Þó tókst að halda öllu á floti fram á árið 1933. Þá tók siðasta rík- isstjórn Nýfundnalands tvö stórlán sama árið, í janúar og júlí, og var það til þessara lána unnið að veita kanadískum fyr- irtækjum einkarétt á innflutn- ingi vissra vörutegunda til Ný- fundnalands. Skattar voru hækkaðir og út- gjöld skorin niður. En allt var þetta um seinan. Atvinnuleysið herjaði, og síðari hluta ársins neyddist stjórnin til þess að lýsa yfir gjaldþroti og biðja Breta að senda eftirlits- og rannsóknarnefnd. í þessa nefnd var valinn einn Nýfundnalandsmaður, einn Breti og Kanadamaður. Hún lagði til, að stjórn landsins yrði vikið frá völdum og skipuð ný stjórnarnefnd, sem færi í senn með löggjafarvald og fram- kvæmdavald. Þetta varð þingið að sætta sig við. Verka- mannaflokkur -landsins reyndi helzt að andmæla þessu, en andmæli hans voru máttvana, því að hann skorti bæði vilja og getu til þess að standa undir hinum þungu byrðum, sem nú hlutu að leggjast á herðar landsmanna. Sett voru mjög ströng fjár- hagsákvæði, sem fyrst og fremst miðuðust við það að tryggja skuldareigendum endur- greiðslu. Atvinnuleysingjarnir í bæjunum reýndu áð fleyta sér og sínum við viðárhögg á vetr- um og margir freistuðu þess að koma sér upp smábýlum. Þegar um þverbak keyrði með efna- hagsafkomu landsmanna, hlupu Bretar undir bagga í bili. Við þetta sat í mörg ár, unz áhrifa heimsstyrjaldarinnar síð- ari Jék að gæta. Þá var rokið upp til handa og fóta og gerðar herstöðvar og flugvellir í Ný- fundnalandi. 1948 kom eins eins konar þing saman til þess að ræða um framtíð landsins, og bað það stjórnarvöldin um leyfi til þess að landsmenn mættu greiða at- kvæði um, hvort þeir kysu um sinn það stjórnarfar, er þeir höíðu hreppt, þegar landið varð gjaldþrota, ábyrga stjórn, kosna af landsmönnum, eða samein- ingu við Kanada. Engin þessara hugmynda átti meirihlutafylgi að fagna. 69440 vildu ábyrga heimastjórn, 64006 sameiningu við Kanada, en 23.313 vildu sama stjórnar- far og verið hafði. Nokkrum vikum síðar voru atkvæði greidd í annað sinn og þá aðeins um þær tvær leiðir, er höfðu jafnt fylgi. 78323 kusu sameiningu við Kanada, en 71334 vildu sjálfstæði. Þeir voru í minnihluta og urðu að lúta í lægra haldi. Síðan hefur verið hljótt um stjórnarfarið í Nýfundnalandi. En þar ráða mestu kanadísk fyrirtæki, sem bundið höfðu þar fé og vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn. ísland er nú orðið það land heims, er næstmest verður að láta af gjaldeyristekjum upp í greiðslur vaxta og afborgana af erlendum lánum. Þó er enn bætt ofan á nýjum milljörðum, sem á að éta upp á þesgu ári. Getur ísland staðizt þetta frekar en Nýfundnaland árin 1932—1933? Er þess ekki.þegar farið að gæta, að lántökur séu háðar -þeim skilyrðum, að landsmenn hlýti einhverjum sérstökum formúlum í viðskipt- um? Er það kannske á næstu grösum, að í gjaldþrotabú Is- lendinga setjist einhver nefnd útlendinga, sem taki af skarið og segi fyrir um það, hvernig skuldaskilunum skuli hagað? Verður erlent vörurusl flutt inn fyrir lánsféð? Einn helzti fagnaðarboðskap- ur ríkisstjórnarinnar í sambandi við „bjargráðin“ er, að nú skuli innflutningur á öllum helztu neyzluvöruirf gefinn frjáls frá öllum löndum, eða um það bil bil 60% af heildarinnflutningn- um. í því skyni að gera þetta eitt- hvað meira en gagnslaust papp- írsloforð, hafa Bjarni Benedikts- son og félagar staðið með betli- lúkurnar báðum megin Atlants- hafsins í senn og tryggt sér 780 milljón króna eyðslulán til tveggja ára, sem að þeim tíma loknum má svo framlengja i önnur tvö ár, ef efnahagskerfið hefur þá ekki brostið innan þess tíma. Sá hængur er þó hér á, að vegna gengisbreytingarinnar og hinnar gífurlegu hækkunar á tollunum í krónutölu, sem af henni leiðir, verða góðar er- lendar vörur hér svo dýrar, að sæmilegar innlendár iðnaðar- vörur yrðu til muna ódýrari, og erlendu vörurnar óseljanleg- ar með öllu, þegar þrengt er jafn harkalega áð almenningi og gert er með hinum nýju efnahagsráðstöfunum. Að undanförnu hafa hin háu innflutningsgjöld og tollar orðið til þess, að þessa hefur orðið vart. Hafa innflytjendur þá gripið til þess að flytja inn út- söluskran og þriðja flokks vöru erlenda til að reyna að hafa eitthvað að selja á boðlegu verði, þó að vörugæðin hafi í raun og sannleika verið óboð- leg með öllu. •' Iðnrekandi hér í bæ vakti at- nygli blaðsins á þessu. Kvað hann fáa mundu hafa gefið því gaum, hvert tjón þjóðfélagið gaeti beðið við það, að dýrmæt- um gjáldeyri, sem.þar að auki væri fenginn að láni í'viðbót við skuldasúpuna, yrði blátt áfrgm fleygt í það að flytja til lands- ins hálfónýtt útsölurusl og fylla með því allar verzlanir, til þess að heildsalastéttin gæti dregið lengra strá í samkeppninni en íslenzkur iðnaður. FRJÁLS .ÞJÓÐ telur rétt að vekja athygli á þessum uggvæn- legu hlutum vegna þess, að það væri hörmulegt til þess að vita, ef þessi nýju bjargráð yrðu til þess, að almenningur þyrfti að sætta sig við úrgangsvörur ann- aarra þjóða, í ofanálag á þær fórnir, sem hann er látinn færa á altari gróðastétta og útgerðar- braskara. En við hverju er að búast af núverandi betlilúkuvaldhöfum? Skyldi þeim finnast ís- lenzk alþýða sá úrhrakslýður, að henni væri fullboðleg sú úr- gangsvara, sem aðrar þjóðir kasta á skarnhauga? BIFREIÐASALAN OGLEIGAN INGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 Kýnnið yður liið stóra úrvál, sem við höfum af alis konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREÍÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 18966. Breytingar á Siifurtungllnu Samkomuhúsið Silfurtunglið hefur nú fengið leyfi til vín- veitinga, en fyrir nokkru var rekstri hússins breytt þannig, að bar er nú opin veitingasala, svipað og í öðrum vínveitnga- húsum hér í bæ. Silfurtunglið var opnað í júníbyrjun 1955 og varð brátt einn vinsælasti skemmtistaður í Reykjavík. Eftir breytingar á regiugerð s.l. haust, þar sem veitingahús- um er hafa vínveitingaleyfi var gert kleift að hafa opið til kl. eitt eftir miðnætti tvo daga vikunnar, ákváðu forráðamenn Silfurtunglsins að breyta rekstri hússins í það horf. Salarkynni eru ems og margir þekkja, mjög vistleg í Silfurtunglinu og nú hefur fyrirkomulagi verið breytt í samræmi við breyttar aðstæð- ur. Si.lfurtungið mun leggja á- herzlu á að hafa á boðstólutn ódýra sérrétti og mun máltíðin. kosta frá kr. 30,00. Tríó Reynis Sigurðssonar mun leika fyrir dansi og enn- fremur létta sígilda tónlist. Þá mun hinn vinsæli og stórsnjalli Ómar Ragnarsson skemmta í Silfurtunglinu fyrst um sinn. Eigendur Silfurtunglsins em þeir Axel Magnússon og Sigur- geir Jónasson, sem einnig sér um rekstur veitingahússins. Sjúkdómseinkenni - Frh. af 8. síðu. hagserfi, munu ekki leika þenn- an leik eftir. í þriðja lagi má nefna, að það, sem sérfræðingar núverandi ríkisstjórnar áfelldust fyrri ríkisstjórnir hvað harðlegast fyrir og það með réttu, var, að þær skyldu eítki afgreiða fjár- lög með verulegum greiðsluaf- gangi og kyrrsetja hann til að draga á þann hátt úr verðbólgu- þróuninni. Nú bregður hins vegar svo vi, að þegar fyrstu fjárlög hins „nýja og trausta kerfis" eru lögð fram og hafa hækkað frá fyrra ári um rúmlega hálfan milljarð, er greiðsluafgangur- inn aðeins rúmlega eitt pro millé, eða minni en nokkru sinni á verðbólguárunum. Samkvœmt biturri reynslu og rökum sérfrœSinganna er þarna sýnilega teflt út í al- gjöra ófœru, því vissulega munu flestir eða allir gjalda- liðir fjárlaga fara’fram úr á- œtlun, og er þá sýnilegur stórkostlegur greiðsluhalli hjá ríkinu á nœsta ári. Er a. m. k. ótrúlegt, að þeir erlendu sérfræðingar, sem hér hafa komið, og krafizt þess fyrst af öllu, að fjárlög væru greiðsluhallalaus eða með veru- legum greiðsluafgangi, vildu gefa hinu „nýja kerfi“ heil- brigðisvottorð út á slíka fjár- lagaafgreiðslu. Er þarna og um að ræða einn af mörgum liðum.í hinu nýja kerfi, sem mun brjóta það nið- ur eins og spilaborg á mjög skommum tíma. Fjórða atriðið, sem hér skal drepið á, er það pólitíska her- bragð sérfræðinganna, að láta svo líta út í dag, að verzlunar- 1 álagning eigi eklti að hækka að krónutölu frá því sem var. Ljóst er, að þarna er um blekkingu eina að ræða, gerða í því augnamiði að koma i veg fyrir að kerfið hrynji til grunna þegar á fyrstu vikunum. Sérfræðingunum var fyllilega ljóst, að fengju kaupmenn að halda sínum hlut óskertum, þeg- ar almenningur væri krafinn stórfelldra fórna, yrði við ekk- ert ráðið og allt hið mikla ný- sköpunarverk hefði breytzt í ein verstu fjörráð, sem efna- hagslífi þjóðarinnar hefðu ver- ið búin í einum áfanga, En jafnljóst er þeitn og ríkisstj&minni, að þessj rái stöfun á ekki að standa til frambúðar. — Nákvæmlega þetta sama ráð var tekið við gengisfellinguna 1950, en að~ eins tveim árum síðar höfðu kaupmenn fengið fulla á- lagningu á allt vöruverðið. Þannig verður það örugg- lega enn. Þessu til viðbótar er svo vísdómslega um hnútana bú- ið, að álagningin á að hœkka um það, sem nemur aukn- um vaxtakostnaði, sem leiðir af 12% vöxtunum, þannig, að almenningur á að taka ok- urvextina á sínar herðar, en ekki kaupmannastéttin. Fimmta sjúkdómseinkenni hins nýja kerfis eru háu vext- irnir, sem almennt er talið, að eigi að verða 12%; Það væri fróðlegt, ef scrfræð- ingarnir og ríkisstj prnarhc rr- arnir gætu bent á eitthvað ríki í veröldinni, sem byggi við traust og heilbrigt efnahags- kerfi en hefði jafnframt 12% vaxtafót. Hið sanna er, að hár vaxta- fótur er eitt öruggasta sann- indamerki um helsjúkt efna- hagskerfi, enda ber greinargerð frumvarpsins það með sér, að þeim, sem það sömdu, hefur ‘ orðið hálf bumbult af þessu hraustleikamerki. Sjötta og síðasta sjúkdóms- einkennið, sem hér verður gert að umtalsefni, er það, að samkvœmt boðskap stjórnarherranna og sérfrœð- inga þeirra, á að gera alla hluti í einu, sem þó hefðu þurft að gerast stig af stigi & nokkrum tíma, ef nokkur von átti að vera til þess að það tœkist að framkvœma þcL eins og til var ætlazt. Þetta atriði, ásamt öðru því, sem hér hefur verið drepið á, og fjölmörgu fleiru, er glöggt sann- indamerki um það, að þessi til- raun er fyrir fram dæmd til að mistakast. Og þá hefur gerzt hér verri atburður en orð fá lýst, því þá er vonlaust um að spyrnt verði - fótum við þeirri óðaverðbólgu, sem þessar ráðstafanir bera þá ■ í sér, né stöðvað það efnahags- öngþveiti, sem þá er framundan. Þess vegna er það í raun og sannleika ófyrirgefanlegt, að'"' nokkrir skulu gerast til þess, ■ að spila það pókerspil með fram- tíð og tilveru þjóðarinnar, sem; hér cr. gert.... i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.