Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 13.02.1960, Blaðsíða 3
oCauyarduýinn !3. ewuar 1960- ■M3 bjöö AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 I’Jtgeíandi: Þjóðvarnarflokkiir Islands; Ritstjóri: Jón Helgason, sími 1-6169. Framkvæmdarstjóri: Jón A. GuSmundsson. í Askrikargiald kr. 9.00 & mánuSl. árgjald 1959 lcr. 108.00. V*rð 1 lausasölu kr. 3.00. Félagsprenlsmiðjan h.f. Lýðskrum og blekkingar T-^að er ekki neitt heilla- merki, hvernig lýð- skrumið ríður húsum í ís- lenzkum st(iórnmálum. Þegar litið er í stjórnarblöðin þessa dagana, blasa við augum miklar fyrirsagnir, sem helzt mætti af ráða, að hallæris- ráðstafanirnar nýju séu hinn mesti hvalreki. Þar er ekkert gert úr þeim erfið- leikum, sem þeim hljóta að fylgja, en þeim mun meira hampað ýmsum aukaráðstöf- unum, sem eiga að ganga I augun á fólki. Svona blekkingar geta þó varla borgað sig fyrir bless- aða flokkana, og ekki er al- menningur svo skyni skropp- inn, að hann gangi að því gruflandi, að auðvitað verð- um við einhvern tíma að borga það, sem á liðnum ár- um hefur verið tekið út á reikning framtíðarinnar. Loddaraleikurinn er því ó- þarfur, svo fremi sem það er álit stjórnmálaflokkanna, að við menn sé að tala. T-ieir, sem á þann hátt breyta málflutningi sín- um eftir því, hvort þeir eru í stjórn eða ekki, eru óheilir. Þeir hirða ekki um satt né logið, heldur miða á það eitt, hvernig þeir geti vafið fólki um fingur sér. Þeir, sem þykjast géta greitt fram úi' hinum mestu erfiðleikum, án þess að nokkur finni fyrir því, eða lofa jafnvel gulli og grænum skógum, þegar harðast sverfur að, eru ó- sannindainenn, sem einskis skirrast, og af þeim er sízt neins góðs að vænta. Fólk þarf að læra það, að þessum viðsjárverðu herrum á það að greiða í réttri mynt. Það þarf ■ að kenna þeim, að blekkingar og gyll- ingar eru agn, sem skyni- bornir me'nn gleypa ekki. í engu landi myndi stjórn- málarhönnum ’detta í hug að bera annað eins á borð fyrir almenning og hér er gert af gömlu flokkunum öllum, og það á að venja þá af svo skaðlegri og ósæmilegri mat- reiðslu. i hinn bóginn er svo hlut- ur blaða Framsóknar- flokksins og Alþýðubanda- lagsins. Á síðum þeirra er ekki annað að sjá en það stafi af hreinni og beinni mann- vonzku, að enn á ný er verið að krukka í efnahagsmálin. Þar er helzt að sjá og heyra, að engra aðgerða hafi verið jþörf, allt hafi leikið í lyndi og eiginlega hafi fólk átt heimtingu á „kjarabótum“. Öðru vísi mér áður brá. Fyrir nokkrum misserum vissu þessir flokkar þó, að ekki voru allar brautir blóm- um skrýddar á sviði efna- hagsmálanna. En þá var hlutverkum í stjórnmálun- um öðru vísi skipt. Hin rangnefnda . vinstristjórn beitti sér þá — af illri nauð- syn — fyrir ráðstöfunum, sem komu hart við fólk, en höfðu samt engan stað til langframa, og létu blöð sín gylla þær fyrir fólki. Þær áttu að leysa mikinn vanda á afarléttbæran hátt. S j álf stæðisf lokkurinn kveinkaði sér þá ekki við að fara með kjarabótahlut- verkið og lét enda í veðri vaka, að hann hefði haft annað og miklu ódýrara patent upp á vasann — það hefði ekki þurft að verja nema eitthvað 30—40 millj- ónum króna í auknar niður- greiðslur á landafurðir til þess að leysa málið. Svona er slegið á falskar nótur til skiptis og kenning- um og málflutningi algerlega hagað eftir því, hvort þessir gömlu flokkar eru utan stjórnar eða ekki. Staðreynd- ir varðar þá ekki um —1• lýð- skrumið eitt skal drottna. Ameríkupeningar fólksins í San Marco Það hefur lengi vcrið umdeilt, hvort hamingja fylgi fjúrmunum. Peningar, sem berast mönnum snögg- lega og fyrirhafnarlaust Upp í hendur, virðast að minnsta kösti oft reynast skcimmlert happ. Þessa liafa ítölsku bræðurnir Viktor og Jósep Saturnó ekki gætt, er þeim hugkvæmdist að heiðra minningu föður síns, Leópolds, með fégjöfum til ibúa þorpsins, sem hann hafði átt heima í á bernskudögum sínum. Tl/Targur maður spyr um þessar mundir: Getur ríkið ekki látið sér nægja neitt minna en hálfan ann- an milljarð króna á þessu ári? Samkvæmt .fjárlaga- frumvarpinu á að sækja þá fúlgu í vasa skattþegnanna. Nú gæti þetta ef til vill staðizt, ef það væri ráðstöf- un, gerð af efnahagslegri nauðsyn, í því skyni að draga úi' peningaveltunni. En því er. ekki að heilsa. Hver eyrir á aftur að fara út úr ríkis- sjóði á árinu, bg þegar svo er í pottinn búið, er erfitt að sjá, hvað unnið er við þess- ar stórkostlegu álögur, sem raunar geta ekki annað heit- ið en rán og fjárkúgun. TL|egar gerðar eru ráðstaf- anir, sem óhjákvæmilega sverfa allfast að miklum fjölda m'anna, vírðist það vera bein siðferðisskylda, að stjórnarherrar landsins leit- ist líka við að draga úr til- kostnaði hjá ríki og ríkis- stofnunum og sætti sig við að hafa mun minna fé úr að moða en áður. Emil Jónsson lýsti sjálfur yfir því í áramótaræðu í fyrra, að miklum sparnaði á ríkisrekstrinum væri hægt að koma við. Þetta vita menn, að er satt, og ekki þarf djúpt að skyggnast til þess að sjá það. En fram á þennan dag hefur ekkert verið gert til þess að fram- kvæma þettaj hvórki af minnihlútastjórn Alþýðu- fjoir Saturnó-bræður áttu heima r vestur í Bandaríkjunum. Þeir höfðu komizt í efni, en voru báðir einhleypir og barnlausir og gerðust aldraðir. Þá fóru þeir að velta vöngum yfir því, hvaö þeir ættu að gera við peningana sína. Faðir þeirra hafði alizt upp í litlu þorpi á Norður-Ítalíu, San Mareö d’Urri, og þar voru nú tæplega þrjú hundruð íbúar, allt fátækt fólk. Bræðrunum kom saman um það, að þeir skyldu kaupa bandarísk verðbréf og skipfa þeim á milli íbúanna í fæðingarþorpi föður þeirra. Það komu tuttugu og fimm verðbréf, 'sem samtals vóru jafnvirði tæpra fimmtíu þúsund íslenzkra króna á hvern þorpsbúa. Það var ekki ósnotur gjöf, og bræðurnir voru harla ánægðir með, hversu stór- mannlega þeim hafði tekizt að heiðra minningu föður síns. Bandarísk vinnubrögð. CJaturnó-bræður voru Banda- ** rikjamenn í húð og hár, og þá leiðir af sjálfu sér, að þetta átti ekki að fara fram í kyrrþey. Það varð að auglýsast rækilega. Þess vegna sendu þeir banka- menn, kvikmyndatökumenn og fx’éttaljósmyndara til italska þorpsins, svo að heimurinn hefði spurnir af því, þegar afhending eignarskilrikjanna færi fram. Kirkjuklukkunum í þorpinu var hringt, þegar þessa óvanalegu gesti bar að garði með allt haf- urtask sitt, þreytta eftir ferðalag sitt á.torfærum leiðum, því að heldur illa er vegað í grennd við San Marco. — Þetta var í nóvem- bermánuði. Spilverk djöfulsins. Þá var stungið upp á því, að reisa líkneski til vegsömunar gamla Saturnó og sonum hans. En það strandaði á þvi i bili, að í þorpinu var ekki neitt torg, sem styttan gæti staðið á. Deilan leidd til lykta. að eiga verðbféf í banka vestur í Ameriku, enda þótt það fengi af þeim árlega vexti. Það var allt í einu orðið ríkt, og þá vildi það líka njóta þess. Öll útispjót voru höfð að breyta verðbréfunum sem skjótast í peninga, enda reyndist auðvelt að komast í samband við menn, sém fengust til þess að kaupa þau með hæfi- legum afföllum. Peningarnir voru svo ekki látnir liggja lengi ónotaðir. Ibúar San Marco gerð- ust ákaflega skartgjarnir og keyptu sér meira af nýtízkuföt- um en dsémi voru um i nokkru ítölsku sveitaþorpi. Það sást líka á múlasnagötunum í grennd við þorpið, að þarna bjó rikt fólk, því að þar skröngluðust ungling- ar áfram á urrandi og smellandi mótorhjólum. San Marco hafði sannarlega breytt um svip — um stundar- sakir. Nafnbreyting eða líkneski. Uú fannst íbúum staðarins, að þeir yrðu að sýna þakklæti sitt I einhverju. Italskt sveitafólk er góðlátlegt og þekkilegt, og það vill sjá sóma sínum borgið í hvívetna. En nú kom babb í bátinn, því að þorpsbúar gátu með engu móti komið sér saman um það, í hverju þakklætisvottur þess skyldi fólginn. Sumir vildu láta skíra þorpið upp og nefna það Saturnó. Það kostaði að minnsta kosti ekki neitt. En aðrir voru þess minn- ugir, hve ríkir þeir voru orðnir, og þeir gátu ekki tekið svo nirf- ilslega hugmynd i mál. Nafn- breytingunni var hafnað, þvi að fáir vildu láta orða sig við nirf- ilshátt, úr því sem komið var. fjorpið stendur í fjallshlíð, og r er i rauninni í tveim hverf- um. I efri hlutanum á heima rúmlega tvö hundruð manns, en sextíu í neðra hverfinu. Kirkja þorpsins er í neðra hverfinu, og Kú vildu þeir i Hærribyggð reisa hjá sér kirkju til minningar um auðinn, sem þeir fengu að vest- an. Gegn þessu snerust auðvitað allir Neðribyggðarmenn og að- hyltust- í þess stað eindregið, að - gei’ð yrði stytta af Leópold gamla og reist framan við gömlu kirkjuna. Þetta þótti frekja mikil. Það leyndi sér ekki, að Neðribyggð- armenn vildu draga allt til sin, þótt þeir væru miklu færri. En þeir svöruðu fullum hálsi: Höfðu þeir í Hærribyggðinni ekki Vín- krána hjá sér — þangað, sem allir flykktust á kvöldin, eftir að þeir urðu ríkir? Og þar upp frá hafði meira að segja einhver keypt sjónvarpstæki fyrir Ame- rikupeningana. Þeir höfðu þar upp frá svo merkilega hluti, að óþarft var fyrir þá að kvarta. En þegar hvað verst horfði um samkomulagið, datt litlum dreng í hug lausnin. Hvers vegna ekki að reisa styttuna af Leópold miðja vegu á milli hverfanna? Og nú klöppuðu allir lof iTófa: Lausnin var fundin, sættir komn- ar á. G.jöf, sem illa endist. IFið þetta létti þungum steini af öllum, og nú fór svo, að son- ur gömlu konunnar, sem ekki hafði viljað þiggja peningana, gafst upp. Hann sótti sinn skerf. Þá fór einnig sitthvað að hvarfla að dótturinni. Um þetta leyti bar svo til að hriðar miklar skullu á um alla norðanverðu Evrópu, Framh. á 6. síðu. |jað var vitaskuld uppi fótur og * fit í þorpinu. Fólkið þóttist hafa himin höndum tekið. Sendi- mennirnir sögðu, að verðbréfin, sem hver og einn fékk, gæfu af sér sem næst tvö þúsund krónur á ári. Þau voru eins og dropsam- ar mjólkurkýr, sem fólkið gat notið arðs af ár eftir ár. Allir tóku fegins hendi við gjöfunum, nema ein áttræð ekkja, Virginia Kassinelli, dóttir hennar og sonur. Gamla konan sagði, að þetta væri áreiðanlega spilverk djöfulsins, og hún ætl- aði ekki að ganga með börnin sín í þá gildru, sem myrkrahöfð- inginn egndi fyrir gott fólk í San Marco. Þau mæðginin fengust ekki til þess að taka við sínum skerf. Nýríkt fólk á ferli. mijótt kom í Ijós, að fólkið í San * Mai’co langaði ekkert til þess flokksins á síðasta ári né þeirri, sem nú er tekin við. Enn einu sinni gera þeir menn, sem sitja á ráðherra- sfóli á íslandi, allar kröfurn- ar til annarra, en ætla sjálf- um séi’ uptatekinn hátt um meðferð almannaf jár. Kosningaréttur Indíána fndiánar í Bandaríkjunum og Kanada njóta ekki atkvæðisréttar eins og’ aðtf’ir menn. f þeim efnum eru þeir settir skör lægTa en allir aðrir í því landi, sem forfeður þeirra byggðu fyrstir manna. Nú hefur forsætisráðherra Kanada, John Diefenbaker, borið fram frumvarp um það, að Indí- ánum i Kanada verði veittur al- mennur kosningaréttur. En sjálf- ir eru Indíánarnir ekkert sérlega hrifnir af hugmyndinni. Þeir kalla þetta bleiknéfjasvindl. Matthew Lazare, höfðingi Caug- hnawaga-Indíána ræddi þessa nýju uppástungu fyrir skömmu. „Fæðingarrétti okkar er ógnað,“ sagði hann. „Hvers vegna eigum við að greiða atkvæði með út- lendum þjóðum?“ Indíánar óttast, að þeir verði sviptir réttindum, sem þeir njóta samkvæmt gömlum samningum, svo sem ókeypis læknishjálp og barnakennslu og skattfrelsi, ef þeir þiggja atkvæðisréttinn. I hinum gömlu samningum segir að vísu, að þessa skuli þeir njóta „eins lengi og sól skín og vatn rennur." En þeir hafa orðið að þoia margar brellur af hvítum möiinum og eru tortryggnir. Diefenbaker lofar þvi raunar, að sérféttindum skuli Indíán- arnir halda. Annar Iníánahöfð- ingi minnti á það, að kennslan hefði ekki verið betur rækt en svo, að mikill fjöldi Indiána kynni ek'ki að lesa né skrifa, o’g þess vegna væru þeir næsta ilia undir það búnir að taka þátt í kosningum. Hann bjóst þvi við, að kosningarétturinn færði þeim ekki nein höpp að svo stöddu. „Það, sem okkur vantar sárast, er menntun," sagði hann. Þriðji Indíánahöfðinginn, a£ kynstofni Kinkví-Indiána, lýsti þvi, er atkvæðisrétturinn myndi færa þjóðbræðrum hans, með svofelldum orðum: „Til okkar mun koma fram- bjóðandi og tala fallega við okk- ur. Við ákveðum að atkvæði okkar skuli falla honum í skaut, og hann nær kosningu. En vitum það, að hann mun gleyma okkur, jafnskjótt og hann er kominn í þinghúsið." Þarna hefur áreiðanlega talað raunsær náungi — og sennilega mjög getspakur. .

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.