Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.07.1960, Page 5

Frjáls þjóð - 16.07.1960, Page 5
þetta orðið á annan veg. (Við höfum kannski ekki vit á þessum málum frekar en börn, en hver hefur það?) Og sumir okkar halda, að betra hefði verið að gera þær ráð- stafanir, sem þurfti að gera, í áföngum. Kunningi minn, sem á einn krakka og fær fyrir hann tvö þúsund og sex hundruð í fjöl- skyldubætur; hefur sagt mér, að hækkunin á síma, útvarpi og benzíni á traktorinn éti upp þessar tvö þúsund og sex' hundruð krónur. Þá er allt annað eftir, og þú getur rétt ímyndað þér, að það er ekkert smáræði. — Heldurðu, að einhverjir I'losni upp? — Nei, það held ég ekki. Bændurnir þrauka lengi. Þeir hafa séð ’ann ■ svartan fyrr, góði minn. Þeir eru nokkuð seigir. Peningafíoð og hermang. — En hvað heldurðu, að framsóknarbændur segi um olíuhneýkslið?'. — Ég veit 'það ekki'. Þeir eru reiðir sumir. Öðrum er sama. Þeir hugga sig við það margir, að fleiri séu þjóf- arnir í Sjálfstæðisflokknum. Ég held, að versta embættið, sem til er hér á landi, sé emb- bara ráðherrana fara eitt- hvað annað. Annars er það sorglegt að sjá, hvað menn hafa spillzt á seinni árum.; Þeir eru ekki fáir, íslendingar, sem voru ráðvandir fyrir tuttugu árum og nú hafa sogazt út í spill- ingu og ósóma. Það er pen- ingaflóðið eftir stríðið, her- mangið og allt það svindl. Ems og þægu börnin. — Þú minnist á herinn. Hvað segir sveitafólkið um hermálið? —1 Það er msjafnt. Áróð- urinn með og móti er búinn að dynja á því í 10 ár lát- laust. Mörgum er orðið sama. Sjálfstæðismenn eru á sömu skoðun og Ólafur Thors, hver svo sem hún er. Og ef Her- mann segir: Nú skulum við láta herinn fara, þá segja all- ir framsóknarmenn: Já, blessaður, nú skulum við láta hann fara. Ef Hermann seg- ir: Við skuluin láta hann verá, þá segja allir: Já, við skuíum- láta hann vera! Fólkið er orðið eins og þægú börnin í Reykjavik — ekki eins og óþekku börnin — néi, því miður, það Hlýðir. bara. Ég skal segja þér svo- litla dæmisögu sem gerðist út að búa á islamíi. Her er mynd af bænuni Grund, sonardóttir iðmúndar, ríður Brúnku gömlu. ætti dómsmáiaráðherra. Hvað ætlar hann að gera, ef hann fær í lúkurnar fimm eða tíu yfirstéttarmenn og þarf að stinga þeim í tukt- hús? Litla-Hraun er troðfullt af þessum vesalingum, sem stela einum sigarettupakka eða koníakspela, en stór- mennin. þessir burgeisar og silkihattamenn með hvitar bringur, þeir kom'ást ekki fyrir. Ég held þéil’ ættu að fá aftui- gamia, góða fangá- húsið við Lækjartorg og láta á Snæfellsnesi, ég held árið 1956. Þai" var gömul fram- sóknarkona, ákaflega gömul og sljó, sem átti að kjósa. Þá kemur smali Hermanns (eins og sumir kalla, ég kalla hann bara umboðsmann, hitt er frekar niðrandi) og blessuð gamla konan spyr, af því að hún ætlar að komast á kjör- staðinn: Hvað heitir hann, maðuririn, sem hann sendir mér hann Hermánn, núna, blessaður? Þá segir úrriboðs- maðúrinn: Hann heitir Pét-’ ur Pétursson. Og þá segir blessuð gamla konan: O, ekki er ofsagt af gáfunum hans Hermanns að senda mann með svona góðu nafni, því hún frænka mín sáluga, mað- urinn hennar hét einmitt þetta: Pétur og var Péturs- son. —• Ég veit ekki, hvort sagán er skáldsaga eða sönn, en hún qr táknræn. Þú gætir kannski gefið mér reyk? — Alveg sjálfsagt. Ég gleymdi að bfjóða þér. — Já, það er ekki von, að þér detti í hug, að svona svoria blessaður aumingi reyki sígarettur. Ég tók upp í mig eitt sinn, skorið tóbak á tungubroddinn, eins og sumir gera, en læknirinn sagði, að ég myndi missa heldur mikið af munnvatni við það. Já, góði minn. Það kemur aðeins fyrir núna, að ég kveiki mér í vindli eða sígarettu. Fólkið er sofandi. — Hefurðu eitthvað skipt þér af stjórnmálum? — Nei, ekkert. Ég var aldr- éi í neinum stjórnmálaflokki, þar til Þjóðvarnarflokkurinn var stofnaður. Það er eini. flokkurinn, sem ég hef ver- ið í. Reyndar kaus ég alltaf hann Jón heitinn Baldvins- son, þega.r hann var að bjóða sig fram á Snæfellsnesinu. Sennilega er ég bara fæddur jafnaðannaður. En ég hef sagt honum nafna mínum, honum Guð- mundi J, Guðmundssyni (hann er ágætur ræðumað- ur), að það væri mín per- sónulega skoðun, að við ynnum meira og kæmumst lengra á aldarfjórðungi undir bláu merki Þjóðvarnarflokks- ins en á hundrað árum undir rauðu merki kommúnista. • Takmark okkar beggja er vit- anlega hið sama: ísland fyrir Islendinga. Það versta er, að þjóðin er núna sofandi fyrir þessu máli. Það sem vantar er að fá menn til þess að hugsa, og mig labgar til þess að' menn skilji, að hermálið er ekki flokksmál. Það er þjóðmál og snertir sjálfa þjóðarsálina. Spurningin er, hvort við vilj- um búa einir í þessu landi, sem guð gaf okkur, eða-fara í tvíbýli við aðra þjóð og verða ölmusulýður í eigin landi — Hvað verður til þess, að fólkið vaknar? — Ég veit ekki. Ætli fólkið mýndi ekki vakna, ef kjarn- orkusprengja yrði sett á flugvöllirin eða skotið á ein- hvenja af þessum radarglyrn- um Bandaríkjamanna í kringum landið? Ætli það myndi ekki vakna, ef það kæmu 10—15 kistur hingað að Kolbeinsstöðum til þess að jarða, kistur unglinganna, sem hafa flutzt héðan í her- mang'ið síðustu árin. Þá gæti ég trúað, að einhver fengist til þess að hugsa. Því að fólkið sefur. En við skulum vona, góði minn, að það verði aldrei vakið með þessum hætti, það yrði held- ur seint. — r. iír handraðanum Hrakningar Magnúsar rímnaskálds Veturinn 1812 rak hval mikinn og góðan fyrir Byrg- isvík á Ströndum, og þrjá hvali síðar,- einnig á Strönd- um, og reyðarkálf í Hrúta- firði. Þá var svo mikill mar- svínarekstur, að fá munu dæmi til, rak um vorið á Kol- grafarfirði fjölda, segir Espó- lín 1600, en Gunnlaugur á Skuggabjörgum 1400.Mun þá næst lagi að halda sig við það er Magnús skáld Jónsson í Magnússkógum, síðar á Laugum, telur. Þá tók Stefán Scheving á Ingjaldshóli sumt gjaldið fyrir, en sumt Hafliði í Grundarfirði Helgason, Steindórssonar sýslumanns í Hnappadal, Helgasonar. Var sent í allar nálægar sveitir og selt hálft það er Hafliði átti, þeim er til hans komu, en hitt gefið. En Stefán seldi sinn hlut allan og kvaðst mundi gera reikning fyrir. Þó lagði Sigurður Guðlaugsson prófasts í Vatnsfirði það til, að með góðu verði væri selt. Hafði hann þá verið settur þar sýslumaður og hafði hús- mennsku hjá Guðmundi spít- alahaldara Sigurðssyni á Hallbjarnareyri. Suður í Njarðvík voru og rekin upp 100 marsvín og var Ari bóndi fyrir því og átti þau öll. Enn fremur hafði 300 marsvín rekið á Patreksfirði og 13 í Bitru. Um haustið rak fjölda mikinn af hVölum á Harða- kambi, og stóð Stefán Schev- ing einnig fyrir sölu á þeim, sem Magnús kvað: Mun eg ei tala margt um þar, mig því bernskan heftir, hvert að sala’ og vigtin var vilja Drottins eftir. Þá er hvalrekinn á Harða- kambi spurðist til sveita, fóru margir til hvaikaupa úr Dalasýslu og va.r einn þeirra Magnús rímnaskáld. Lögðust á sunnanvindar og tóku þeir land í Rifi og keyptu af Rifs- mönnum bæði spik og þvesti. Var vindur mótstæður um hríð, en norðanalda lá undir. Fengu margir sér far til heim f lutnings hvals þess er keypt- ur var, og var Magnús einn þeirra. Voru hásetar hans tveir menn frá.Jóni Gísla- syni presti í Hvammi og einn frá Jónasi bónda í Sælings- dalstungu og nefnir Magnús þá í rímu, er hann kvað um hrakning sinri, Einar, Jón og Bjarna. Þóttist hann lítt mannaður, en gekk þó á skip annan þriðjudag í vetri, því þá þótti leiði, og höfðu þeir byr úr miðdegisstað, unz þeir komu inn á Kolgrafarfjörð, gekk þá veðrið í landsuður og hvessti mjög, en kveld var komið. En er nátta tók, óx enn veðrið með kafaldshríð og fengu þeir eigi dregið, sem Magnús kvað: Hefði verið hjá oss þar halur einn að gagni, í ekið vér í eyjarnar . öldu hefðum vagni. Þá oss stormur reka réð, rauna vafðir spennu, firðar voru fæ eg téð -- ! framan til við Brennu. Tóku nú hásetar mjög að lýjast og sá Magnús það eitt ráð að vinda upp segl og halda sem ljúfast gengi út á flóann í náttmyrkrinu; sett- ist hann við stýri og sigldi ærinn tíma unz þeir koiriu í álinn, stækkaði þá sjó og.tók að gefa á bæði borð. Magnús lét þá ryðja fullum þriðjungi ■ farmsins. Illar hryðjur yfir gaf : j oft á þeirri stundu, fullan þriðjung farmi af n fleygðum sels í grúndu. ; Þá brast önnur stýrislykkj- an sundur; lét Magnús þá fella' seglið og sigldi með skautinu, telur hann þá að eigi væri annað fyrir að sjá en opinn dauðann. Mjög að kreppti mæðan kífs, máttu ullar verju vænta eftir ending lífs á augnabliki hverju. Kom svo loks hinni löngu nótt, að veðrið gekk til vest- urs með kafaldshríð og s.tór- sjó. Sá Magnús þá að þegar mundi fylla ef seglinu yrði eigi við komið; fyrir því batt hann ár við bitahöfuðið og lét vinda upp seglið og gekk brátt mikið; orðlögðu háset- ar hans hve vel hann stýrði tí ofviðri því og ósjó, var hann og kallaður góður stjórnari, en eigi þakkaði hann sér það: Rokna hátt þá risu hér rostungs bylgjur mýra, herrans máttug höndin mér hjálpaði -til að stýra. Loks kom svó, að þeir litu eyðisker til vinstri handar og sáu þár inenn á gangi, en eigi þorði Magnús þar upp að hleypa í brimlöðrið og tók að beita þaðan. í því sáu þeir skip. koma úr leynivogi nokkrum, bentu þeir á skip- inu þeim að halda eftir sér inn í voginn. Gerðu þeir Magnús það og lentist þeim. . vel. Var þar Jón Eggertsson bóndi í Hergilsey, er jafnan lá vor og haust í Oddbjarnar- skeri. Hrakta drengi kappinn kær kvaddi orðum fínum, betur enginn faðir fær fagnað börnum sínum. Þar voru þeir um nóttina. Jón dró gömlu lykkjuna af stýrinu og lét aðra á. Fylgdi hann þeim degi síðar til Flat- eyjar, var þar þá Eiríkur Kúld verzlunarstjóri; léði hann þeim kunnugan mann. Fi'amh. á 6. síðu. TjS Prjáis- þjóS — Laug'ardagirtn 16. júii-1960

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.